Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5725 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, „Vörumerki mitt, Myrka, á vissulega sterka samleið með Hatara, ekki bara stíllinn heldur einnig löngunin til að finna leið til að breyta heiminum,“ segir Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður og listamaður. MYND/NIKOLAS GRABAR Harpa Einarsdóttir er fjöl-hæfur listamaður og hönn-uður sem vakti athygli fyrir stuttu þegar hljómsveitin Hatari klæddist hönnun hennar á upp- hitunarviðburði fyrir Eurovision keppnina sem haldinn var á Spáni nýlega. Hatari stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar í Ísrael um miðjan mánuðinn en þar mun sveitin og dansarar hennar klæðast f líkum úr vörumerki hennar, Myrku, sem búninga- hönnuðir sveitarinnar, Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson, hafa stíliserað og skreytt með fylgihlutum og öðrum fatnaði. Utan þess hefur Harpa, sem útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2005, komið að búningagerð og öðrum þáttum kvikmyndagerðar, unnið hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP þar sem hún hannaði sci-fi- búninga og persónur, sett á fót fyrrnefnt fatamerki, Myrku, og sinnt myndlist undir nafninu Ziska en hún heldur næstu mynd- listarsýningu sína fimmtudaginn 9. maí á Coocoo’s Nest á Grand- anum í Reykjavík. „Aðkoma mín að búningum Hatara er í raun algjör tilviljun. Hópurinn klæddist hönnun minni nýverið á glæsi- legum gala-upphitunarviðburði fyrir Eurovision-keppnina á Spáni og mun einnig notast við einhverja stíla frá Myrku á viðburðum í Ísrael á næstu dögum. Ég deili vinnustofu, með Karen Briem og Andra Hrafni, búningahönnuðum þeirra, sem báðu mig um að lána sér föt fyrir Spánarviðburðinn. Þau eiga því mestan heiðurinn af samsetningunni sjálfri og öðru sem þau galdra fram, t.d. hanna þau og framleiða mest af BDSM- ólunum í stúdíóinu.“ Boðskapurinn heillaði Hún segir Hatara hafa tileinkað sér BDSM-stílinn löngu fyrir Euro- vision keppnina. „Sjálf kynntist ég sveitinni fyrst þegar Sóley vinkona mín Kristjánsdóttir kynnti mig fyrir henni fyrir löngu síðan en hún er einlægur aðdáandi. Ég sá svo bandið á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves stuttu seinna og trúði varla því sem fyrir augu og eyru bar svo stjörnudáleidd varð ég.“ Þótt tónlistin og sviðs- framkoman hafi verið mögnuð að hennar sögn segir hún þó boðskap sveitarinnar hafa heillað hana mest. „Það er eitthvað að í veröld- inni og síð-kapítalisminn á vissu- lega þátt í því. Við lifum í enda- lausri þversögn við okkur sjálf og reynum að finna tilgang í veröld Hér klæðist Matthias glæsilegum jakka úr nýjustu línu Myrku sem var kynnt á HönnunarMars. Jakkinn sem Klemens klæðist er „showpiece“ flík úr Seismic Soils, nýjustu línu Myrku, sem hægt er að klæðast á nokkra mismunandi vegu, m.a. öfugt og úthverft.  Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is löngunin til að finna leið til að breyta heiminum og gera hann að betri stað áður en það er of seint og Hatrið sigrar.“ Hún skilgreinir merkið sem „indí“ vörumerki en flíkurnar eru framleiddar í mjög takmörkuðu upplagi. „Ég sæki innblástur í listir, frjálsa hugsun, kynfrelsi og andspyrnu. Um leið styður merkið við fjölbreytileika manneskjunnar, náttúruvernd, jafnrétti og einstaklingshyggju. Þetta er götu- og hátíska með boð- skap fyrir hugsandi manneskjur en þess má geta til gamans að söngkonan Skin úr Skunk Anansie klæddist nýlega galla frá Myrku í viðtali í þekktu glanstímariti.“ Síðasta lína Myrku var haust- og vetrarlínan 2019-2020 sem nefnist Seismic Soils en hún var sam- starfsverkefni hennar og Siggeirs Hafsteinssonar. „Stefnan er að framleiða hluta af þeirri línu og koma í sölu í haust. Í sumar munum við vinna að nýstárlegu vídeóverki sem við munum kynna í haust þegar línan er komin úr framleiðslu.“ Hlaðin orku Opnun myndlistarsýningar hennar á Coocoo’s Nest næsta fimmtudag hefst kl. 18 en sýningin mun standa út mánuðinn. „Ég hef alla tíð verið að gera myndlist þótt ég sé ekki menntuð í faginu og m.a. haldið nokkrar einkasýningar. Því gladdi það mig mikið að vera sam- þykkt í Samband íslenskra mynd- listarmanna á sínum tíma, sem var ákveðin viðurkenning á mér sem myndlistarkonu. Ég mun sýna verk sem eru unnin með blandaðri tækni á striga og teikningar sem ég vann á Seyðisfirði á tveggja vikna tímabili í apríl.“ Hún segir verk sín vera hlaðin orku og tilviljunar- kenndum útkomum, innblásin af hugmyndafræðinni „rewilding“ og shamanisma sem hún segist lengi hafa aðhyllst. „Verkin lýsa ferða- lagi í undirheima til að finna sitt sanna anda-dýr og lönguninni til að halda þar kyrru fyrir, í stað þess að taka dýrið með í miðheima, eða raunveruleikann eins hann er. Náttúran er mjög mikilvæg í shamanisma enda er hún talin vera heilög og allt sem tilheyrir náttúrunni er talið lifandi og búa yfir eigin sál. Shamaninn getur haft samband við þessar sálir og notfært sér þær í vinnu sinni. Dýr eru líka gríðarlega mikilvæg og fólk sem aðhyllist shamanisma trúir því að hvert og eitt dýr hafi eitthvað til þess að kenna mann- fólkinu, einhverja vitneskju sem það kemur með til okkar.“ Fatamerkið Myrku má kynna sér á myrkaiceland.com og á Instagram (@myrka_iceland). Nánari upp- lýsingar um myndlistarsýninguna má finna á Facebook-viðburði undir ZISKA + KÚKÚ. sem er svo hræðilega grunnhyggin og feik. Hvað er kapítalisminn annað en gráðugt dauðakölt sem fórnar lifandi verum og nátt- úru fyrir skammtíma hagsmuni sína? Það er kominn tími á sterka andspyrnu og nýja ósvikna hug- myndafræði ef við eigum að bjarga jörðinni og okkur sem mannkyni.“ Innblástur sóttur víða Eins og fyrr segir koma flíkurnar úr fatamerkinu Myrku en það setti hún á fót fyrir fimm árum. „Vörumerki mitt, Myrka, á vissu- lega sterka samleið með Hatara, ekki bara stíllinn heldur einnig Harpa Einarsdóttir opnar sýningu á Coocoo’s Nest á Granda í Reykjavík í næstu viku. Þessi tvö verk hennar eru unnin með blandaðri tækni. Framhald af forsíðu ➛ Eitt kort 34 vötn 7.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 ÞETTA ER BYRJAÐ! www.veidikortid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E B -D 7 2 4 2 2 E B -D 5 E 8 2 2 E B -D 4 A C 2 2 E B -D 3 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.