Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 24
LEIKRIT Bæng! HHHHH eftir Marius von Mayenburg Borgarleikhúsið Leikstjórn: Gréta Kristín Ómars- dóttir Leikarar: Björn Thors, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Davíð Þór Katrínarson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Halldór Gylfason Þýðing: Hafliði Arngrímsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Kjartan Þórisson Myndband: Ingi Bekk Tónlist og hljóð: Garðar Borg- þórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Heimurinn virðist fara versnandi með hverjum degi. Vígvellirnir eru ekki einungis í framandi löndum heldur einnig í laglegum úthverfa­ eldhúsum höfuðborgarinnar. Allt liggur undir og framtíðin er í hönd­ um undrabarnsins Hrólfs Bæng, mannkynið á sér enga von. Leikritið Bæng! eftir Þjóðverjann Marius von Mayenburg var frumsýnt síðastlið­ inn föstudag á Nýja sviði Borgar­ leikhússins í leikstjórn Grétu Krist­ ínar Ómarsdóttur, og er tilraun til að rannsaka orsökina fyrir þessum óskapnaði, afleiðingum sem hann ber í skauti sér og hvort eitthvað sé til ráða. Vægðarlaus höfundur Stílbragð von Mayenburg ein­ kennist af uppbrotum, byggðum á sterkum vísunum í eldri leikform. Klassískir harmleikir, melódrama og hurðafarsar eru grunnurinn að þessari póstmódernísku árás á þægindalíf vestrænna smáborgara, þar sem sérhannaðar hirslur eru troðfullar af lífrænu góðgæti og öll heimilisáhöld eru dýr merkjavara. Hrólfur er hryllilegt útsæði feðra­ veldisins sprottið ljóslifandi fram í risaeðlusamfellu. Höfundurinn er vægðarlaus og oft á tíðum bráð­ fyndinn en grínið um heimilis­ ofbeldi nágrannahjónanna fór fyrir ofan garð og neðan. Stórskotalið leikara er mætt á svið í Bæng! og valin manneskja í hverju hlutverki. Byrjum á Bæng; prinsinum á bauninni, verðandi konungi veraldarinnar, einræðis­ herra og fegurðardrottningu. Björn Thors ber mikinn þunga sýningar­ innar á sínu baki. Hrólfur er í byrjun öfgafullt sakleysið uppmálað en fljótlega umbreytist frekjan í tilætl­ unarsemi og valdníð. Björn hefur sterk tök á ólíkindatólinu Hrólfi og eftirtektarvert er að sjá hversu góð líkamsbeiting hans er, á einni stundu ungbarn og á þeirri næstu fullvaxta maður. Sömuleiðis er til­ finningaleg nálgun hans kitlandi og köld afstaða til samfélagsins vel ígrunduð. Þó, líkt og með aðra leikara, virðist hann vera fjarlægur kjarna verksins, upptekinn af að koma línunum frá sér frekar en að vinna heildrænt með leikhópnum. Falleg dýpt Foreldra Hrólfs leika þau Brynhild­ ur Guðjónsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson. Algjör afneitun Viktoríu, móður Bæng, fær fallega dýpt í leik Brynhildar, nánast eins og hún viti hræðilega sannleikann um einka­ soninn. Samvinna hennar og Hjart­ ar er sömuleiðis góð á köf lum en dettur of oft úr sambandi. Örvænt­ ing heimilisföðurins er sjón að sjá í leik Hjartar, sérstaklega þegar Dóm­ iník missir tökin á aðstæðum, sem er ansi oft. Þá hverfur hann aftur til klassíkurinnar, og á endanum alla leið í frummanninn. Hér leikur stór­ fín þýðing Hafliða mikilvægt hlut­ verk, þar sem skýrt talmál ræður ríkjum þangað til að Dóminík fer að ókyrrast og þá tekur rímið við. Hægt og rólega hefur Davíð Þór Katrínarson verið að skapa sér sér­ stöðu á leiksviðinu, einlægni hans er hressandi. Hann situr uppi með fremur óáhugaverðan karakter en vinnur ágætlega úr honum, þó mætti orkustigið vera hærra. Það verður forvitnilegt að sjá hans næstu skref. Orka er ekki vandamál hjá Katrínu Halldóru Sigurðardótt­ ur og Halldóri Gylfasyni sem sjá um heilan her af smærri karakterum. Katrín fer á f lug í hlutverki barna­ píunnar Glódísar en leitar of mikið í grínið til að túlka nágrannakonuna Ússí. Halldór er frábær í hlutverki hjúkrunarfræðingsins Matthildar en berst líka við að skila nágrann­ anum Reyni nægilega vel frá sér. Stærsta vandamálið er að persónur eru kynntar til sögunnar, og þeim fundinn byrjunarreitur í sýning­ unni, en úrvinnslan er sjaldan full­ kláruð samanber tilfinningalegt og líkamlegt samband Hrólfs við Vikt­ oríu móður sína. Hjálp gæðahandrits Stöðugt rof er á milli leikmyndar og framvindu sem útskýrist ekki af formi verksins þar sem uppbrot ráða ríkjum heldur leikstjórninni. Gréta Kristín Ómarsdóttir er enn að finna fætur sína sem leikstjóri og safna í reynslubankann. Kraftur handritsins er aldrei leystur úr læðingi, klassískt handbragð von Mayenburg hundsað, atriði eru stöðugt tekin í sundur og ekki notuð til að byggja eitthvað nýtt. Seinni hluti sýningarinnar er þó betri heldur en sá fyrri, þegar hulu realismans hefur verið algjörlega svipt af og afbökunin nær hámarki. Börkur Jónsson hefur hannað fagur fræðilega áhugaverða leik­ mynd sem nýtist ekki nægjanlega vel. Þar má nefna ofurstóra eld­ húsið fyrir hlé og sömuleiðis hljóð­ klefann, bæði lipurlega hönnuð en gæðast sjaldan sviðsrænu lífi. Aftur á móti eru búningar Evu Sig­ nýjar Berger alveg frábærir, jafnvel hennar bestu á ferlinum. Þeir ríma bæði við persónurnar og sín á milli, hver flík sérvalin inn í skýra fagur­ fræðilega heildarmynd. Bæng! skolast fram og til baka án þess að yfirþyrma. Einstaka senur ná þó í höfn, þá sérstaklega eftir hlé þegar frumhvatir persónanna eru afhjúpaðar og gróteskan yfirtekur allt. Leikarahópurinn vinnur gott starf og sýningin, með hjálp gæða­ handrits, helst þokkalega á f loti með þeirra aðstoð. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Sýning byggð á góðum grunni en ekki fullbúin. Forréttindausli og óreiða samtímans STÓRSKOTALIÐ LEIKARA ER MÆTT Á SVIÐ Í BÆNG! OG VALIN MANN- ESKJA Í HVERJU HLUTVERKI. Leikarahópurinn vinnur gott starf, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins um Bæng! í Borgarleikhúsinu. Ársfundur EFÍA 2019 Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl. 11 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með umræðu- og tillögurétti. Fundargögn má nálgast á vefsíðu sjóðsins, efia.is. Vakin er sérstök athygli á stjórnarkjöri sem fram fer nú í fyrsta sinn. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn. Framboðsfrestur rennur út 7. maí kl. 17. Áhugasamir sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um framboð og framboðsgögn á efia.is eftir að framboðsfrestur rennur út. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur kynntur 3. Tryggingafræðileg úttekt 4. Fjárfestingarstefna 5. Stjórnarkjör 6. Skipun stjórnarmanna sem ekki eru kjörnir á ársfundi og laun stjórnarmanna 7. Val endurskoðanda 8. Önnur mál 3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E B -D 7 2 4 2 2 E B -D 5 E 8 2 2 E B -D 4 A C 2 2 E B -D 3 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.