Fréttablaðið - 09.05.2019, Side 6

Fréttablaðið - 09.05.2019, Side 6
Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir. Pétur H. Hannes- son, yfirmaður röntgendeildar Landspítala AKUREYRI Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanem- endum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akur- eyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nem- endur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nem- enda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skóla- stjórinn Jóhanna María Agnars- dóttir. „Við vísum þarna til hljóð- vistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum sam- keyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekk- ert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþrótta- kennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamann- virki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nem- enda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“ sveinn@frettabladid.is Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld Skólaráð Brekkuskóla telur kennsluaðstæður í íþróttum lélegar þar sem bærinn setji menntaskólanemendur í íþróttir á sama tíma. Frístundaráð Akureyrarbæjar svaraði skólanum fullum hálsi og telur erindið fráleitt. Skólanefnd Brekkuskóla og frístundaráð bæjarins deila um fyrirkomulag íþróttakennslu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Slæm áhrif á raddbönd íþróttakennara Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, þurfti  að hætta störfum tímabundið sökum álags á raddbönd. Annar íþróttakenn- ari, Jóhanna Einarsdóttir, hætti alfarið íþróttakennslu þar sem raddbönd hennar gáfu sig undan álagi. Orsakir raddleysis eru raktar beint til vinnuaðstæðna íþrótta- kennara. Valdís Jónsdóttir, doktor í talmeinafræðum, sagði við Fréttablaðið þann 16. september 2015 að vinnuaðstæður þeirra væru ólíðandi. „Íþróttakennurum er gert að kenna undir óþolandi aðstæðum í allt of stórum rýmum með of mörg börn,“ segir Valdís. Jóhannes Gunnar benti á þetta vandamál árið 2015 en svo virðist sem bærinn hlusti ekki á þær áhyggjur. „Það er ekki hægt að vera lengi með um 50 nemendur í Íþróttahöllinni og á sama tíma með 20 fullorðna einstaklinga úr Verkmenntaskólanum. Ég hef nefnt þetta við bæjaryfirvöld en þar hafa menn lokað eyrunum fyrir þessu vandamáli,“ sagði Jó- hannes í september fyrir hartnær fjórum árum. HEILBRIGÐISMÁL  Pétur H. Hann- esson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjón- ustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi f lust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan f lutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spít- alinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starf- semina að veita klíníska mynd- greiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónust- una, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starf- semi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einka- rekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samn- ingum og hætt að veita þjón- ustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjón- ustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulönd- um en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“ – sa Segir Landspítalann hafa tekið við slæmu búi eftir einkarekstur 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SSANGYONG KORANDO DLX Raðnúmer 445578 Nýskráður: 2018 / Dísel Beinskiptur / Ekinn: 30.000 km. Tilboð: 1.290.000 kr. HONDA JAZZ Raðnúmer 740042 Nýskráður: 2014 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 86.000 km. Verð: 1.490.000 Tilboð: 1.890.000 kr. OPEL KARL Raðnúmer 680020 Nýskráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 1.000 km. Verð: 2.290.000 kr. Verð: 3.990.000 kr. Verð: 4.990.000 kr. TOYOTA LAND CRUISER 150 VX Raðnúmer 445570 Nýskráður: 2012 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 168.000 km. OPEL ASTRA NOTCHBACK Raðnúmer 740344 Nýskráður: 2016 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 64.000 km. Verð: 1.990.000 kr. Tilboð: 1.490.000 kr. OPEL MOKKA X Raðnúmer 445632 Nýskráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 35.000 km. Verð: 3.990.000 kr. HYUNDAI I20 Raðnúmer 150406 Nýskráður: 2011 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 121.000 km. Verð: 690.000 kr. * Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. TOYOTA LAND CRUISER 150 GX Raðnúmer 590299 Nýskráður: 2012 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 112.000 km. Verð: 4.490.000 kr. 4X 4 4X 4 4X 4 4X 4 TI LB OÐ TI LB OÐ TI LB OÐ SSANGYONG REXTON DLX Nýskráður: 2016 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 148.000 km. Verð: 3.490.000 kr. Raðnúmer 150425 Tilboð: 2.990.000 kr. Gott úrval notaðra bíla benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-14 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 TI LB OÐ 4X 4 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 5 -C 8 6 C 2 2 F 5 -C 7 3 0 2 2 F 5 -C 5 F 4 2 2 F 5 -C 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.