Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 10
– við Laugalæk
Ekkert hveiti
Ekkert soyja
Enginn sykur
Ekkert MSG
Íslenskt kjöt
Íslensk
framleiðsla
Í dag
er gott
að grilla
– og á morgun og hinn og hinn...
Álver Norðuráls á Grundartanga
var rekið með rúmlega 4,5 milljóna
dala hagnaði á árinu 2018, jafnvirði
um 550 milljóna króna á núverandi
gengi, og dróst hagnaðurinn saman
frá fyrra ári um nærri 25 milljónir
dala, eða sem nemur um þremur
milljörðum króna.
Þetta kemur fram í nýbirtum árs
reikningi Norðuráls Grundartanga
ehf. en rekstrartekjur álversins
jukust um liðlega 94 milljónir dala
á síðasta ári og námu samtals 752
milljónum dala. Á sama tíma jókst
hins vegar framleiðslukostnaður
enn meira, eða sem nemur nærri
160 milljónum dala, og var tæplega
712 milljónir dala á árinu 2018.
Álverð er lágt um þessar mundir
og hefur lækkað umtalsvert á síð
ustu misserum á sama tíma og hrá
efnisverð hefur hækkað nokkuð.
Tonn af áli kostar í dag um 1.780
dali en í ársbyrjun 2018 stóð verðið
í um 2.240 dölum á tonnið.
Stöðugildi í álverinu voru að
meðaltali 575 á síðasta ári og námu
launagreiðslur samtals rúmlega 51
milljón dala. Eignir félagsins voru
tæplega 617 milljónir dala í árslok
2018. Bókfært eigið fé var um 409
milljónir dala og er eiginfjárhlutfall
Norðuráls því um 66 prósent.
Álverið á Grundartanga er í eigu
kanadíska félagsins Century Alum
inum. – hae
Hagnaður Norðuráls minnkaði
um þrjá milljarða króna í fyrra
Rekstrartekjur Norðuráls voru sam-
tals um 90 milljarðar króna í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
550
milljónir króna var hagnað-
ur Norðuráls á árinu 2018.
MARKAÐURINN
Hlutabréfamarkaðurinn er aftur
kominn á skrið eftir rúm þrjú dauf ár.
Miklar verðhækkanir á hlutabréfum
Marels hafa híft upp úrvalsvísitöluna
og betri horfur í hagkerfinu hafa
skapað skilyrði fyrir hækkanir á inn
lendum rekstrarfélögum. Greinendur
segja forsendur fyrir góðu ári á hluta
bréfamarkaðinum.
Frá áramótum hefur úrvalsvísi
talan hækkað um rúm 30 prósent
til samanburðar við 1,3 prósenta
lækkun á árinu 2018. Vísitalan fór í
gær yfir 2.100 stig þegar hún hækk
aði um 1,7 prósent og hefur gildi
hennar ekki verið hærra frá endur
reisn hlutabréfamarkaðarins eftir
fall bankanna. Hún lækkaði um 4,4
prósent á árinu 2017 og níu prósent
á árinu 2016.
Hækkun ársins er að miklu leyti
drifin áfram af verðhækkun Marels
en félagið hefur hækkað um 58,4 pró
sent yfir sama tímabil. Markaðsvirði
Marels er um 35 prósent af heildar
markaðsvirði skráðra félaga í Kaup
höllinni og því hafa verðsveiflur þess
veruleg áhrif á úrvalsvísitöluna.
Á eftir Marel kemur Kvika banki
sem skráður var á aðalmarkað
Kauphallarinnar í lok mars en verð
hlutabréfa bankans hafa hækkað
um tæplega 38 prósent. Næst koma
tryggingafélögin þrjú, Sjóvá, TM og
VÍS, sem hafa hækkað í kringum 25
prósent í verði frá áramótum. Fjögur
félög hafa lækkað það sem af er ári en
það eru Hagar, sem hafa lækkað um
5,6 prósent, HB Grandi um 11,7 pró
sent, Sýn um 17,5 prósent og Eimskip
um 17,8 prósent.
„Það má segja að frá seinni parti árs
2015 og alveg út 2018 hafi markaður
inn skilað lítilli sem engri ávöxtun
fyrir utan einstaka félög sem stóðu
sig betur en önnur,“ segir Eggert
Aðalsteinsson, sérfræðingur í eigna
stýringu Kviku banka, í samtali við
Fréttablaðið. „Nú er markaðurinn á
blússandi siglingu,“
Eggert rekur hækkanirnar frá
áramótum til þriggja þátta. Í fyrsta
lagi hafi Marel átt gott ár og ágætar
horfur eru í rekstri félagsins. Félagið
hafi skilað góðum uppgjörum og sú
ákvörðun að stefna á tvíhliða skrán
ingu þess á markaðinn í Amsterdam
hafi jafnframt laðað nýja erlenda fjár
festa að félaginu.
„Hvað innlendu rekstrarfélögin
varðar skiptir gríðarlega miklu
máli að búið er að minnka óvissu
sem hefur legið eins og mara yfir
markaðinum,“ segir Eggert og vísar
annars vegar til endaloka WOW air,
og hins vegar til undirritunar kjara
samninga. „Það tókst að semja án
þess að það kæmi til mikilla átaka á
vinnumarkaðnum og það var samið
á hóflegri forsendum en margir höfðu
reiknað með.“
Þá hafa væntingar til komandi
vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands
haft sitt að segja. „Það eru væntingar
um að Seðlabankinn ætli að fara í
umtalsverðar vaxtalækkanir á næstu
vikum og mánuðum. Það endurspegl
ast í ávöxtunarkröfu á skuldabréfa
markaði sem hefur lækkað verulega á
óverðtryggða endanum. Síðan er lík
legt að væntingar um vaxtalækkanir
séu að hreyfa fjármagn úr innlánum
yfir á hlutabréfamarkaðinn,“ segir
Eggert. „Ég tel að það séu forsendur
fyrir því að markaðurinn verði
sterkur á þessu ári.“
Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í
greiningardeild Arion banka, tekur
í sama streng. Kröftugar hækkanir
megi rekja til uppgangs Marels og
minni óvissu í tengslum við f lug
geirann og vinnumarkaðinn.
„Án þess að fullyrða um að mark
aðurinn verði áfram í þessum fasa, þá
er þó hægt að segja að niðurstaða sé
komin í stóra óvissuþætti, sem hafa
verið hangandi yfir íslensku efna
hagslífi á síðustu mánuðum, sem hafi
leitt til ákveðinnar spennulosunar
og létt á stemningunni á hlutabréfa
markaði,“ segir Elvar.
„Einn forstjóri orðaði það þann
ig í nýlegri uppgjörstilkynningu að
kjarasamningum væri lokið með
fremur raunsærri niðurstöðu. Ég
hugsa að markaðsaðilar hafi, á þeim
tíma sem orðræðan var sem hörðust,
óttast verri niðurstöðu en raun bar
vitni.“
Þá bendir hann á að áhrifin af
afnámi sérstakrar bindiskyldu á
innf læði erlends fjármagns hafi
smitast yfir á hlutabréfamarkaðinn.
„Afnám bindiskyldunnar hefur ýtt
vöxtum á skuldabréfamarkaðnum
töluvert niður og það hefur smitast
yfir á hlutabréfamarkaðinn, meðal
annars vegna þess að vextir á skulda
bréfamarkaði mynda grunn ávöxt
unarkröfu á hlutabréfamarkaðinn.
Þessi áhrif hafa komið hvað skýrast
fram hjá tryggingafélögunum, þar
sem þau eru að auki einnig stórir
eigendur að skuldabréfum í gegnum
fjárfestingareignir sínar,“ segir Elvar.
thorsteinn@frettabladid.is
Hlutabréfaverð á blússandi siglingu
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur
rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. Væntingar um vaxtalækkanir eigi sinn þátt.
Sérfræðingur hjá Kviku telur væntingar um vaxtalækkun hafa þau áhrif að fjárfestar færi fjármagn af innlánsreikningum yfir á hlutabréf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ég hugsa að mark-
aðsaðilar hafi óttast
verri niðurstöðu en raun bar
vitni.
Elvar Ingi Möller,
sérfræðingur í
greiningardeild
Arion
Ég tel að það séu
forsendur fyrir því
að markaðurinn verði
sterkur á þessu
ári.
Eggert Aðal-
steinsson, sér-
fræðingur í
eignastýringu Kviku
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
-10%
-20%
✿ Hækkun og lækkun hlutabréfa frá áramótum
*Ekki tekið tillit til arðgreiðslna
M
ar
el
Kv
ik
a
O
M
XI
8
ví
si
ta
la
n
Sj
óv
á
TM
VÍ
S
R
ei
tir
O
rig
o
Ar
io
n
EI
K
S
ke
lju
ng
ur
R
eg
in
n
H
ei
m
av
el
lir
F
es
ti
S
ím
in
n
Ic
el
an
da
ir
H
ag
ar
H
B
Gr
an
di
Sý
n
Ei
m
sk
ip
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
5
-D
7
3
C
2
2
F
5
-D
6
0
0
2
2
F
5
-D
4
C
4
2
2
F
5
-D
3
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K