Fréttablaðið - 09.05.2019, Qupperneq 18
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Algjörlega
nýr reynslu-
heimur
myndi opnast
fyrir fína
fólkinu.
Er ekki
kominn tími
til að treysta
fólki aftur
fyrir eigin
nöfnum?
Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr
húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna
því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur
hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir
hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til,
ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar
í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir
ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar.
Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi
en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líf
legan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð.
Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega
í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna
í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega mögu
leika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan
áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka
þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki
það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga
einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt
sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðar
fundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði
í miðborginni.
Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist
ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts
eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í
miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæða
sjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu
eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann
raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það
er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en
annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur
að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg.
Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó.
Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í
strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir
ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli
ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að
komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum
tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi ein
kennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki
þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver
séð forstjóra í strætó?
Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum
málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi.
Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum
frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá
hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og
taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynslu
heimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri
skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg
tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum,
spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu
og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt
vitlausara fyrir hendur.
Í bænum
Ef þú ert karlmaður máttu heita Marzelíus eða Marsellíus en ekki Marzellíus. Þar er vísað til mannanafnalaga sem segja að nafn skuli geta tekið
íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í
íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bága við íslenskt
málkerfi. Þannig að augljóslega ekki Marzellíus, bara
Marzelíus eða Marsellíus.
Eða hvað?
Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar sem birtist
í liðinni viku var nafninu Marzellíus hafnað þar sem rit
háttur nafnsins hefur ekki unnið sér hefð í ís lensku máli.
Nú er orðið hefð örugglega teygjanlegt hugtak í huga ein
hverra, en engu að síður er það umhugsunarefni að Marz
ellíus hefur um langt skeið verið nokkuð algengt nafn á
Vestfjörðum og Vestfirðir tilheyrðu Íslandi síðast þegar
ég vissi. Það muna örugglega fleiri en ég eftir Skipasmíða
stöð Marzellíusar sem nefnd var í höfuðið á stofnand
anum honum Marzellíusi. Og á Ísafirði býr a.m.k. einn
Marzellíus sem fær meira að segja að hafa nafnið sitt svo
ritað í Þjóðskrá. En hann var reyndar skírður áður en
mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu á grunni
mannanafnalaga að það væri ekki hefð fyrir nafninu.
Sem sagt, of gamall til að vera hefð!
Botnar einhver í þessari vitleysu? Vill einhver þessa
vitleysu?
Yfirlýst markmið núgildandi mannanafnalaga er m.a.
að vinna að varðveislu íslenska mannanafnaforðans og
íslenskra nafnasiða. Forsjárhyggja af því tagi sem lögin
leiða af sér á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar
vilja varðveita íslensk nöfn og nafnahefð, og ekkert bendir
til annars en að svo sé, þá gera þeir það sjálfir án valdboðs
stjórnvalda. Alþingi er nú með til meðferðar frumvarp
Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum þar sem
markmiðið er að tryggja rétt einstaklinga til að bera þau
nöfn sem þeir kjósa. Í um þúsund ár hafði íslensk þjóð
fullt og óskorað frelsi til að nefna börn sín þeim nöfnum
sem hún vildi. Þetta frelsi skilaði þeirri nafnahefð sem
Alþingi hefur síðustu áratugi talið þörf á að festa í sessi
með verulega íþyngjandi hætti fyrir almenning.
Er ekki kominn tími til að treysta fólki aftur fyrir eigin
nöfnum?
Hringanafnavitleysa
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður
Viðreisnar
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
Læk-her Pírata
Píratar í borgarstjórn sendu
fjölmiðlum fréttatilkynningu í
gær þar sem vakin var athygli á
nýsamþykktri tillögu um íbúa
ráð í borginni. Tillaga sem virð
ist til þess fallin að auka lýðræði
í borginni sem hlýtur að teljast
jákvætt. Það sem var jafnvel enn
áhugaverðara var önnur síða
tilkynningarinnar sem hefur
væntanlega óvart slæðst með.
Þar var farið yfir strategíuna við
kynningu málsins og samskipti
við fjölmiðla. Borgarfulltrúar
áttu svo að deila á samfélags
miðlum og virkja átti lækher.
Þegar jafnvel Píratar eru farnir
að hrasa í glímunni við tæknina,
hvaða von eigum við hin?
Konungur á gestalista
Utanríkismálanefnd hefur sett
saman áhugaverðan gestalista
fyrir fund dagsins um þriðja
orkupakkann. Þar má meðal
annars finna forsetateymi ASÍ,
kanónur frá Viðskiptaráði og
Frosta Sigurjónsson. Lengsta
tímann fær hins vegar sviss
neski lögspekingurinn Carl
Baudenbacher. Hann var lengi
forseti EFTAdómstólsins og
var dómarinn sem dæmdi í
IceSavemálinu á sínum tíma.
Norskir fjölmiðlar hafa kallað
hann „Konung EES“ og „einn
valdamesta mann Noregs“. Það
verður án efa fróðlegt að sjá
hvað hann hefur að segja um
orkupakkann.
sighvatur@frettabladid.is
arib@frettabladid.is
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
5
-B
E
8
C
2
2
F
5
-B
D
5
0
2
2
F
5
-B
C
1
4
2
2
F
5
-B
A
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K