Fréttablaðið - 09.05.2019, Side 22
Þór/KA - Fylkir 2-0
1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez (46.),
2-0 Andrea Mist Pálsdóttir (88.).
KR - Valur 0-3
0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (22.), 0-2 Elín
Metta Jensen (80.), 0-3 Margrét Lára (84.)
Nýjast
Pepsi-deild kvenna
Ajax - Tottenham 2-3
1-0 Matthijs De Ligt (5.), 2-0 Hakim Ziyech
(35.), 2-1 Lucas Moura (55.), 2-2 Moura (59.),
2-3 Moura (90+5.).
Tottenham fer áfram á fleiri mörkun skor-
uðum á útivelli og leikur til úrslita 1. júní.
Meistaradeild Evrópu
Olís-deild karla
Undanúrslit
Efri
Valur 6
Breiðablik 6
Stjarnan 6
ÍBV 3
HK/Víkingur 3
Neðri
Þór/KA 3
Fylkir 3
KR 0
Keflavík 0
Selfoss 0
Undanúrslit
ÍBV - Haukar 30-27
ÍBV: Kristján Örn Kristjánsson 6, Dagur
Arnarsson 6, Sigurbergur Sveinsson 6,
Hákon Daði Styrmisson 4, Gabríel Martinez
Róbertsson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 3,
Elliði Snær VIðarsson 2.
Haukar: Orri Freyr Þorkelsson 5, Brynjólfur
Snær Brynjólfsson 4,Daníel Ingason 4,
Adam Baumruk 4, Heimir Óli Heimisson 3,
Tjörvi Þorgeirsson 2, Ásgeir Örn Hallgríms-
son 2, Atli Már Báruson 1, Jón Þorbjörn
Jóhannsson 1, Einar Pétur Pétursson 1..
ÍBV jafnar einvígi liðanna í 2-2 og þarf því
að grípa til oddaleiks. Liðin mætast á Ás-
völlum á laugardaginn í oddaleik.
Endurkoma ársins þegar Moura skaut Tottenham til Madrídar
Tottenham lenti 2-0 undir og virtist vera að mistakast á síðustu hindruninni í átt að úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Tottenham gafst ekki
upp og náði að knýja fram magnaðan sigur. Lucas Moura skoraði tvívegis í upphafi seinni hálf leiks sem virtist ekki ætla að duga Tottenham þar
til Moura skoraði á ný á seinustu sekúndunni. Þetta verður í fyrsta sinn sem Spurs leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu. NORDICPHOTOS/GETTY
Sparið 50-70% á tannlækna-
þjónustu í Ungverjalandi
sérfræðingar í tannlæknatúrisma
Hafðu samband!
0036 70 942 9573
info@fedaszdental.hu
Tannlækningar- Rannsóknarstofur
- Hótel á svæðinu!
Fedasz Dental Hungary
KÖRFUBOLTI Baldur Þór Ragnars-
son var í gær kynntur til leiks sem
nýr þjálfari Tindastóls í karlaflokki
fyrir næsta tímabil í Domino’s-deild
karla.
Hann tekur við liðinu af Israel
Martin eftir að Martin og stjórn
körfuknattleiksdeildar Tindastóls
komust að samkomulagi um starfs-
lok í vor.
Baldur stýrði spútnikliði Þórs
Þorlákshöfn alla leiðina í undan-
úrslit Íslandsmótsins í vetur þar
sem Þórsarar sendu Stólana í sum-
arfrí í átta liða úrslitunum.
Aðeins tæpt ár er liðið síðan hinn
29 ára gamli Baldur Þór tók við liði
Þórs af Einari Árna Jóhannessyni og
skrifaði undir þriggja ára samning í
Þorlákshöfn. – kpt
Baldur tekur
við Tindastól
KÖRFUBOLTI Keflavík tilkynnti það
í gær að Jón Halldór Eðvaldsson
tæki við kvennaliði félagsins fyrir
næsta tímabil í Domino’s-deildinni.
Honum til aðstoðar verður Hörður
Axel Vilhjálmsson.
Jón Guðmundsson sem þjálfaði
Kef lavík í vetur hætti störfum að
tímabilinu loknu þar sem Keflavík
var sópað út úr úrslitunum af Val
sem vann þrefalt.
Jón Halldór hætti með lið Kefla-
víkur vorið 2011 eftir að hafa stýrt
liðinu til annars Íslandsmeistara-
titilsins á fimm ára tímabili. – kpt
Jón Halldór snýr
aftur í Keflavík
FÓTBOLTI Nágrannafélögin og erki-
fjendurnir Arsenal og Chelsea leika
í kvöld seinni leiki liðanna í und-
anúrslitum Evrópudeildarinnar.
Eru miklar líkur á því að liðin
mætist í úrslitaleiknum sjálf-
um sem fer fram í Bakú.
St aða A rsenal f y r ir
seinni leikinn í Valencia
er afar vænleg eftir 3-1
sigur Arsenal á Valencia
í fyrri leik liðanna. Að
sama skapi er pressa á Ars-
enal að landa Evr-
ópudeildartitlinum til að öðlast
þátttökurétt í Meistaradeild Evr-
ópu á næsta tímabili. Til þess þarf
Ars enal að vinna keppnina eftir að
hafa misst af meistaradeildarsæti
heima fyrir.
Spennan er meiri
í einvígi Chelsea og
Frankfurt. Chelsea
náði útivallarmarki
í Þýskalandi og er
því í góðri stöðu
fyrir leikinn í kvöld.
– kpt
Komið að ögurstundu
hjá leikmönnum Arsenal
Frá æfingu landsliðsins í gær. MYND/KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds-
son tilkynnti í gær hvaða 25 leik-
menn hann hefði valið í sinn
fyrsta leikmannahóp sem þjálfari
íslenska k vennalandsliðsins í
körfubolta. Hópurinn hefur hafið
æfingar í undirbúningi sínum fyrir
Smáþjóðaleikana sem fara fram um
næstu mánaðamót.
Þetta verður fyrsta verkefni
landsliðsins undir stjórn Bene-
dikts sem tók við liðinu af Ívari
Ásgrímssyni í vor. Keflavík á f lesta
leikmenn í æfingahópnum eða sam-
tals átta, fjórum f leiri en ríkjandi
Íslandsmeistarar Vals. Hildur Björg
Kjartansdóttir er eina atvinnu-
konan en Guðlaug Björg Júlíusdóttir
og Thelma Dís Ágústsdóttir leika í
bandaríska háskólaboltanum.
Meiðsli komu í veg fyrir að Birna
V. Benónýsdóttir úr Keflavík, Guð-
björg Sverrisdóttir úr Val, Jóhanna
Björk Sveinsdóttir og Ragnheiður
Benónísdóttir úr Stjörnunni og
Unnur Tara Jónsdóttir úr KR gætu
gefið kost á sér. – kpt
Búinn að velja hópinn
fyrir Smáþjóðaleikana
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Ástrós Lena Ægisdóttir · KR
Auður Íris Ólafsdóttir · Stjarnan
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell
Björk Gunnarsdóttir · Breiðablik
Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan
Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur
Embla Kristínardóttir · Keflavík
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Njarðvík
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell
Hallveig Jónsdóttir · Valur
Helena Sverrisdóttir · Valur
Hildur Björg Kjartansdóttir · Celta Vigo
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar
Sóllilja Bjarnadóttir · Breiðablik
Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór A.
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík
✿ Hópurinn í heild
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
5
-E
6
0
C
2
2
F
5
-E
4
D
0
2
2
F
5
-E
3
9
4
2
2
F
5
-E
2
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K