Fréttablaðið - 09.05.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 09.05.2019, Síða 26
Það hefur aukist alveg gríðarlega undanfarin ár að Íslendingar vilji kaupa vandaðri f líkur, gera við gamlar eða láta sérsauma fyrir sig. Við erum hægt og sígandi að fara út úr skyndibitatískunni og á sama tíma eykst eftirspurn eftir klæð- skerum,“ segir Íris. „Það er ekki eðlileg neysla á fatnaði í dag, að við kaupum ný spariföt fyrir hvert einasta tilefni. Í gamla daga áttu karlmenn ein sparijakkaföt og konur áttu sín spariföt, dragt eða kjól og það dugði. Það var vel saumað úr vönduðum efnum sem entust. Núna breytist tískan hratt þar sem auðvelt er fyrir okkur að fara og kaupa. Þetta er skyndi- bitatíska og fötin hafa stuttan endingartíma.“ Íris leggur áherslu á að kaupa vönduð efni sem hún flytur sjálf inn frá Serbíu. „Maðurinn minn er frá Serbíu og ég hef verið að kynna mér heildsala þar undan- farin ár. Þeir bjóða upp á góð efni frá Ítalíu, Þýskalandi og Tyrk- landi. Ég vil helst ekki kaupa efni frá Kína, það er gott að geta keypt sem mest frá Evrópu. Ég get þá hitt heildsalana og fæ að sjá hvaðan efnin koma.“ Dýrt að sérsauma „Maður lendir stundum í því að þurfa að svara fyrir að vera með dýra þjónustu. Það er dýrt að láta sérsauma flíkur á sig enda á fatn- aður að vera tiltölulega dýr. Það er ekki eðlilegt að ganga inn í búð og kaupa buxur eða kjól á 1.000- 1.500 krónur. Það er sönnun þess að efnið er ódýrt, fötin voru saumuð á ótryggum, oft hættu- legum vinnustað, af óþjálfuðu, ófaglærðu fólki, oft í skuldaánauð og þrælkunarvinnu. Það á ekki að gerast í dag, við þurfum að spyrna við fótum gegn þessu. Íris opnaði saumaverkstæðið í janúar 2018 en áður var hún með vinnustofu heima hjá sér. „Ég sá fullkomið húsnæði laust á Snorrabraut og ákvað að slá til. Sérstaklega af því að það er bara nánast engin þjónusta af þessu tagi eftir í miðbænum. Þetta var alveg fullkomin tímasetning og staðsetning.“ „Ég hef aldrei þurft að auglýsa mig, bæði er það staðsetningin sem hjálpar og góður orðstír. Ég vinn mikið út frá því að við- skiptavinir séu ánægðir og segi þá öðrum frá,“ segir Íris. Hún segir allan skalann af fólki koma til hennar. „Helstu verkefnin eru þessar klassísku breytingar og viðgerðir en svo er þetta svolítið árstíðabundið. Það kemur törn í kringum ferm- ingar, útskriftir og jól. Annars er brjálað að gera allt árið. Fólk er bara að gera sér grein fyrir því að ef það kaupir vandaðar f líkur þá er hægt að gera við þær og við- halda þeim.“ Íris hannar ekki fötin sjálf en segir að fólk geti komið með ljós- myndir og pælingar og hún hjálpi því að útfæra f líkurnar á nýjan hátt. „Ég sauma ekki eftir annarra manna hönnun, ég er ekki hrifin af því, þá getum við frekar reynt að útfæra f líkurnar á nýjan hátt. Við tökum ekki þátt í því að stela annarra manna hönnun.“ Skemmtilegt með nemum Íris hefur unnið með hönnunar- nemum sem hún segir vera skemmtilegustu verkefnin sem hún fær á borð til sín. Þá fær hún oft tækifæri til að fara út fyrir kassann. Hún var einmitt að klára fyrir nokkrum dögum stórt verkefni fyrir Sigmund Pál Freysteinsson, útskriftarnema í fatahönnun í LHÍ, en þau gerðu sex yfirhafnir fyrir útskriftarlínu hans sem var sýnd á útskriftar- sýningu skólans um daginn. „Klæðskurður er svolítið fer- kantað fag, þetta er svo mikil verkfræði og byggir á útreikn- ingum, mikilli nákvæmni og gömlum reglum. Þegar ég vinn með hönnunarnemum og ungum hönnuðum þá fær maður að leika sér svolítið með þeim,“ segir Íris og bætir við: „Í fatahönnun og klæðskurði er nánast ekkert sem er ómögulegt. Ef maður lítur á tískuhús eins og Maison Marg iela, Comme des Garçons eða Alexand- er McQueen, þá fara hönnuðirnir út fyrir rammann í öllum sínum sýningum. Þá skiptir sterkt klæð- skerateymi mestu máli.“ Íris segist ekki vera í neinu stóru verkefni en hún hefur verið að leika sér að sníðagerð fyrir sjálfa sig sem hún gæti sett í sölu. „Þar er ég að hugsa um að vinna út frá hugmyndinni á bak við „slow fashion“.“ Út úr skyndibitatískunni Íris Sif Kristjánsdóttir klæðskeri rekur Íris – Saumaverkstæði og sérsaumar fatnað úr evróps- kum gæðaefnum. Hún gagnrýnir vinnuaðbúnað í tískuiðnaðinum og skyndibitatísku. Íris segir Íslendinga vilja kaupa vandaðri flíkur. SÉRSTÖK AFSLÁTTARVIKA Í LAXDAL 10%-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is S Í G I L D K Á P U B Ú Ð AÐEIN S ÞESSA VIKU 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 5 -C D 5 C 2 2 F 5 -C C 2 0 2 2 F 5 -C A E 4 2 2 F 5 -C 9 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.