Fréttablaðið - 09.05.2019, Page 30

Fréttablaðið - 09.05.2019, Page 30
Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Gríðarleg eftirvænting er hérna í Ísrael eftir að sjálf poppdrottningin Madonna stígi á svið í Tel Avív. Sögur herma að Madonna hafi persónulega hringt í Jean-Paul Gaultier, góðvin sinn, og beðið hann um að hanna eitthvað geggjað – eitthvað sem hæfði úrslitakvöldi Eurovision. Þau hafa unnið lengi saman. Samstarfið hófst árið 1990 þegar Gaultier bjó til korselettið sem varð strax frægt. Korselettið var frum- sýnt árið 1982 en vakti litla athygli þá en þegar Madonna klæddist því urðu til einhverjir töfrar. Madonna mun fá eina milljón dollara fyrir að koma fram í Ísrael. Hún er ekki komin þangað þegar þetta er skrifað en búast má við að hún komi eftir slétta viku – taki eina æfingu áður en hún tryllir þær 200 milljónir sem verða límdar við skjáinn. Gaultier er ekki ókunnugur Eurovision en hann gerði kjólinn sem Conchita Wurst klæddist þegar hún vann árið 2014. Hún birtist síðar á pallinum á einni af sýningum hans. Gaultier hannar fyrir Madonnu Madonna mun stíga á sviðið í Tel Avív á úrslitakvöldi Eurovision. Hún verður í fötum frá stórvini sínum Jean- Paul Gaultier en þau hafa unnið saman áður og oft vakið athygli. Vinátta þeirra nær tugi ára aftur í tímann. Franski tískumógúllinn Jean-Paul Gaultier mætir hér á sýningu á Metro politan-safninu í New York ásamt góðri vinkonu sinni, Madonnu. Gaultier er ekki óvanur því að hanna föt fyrir Eurovision-stjörnur. NORDICPHOTOS/GETTY Madonna í hinu heims- fræga korseletti sem Gaultier hannaði og sló svo rækilega í gegn. Korse- lettið hannaði Gault ier fyrir Blond Ambit- io- túrinn sem Madonna fór í um heiminn árið 1990. Fá korselett samtímans hafa vakið jafn mikla athygli og þetta. Madonna á sumarsýningu Jean-Pauls Gaultier árið 2006. Vinskapur þeirra nær tugi ára aftur í tímann. Gaultier er ekki ókunnugur Eurovision en hann gerði kjólinn sem Conchita Wurst var í þegar hún vann árið 2014. LOKAR! WWW.SIGURBOGINN.ISSIGURBOGINN VEVERSLUN SIGURBOGINN -25% afsláttur af öllum vörum! 15% afsláttur af BIOEFFECT! Laugavegi 80, 101 Reykjavík Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 5 -B E 8 C 2 2 F 5 -B D 5 0 2 2 F 5 -B C 1 4 2 2 F 5 -B A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.