Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 40
BÍLAR Volkswagen í Evrópu og á Íslandi hefur opnað fyrir pantanir á fyrsta hreinræktaða raf- magnsbíl Volkswagen. Í gær klukkan 11 hófst forsala á Volkswagen I.D. á sama tíma í Evrópu og á Íslandi. Volks­ wagen I.D. er fyrstur í röð rafbíla frá Volkswagen sem hannaðir eru frá grunni sem rafmagnaðir fólksbílar. Með því að byrja með autt blað og engar fyrir fram mótaðar skoðanir hafa hönnuðir Volkswagen gjör­ breytt hönnun bílsins sem skilar sér í mun stærra innanrými en hingað til hefur þekkst. Nafnið á bílnum verður kynnt á næstunni en stærð hans er á við Golf að utan en Passat að innan. Forsalan fer fram á heima­ síðu Volkswagen, www.volks­ wagen. is/ ID, en þar er hægt að tryggja sér eitt af fyrstu eintökum bílsins sem verður sérstök viðhafn­ arútgáfa sem kallast First Edit ion. Í september verður bíllinn heims­ frumsýndur í Frankfurt en þar verður endanlegt útlit, ásamt verði, kynnt en gert er ráð fyrir að verðið verði frá 30.000 evrum eða sambæri­ legt við sjálfskiptan Golf. Volkswa­ gen I.D. er 100% raf bíll byggður á nýjum MEB­undirvagni Volkswa­ gen með drægi frá 330 til 550 kíló­ metra samkvæmt WLTP­staðlinum. Fleiri bílar úr röðum I.D.­raf­ bílalínu Volkswagen fylgja hratt á eftir en síðar á árinu hefst forsala á I.D.­Crozz sem er fyrsti rafmagn­ aði jeppi Volkswagen og verður á stærð við Tiguan. Á næsta ári hefst sala á I.D.­Buzz og þá fylgir I.D.­ Vizzion eftir og verður til sölu árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Volkswagen­samsteypunni. Forsala á nýjum rafbílum Kelley Blue Book er einn helsti neyt- endavefurinn á bílamarkaði Norður- Ameríku og mjög virtur á sínu sviði. Subaru í Bandaríkjunum hlaut í fyrri viku verð­laun Kelley Blue Book sem sá bílaframleiðandi sem nýtur mesta traustsins á markaði Norður­Amer­ íku. Þetta er fimmta árið í röð sem Subaru hlýtur verðlaunin vestan­ hafs. Kelley Blue Book er einn helsti neytendavefurinn á bílamarkaði Norður­Ameríku og mjög virtur á sínu sviði vegna mikillar aðstoðar og upplýsinga sem bílkaupendur njóta þar. Vefurinn birtir m.a. árlega skýrslu um bílamarkaðinn, einstaka framleiðendur og bílgerðir þeirra, bæði nýja og notaða bíla, þar sem m.a. er litið til bilanatíðni og öryggis. Subaru á heimavelli Subaru er einstaklega sterkt merki í bæði Bandaríkjunum og Kanada þar sem um 70% allrar framleiðslu Subaru eru seld. Ástæður þess hve vinsælir bílarnir eru á markaðnum þar má meðal annars þakka fjór­ hjóladrifinu, lágri bilanatíðni og góðum aksturseiginleikum, kost­ um sem geta skipt miklu máli fyrir fjölskyldur í aðstæðum þar sem skiptast á sólrík sumur og kaldir og þungfærir vetur, ekki síst í dreifbýli. Þar er Subaru á heimavelli. Áreiðanleiki skiptir höfuðmáli Sem dæmi má nefna að Subaru er eini bílaframleiðandinn í Norður­ Ameríku um þessar mundir sem býður fólksbíl í sedan­útfærslu með fjórhjóladrifi, bílgerð sem stór hópur neytenda kýs umfram jeppling. Það er ein af ástæðum tryggðar neyt­ enda á markaðnum við merkið að mati dómnefndar Kelley Blue Book sem segir Subaru leggja gríðarlega áherslu og mikla vinnu í að ávinna sér og njóta trausts meðal viðskipta­ vina sinna. Segir dómnefndin að á því sviði hafi merkið skilað einstök­ um árangri á liðnu ári, sérstaklega á meðal ungra bílkaupenda. Stöðugleiki og gæði Í niðurstöðunni segir m.a. að stöðugleiki sé lykillinn að því að byggja upp traust og ef það sé eitt­ hvað sem ekki hefur breyst hjá Sub­ aru þá sé það skuldbinding Subaru við gæði bíla sinna sem geisla af áreiðanleika. Thomas J. Doll, for­ stjóri Subaru í Bandaríkjunum, var að vonum ánægður þegar úrslitin voru tilkynnt. „Okkar helsta mark­ mið er að framleiða örugga og áreiðanlega bíla sem bæði endast vel og gefa okkur tækifæri til að eiga og styrkja gott samband við eigendur bíla frá okkur í gegnum virðisvefinn Subaru Love Promise,“ segir Doll í tilkynningu frá fyrir­ tækinu. Um skýrsluna Skýrsla KBB, 2019 Brand Image Awards, byggist á rannsókn sem KBB framkvæmir árlega og ber heitið „Kelley Blue Book Strategic Insights’ Brand Watch™ study“. Í skýrslunni liggja til grundvallar rúmlega tólf þúsund kaup á nýjum bílum sem fara fram í gegnum vefinn. Rannsóknin byggist m.a. á fjöl­ mörgum atriðum sem kaupendur leggja áherslu á áður en þeir ganga frá kaupunum. Fimmta árið í röð sem Subaru nýtur mesta traustsins í Bandaríkjunum Subaru Ascent jeppinn er ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað. Til leigu er 380 fermetra glæsilegt húsnæði á frábærum stað í miðborginni, sem gæti hentað vel undir veitingastað og/eða verslun. Um er að ræða glæsilega nýbyggingu með hótelherbergjum á efri hæðum. Húsnæðið afhendist rúmlega tilbúið undir innréttingar fljót- lega og hús að utan og lóð verða fullfrágengin. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali í netfanginu gtj@fastmark.is ÓÐINSGÖTU 4 SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Veitingahús / verslun 380 fermetra húsnæði til leigu á frábærum stað í miðborginni Volkswagen I.D. OKKAR HELSTA MARKMIÐ ER AÐ FRAMLEIÐA ÖRUGGA OG ÁREIÐANLEGA BÍLA SEM BÆÐI ENDAST VEL OG GEFA OKKUR TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGA OG STYRKJA GOTT SAMBAND VIÐ EIGENDUR SUBARU-BÍLA 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 5 -B 9 9 C 2 2 F 5 -B 8 6 0 2 2 F 5 -B 7 2 4 2 2 F 5 -B 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.