Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 6
Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is 2 x 1 0 – B A R A G Ó Ð U R – Í S L E N S K U R G Ó Ð O S T U R TILBOÐ! Borgarfulltrúar Mið- flokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavík- urborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík. REYKJAVÍK Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgar­ fulltrúar Miðf lokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undir­ ritun. Þar kemur fram að undirrit­ un feli ekki í sér samþykki á ólög­ mætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi f lokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Regin­ hneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“ Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjár­ útlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Mið­ flokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikning­ inn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að sam­ þykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoð­ unarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármála­ skrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé bein­ línis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldr­ ei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við mál­ flutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði van­ þekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for­ maður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minni­ hlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgar­ stjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með f leipur, rugla og róta upp til að halda vit­ leysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa f járhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borg­ arfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undir­ ritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“ arib@frettabladid.is Ársreikningur veldur harðvítugum deilum Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, var ekki sátt við að undirrita ársreikninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Regin- hneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. BANDARÍKIN Ríkisstjórar fjögurra bandarískra ríkja, Georgíu, Ken­ tucky, Mississippi og Ohio, hafa það sem af er ári undirritað nýja og herta löggjöf um þungunarrof. Valdhafar í ríkjunum fjórum hafa nú bannað þungunarrof ef hægt er að greina hjartslátt fósturs. Samkvæmt Breska ríkisútvarp­ inu benda andstæðingar þessara hertu laga á að með þeim sé í raun verið að banna þungunarrof nærri alfarið. Hjartsláttur getur fyrst greinst á sjöttu viku og svo snemma viti stór hluti óléttra ef til vill ekki af óléttunni. Alabama bættist í þennan ríkja­ hóp á þriðjudag og bannaði þung­ unarrof nema ólétt kona sé í bráðri lífshættu. Öldungadeild ríkisþings­ ins í Alabama hafnaði því aukin­ heldur með 25 atkvæðum gegn sex að undanþágur yrðu gerðar í þeim tilfellum þar sem ólétta kom til við nauðgun eða sifjaspell. Samkvæmt nýju löggjöfinni í Ala­ bama geta þeir læknar sem fram­ kvæma þungunarrof átt von á allt að 99 ára fangelsisdómi. Þeim sem vilja láta rjúfa meðgöngu sína verð­ ur hins vegar ekki refsað. Stjórn­ málamenn úr f lokki Repúblikana stóðu fyrir löggjöfinni í öllum ríkj­ unum fimm. Demókratar hafa gagnrýnt þessar aðgerðir andstæðinga sinna harð­ lega, en frumvörp um herta þung­ unarrofslöggjöf eru til umræðu í 28 ríkjum Bandaríkjanna. Þeir Demókratar sem nú sækjast eftir útnefningu f lokksins til forseta­ framboðs töluðu af hörku gegn frumvörpunum og nýju lögunum í kosningabaráttunni. Öldunga­ deildarþingmaðurinn Bernie Sand­ ers, sem mælist næstvinsælastur frambjóðenda, sagði til að mynda að löggjöfin í Alabama bryti gegn stjórnarskrá og hundsaði réttindi kvenna til yfirráða yfir eigin lík­ ama. – þea Harðnandi aðför að fóstureyðingum Lengi hefur verið deilt um fóstureyðingar vestanhafs. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAG Nokkrir eigendur fast­ eigna á Grandanum freista þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gisti­ skýlis fyrir heimilislausa á svæðinu með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis­ og auðlindamála. Í nóvember samþykkti borgarráð kaup á húsnæði við Grandagarð undir gistiskýli fyrir unga heimilis­ lausa karlmenn í verulegum vímu­ efnavanda. Gistiskýlið mun rúma 15 einstaklinga í einu og verða opið frá 17 síðdegis til tíu á morgnana. Krafist er ógildingar á leyfisveit­ ingu til innréttingar gistiskýlisins með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun­ um né lóðarleigusamningi. Borgin telur hins vegar að um þjónustu­ starfsemi sé að ræða og því í fullu samræmi við skipulag svæðisins. Kærendur telja star f ræk slu gistiskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu en í kærunni er svæðinu lýst sem einu mest spennandi svæði borgarinnar undir veitinga­ og verslunarstarf­ semi og raunar undir allar tegundir atvinnustarfsemi, hönnunarvinnu og nýsköpunar. Fjöldi fyrirtækja á Grandanum aukist hratt, mikill áhugi sé á vannýttu húsnæði og lóðum og fjöldi gesta á svæðinu fari hratt vaxandi. Verulegum áhyggjum er lýst af því að gistiskýli falli illa að starf­ seminni á svæðinu og muni verða til þess að hamla frekari þróun og uppbyggingu þar. Vísað er til þess að gistiskýlið verði sérstaklega ætlað sprautufíklum og um þá segir í kærunni: „Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félagsleg vandamál sem munu koma harkalega niður á þeirri starfsemi sem nú blómstrar á svæðinu.“ Ekki er þó skýrt nánar í kærunni hvernig umrædd félagsleg vanda­ mál muni bitna á hinni blómlegu starfsemi. – aá Kæra áform um gistiskýli Reykjavíkurborg hyggst opna gistiskýli úti á Granda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -A E D C 2 3 0 1 -A D A 0 2 3 0 1 -A C 6 4 2 3 0 1 -A B 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.