Fréttablaðið - 16.05.2019, Side 10

Fréttablaðið - 16.05.2019, Side 10
Bein áhrif á tilfinn- ingar og taugakerfið Tónlist hefur ósjálfráð áhrif á alla. Hröð tónlist hraðar á hjart- slætti en róleg tónlist getur hægt á honum, svo dæmi sé tekið. Þó er ekki þar með sagt að sama tónlist hafi eins áhrif á alla. Áhrif tón- listar á fólk eru persónu- bundin og ráðast af reynslu, smekk, dags- formi og ýmsu öðru. Það er vissulega persónubundið hversu mikil viðbrögð okkar við tónlist eru og í raun er það jafn mismunandi og við erum mörg. Tónlist höfðar ekki eins mikið til allra en hjá sumum getur tónlist framkallað gæsahúð og kitl niður hryggjarsúluna. Hvers vegna gerist það? Niðurstöður úr nýlegri rann- sókn sem birt var í taugalækna- tímaritinu Social Cognitive and Affective Neuroscience sýndi fram á að það er dýpri ástæða fyrir þessu en sú að sumir kunni betur að meta tónlist en aðrir. Í rannsókninni tóku þátt 20 nemendur þar sem helmingur upplifði gæsahúð með því að hlusta á ákveðna tónlist en hinir ekki. Nemendurnir voru allir settir í gegnum heilaskanna sem kortlagði heilann til að skoða muninn á milli þessara tveggja hópa. Í ljós kom að þeir sem upp- lifðu gæsahúð voru með þétt- ari taugaþræði í heilanum sem tengja upplýsingar í gegnum heyrn og svo tilfinningar. Þessar tengingar sýna í raun að nemendurnir með þétt- ari taugaþræði sem upplifðu gæsahúð voru almennt til- finningaríkari og hrifnæmari að eðlisfari, ekki aðeins í gegnum tónlistina. „Það virðist sammannleg upplifun að verða fyrir tilfinn- ingalegum áhrifum af tónlist þótt vissulega sé einstaklings- bundinn munur hvað þetta varðar enda erum við ekki öll jafn hrifnæm svona almennt,“ segir Helga Rut. „En það er eins og tónlist búi yfir leyndar- dómsfullum krafti sem ekki verður að öllu leyti útskýrður með lífeðlisfræðilegum skýringum. Allir virðast kannast við sterka upplifun tengda tónlist sem getur verið erfitt að skýra og komið manni sjálfum á óvart. Það er eins og tónlist geti haft bein áhrif á tilfinningar og taugakerfið þó að það sé með mismunandi hætti milli ein- staklinga.“ Munurinn segir Helga Rut að geti falist í ólíkum persónu- leika fólks en reynsla og þekk- ing á tónlist hefur einnig áhrif á líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð við tónlist. Ekki ætti að koma á óvart að formleg tónlistarmenntun hafi áhrif á þessi viðbrögð og heili þeirra sem hafa atvinnu af hljóðfæra- leik sýni annars konar viðbrögð við tónlistarhlustun en heili þeirra sem aldrei hafa lært á hljóðfæri. „Þessi munur virðist meiri en við almennt gerum okkur grein fyrir og það getur verið erfitt fyrir tónlistarfólk að skilja að allir skuli ekki heyra tónlist með sama hætti.“ Tónlist hefur verið hluti af siðmenningunni í gegnum söguna. Eng-inn veit hver fann upp tónlist og skiptar skoð-anir eru á því hvort tónlist sé aðeins bundin nútíma- manninum eða nái lengra aftur í tímann. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hlustun á hljóð, tónlist eða hávaða getur haft veruleg áhrif á skapið, minnið, minningar, afköst og heilsu. Þegar við hlustum á tón- list sem okkur líkar vel losnar um taugaboðefnið dópamín í heilan- um. Dópamín á sinn þátt í efnafræði ánægjunnar og framkallar vellíðan við lífsnauðsynlegar athafnir t.d. á borð við neyslu matar og við það að stunda kynlíf. Að vísu tengist efnafræði ánægjunnar einnig inn í fíknir sem snúa að alkóhóli, tóbaki og notkun ýmissa lyfja. Fólk hefur mismunandi tónlist- arsmekk og margir eiga sín uppá- haldslög. Raunin er sú að lög sem höfða til okkar eru fyrst og fremst háð smekk hvers og eins en einnig tengist það ákveðnu samhengi og gjarnan liggja skýringar að baki því hvers vegna þetta ákveðna lag er í uppáhaldi. Oft er það vegna þess að lagið minnir á góðar stundir, mann- eskju, staði eða tímabil og hlustun á það vekur upp slíkar minningar. Tónlist er mikilvæg fyrir mann- eskjuna vegna þess að í henni felst sammannleg upplifun, lykill að tilfinningum og tengslamyndun, menningarleg sjálfsmynd einstakl- inga, menningararfur og svo margt fleira. Tónlist er einstakt fyrirbrigði og nokkurs konar frumefni í lífi fólks því það er ekkert sem kemur í stað tónlistar. Þetta segir dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, dósent í tón- mennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og stofnandi Tóna- gulls. „Tónlist er oft skilgreind sem reglubundin hljóð sem eru oftast búin til af fólki í ákveðnu samfélags- legu samhengi. En taktbundin hljóð í náttúrunni geta einnig hljómað í okkar eyrum sem tónlist,“ segir Helga Rut. „Oftast er tónlist eitthvað sem er tengt tilteknum hefðum eða venjum og er gjarnan mjög félags- legt fyrirbrigði. Tónlist auðgar mannlega tilveru á margfalt f leiri vegu en við gerum okkur í f ljótu bragði grein fyrir.“ Innbyggð hæfni til að njóta? Fræðimenn takast á um það hvort hæfni okkar til að skynja og njóta tónlistar sé innbyggð eða hvort þessi skynjun okkar sé afurð ann- arra eiginleika sem hafi upphaflega annan tilgang í tengslum við hæfni til að lifa af. Tónlist hefur einnig áhrif á af kastagetu, hvort sem það á við líkamsrækt eða í vinnunni. Hver kannast ekki við það að geta hlaup- ið aðeins lengra með réttu tón- listina í eyrunum eða einbeitt sér betur að verkefni með því að hlusta á ákveðna tónlist? Niðurstöður rannsóknar frá Windsow-háskóla í Kanada sýndu fram á það að forriturum og fólki sem starfar í skapandi umhverfi yrði meira úr verki, það ynni hraðar og betur þegar það hlustaði á tón- list samhliða vinnunni. Fólkið varð meðvitaðra um umhverfi sitt, skyn- samara í ákvarðanatöku og forvitið. Það sem var áhugavert var að þegar slökkt var á tónlistinni minnkaði afkastagetan. „Það má benda á að tónlistar- hlustun hefur bein áhrif á mælan- lega líffræðilega þætti svo sem hjartslátt og öndun. Fólk hleypur lengra og hraðar ef það hefur tón- list í eyrunum en án tónlistar. Taktbundin tónlist hefur líka áhrif á ósjálfráð viðbrögð í heila og útlimum alveg frá fæðingu,“ segir Helga Rut. „Rannsókn á fyrirburum bar saman áhrif þess að leika upptökur af sungnum vögguvísum í saman- burði við þögn. Áhrif söngsins mældust í reglulegri hjartslætti, jafnari öndun, bættri súrefnis- mettun og færri grátköstum fyrir- buranna.“ Öðruvísi að spila en hlusta Svo virðist sem þátttaka í tónlist hafi önnur áhrif á okkur en ein- göngu hlutlaus hlustun á tónlist. Enda segir Helga Rut að rannsóknir á þátttöku í kórum hafi sýnt aukna vellíðan kórsöngvara eftir æfingar og einnig mælist hærra magn hormóna sem hafa með vellíðan og tengslamyndun að gera. „Gera má ráð fyrir að sömu horm- ón séu oft með í spilinu þegar fólk nýtur tónlistar með virkum hætti, sem flytjendur eða sem þátttakend- ur í tónleikasal. Enda borgar fólk háar upphæðir fyrir slíkar upplif- anir af lifandi f lutningi,“ segir hún. „En mikilvægt er að tala um margar hliðar tónlistar. Það er munur á því að hlusta á tónlist eða að flytja tónlist og það er ekki alveg sama fyrirbrigðið að f lytja tónlist sem aðrir hafa samið eða að spinna tónlist sjálfur á staðnum. Það er ekki sams konar upplifun að hlusta einn eða með öðrum og þá skiptir samhengið miklu máli. Einnig er ólíkt að f lytja tónlist í hópi fyrir áheyrendur eða með sjálfum sér og enn öðru vísi þegar allir við- staddir taka jafnan þátt í að skapa tónlistina eins og í sameiginlegum tónlistarspuna.“ Tónlist getur hjálpað til Tónlist hefur einstaka viðloðun í heilanum og því tengist tónlist mjög gjarnan minningum og tilfinn- ingum þeim tengdum. Helga Rut segir að ákveðin tónlist geti fram- kallað minningar sem tengjast ein- mitt þessari tilteknu tónlist. Tónlist getur því vakið upp sárar tilfinning- ar rétt eins og tilfinningar tengdar góðum minningum. Af þessum sökum reynir fólk oft að nýta tónlist til að vekja upp góðar tilfinningar og það getur verið hjálplegt þegar illa stendur á. „Almennt er viðurkennt að fólk notar tónlist til þess að stýra eigin líðan og skapi. Þótt það sé persónu- bundið hvaða tónlist virkar best fyrir hvern og einn við ólík tæki- færi þá eru gríðarlega margir sam- nefnarar í þessu tilliti og þeir eru nýttir til hlítar í auglýsingum og kvikmyndum til að stýra líðan og hugrenningatengslum áhorfenda, svo augljós dæmi séu tekin.“ Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is Allir virðast kann- ast við sterka upplifun tengda tónlist sem getur verið erfitt að skýra og komið manni sjálfum á óvart. Dr. Helga Rut Guðmunds- dóttir, dósent í tónmennt við Menntavísinda- svið HÍ Dularfullur kraftur tónlistar Það er nokkuð óum- deilt að tónlist hefur gríðarlega sterk áhrif á manneskjuna frá vöggu til grafar og það er jafnvel talað um með- fædda tónlistarhæfi- leika mannkyns. Hvað finnur þú þegar tónlist er spiluð? Hvað svo sem það er, þá er það byggt á tilfinningu. TILVERAN 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -B D A C 2 3 0 1 -B C 7 0 2 3 0 1 -B B 3 4 2 3 0 1 -B 9 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.