Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 18
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Fullyrða má að engri konu er léttvæg ákvörðun að fara seint í þungunarrof. Við höfum í gegnum aldirnar lært að gera mikið úr litlu og þurft að nýta allt sem til fellur því oft hefur verið úr litlu að moða. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Þessa dagana er unnið hörðum höndum við nýtt skipulag Reykjavíkurborgar, vegferð sem við lögðum upp í fyrr á árinu. Markmiðið er að einfalda kerfið en einnig að skýra og skerpa á hlutverkum og ábyrgð innan borgarinnar. Hryggjar- stykki breytinganna er að draga fjármálin framar í skipulagi borgarinnar. Það þýðir að allt eftirlit með fjármálum verði eflt og leitað eftir meiri hagkvæmni í öllum okkar innkaupum. Af hverju er það gert? Jú, okkur er umhugað um að fara vel með fé almennings. Við viljum tryggja að haldið sé eins vel og kostur er utan um hverja þá krónu sem við ráðstöfum fyrir hönd borgarbúa. Íslenskt samfélag kallar á hagsýni. Við höfum í gegnum aldirnar lært að gera mikið úr litlu og þurft að nýta allt sem til fellur því oft hefur verið úr litlu að moða. Rekstur borgarinnar er í eðli sínu flókinn. Hjá borginni starfa níu þúsund einstaklingar og verk- efnin eru mörg. Í f lóknum rekstri er góð fjármála- stjórn nauðsynleg. Heildaryfirsýn og aðgát í rekstri eru lykilþættir velferðar allra borgarbúa. Tryggja þarf gott eftirlit með innkaupum og framkvæmdum og að hvergi sé krónum kastað á glæ. Við viljum leita allra leiða svo borgin njóti bestu mögulegu kjara við öll innkaup og til að tryggja það að skipulag starfa og reksturs sé framúrskarandi. Með því getum við skilað raunverulegum ábata til borgarbúa í formi bættrar þjónustu og lægri gjalda, til dæmis með lækkun fasteignagjalda, afslætti til eldri borgara og lækkun útgjalda fyrir barnafjölskyldur. Það var því sérstakt gleðiefni að sjá ársreikning síðasta árs, en þar sést góð afkoma Reykjavíkur- borgar vel. Ekki er einungis afgangur frá rekstri borgarinnar heldur skilar borgin, og fyrirtæki í hennar eigu, hagnaði. Stefna okkar að sjálf bærum rekstri, aukinni hagræðingu og niðurgreiðslu skulda er skýr. Slíkur árangur næst með samhentu átaki stjórnmálanna og alls starfsfólks borgarinnar og undirstrikar þann einlæga ásetning okkar að standa vörð um hagsmuni borgarbúa í einu og öllu. Förum vel með almannafé Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisn- ar og formaður borgarráðs Þau Aura svo á mig Borga Rukka Skipta Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt nýtt frumvarp sem bannar þungunarrof nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Á ferðinni er strangasta löggjöf í landinu í þessum efnum. Konur sem verða þungaðar eftir nauðgun eða kynferðislega misnotkun ættingja eru neyddar til að fæða barnið. Læknirinn sem sýnir aðstæðum þeirra skilning og notar kunnáttu sína til að koma í veg fyrir fæðingu við ömurlegar aðstæður brýtur lög og getur átt yfir höfði sér 99 ára fangelsi. Skýrar línur í Alabama. 25 öldungadeildarþingmenn í ríkinu sögðu já við frumvarpinu á meðan sex sögðu nei. Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973. Hann leiddi fóstureyð- ingar í lög í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði í stjórnarskrá um friðhelgi einkalífs. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkj- unum svo áratugum skiptir. Afturhaldið sigraði í Alabama í vikunni. Ef ríkis- stjórinn, Kay Ivey, undirritar og staðfestir lögin fylla þau f lokk 300 lagabálka sem vefengja rétt kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Slík lög hafa verið innleidd í 16 af 50 ríkjum á þessu ári. Sem betur fer eiga viðhorfin frá Alabama ekki upp á pallborðið hér heima. Afturhaldið laut í lægra haldi á íslenska þinginu í vikunni. Á meðan félagar okkar vestanhafs grafa undan mannréttindum, líkt og þeirri sjálfsögðu kröfu kvenna að ráða yfir eigin líkama, var ein framsæknasta löggjöf um þungunarrof sem til er samþykkt á Alþingi. Fjörutíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, en 18 voru á móti. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun til loka 22. viku, virtist einna helst vefjast fyrir andstæðingum frum- varpsins. 96 prósent þungunarrofa fara fram fyrir tólftu viku meðgöngu, þrjú prósent fyrir sextándu viku og aðeins eitt prósent eftir þann tíma. Deilt er um örfá tilvik. Fullyrða má að engri konu er léttvæg ákvörðun að fara seint í þungunarrof. En stað- reyndin er sú að framkvæmdin er við sama tíma- mark með nýrri löggjöf, en konan tekur ákvörðun- ina sjálf, í stað nefndar embættismanna. Mikilvægasta skref sem hefur verið stigið í kven- frelsisbaráttunni er réttur konu til að ráða yfir eigin líkama. Konur eru fullfærar um að gangast við þeirri ábyrgð, í orði og á borði. „Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun,“ líkt og einn þingmaður komst svo vel að orði. 40 – 18. 40 – 18 Davíð í Miðflokkinn Leiðarahöfundur Morgun­ blaðsins, sem er líklegast Davíð Oddsson ritstjóri, tók óvænta stefnu þegar hann beinlínis sagði það ekki harmsefni að Sjálfstæðisf lokkurinn liði undir lok. Benti hann réttilega á að stjórnmálaf lokkar eru ekki eilífir, líkti hann svo f lokknum sem hann stýrði í áraraðir við Íhaldsf lokkinn danska sem er farinn úr því að vera valda­ f lokkur í jaðarf lokk. Davíð hefur lengi dásamað Miðf lokk­ inn og leiðtoga hans – nú þegar hann er búinn að segja skilið við Sjálfstæðisf lokkinn þá hlýtur hann endanlega að vera kominn yfir í Miðf lokkinn. Eilífðarvélin Davíð líkir stefnubreytingum í takt við tíðarandann við eilífðarvél, þ.e.a.s. tilgangslaust apparat sem stoppar alltaf að lokum. Pirringinn í Hádegis­ móum má að þessu sinni rekja til nýrra laga um þungunarrof, sem könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að átta af hverjum tíu í yngsta þjóðfélagshópnum styðja. Allt þetta vekur óneitan­ lega upp spurninguna hvort það sé ekki einmitt öfugt, að stjórn­ málaf lokkar líði undir lok ein­ mitt þegar þeir skipta aldrei um stefnu og aðlagast ekki nýjum tímum. Annars eiga þeir á hættu að enda með 13,7 prósenta fylgi og sækja það aðeins til elstu þjóðfélagshópanna. arib@frettabladid.is 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -9 1 3 C 2 3 0 1 -9 0 0 0 2 3 0 1 -8 E C 4 2 3 0 1 -8 D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.