Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 24
Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Ég pæli mjög mikið í hverju ég klæðist fyrir sviðið og hef mjög gaman af því að vera áberandi eða öðruvísi. Það fer allt eftir hvaða tónleikastað ég er að koma fram á, ef ég er að syngja á menntaskólaballi þá klæðist ég kannski meira töffaralega, en ef ég er að koma fram fyrir fjölda fólks erlendis þá er ég í meira áberandi „edgy“ fötum,“ segir söngkonan Bríet. Fataval tónlistarmanna á tón- leikum verður oftast að vera í takt við tónlistina og sýninguna sem henni fylgir, en Bríet segir að hún sé alls ekki alltaf í eins fötum og velji sér klæðnað eftir skapi. „Fólk spyr mig oft hvort ég sé alltaf klædd í einhverjum geðveikt áberandi stíl, en það er alls ekki þannig. Ef ég er bara róleg í skapi eða þreytt þá er ég bara í kósíföt- um, ef mig langar að vera skvísa þá klæði ég mig eins og svaka skvísa. Svo daginn eftir er ég kannski í geðveikt fríkuðum fötum. En maður er að túlka sjálfan sig með fatavali. Það fer mjög mikið eftir hvernig þú klæðir þig hvort fólk taki þig alvarlega, eða þá hvort fólk viti að þú ert að taka það sem þú ert að gera alvarlega sjálf. Þann- ig að það skiptir alveg máli hvernig maður klæðir sig hverju sinni.“ Miklar breytingar Bríet segir að fatasmekkur sinn hafi breyst mjög mikið í gegnum ferilinn. „Ekkert endilega út af því að tónlistin mín er að breytast, ég sjálf er að breytast, eldast, og uppgötva hvað mér finnst kúl og gaman að hverju sinni.“ Tónlistarferillinn hefur þó sannarlega tekið miklum breyt- ingum á þessu tímabili breytinga á fatavali, en hann hófst þegar Bríet var 15 ára og fór að syngja á veit- ingastöðum. „Ég hafði alltaf verið að leika mér og syngja, en þarna byrjaði ég að koma fram og var þá að syngja djasslög, blús, og hægar útsetningar á popplögum. Út frá þessum giggum kynntist ég svo Pálma Ragnarssyni, sem er pródú- serinn minn í dag. Þá byrjuðum við að taka upp tónlist saman, semja og gefa út lög. Þannig byrjaði þetta allt,“ segir hún. Í útrás Bríet verður í útrás í sumar og fer bæði til London og Ítalíu. Í London ætlar Bríet að taka upp lag sem hún er að vinna með þarlendum pródúserum og kemur út bráðlega. „Síðan er ég að fara að taka upp tónlistarmyndband, og spila í brúðkaupi á Ítalíu. Erlendi mark- aðurinn er búinn að vera opinn fyrir mér frá fyrsta laginu sem ég gaf út. Það er allt að blómstra núna og sumarið er pakkað af vinnu fyrir mig. Það hefur alltaf verið stefnan að fara út fyrir landstein- ana, þess vegna hef ég haldið bæði í enskuna og íslenskuna í lögunum mínum. Það stendur allavega til boða þegar rétti tíminn kemur.“ Það virðist vera að sá tími sé kannski kominn, London og Ítalía bíða Bríetar og kannski f leiri staðir í heiminum. Íslensk tónlist virðist vera að gera það gott úti í heimi. Við vitum allavega að Bríet blómstrar í tónlistarsenu Íslands í dag og virðist vera komin til að vera. solrunfreyja@frettabladid.is Bríet árið 2015 þegar hún tók þátt í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent. Maður er að túlka sjálfan sig með fatavali. Það fer mjög mikið eftir hvernig þú klæðir þig hvort fólk taki þig alvarlega, eða þá hvort fólk viti að þú ert að taka því sem þú ert að gera alvarlega sjálf. Framhald af forsíðu ➛ Bríet segir að fatasmekkurinn hafi mikið breyst í gegnum tíðina. Hverju hún kýs að klæðast áður en hún stígur á svið fer eftir hvort hún sé til dæmis að spila á mennta- skólaballi eða í stórum sal fyrir erlenda tón- leikagesti. Fata- valið verður að vera í takt við tónlistina og sýningunni sem henni fylgir. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -C C 7 C 2 3 0 1 -C B 4 0 2 3 0 1 -C A 0 4 2 3 0 1 -C 8 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.