Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 26
Það getur komið sér vel fyrir karla að kunna að bjarga sér með nál og tvinna og geta
tyllt sér niður við saumavél til að
gera við saumsprettur í vösum,
festa tölur eða stytta buxur
þegar þannig ber við,“ segir Elín-
borg Ágústsdóttir, bókavörður
og nemi í kjólasaumi og klæð-
skurði.
Elínborg verður í dag með
örnámskeið fyrir karla í minni-
háttar fataviðgerðum í Sauma-
horninu sem opnað var í Borgar-
bókasafninu í Árbæ í október og
Gott fyrir karla að geta
gert við saumsprettur
Fataviðgerðir fyrir karla verða kenndar á örnámskeiði í saumahorni Borgarbókasafnsins í
Árbæ síðdegis í dag þegar Elínborg Ágústsdóttir sýnir handtök við minniháttar fataviðgerðir.
Elí nborg Ágústsdóttir starfar nú sem bókavörður en tekur senn sveinspróf í kjólasaumi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
hefur vakið mikla lukku meðal
notenda.
„Það er í anda aukinnar
umhverfisvitundar að vera nýtinn
á föt sín. Því gagnast mörgum
að verða sjálf bjarga við sauma-
vélina og geta gert við f líkurnar í
stað þess að henda þeim og kaupa
nýjar þegar lítils háttar viðgerð
getur gert f líkina eins og nýja,“
segir Elínborg sem hlakkar til
að taka á móti áhugasömum í
Saumahorninu í dag. Þar er að
finna þrjár saumavélar, þar af
tvær venjulegar og eina overlock-
vél, en einnig er góð aðstaða til
að taka upp snið. Því geta gestir
saumað frá grunni en líka komið
með f líkur sem þarfnast viðgerð-
ar, en miðað er við að þeir sem
nota saumavélar Saumahornsins
séu að mestu sjálf bjarga, nema
þegar boðið er upp á skipulagða
fræðslu.
„Ég ólst upp við að mamma
bætti fötin mín með fallegum
bótum og bætur eru einmitt að
koma inn aftur núna. Það er enda
ekkert púkalegt við að vera í
bættum fötum; þvert á móti ber
það vott um umhverfisvitund,
nýtni og hagsýni og það eru ein-
mitt þau góðu gildi sem eru að
koma sterkt inn núna þegar kapp
er lagt á vistvænan lífsstíl,“ segir
Elínborg.
Alls ekki svo flókið
Elínborg á allt eins von á að
örnámskeiðið verði endurtekið ef
viðtökur verða góðar í dag.
„Karlar sjá stundum fyrir
sér að saumaskapur sé þeim
ógjörningur en þetta er alls ekki
svo f lókið. Þessi bjargræði hafa
lengi verið kennd í handavinnu-
tímum grunnskólanna og því er
námskeiðið í dag svolítið hugsað
fyrir eldri kynslóðirnar sem lærðu
þetta ekki í skólum,“ útskýrir
Elínborg sem liggur ekki á liði
sínu við að miðla handverkinu.
„Það eru margir karlar sem
finna sig í handavinnu og ekki síst
prjónaskap en kannski sjaldnar
við saumavélina. Ég hef því trú á
að margir karlar taki því fegins
hendi að læra að gera við göt í
vösum og festa á tölur í stað þess
að leggja f líkum sem annars nýtt-
ust þeim áfram.“
En flókið á köflum
Nú á vordögum tekur Elínborg
sveinspróf í kjólasaumi frá Tækni-
skóla Íslands.
„Ég er búin að ljúka náminu og
tek sveinspróf á næstu dögum,
en á meðan ég er enn ekki orðin
sveinn má ég ekki kalla mig annað
en nema þar sem starfsheitið er
lögverndað. Ég ákvað að fara í
námið vegna þess að ég var orðin
þreytt á stærðfræði og bóklestri
og langaði að vinna með hönd-
unum,“ upplýsir Elínborg sem í
náminu lærði að teikna föt, snið-
gerð, saumaskap og allt handverk
sem fellur til við kjólasaum og
klæðskurð.
„Námið var skemmtilegt og
f lókið á köf lum en það er persónu-
bundið hvernig slíkt liggur fyrir
manni. Við byrjuðum þrjár vin-
konur í náminu en ein fann f ljótt
að það átti ekki við hana á meðan
við hinar fundum okkur strax á
réttri hillu. Maður græðir alltaf á
því að mennta sig og kjólasaumur
er ágætis aðal- eða aukabúgrein.
Ég hlakka til að takast á við enn
meiri saumaskap í framtíðinni,“
segir Elínborg.
Örnámskeið Elínborgar stendur
yfir í Borgarbókasafninu í Árbæ frá
klukkan 17 til 18.30 í dag, 16. maí.
Námskeiðið er frítt og allir vel-
komnir, jafnt konur sem karlar.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Nú er í tísku að gera við föt sín í stað þess að henda þeim á haugana og
kaupa ný. Því er tilvalið að læra að stytta buxur, festa tölur eða sauma göt.
Það er ekkert
púkalegt við að
vera í bættum fötum;
þvert á móti ber það vott
um umhverfisvitund,
nýtni og hagsýni.
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Str. S-XXL
Kjóll
Kr. 10.900.-
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
1
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
0
1
-C
7
8
C
2
3
0
1
-C
6
5
0
2
3
0
1
-C
5
1
4
2
3
0
1
-C
3
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K