Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 28
Ritstjórinn Ham- ish Bowles hefur mikla ástríðu fyrir tísku. Hann er óhræddur við að fara nýjar leiðir og klæðast djörfum litum. Hamish Bowles, einn ritstjóra Vogue, er óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali. Hann vakti mikla athygli á Met Gala fjáröflunarhátíðinni í New York á dögunum þegar hann mætti í fjólubláum alklæðnaði eftir John Galliano hjá Maison Margiela tískuhúsinu í París. Hann klæddist jakka bundnum saman með fjólubláum borða og eins konar buxnapilsi. Við þetta skartaði hann fjólubláum sokka- buxum og fjólubláum skóm með lágum hæl og hafði íburðarmikla skikkju á herðunum, marglita með fjólubláum undirtón. Skikkjan var búin til úr málmþráðum, angóraull og strútsfjöðrum svo eitthvað sé nefnt. Heildarútlitið var fullkomnað með marglitu hári ritstjórans sem tónaði vel við lita- dýrðina í skikkjunni. Hamish Bowles klæddist líka litskrúðugri skikkju á Met Gala árið 2018. Skikkjan var frá Val- entino Haute Couture og undir henni klæddist hann fjólubláum jakkafötum. Bowles segist hafa beðið Valentino að hanna fyrir sig skikkju með litskrúðugum vængjum í stíl við það sem hann hafði séð á trúarlegum málverkum frá 14. öld. En þema Met Gala í fyrra var tíska og kaþólsk trú. Fjólublár litur er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Hamish Bowles þessa dagana. Á 350 ára afmælishátíð Garnier óperu- hússins í París, fyrr í mánuðinum, mætti hann í fjólubláum flauels- jakkafötum prýddum útsaum- uðum fjólubláum, bleikum og hvítum blómum. Á tískuvikunni í London í september á síðasta ári mátti sjá Bowles klæddan köfl- óttum, ljósfjólubláum Savile Row jakkafötum frá Huntsman. Upp úr bláum og brúnum Christian Louboutin skóm mátti sjá glitta í fjólubláa sokka. sandragudrun@frettabladid.is Litskrúðugur karakter Í fjólubláu flaueli í 350 ára afmæli Garnier óperuhússins í París. Vænghaf á Met Gala 2018. Skikkjan í allri sinni dýrð. Hamish Bowles mætir á Met Gala 2019 í fötum frá Maison Margiela. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -B 3 C C 2 3 0 1 -B 2 9 0 2 3 0 1 -B 1 5 4 2 3 0 1 -B 0 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.