Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 34
Skotbolti
Reglurnar í þessum leik eru fáar.
Einum eða tveimur mjúkum
boltum er varpað á leikvöllinn
og þeir sem grípa boltann eiga að
skjóta á hina og dæma þá þann-
ig úr leik. Ef boltinn er gripinn þá
dettur sá sem skaut honum úr leik,
og ef boltinn hittir haus þá er það
ógilt. Það er mikilvægt að nota
mjúkan bolta í þennan leik til að
koma í veg fyrir slys!
Snú-snú
Tveir krakkar halda í sitthvorn
enda á sippubandi og snúa því
á meðan sá þriðji keppist við
að hoppa í miðjunni án þess að
stíga á bandið eða hrasa. Þetta
er bæði skemmtileg og góð
hreyfing.
Ein króna
Klassískur leikur fyrir krakka sem
vilja bæði hlaupa og fela sig. Regl-
urnar eru að einn leikmaður telur
upp í tíu upp við staur á meðan
hinir leikmennirnir fela sig, sá sem
„er hann“ fer svo og reynir að finna
hina og klukka þá áður en þeir
snerta staurinn og segja „ein króna“.
Ratleikur
Það er hægt að semja sniðuga rat-
leiki, umfang leiksvæðisins má
vera eins vítt og þú nennir og sama
með fjölda þrepa sem lið leiksins
þurfa að klára! Þrep geta til dæmis
verið að fá mynd með erlendum
ferðamanni eða klifra upp í tré.
Kríta
Láttu listrænu hæfileikana skína
og krítaðu á stéttina eða veggi.
Ef þú ert ekki ánægð/ur með
myndina er það allt í lagi því krítin
skolast af með rigningunni. Krítar
eru ódýrar og fást í f lestum stórum
matvörubúðum.
Dimmalimm
Einn leikmaður snýr sér að vegg
og telur upp í fimm áður en hann
segir „Dimmalimm!“ og snýr sér
við. Á meðan eiga hinir leikmenn-
irnir að ganga frá ákveðinni upp-
hafslínu eins langt og þeir komast
að þeim leikmanni sem taldi upp
í fimm, en verða að frjósa í miðri
hreyfingu þegar hann snýr sér
við. Ef þú hreyfir þig óvart ertu
úr leik. Sá sem kemst fyrst upp að
veggnum vinnur leikinn.
solrunfreyja@frettabladid.is
Skemmtilegir sumarleikir
fyrir börn og unga í anda
Ef þig eða barnið þitt langar til að gera eitthvað annað í sumar en að hanga heima, en vantar
hugmyndir, þá er hér listi yfir skemmtilega sumarleiki sem geta stytt mönnum stundirnar!
Lítil stúlka krítar á gangstéttina.
Flestum
krökkum
finnst gaman
að fara í snú-
snú.
ÚT Á GRANDA
Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940 | Opið mán.–fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16
Einlitar barnavöðlur
st. 20-35
Gott úrval af vönduðum
veiðisettum fyrir
börn á öllum aldri
Verð frá 5.900 kr.Verð frá 7.900 kr.
Camo vöðlur,
veiðivesti
og derhúfa
Verð 10.900 kr.
6 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSUMAR OG BÖRN
1
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
0
1
-9
1
3
C
2
3
0
1
-9
0
0
0
2
3
0
1
-8
E
C
4
2
3
0
1
-8
D
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K