Fréttablaðið - 16.05.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 16.05.2019, Síða 38
Það eru frábær tilboð í tilefni 25 ára afmælis Sjávarbars- ins. Magnús Ingi hafði trölla­trú á að þarna myndi byggjast upp áhugaverður veitingarekstur og það reyndist rétt með vaxandi ferðamanna­ straumi. Hann fagnaði hverjum veitingastað sem var opnaður árin eftir hrunið, enda styrkti það Grandann í heild og gerði hann eftirsóknarverðari fyrir jafnt Íslendinga sem erlenda ferða­ menn. Í dag er Grandinn þekktur fyrir fjölbreytta flóru veitingahúsa og gróskumikið mannlíf. Ríkulegt sjávarréttahlaðborð er aðalsmerki Sjávarbarsins en einnig er boðið upp á fjölbreyttan sér rétta seðil þar sem spriklandi ferskur fiskur er í öndvegi. Frá upphafi hefur vinnandi fólk í nágrenninu fjölmennt á Sjávarbar­ inn í hádeginu. Í dag er meirihluti gesta þó ferðamenn, sérstaklega á kvöldin, enda hefur staðurinn hlotið af bragðsviðtökur á Trip­ Advisor og hlotið viðurkenning­ una „Certificate of Excellence“. Í tilefni afmælisins er tilboð á hádegishlaðborðinu og býðst það á sama verði og við opnunina fyrir tólf árum, aðeins 1.690 kr. Sjávarbarinn fagnar 12 ára afmæli Það voru ekki mörg veitingahús á Grandanum þegar Magnús Ingi Magnússon opnaði Sjávarbar- inn fyrir tólf árum. Kaffivagninn og Grandakaffi höfðu sinn fasta sess á daginn en á kvöldin var fátt sem dró að. Það þurfti því áræðni til að ryðja brautina með veitingamennsku á þessum stað. Það er girnilegt humartilboð á Sjávarbarnum á Grandanum. Magnús Ingi hefur staðið vaktina á Grandanum í tólf ár. Emmanuelle, eða Emma eins og hún er oftast kölluð, byrjaði að búa til skartgripi þegar hún bjó í Noregi, og fékk þá hugmynd að búa til litla fuglshöfuðkúpu úr postulíni. „Síðan þegar ég fór aftur til Parísar, þá setti ég mynd af höfuðkúpunni á Facebook, og fullt af fólki fór að spyrja mig hvort ég gæti búið til f leiri og selt því,“ segir hún en þannig hófst ferill Emmu sem skartgripasmiðs. Fuglinn er táknrænn að mörgu leyti, en fuglshöfuðkúpan minnir á grímur sem læknar báru þegar plágan eða svarti dauði reið yfir Evrópu á 14. öld. Emma var þó ekki með pláguna í huga þegar hún fékk hugmyndina. Fuglshöfuðkúpan er enn vin­ sælasti gripurinn, bæði sem hálsmen og eyrnalokkar, en Emma segist heillast af öllu „dauðu efni“ sem fyrirfinnst í bæði manns­ líkamanum og dýralíkömum. „Þetta er skrýtið viðfangsefni fyrir skartgripi, fyrir mér tengja þeir saman lífið og dauðann. Dauða efnið, bein, tennur, horn á dýrum, neglur og klær, allt sem vex út úr líkamanum og táknar á einhvern hátt dauðann. Það er óhugnanlegt en ég heillast af því.“ Skartgripirnir eru í raun eftir­ líkingar af stærri höggmyndum sem Emma er stundum með til Tennur, höfuðkúpur og bein verða að skartgripum Á Listastofunni eru skartgripir eftir högglistakonuna Emmanuelle Hiron, sem er frá Frakklandi en hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið. Skartgripirnir eru flestir smækkaðar myndir af tönnum, mannshöfuðkúpum, beinum og fuglshöfuðkúpum, búnir til úr postulíni og 24 karata gulli. Fuglahöfuð- kúpurnar eru vinsælastar, og minna sumar á grímur sem læknar báru þegar plágan reið yfir Evrópu. Hér hanga eyrnalokkar eftir Emmu. Fuglahöfuð- kúpur, manns- höfuðkúpur, tennur og píka. Emmanuelle Hiron heillast af efni tengir saman lífið og dauðann. sýnis í Listastofunni. Emma segir að í dag séu höggmyndirnar ekki til sölu þótt hún hafi í fortíðinni selt til listasafnara. „Ég get ekki selt listaverkin mín lengur, þau eru of persónuleg og tengjast lífi mínu of sterkum böndum. En ég get lifað á listinni með því að selja eftirlíkingar í formi skartgripa. Ég kann vel við þá hugmynd að skartgripirnir fái að njóta sín á líkömum. Þá eru skartgripirnir eins og framhald af líkamanum, og á sama tíma áminning um að líkaminn er lifandi en hann mun einhvern tíma deyja.“ Skartgripir geta líka þjónað þeim tilgangi að endurspegla hvers konar manneskja viðkomandi er sem ber þá, en hún nefnir sem dæmi að í æsku hafi hún alltaf borið kaþólsk­ an kross þar sem hún fékk kaþólskt uppeldi. „Síðasti skartgripurinn sem ég bjó til er píka. Það að vera með píkuhálsmen getur sumum kannski þótt skrýtið, en mér finnst gaman að sýna fólki eitthvað sem það vill ekki sjá. Það er eitthvað ljóðrænt við það.“ Hægt verður að kaupa skartgripina fram til 17. júní næstkomandi, en síðan fer Emma aftur heim til Frakklands. af humarveislu. Sjávarréttarsúpa dagsins, salatbar og kaldir réttir á hlaðborði fylgja með. Mánudaga til sunnudaga frá 11.00 til 21.00. Klipptu flipann út og taktu með þér. 2 FYRIR 1 Innifalið í því er sjávarréttasúpa dagsins, heitir og kaldir fiskréttir, kjötréttur, salatbar, smáréttir, kaffi og kökur. Sjávarbarinn er að Grandagarði 9, sími 517 3131, sjá einnig sjavar­ barinn.is. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 0 1 -B 8 B C 2 3 0 1 -B 7 8 0 2 3 0 1 -B 6 4 4 2 3 0 1 -B 5 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.