Fréttablaðið - 16.05.2019, Síða 44
ÍA - FH 2-0
1-0 Bjarki Steinn Bjarkason (3.), 2-0 Bjarki
Steinn Bjarkason (68.). Rautt spjald: Pétur
Viðarsson (FH) (71.).
KA - Breiðablik 0-1
0-1 Thomas Mikkelsen (vítaspyrna) (3.).
Víkingur - Stjarnan 3-4
0-1 Hilmar Árni Halldórsson (30.), 0-2
Guðjón Baldvinsson (38.), 0-3 Guðjón Bald-
vinsson (48.) 1-3 Ágúst Eðvald Hlynsson
(53.), 1-4 Alex Þór Hauksson (65.), 2-4 Júlíus
Magnússon, 3-4 Sölvi Geir Ottesen (89.).
Nýjast
Pepsi-deild karla
Völsungur - Sindri 2-0
Afturelding - Grindavík 4-4
Augnablik - Grótta 4-1
Selfoss - Njarðvík 8-1
Framlenging var í gangi í Mosfellsbænum
þegar blaðið fór í prentun. Dregið verður í
16 liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag.
Mjólkurbikar kvenna
HANDBOLTI Gísli Þorgeir hafði verið
að glíma við af leiðingar axlar-
meiðsla sem hann varð fyrir vorið
2018 og svo var komið að eymslin í
öxlinni höfðu svo mikil áhrif á hann
innan vallar að aðgerð var óum-
flýjanleg.
Gísli segir endurhæfinguna ganga
vel og eiginlega vonum framar en
hann muni ekki leika með Kiel í
lokaleikjum tímabilsins og sé með
hugann við það að koma sér í eins
gott líkamlegt form og mögulegt er
fyrir næsta keppnistímabil. Kiel er
í toppbaráttu þýsku efstu deildar-
innar og mun leika til úrslita í EHB-
bikarnum þannig að hann segir
það auðvitað freistandi að fara inn
á völlinn en það sé langt frá því að
vera skynsamlegt. Þjálfaraskipti
verða hjá Kiel eftir að yfirstandandi
leiktíð lýkur en Alfreð Gíslason
lætur af störfum eftir að hafa stýrt
liðinu frá því árið 2008 og Tékk-
inn Filip Jicha tekur við starfinu af
honum.
Gísli Þorgeir segir mikla eftirsjá
að Alfreð en hann sé um leið mjög
spenntur fyrir samstarfinu við Jicha
en Tékkinn hefur verið í þjálfara-
teymi Alfreðs hjá Kiel í vetur og
Gísli segir hann koma honum vel
fyrir sjónir sem þjálfari.
„Staðan gæti eiginlega ekki verið
betri þegar kemur að batanum á
öxlinni og ég er farinn að geta skotið
boltanum á markið og skothreyf-
ingin er komin í samt lag. Meiðslin
voru klárlega að aftra mér þegar ég
spilaði með íslenska liðinu á heims-
meistaramótinu og ég fann það
alveg að ég gat ekki skotið af öllu afli
og skothreyfingin var skert,“ segir
Gísli Þorgeir um stöðu mála hjá sér
í samtali við Fréttablaðið.
„Það var erfitt að geta ekki beitt
mér af fullum krafti og að eitt
vopn í mínu vopnabúri væri ekki
til staðar. Leikmenn gátu stillt sér
upp á sex metrunum og ég þurfti
að hafa mikið fyrir hverju marki
með því að notast við gegnumbrot.
Það gat ekki gengið til lengdar og
því fór ég í aðgerðina. Þegar ég fór
í aðgerðina var talað um að allt
endurhæfingarferlið myndi taka
sex mánuði og nú eru tæpir fjórir
mánuðir liðnir. Staðan er eins góð
og mögulegt er. Ég hef verið að æfa
í um það bil fimm tíma á dag með
frábæru lækna- og sjúkraþjálfara-
teymi Kiel og ég er í mjög góðum
höndum,“ segir hann um tímann
frá aðgerðinni.
„Einbeitingin hjá mér er bara á
því að koma mér í mitt fyrra form
og vera klár í slaginn þegar næsta
keppnistímabil byrjar. Það verður
gaman að fylgjast með liðinu á
lokasprettinum og vonandi náum
við að landa þeim tveimur titlum
sem í boði eru. Ég er mjög spenntur
fyrir því að byrja að vinna með Jicha
og hann hefur komið sterkur inn í
þjálfarateymið að mínu mati. Hann
hefur látið meira til sín taka en fyrri
aðstoðarþjálfarar Alfreðs og hann
hefur komið með góða punkta.
Þetta er handboltagoðsögn sem
ég hef fylgst með frá því að ég var
pjakkur og það verður gaman að
vinna með honum,“ segir þessi frá-
bæri leikstjórnandi um framhaldið
hjá sér.
Íslenska landsliðið leikur loka-
leiki sína í undankeppni EM 2020
um miðjan júní og Gísli segir að
staðan á öxlinni verði bara tekin
með læknum Kiel og læknum lands-
liðsins þegar þar að kemur og metið
hvort hann geti spilað þá leiki. Það
verði bara að koma í ljós þegar nær
dregur. hjorvaro@frettabladid.is
Uppbygging í gangi fyrir næsta haust
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður þýska stórliðsins Kiel, hefur ekkert leikið með liðinu síðan
hann gekkst undir aðgerð á öxl eftir að heimsmeistaramótinu lauk í lok janúar síðastliðins. Hann stefnir á endurkomu í haust.
Mörkunum rigndi í Laugardalnum í gærkvöldi
Stjarnan fór með nauman eins marks sigur af hólmi þegar liðið sótti Víking heim á óvenjulegan heimavöll Víkingsliðsins, Eimskipsvöllinn í
Laugardalnum. Stjarnan er í seilingarfjarlægð frá ÍA og Breiðablik sem tróna á toppi deildarinnar eftir leik gærkvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Einbeitingin hjá
mér þessa stundina
er á því að koma mér í mitt
fyrra form og vera að fullu
klár í slaginn þegar næsta
keppnistímabil byrjar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson
KÖRFUBOLTI Spænski þjálfarinn
Israel Martin hefur verið ráðinn
þjálfari karlaliðs Hauka í körfu-
bolta. Martin, sem hefur þjálfað
karlalið Tindastóls undanfarin ár
og gerði liðið að bikarmeisturum
vorið 2018, tekur við liðinu af Ívari
Ásgrímssyni. Hauk ar höfnuðu í 10.
sæti Domino's-deildarinnar á tíma-
bilinu sem var að ljúka. – hó
Martin mun
þjálfa Hauka
Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið fjarverandi vegna meiðsla á öxl síðan í lok janúar. NORDICPHOTOS/GETTY
1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
1
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
0
1
-B
3
C
C
2
3
0
1
-B
2
9
0
2
3
0
1
-B
1
5
4
2
3
0
1
-B
0
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K