Fréttablaðið - 16.05.2019, Side 52

Fréttablaðið - 16.05.2019, Side 52
Það var vel til fundið og rausnarlegt hjá Erró að stofna þennan sjóð til heiðurs frænku sinni, Guðmundu, sem hann var víst mikið hjá sem barn. Ég er alsæl og stolt yfir viður­ kenningunni,“ segir Hulda Rós Guðnadótt ir my nd list arkona ánægjuleg, þegar haft er símasam­ band við hana í Berlín. Hún flaug þangað strax eftir úthlutunar­ athöfnina í Listasafni Reykjavíkur sem einnig var opnun sýningar Errós, Heimsferð Maós. Nú er Hulda Rós nýkomin af Fen­ eyjatvíæringnum. „Það voru foropn­ anir á listsýningum í síðustu viku og svo var almenn opnun á laugardag­ inn. Það var frábært að vera þarna, margir mættir úr bransanum þannig að þetta var eiginlega bæði bisniss­ og skemmtiferð. Auk þess er svo yndislegt í Feneyjum, manni líður eins og prinsessu innan um hallirn­ ar. Það er gaman að leyfa sér svona ævintýri, maður er svo skynsamur alla hina dagana!“ Leið eins og í fantasíu Hulda Rós flutti til Berlínar fyrir tíu árum og á þar tvær dætur, sjö og tíu ára. Hún kveðst alltaf hafa nóg fyrir stafni. „Ég var að ljúka stóru verkefni hér í Berlín, því fylgdi mikið sýning­ arhald og kynningar á því sem ég hef verið að gera. Ég hafði lúxusvinnu­ stofu í Künstl erhaus Bethanien í eitt ár. Það er fyrrverandi iðnaðarhús­ næði frá 19. öld, með risagluggum og mikilli lofthæð, eins og alla dreymir um. Mér leið eins og í fantasíu! Nú er ég nýbúin að skila þeirri aðstöðu en fékk úthlutað 66 fermetra rými hjá Berlínarborg og má hafa það í átta ár, borgin greiðir helminginn af leigunni. Ég flutti mitt hafurtask þar inn daginn áður en ég flaug til Feneyja og fyllti rýmið gersamlega því ég var með svo stóra sýningu í janúar og febrúar. Það var lundabúð með 3.000 lundum, þrír stórir skúlp­ túrar sem ég þarf að selja einhverjum stórkaupanda.“ Hulda Rós er með BA­gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA­gráðu í gagnvirkri hönnun frá Middlesex­háskóla. Hún er líka með bakgrunn í mannfræði úr Háskóla Íslands og notar myndlistina sem rannsóknartæki til að nálgast við­ fangsefnin. „Félagsfræðingar nota ákveðnar rannsóknaraðferðir og raunvísindamenn enn aðrar en myndlistin skilar öðruvísi útkomu og annars konar umræðuferli en aðrar greinar,“ útskýrir hún. Margir kannast við heimildar­ myndir Huldu Rósar, Kjötborg, sem hún gerði með Helgu Rakel Jóns­ dóttur og kom út fyrir tíu árum, og Keep Frozen, sem hún vann með löndunarmönnum í Reykjavíkur­ höfn og kom út 2016. Sú mynd fór á virtar kvikmyndahátíðir um allan heim og var tilnefnd til fjölda verðlauna. Hún var líka sýnd sem einkasýning í nútímalistasafninu, Berlinische Galerie í fyrrasumar. Hulda Rós segir marga þekkja hana í Berlín eftir þá sýningu. „Við bröll­ uðum margt saman, ég og löndunar­ mennirnir. Ég bauð þeim til Leipzig árið 2016 og við gerðum þar gjörn­ ing sem var opinn fyrir almenning. Hann hófst klukkan sex að morgni í 500 fermetra sýningarsal og stóð í 48 tíma, eða jafnlengi og það tekur þessa menn að tæma einn frysti­ togara. Í raun voru þeir að fleygja 25­30 kílóa kössum úr einum stað til annars, eins og þeir væru fiður. Við vorum líka með myndatökur þannig að úr varð abstrakt vídeóinnsetning úr hreyfingum strákanna.“ Þú hefur þjóðnýtt þessa löndunar­ menn, segi ég í gríni. Hulda Rós tekur því vel. „Já, algerlega, þeir eru minn helsti innblástur. Ég er að byrja á verkefni núna sem spannst út úr hinum. Strákarnir búa sér nefni­ lega til verkfæri úr kústsköftum og nöglum sem þeir beygja og nota til að krækja í bönd utan um kassana. Ég er búin að steypa einn svona krók í brons og nú hafa verið gerð tíu ein­ tök af honum sem verða seld í nýju fjölfeldisgalleríi, Multis, sem verður opnað 23. maí. Þá verður hægt að skoða verkin milli klukkan 5 og 7 í Tryggvagötu 13 og síðan verður opið fjóra tíma í viku út maí áður en Multis breytist í vefsíðuverslunina multis.is með fjölfeldi. Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir eru konurnar bak við verkefnið sem ég held að henti íslenskum listmarkaði vel. Ég ákvað að vinna með bronsið því það á sér svo langa hefð innan listarinnar og er gaman að hafa uppi á vegg. Það upphefur hið hversdagslega.“ Kísilverið uppspretta listar Nú eftir Feneyjaferðina kveðst Hulda Rós ætla að draga sig aðeins í hlé því hún þurfi að búa til tvö verk fyrir haustið. Annað vinnur hún úr hljóðum í kísilverinu á Bakka við Húsavík, það verður sett upp í af lagðri kapellu í Berlín, hitt er úr kísilmálmi og verður sýnt í Fælles­ hus, sameiginlegum sýningarstað norrænu sendiráðanna í Berlín. „Verkin mín eru opin og án pre­ dikunartóns. Ég vil leggja marg­ ræðnina á borð og gefa fólki rými til að spyrja spurninga sjálft í sam­ bandi við verkin,“ segir Hulda Rós og kveðst hafa átt í góðu samstarfi við starfsfólkið á Bakka. „Það var ekki að draga neitt undan eða fela. Kísill er algengur í jörðu á Íslandi en ekki í því formi að hægt sé að vinna hann. Því er allt innf lutt á Bakka og efnið fer langar skipa­ leiðir, sem hráefni, hálfunnið og fullmótað. Flestallt sem við erum með í kringum okkur hefur farið í gegn­ um langt ferli og ferðast um heim­ inn. Ég tel mikilvægt að við séum meðvituð um það.“ Þeim sem vilja kynna sér verk Huldu Rósar er bent á vefinn hulda rosgudnadottir.is. Ég vil leggja margræðnina á borð Hulda Rós Guðnadóttir myndlistarkona hlaut nýlega viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristins- dóttur, sem Erró stofnaði til að veita framúrskarandi listakonu úr ár hvert. Hulda Rós var sú 20. í röðinni. Listafólkið Hulda Rós og Erró er hún tók við verðlaunafé og blómum og hann opnaði sýninguna Heimsferð Maós í Listasafni Reykjavíkur. Krókur sem Hulda Rós steypti í brons og verður í fjölfeldisgalleríi Multis. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Hulda Rós notar myndlistina sem rannsóknartæki til að nálgast viðfangsefni sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FLESTALLT SEM VIÐ ERUM MEÐ Í KRINGUM OKKUR HEFUR FARIÐ Í GEGNUM LANGT FERLI OG FERÐAST UM HEIMINN. 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 0 1 -9 B 1 C 2 3 0 1 -9 9 E 0 2 3 0 1 -9 8 A 4 2 3 0 1 -9 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.