Fréttablaðið - 16.05.2019, Síða 58
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og glæs
ileiki endalaust
úrval af hágæ
ða flísum
Finndu okkur
á facebook
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
Leikritið Istan eftir
Pálma Frey Hauks-
son verður sett upp
í Frumleikhúsinu
í Reykjanesbæ á
morgun. Í því eru
35 persónur, og fer
leikarinn Albert
Halldórsson með
hlutverk þeirra allra.
Albert er uppalinn í
Keflavík og langaði
mikið til að setja
verkið upp í sínum
gamla heimabæ.
Pálmi skrifaði verkið held ég með mig í huga. Hann kemur með hug-myndina og verkið og spyr mig hvort ég vilji ekki taka þátt. Ég var
mjög spenntur fyrir þessu og sló
auðvitað til,“ segir Albert Halldórs-
son leikari um verkið Istan eftir
Pálma Frey Hauksson, en hann
leikstýrir líka.
Istan var útskriftar verkefni
Pálma frá sviðshöfundabraut Lista-
háskóla Íslands. Verkið, sem er ein-
leikur, fjallar um afskekktan bæ á
Bretlandseyjum á 19. öld. Albert
fer með hlutverk alls 35 persóna í
verkinu en hann segir að það hafi
reynst þrautin þyngri að leggja þau
öll á minnið.
„Við Pálmi þróuðum svo per-
sónurnar áfram í samvinnu. Það
tók líka tíma að læra allan textann,
maður er þarna einn á sviði í tæpan
einn og hálfan tíma. En við þróuð-
um í sameiningu handritið. Fyrst
fór mikill tími í að gefa einfaldlega
öllum nafn og einkenni, gefa þeim
eitthvert andlit.“
Hann segir þá hafa fundið mynd-
ir af ýmsu fólki og reynt að tengja
persónurnar við myndirnar.
„Það hjálpaði mikið við að full-
stúdera karakterana að hafa eitt-
hvert andlit sem maður gat séð
fyrir sér. Maður horfði á andlit af
óþekktri persónu og hugsaði: Já,
þetta er nú alveg eins og prestur-
inn. Svo byrjar maður að reyna að
leika manneskjuna á myndinni.“
Í bænum gerast dular f ullir
atburðir og segir leikritið frá
áhrifum þeirra á bæinn. Verkið var
fyrst sett upp í Tjarnarbíói í mars,
en Albert langaði mikið að sýna
Istan í heimabæ sínum, Kef lavík.
Fyrst var hann óviss um hvort það
væri mögulegt, þar sem verkið
krefst nokkuð sérstakrar sviðs-
uppsetningar.
„Leikarinn þarf sem sagt að vera
í miðju áhorfenda, á ferköntuðu
svæði. Þetta getur verið f lókið
en virkaði í Tjarnarbíói. Það var
því gaman að sjá að þetta var líka
mögulegt í húsnæði Leikfélags-
ins í Kef lavík, Frumleikhúsinu.
Við fórum í sérstakan könnunar-
leiðangur til að sjá hvort það væri
hægt að púsla þessu saman, hvort
okkur væri kleift að setja svið upp
á sviðið,“ segir Albert.
Albert steig sjálfur sín fyrstu
skref í leiklistinni með Leikfélagi
Kef lavíkur, þá var hann 11 ára
gamall.
„Það er líka svolítið skemmti-
legt að þegar við vorum að kanna
aðstæður og möguleikana rakst ég
á plakat fyrir síðasta verkið sem
ég setti upp með leikfélaginu. Mér
fannst það nokkuð skemmtileg til-
viljun að það voru akkúrat liðin 10
ár frá þeirri sýningu. Smá fyndið,
svona eins og týndi sonurinn sé að
snúa aftur,“ segir Albert kíminn og
hlær.
Albert segist sjálfur ekki sjá
margt líkt með íbúunum í smábæn-
um Istan og Kef lavík og íbúunum
þar.
„Mamma reyndar sá eitthvað
í verkinu sem henni fannst geta
virkað eins og allegoría. Henni
fannst einhver tengsl við kísilverk-
smiðjuna og Kef lavík, þá atburði
sem sagt. Getur vel verið að það
sé rétt. En karakterarnir eru svo
sannarlega ekki byggðir á neinum
sem ég þekki héðan,“ segir hann
glettinn.
Albert segir að hann hafi lengi
langað til að setja upp sýningu í
Frumleikhúsinu.
„Ég er mjög spenntur f y rir
þessu. Mig hefur lengi langað að
snúa aftur á fjalir Frumleikshúss-
ins og enn skemmtilegra að koma
með svona gott verk í minn gamla
heimabæ. Ég vona innilega að sjá
sem f lesta,“ segir Albert að lokum.
Istan er sýnt annað kvöld í Frum-
leikhúsinu í Reykjanesbæ.
Miðar fást við innganginn og
kostar 3.000 krónur inn.
Einnig er hægt að taka frá miða
með því að senda tölvupóst á net-
fangið istaneinleikur@gmail.com.
steingerdur@frettabladid.is
Albert leikur 35 persónur í verkinu Istan
Albert hefur lengi langað til að snúa aftur á fjalir Frumleikhússins og annað kvöld gerir hann það í gervi 35 persóna.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
ÞAÐ ER LÍKA SVOLÍTIÐ
SKEMMTILEGT AÐ
ÞEGAR VIÐ VORUM AÐ KANNA
AÐSTÆÐUR OG MÖGULEIKANA
RAKST ÉG Á PLAKAT FYRIR
SÍÐASTA VERKIÐ SEM ÉG SETTI
UPP MEÐ LEIKFÉLAGINU. MÉR
FANNST ÞAÐ NOKKUÐ
SKEMMTILEG TILVILJUN AÐ
ÞAÐ VORU AKKÚRAT LIÐIN 10
ÁR FRÁ ÞEIRRI SÝNINGU.
1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
1
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:3
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
0
1
-B
D
A
C
2
3
0
1
-B
C
7
0
2
3
0
1
-B
B
3
4
2
3
0
1
-B
9
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K