Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja
Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra
innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle
ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar
húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag.
Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK.
loccitane.com
ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ
VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ
#HelloGoldMorning
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála (ÚUA) hafnaði kröfu
Landverndar um ógildingu á ákvörð-
un Umhverfis-
stofnunar (UST)
frá 8. nóvember
2017 um að veita
starfsleyfi fyrir
rekstri kísil-
málmverksmiðju
PCC, með allt að
66.000 tonna árs-
framleiðslu af
hrákísli, á iðnað-
arsvæðinu á
Bakka í Norður-
þingi. ÚUA tók kæru Landverndar
fyrir 20. desember 2018 og kvað upp
úrskurðinn.
Landvernd leitar leiða
„Úrskurðarnefndin hefur lokaúr-
skurðarvald á Íslandi. Það er lítið
annað sem við getum gert,“ sagði
Auður Önnu Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, um
lyktir málsins. Hún sagði að Land-
vernd þætti það alvarlegt að íslensk
yfirvöld væru tilbúin að auka losun
gróðurhúsalofttegunda jafn mikið og
yrði hjá PCC á Bakka. Auður sagði
að fleiri leiðir yrðu vissulega skoð-
aðar en dómstólaleiðin væri að öllum
líkindum lokuð Landvernd. Hún
sagði að þau væru að vinna í því, á
grundvelli Árósasamningsins, að
dómstólaleiðin yrði opin umhverfis-
verndarsamtökum.
Ferill málsins er rakinn í úrskurði
ÚUA. Frummatsskýrsla um kísil-
málmverksmiðju PCC á Bakka var
send Skipulagsstofnun til athugunar
samkvæmt lögum um mat á um-
hverfisáhrifum í febrúar 2013.
Skipulagsstofnun fékk fimm athuga-
semdir á kynningartímanum. Skipu-
lagsstofnun barst svo matsskýrsla
um verksmiðjuna 7. júní 2013 og var
óskað eftir áliti hennar um mat á um-
hverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
UST barst umsókn um starfsleyfi
verksmiðjunnar í september 2014 og
var starfsleyfistillagan auglýst og
kynnt 2017. Landvernd sendi um-
sögn um tillöguna og bar UST einn
lið athugasemdarinnar undir Skipu-
lagsstofnun. Skipulagsstofnun svar-
aði því til að hún hefði staðið rétt að
málum samkvæmt lögum og taldi
ekki tilefni til sérstakra viðbragða.
UST gaf starfsleyfið út 8. nóvember
2017.
Kæra Landverndar varðaði veit-
ingu starfsleyfis fyrir stórfelldri kís-
ilframleiðslu í nágrenni byggðar á
Húsavík. Samtökin töldu að ákvörð-
un UST og málsmeðferð mats á um-
hverfisáhrifum hefðu verið andstæð-
ar lögum. Bæði hefðu verið form- og
efnisannmarkar á málsmeðferðinni
sem ættu að leiða til ógildingar hinn-
ar kærðu ákvörðunar.
Óskuðu eftir frávísun kæru
UST fór fram á að kæru Land-
verndar yrði vísað frá og að ákvörð-
un stofnunarinnar um veitingu
starfsleyfis stæði. PCC krafðist þess
einnig að kærunni yrði vísað frá úr-
skurðarnefndinni.
ÚUA ákvað að hafna kröfu Land-
verndar um ógildingu hinnar kærðu
ákvörðunar. Úrskurðarnefndi sagði í
niðurstöðu sinni að hvorki hefðu ver-
ið fyrir hendi „ágallar á áliti Skipu-
lagsstofnunar á mati á umhverfis-
áhrifum hinnar umdeildu
framkvæmdar né varðandi form eða
efni hinnar kærðu leyfisveitingar
Umhverfisstofnunar“. Nefndin tók
það fram að uppkvaðning úrskurð-
arins hefði dregist sökum mikils
fjölda og umfangs mála sem skotið
hefði verið til úrskurðarnefndarinn-
ar.
Ljósmynd/PCC BakkiSilicon
Kísilverið Landvernd taldi að form- og efnisannmarkar hefðu verið á máls-
meðferðinni vegna útgáfu starfsleyfis PCC á Bakka. Því var hafnað.
Hafnaði kröfu
Landverndar
Krafðist ógildingar á starfsleyfi PCC
Auður Önnu
Magnúsdóttir
Umferðin á síðasta ári, 2018, jókst
um 4,6% yfir 16 lykilteljara á
hringveginum miðað við árið 2017.
Þó að heildaraukning yfir árið
sé talsverð þarf að fara aftur til
ársins 2013 til að finna minni
aukningu á milli ára, segir í frétt á
vef Vegagerðarinnar. Mest var
aukning umferðar árið 2016, eða
14,4%.
Mest jókst umferðin 2018 um
Suðurland eða um 7,4% en minnst
um Norðurland eða um 2,5%. Um-
ferðin jókst alla vikudaga og hlut-
fallslega mest á mánudögum eða
4,8% en minnst jókst umferðin á
sunnudögum eða um 1,5%. Mest
var ekið á föstudögum en minnst á
þriðjudögum.
Umferðin í nýliðnum desem-
bermánuði jókst um 3,4% miðað
við sama mánuð árið 2017. Þá er
ljóst að umferðin jókst í öllum
mánuðum ársins fyrir utan febrúar
en þá varð 2,6% samdráttur. Mest
jókst umferðin í desember um
Vesturland eða um 6,4% en minnst
varð aukningin um Norðurland
eða um 1,3%. Mögulega hefur nið-
urfelling gjaldskyldu í Hvalfjarð-
argöngum orðið til þess að um-
ferðin hafi aukist þetta mikið, á
Vesturlandi, umfram aðra lands-
hluta, segir í fréttinni á vef Vega-
gerðarinnar.
Næstmest jókst umferðin um
Suðurland eða um 5,1%. Vegagerð-
in tók við rekstri Hvalfjarðar-
ganga síðastliðið haust.
Mælakerfi stofnunarinnar telur
þau ökutæki sem aka um göngin.
sisi@mbl.is
Minnsta aukning um-
ferðar síðan árið 2013
Aukning umferðar á hringveginum Heimild: Vegagerðin
15%
12%
9%
6%
3%
0%
2013 2014 2015 2016 2017 2018
Hlutfallsleg aukning
frá árinu á undan
3,4%
5,4%
5,9%
14,3%
10,0%
4,6%