Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Flest virðistlúta lög-málum tísku
eða því sem mest
líkist tísku. Mestur
mannamunur er
gerður meðal
þeirra sem njóta upphefðar fjöl-
miðla. Oft birtast myndir frá Ír-
an þar sem menn á besta aldri
dingla í vír byggingarkrana
borganna. Þessir ólánsömu
menn eru sagðir hafa brotið lög
landsins eða lögmálanna. Hafa
braskað með eiturlyf, verið
staðnir að samkynhneigð eða
hafa storkað helgiritum trúar-
innar, jafnvel gengið af trúnni.
Sjaldnast er reynt að grafast
fyrir um nöfn þeirra eða hvort
þeim hafi gefist færi á að verj-
ast „sakargiftum“. Þeir dingla
bara þarna í alfaraleið öðrum til
viðvörunar. Annars staðar eru
menn höggnir eða fyrir minni
„brot,“ eins og framhjáhald
kvenna, barðir til blóðs undir
fagnaðarhrópum fjöldans.
Í apríl árið 2014 rændu
hryðjuverkamenn Boko Haram
200 ungum skólastúlkum í þorp-
inu Chibok í Nígeríu. Málið
vakti óhug og helstu valdamenn
veraldar birtust í þingsölum og
á skjáum og sögðu að þetta yrði
aldrei liðið. Bandaríska forseta-
frúin skipaði sér fremst í bar-
áttusveitina: Heimurinn allur
gerir nú sameiginlega kröfu:
„Skilið stúlkunum okkar strax
til baka.“
En það gerðist lítið og nötur-
lega hægt. Nú fjórum árum síð-
ar hafa nærri hundrað stúlkur
sloppið úr prísundinni. Fant-
arnir sem rændu þeim og héldu
föngnum eru frægir ribbaldar
fyrir barsmíðar og nauðganir.
Stúlkurnar sem náðu heim á ný
eru nú fullveðja konur og er
reynt að bæta þeirra böl eins og
hægt er. En þeim var ekki að-
eins rænt heldur var farið ráns-
hendi um sakleysi þeirra og
persónu og slík skemmdarverk
verða aldrei bætt.
Og enn, fjórum árum eftir að
helstu valdamenn veraldar,
Cameron, Obama, Merkel og
fleiri tilkynntu sameiginlega
kröfu alheimsins eru nærri 100
stúlkur enn í höndum ræningj-
anna en allmargar eru látnar.
Morðið á Jamal Khashoggi á
sendiskrifstofu Sádi-Arabíu í
Istanbúl var ekki aðeins ósvífið
heldur virðist verknaðurinn
hafa verið viðurstyggilegur.
Khashoggi er oft titlaður blaða-
maður þar sem hann skrifaði
síðustu misseri pistla um
stjórnmálaleg áhugamál sín í
Washington Post. Áður hafði
hann tengsl við fjölmiðla á
heimaslóð. En Khashoggi var
meira en það. Hann var gerandi
í stjórnmálabaráttu og löngum
öflugur stuðningsmaður Músl-
ímska bræðralagsins sem hefur
margt á samviskunni, t.d. morð
á kristnum Egyptum. En at-
hyglin sem hann fær umfram
þúsundir annarra
sem mæta þungum
örlögum ráðast af
því að hann var
mjög vel tengdur
og þá ekki síst inn í
konungsfjölskyld-
una í Riyadh. Afi hans, Muham-
mad Khashoggi, var líflæknir Al
Saud konungs, stofnanda Sádi-
Arabíu. Adnan Khashoggi, sem
var mjög í fréttum áratugum
saman, var náfrændi hans, um-
svifamikill vopnasali og einn
allra ríkasti maður heims. Ann-
ar náfrændi hins myrta var
Dodi Fayed, ástmaður Díönu
prinsessu og lést með henni í
bílslysi í París. Þá var Khas-
hoggi lengi í nánum tengslum
við Osama bin Laden og hitti
hann oft í Tora Bora hellakeðj-
unni í Afganistan þar sem bin
Laden leyndist. Vafalaust er
talið að þá hafi Khashoggi geng-
ið erinda leyniþjónustu Sáda.
Hann dró ekki úr vinskap við
bin Laden fyrr en eftir árás-
irnar á tvíburaturnana.
Áhugi og hróp heimsleiðtoga
vegna Boko Haram sem ekkert
kom út úr og yfirspenntur áhugi
á „blaðamanninum“ Khashoggi
stingur mjög í stúf við ofbeldið
sem ESB-ríkið Spánn fær að
komast upp með gagnvart þeim
sem studdu sjónarmið um að
Katalónía yrði sjálfstæð. Um
helgina birti Fréttablaðið viðtal
Þórgnýs E. Albertssonar við
Jordi Cuixart sem er einn af 9
sem fangelsaðir voru að boði
Hæstaréttar Spánar (!) sem
fyrsta dómstigs og hafa verið
geymdir í fangelsi síðan án þess
að réttað hafi verið í máli
þeirra.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki
sýnt neina merkjanlega andúð á
þessum ósvífnu brotum á mann-
réttindum. Í viðtalinu er þetta
haft eftir Jordi Cuixart um
ásakanir saksóknara: „Við erum
að tala um grundvallarréttindi í
lýðræðisríki. Tjáningarfrelsið,
frelsið til að mótmæla, til að
greiða atkvæði. Þannig að sak-
sóknarinn sakar mig fyrst um
uppreisn og fer fram á sautján
ára fangelsisdóm. Hin raun-
verulega ástæða þess að ég er í
fangelsi er sú að ég er forseti
Omnium Cultural, samtaka sem
telja rúmlega 130.000 meðlimi
og einbeita sér að því að verja
katalónska tungu, menningu og
samheldni. Þau hafa verið virk í
þessari hreyfingu sem snýst um
sjálfsákvörðunarrétt Kata-
lóna,“ og og hann bætir við: „Ég
er pólitískur fangi á Spáni á 21.
öldinni. Það er hneyksli fyrir
Evrópu.“
Í Bretlandi kröfðust Skotar
þess að fá að stofna sjálfstætt
ríki. Leiðtogum þeirra var boðið
að halda þjóðaratkvæði og yrði
þar meirihluti fyrir kröfunni
gengi hún eftir. Það er skiljan-
legt að Bretar vilji fara úr ESB
og jafnóskiljanlegt að nokkur
vilji selja sig þangað inn.
Sláandi dæmi um
hversu misjafnlega
er við órétti brugð-
ist}
Ólík viðbrögð
H
inn 16. október 2018 var umræða
á Alþingi um forvarnir sem und-
irritaður stóð fyrir. Sú ágæta
umræða þann dag og undirbún-
ingur hennar sannfærði mig
enn frekar um hversu mikilvægt það er að for-
varnir eins víðfeðmt og orðið gefur til kynna
eru ekki átaksverkefni heldur leiðarstef mann-
eskjunnar frá vöggu til grafar. Það hefur átt
sér stað vitundarvakning í samfélaginu undan-
farin ár um bætta lýðheilsu og þá ábyrgð hjá
hverjum og einum að huga að eigin heilsu og
bera ábyrgð á henni.
Sú ábyrgðartilfinning bætir hag allra. Sá
lærir sem lifir og það samfélag sem við lifum í
dag er annað en í gær. Heilbrigðiskerfið og
ábyrgð þess hefur þanist út meðal annars
vegna þeirra tækniframfara sem orðið hafa á
hinum margvíslegu þáttum heilbrigðissviðsins.
Við alþingismenn, kjörnir fulltrúar þjóðarinnar meðal
annars til þess að stýra þeim fjármunum sem hið opinbera
hefur úr að moða, berum mikla ábyrgð; að gera það eins
skynsamlega og kostur er. Í dag er það lýðum ljóst að
bætt lýðheilsa með heilbrigðu líferni sparar pening fyrir
alla aðila málsins. Ef við verðleggjum heilsufar sparar það
peninga að setja peninga í forvarnir. Stytting biðlista á
hinar ýmsu stofnanir heilbrigðiskerfisins hefur forvarnar-
gildi sem í flestum tilfellum má kalla annars stigs forvörn.
Að veikir einstaklingar þurfi að bíða svo vikum eða mán-
uðum skiptir, jafnvel lengur, á biðlista er óboðlegt.
Unga fólkið okkar er mun kvíðafyllra í dag
en fyrir einhverjum árum og að sjálfsögðu er
ekki ein skýring á því, þó er aukin neysla lyfja
og fíkniefna stór þáttur með fylgikvillum eins
og geðhvarfasýki og öðrum geðröskunum.
Lyfjaávísanir vegna hinna ýmsu greininga
hafa aukist og flest lyf hafa einhverjar auka-
verkanir. Ef maður spyr unga fólkið hvað geti
valdið auknum kvíða er svarið oftar en ekki:
Samfélagsmiðlarnir! Þær ótrúlegu tækni-
framfarir sem átt hafa sér stað og gert okkur
kleift að fást við vandamál sem áður voru örð-
ug en eru í dag leysanleg með tilkomu tækn-
innar. Um leið er sú hætta á ferðum að við
gleymum því hver við erum og hvaðan við er-
um. Við erum jú manneskjur af holdi og blóði
með sál og líkama. Trú von og kærleikur hefur
forvarnargildi í mínum huga og bænin til æðri
máttar hjálpar þeim sem trúa á bænina. Þeir sem segjast
vera trúlausir trúa því engu að síður.
Í allri þessari umræðu og talandi um forvarnir er þáttur
skólanna stór. Þann tíma frá því ég kom í stjórnmál verð
ég enn sannfærðari um að við sem þjóðfélag verðum að
hlúa betur að kennarastéttinni. Öll sú sérkennsla sem hef-
ur aukist í skólum vegna aukinnar þekkingar og úrræða er
ánægjuefni en henni hefur ekki fylgt nægt fjármagn. Þau
lönd sem við berum okkur saman við hafa náð góðum ár-
angri í þessum efnum. sigurdurpall@althingi.is
Sigurður Páll
Jónsson
Pistill
Forvarnir
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Árið 2018 höfðu mislinga-tilfelli ekki verið fleiri íEvrópu í 20 ár. Sam-kvæmt frétt á vefsíðu Gu-
ardian frá 21. desember sem byggist
á skýrslu Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, WHO, er reiknað
með að mislingasmit hafi verið rúm
60.000 árið 2018 en það er meira en
tvöfalt fleiri til-
felli en greindust
árið 2017. Dauðs-
föll af völdum
mislinga 2018
voru helmingi
fleiri en 2017 eða
72. Þórólfur
Guðnason sótt-
varnarlæknir
segir að í kjölfar
stríðsátakanna í
Úkraínu hafi
þátttaka í bólsetningum þar í landi
dottið niður og mislingar blossað
upp. Dánartala vegna mislinga sé
svipuð og verið hefur, einn af hverj-
um 1.000 sem sýkist. Þórólfur segir
að Landlæknisembættið birti reglu-
lega fréttir af útbreiðslu mislinga.
„Við erum enn sem komið er í
góðum málum og höfum ekki orðið
vör við mislinga hér á landi nema í
einu og einu tilfelli sem upp koma
vegna tengsla við útlönd. Við erum
með ýmsar aðgerðir í gangi til þess
að auka hlutfall bólusetninga, m.a.
með meiri skilvirkni, bættri skrán-
ingu, betra innköllunarkerfi og svo
höfum við leitað nýrra leiða í fræðslu
um nauðsyn bólusetninga. Árangur
úr þessum aðgerðum liggur vonandi
fyrir fljótlega,“ segir Þórólfur og
bendir á að þátttaka í bólusetningum
gegn mislingum á Íslandi sé undir
væntingum heilbrigðisyfirvalda sem
gjarnan hefðu viljað sjá hærri bólu-
setningatölur sérstaklega í kringum
18 mánaða aldurinn.
Áróður gegn bólusetningum
Þórólfur segir að í Rúmeníu,
Ítalíu og Grikklandi hafi hópar fólks
ekki viljað láta bólusetja börn sín.
Hann segir rannsóknir staðfesta að
þegar hlutfall bólusettra minnki þá
gjósi upp mislingafaraldrar.
„Það sést um leið þegar bólu-
setningum fækkar enda koma 90%
mislingatilfella upp í óbólusettum
einstaklingum. Það er ekki spurning
um að bólsetningin verndar í lang-
flestum tilfellum,“ segir Þórólfur.
Í grein Guardian kemur fram
að í Bandaríkjunum, Póllandi,
Frakklandi og Ítalíu hafi áróður
gegn bólusetningum barna aukist og
í kjölfarið hafi mislingatilfellum
fjölgað. Vegna færri bólusetninga í
Frakklandi 2010 hafi mislingar auk-
ist þar jafnt og þétt. Eftir fækkun
bólusetninga á Ítalíu 2014 hafi misl-
ingatilfellum fjölgað úr nokkrum á
mánuði í hundrað. Í Rúmeníu fækk-
aði bólusetningum um 90% árið 2014
og 2017 fóru mislingatilfelli yfir
1.000 á mánuði í stað eins til tveggja.
Flest smit á Ítalíu í október
Í samantekt Evrópsku sótt-
varnarmiðstöðvarinnar ECDC kem-
ur fram að af 29 löndum sem sendu
inn upplýsingar um mislingasmit í
október hafi 279 smit verið tilkynnt í
15 löndum. Ítalía, Frakkland og
Rúmenía voru með flest smitin.
Ítalía með 75 Frakkland með 68 og
Rúmenía 54. Mesta fækkun misl-
ingasmita milli mánaða var í Slóvak-
íu, í október var tilkynnt um 16 til-
felli á móti 87 í ágúst og í Þýskalandi
var tilkynnt um 13 smit í stað 29 frá
því í ágúst.
Pólland, Slóvakía og Bretland
tilkynntu um 16 smit í október.
Frá nóvember 2017 til október
2018 var tilkynnt um eitt mislinga-
smit á Íslandi sem er það lægsta í
Evrópu og tvö í Litháen.
Síðasta smitið á Íslandi var til-
kynnt í nóvember 2017.
Mislingatilfelli tvöfalt
fleiri í Evrópu 2018
Fjöldi mislingatilfella í Evrópu 1999-2018
Þúsundir tilkynntra tilfella
H
ei
m
ild
: W
H
O
60
50
40
30
20
10
0
’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
Árið 2018 var metár
í fjölda tilfella á
þessari öld í Evrópu
Þórólfur
Guðnason
Mislingar eru
mjög smitandi
veirusjúkdómur
sem getur verið
hættulegur og
jafnvel valdið
dauða. Misl-
ingar einkenn-
ast af háum
hita og út-
brotum um all-
an líkamann.
Þetta kemur fram á heimasíðu,
Embættis landlæknis. Þar kem-
ur einnig fram að mislingar hafi
verið algengur sjúkdómur á
meðal barna á árum áður en
dregið hefur úr algengi hans í
vestrænum löndum eftir að far-
ið var að bólusetja gegn misl-
ingum.
10% þeirra sem sýkjast af
mislingum fá alvarlega fylgi-
kvilla eins og heilahimnubólgu
eða lungnabólgu en að öllu
jöfnu fer sjúkdómurinn mildi-
lega með hin 90%.
Mislingaveiran berst með úða
frá öndunarfærum milli manna.
Veiran getur smitað í allt að
tvær klst. eftir að hún berst út í
andrúmsloftið.
90% fá væg
einkenni
HVAÐ ERU MISLINGAR?
Ekki eru allir á
eitt sáttir um
bólusetningar.