Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras ym maxipodium 500 b Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Framkvæmdastjóri Nýs landspítala ohf. (NLSH), Gunnar Svavarsson, segist vona að hægt verði að afhenda heilbrigðisráðuneytinu nýtt sjúkra- hótel nú í janúar, en félagið tók við verkinu ókláruðu 30. nóvember af verktakanum Munck Íslandi ehf. vegna ágreinings. Fór NLSH fram á tafarlausa afhendingu þrátt fyrir að verkið stæði óklárað. Spurður hver staða verksins sé nú svarar Gunnar að staðan sé nokkuð góð og að vikuna eftir að NLSH tók við húsinu var rýnt í stöðumat húss- ins og kortlagt hvað væri eftir að framkvæma og í kjölfarið var samið við undirverktaka um að klára verk- ið. Hann telur ekki langt í að húsið verði fullklárað. „Búnaðurinn er eig- inlega allur kominn inn og það eru stillingar á hússtjórnunarkerfinu í gangi og vantar líka smáatriði varð- andi svalirnar,“ segir framkvæmda- stjórinn og bætir við að „allt sem var eftir í samningnum er á lokastigi í þessari viku“. Næstu skref Enn er mikið eftir af fram- kvæmdum við byggingu nýja spítal- ans, en næst tekur við gatnagerð og jarðvinna fyrir meðferðarkjarnann sem er þriggja milljarða króna fram- kvæmd. Þá verður næsta stóra út- boð uppsteypan á meðferðarkjarn- anum, en ekki er ljóst hvort það verður boðið út í heilu lagi eða með fleiri útboðum. „Við erum búin að fá byggingar- nefndarteikningar fyrir það hús og erum búin að fá fjárheimildir í fjár- lögum til að fara í útboð. Þá er stefnt að því að fara í útboð í byrjun sum- ars og er unnið að hönnun á með- ferðarkjarnanum ásamt hönnun á rannsóknarhúsinu,“ segir Gunnar. Deilan ekki leyst NLSH og Munck Íslandi ehf. gerðu milli sín gerðardómssamning og gerir hann ráð fyrir að gerðar- dómur fjalli um ágreiningsatriðin með bindandi hætti. Aðilar að deil- unni hafa sagt að þeir muni ekki tjá sig um kröfur sínar fyrr en kostn- aðaruppgjör framkvæmdarinnar liggur fyrir að lokinni niðurstöðu gerðardóms. Gunnar segist enn ekki geta tjáð sig um málið vegna trúnaðar, en staðfestir að deilan sé óleyst. Samkvæmt lögum um hlutafélög ber opinberum hlutafélögum að birta meðal annars samþykktir fé- lagsins ásamt ársreikningum á vef sínum. Fyrsta desember barst skrif- legt svar frá Gunnari vegna fyrir- spurnar Morgunblaðsins um hvers vegna þessar upplýsingar væru ekki aðgengilegar á vef félagsins. Tölvuþrjótar Í svarinu sagði að ráðist hefði ver- ið á heimasíðuna og póstþjóninn síð- astliðið sumar og fór hvort tveggja á hliðina þrátt fyrir öryggisvarnir. Ákveðið var að setja upp lágmarks- síðu en fá hugbúnaðarhús til að setja saman nýja síðu en sú fyrri var kom- in til ára sinna. Vonað var að síðan yrði klár um áramótin, að því er fram kom í svarinu. Upplýsingarnar sem um ræðir liggja þó enn ekki fyrir á vef félags- ins og segir Gunnar nýjan vef félags- ins fara í loftið á næstunni. „Það er á lokastigum og átti að detta inn um áramótin, en við fréttum fyrir ára- mótin að það yrði ekki alveg klárt. Ég á von á því að þetta verði klárt þá og þegar.“ Hann bætir við að fyrri síða hafi byggst á eldra vefmóti og að hin nýja muni einfalda framsetningu og birtingu þeirra upplýsinga sem lög kveða á um að félaginu beri að birta. Sjúkrahótel afhent á næstu vikum  Leystu til sín óklárað sjúkrahótel vegna ágreinings  Framkvæmdastjórinn segir stöðuna góða  Deilan enn óleyst  Upplýsingar um samþykktir og ársreikninga ekki birtar í samræmi við lög Morgunblaðið/Eggert Tafir Upphaflega stóð til að sjúkrahótelið yrði afhent vorið 2017. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég tel afskaplega mikilvægt að vest- ræn ríki sýni samstöðu og vinni sam- an á sem flestum sviðum. Þar er stærsta og öflugasta ríkið lykilatriði,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra í gærkvöldi eftir fund með Michael Pompeo, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í Washington. „Við fórum yfir málin almennt en einnig samskipti Íslands og Banda- ríkjanna sem byggjast á gömlum grunni og ganga mjög vel. Bandarík- in eru okkar helsta viðskiptaland, þaðan koma flestir ferðamennirnir sem sækja Ísland heim, við erum með tvíhliða varnarsamning og erum sam- starfsaðilar í Atlantshafsbandalaginu og Norðurskautsráðinu. Við ræddum þau mál sérstaklega,“ sagði Guðlaug- ur Þór. Fundurinn í Washington er fyrsti tvíhliða fundur utanríkisráðherranna frá því Pompeo tók við embætti í fyrrasumar. Guðlaugur kvaðst ánægður með fundinn. Sagði að Pom- peo þekkti vel til Íslands og hefði áhuga á landi og þjóð. „Það er mik- ilvægt að vera í beinum samskiptum við utanríkisráðherra helstu sam- starfsríkja og Bandaríkin eru sann- arlega í þeim hópi,“ sagði utanríkis- ráðherra. Aukið samstarf í varnarmálum Í lok fundar samþykktu ráðherr- arnir sameiginlega yfirlýsingu sem tekur til aukins samstarfs á sviði ör- yggis- og varnarmála, sérstaklega í ljósi breyttra aðstæðna á Norður- Atlantshafi og á norðurslóðum, að því er fram kemur á vef utanríkis- ráðuneytisins. Þá er undirstrikað í yf- irlýsingunni að ríkin ætli að kanna leiðir til að bæta aðstæður fyrir við- skipti og fjárfestingar sem og sam- vinnu á vettvangi Norðurskautsráðs- ins. Guðlaugur sagði, spurður um þetta, að mikilvægi Norðuratlants- hafsins hefði verið að aukast. Vegna breyttra aðstæðna hefðu Bandaríkja- menn og aðrar bandalagsþjóðir aukið viðveru flugsveita hér á landi auk þess sem Bandaríkjamenn hefðu ver- ið að endurnýja aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. Samvinna í Norðurskautsráði Íslendingar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu í maí. Guðlaug- ur Þór sagði að Bandaríkjamenn þekktu vel áherslur Íslands. „Öllum er ljóst mikilvægi þessa vettvangs. Við leggjum mikla áherslu á að eiga góða samvinnu við þá, eins og önnur lönd í Norðurskautsráðinu, og sá áhugi er gagnkvæmur. Þetta er það svæði sem ríki heimsins líta sífellt meira til,“ sagði hann. Skjáskot/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Utanríkisráðherrar Guðlaugur Þór Þórðarson og Michael Pompeo stilltu sér upp fyrir myndatöku í ráðuneytinu. Mikilvægt að vestræn ríki sýni samstöðu  Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna funduðu „Dagur B. Eggertsson las rang- lega í stöðuna þegar hann hélt að braggamálið gleymdist þegar því var vísað til innri endurskoðunar,“ skrifaði Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi eftir að Dagur lýsti því yfir í sam- tali við Ríkisútvarpið að hann myndi ekki verða við kröfu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, um að víkja úr starfshópi sem falið er það hlut- verk að rýna skýrslu innri endur- skoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið. Hildur sagði í kjölfarið að hún myndi standa við fyrri yfirlýsingar og segja sig úr hópnum vegna þess að forsendur fyrir trúverðugri vinnu hans væru brostnar. Eyþór segir að Degi hafi þótt tilvalið að fela sjálfum sér að fara yfir niðurstöður skýrslunnar þar sem hann sé talinn hafa brugðist skyldum sínum. Langflestir hafi litið málið öðrum augum. „Þegar ljóst var að vinnuhópur með Degi nyti ekki trausts með hann innan- borðs hefði verið eðlilegast fyrir Dag að víkja sæti. Ekki bara vegna þess að hann væri þá að bregðast við áfellisdómi yfir sjálf- um sér, líkt og brotamaður gerðist dómari í eigin sök. Heldur líka vegna þess að hann er algerlega vanhæfur. Ráðherrar víkja iðulega sæti vegna vanhæfis þó þeir séu ekki sjálfir beinlínis til rannsókn- ar, eins og borgarstjóri,“ skrifar Eyþór. Prófmál á samstarfsflokka Hann segir að braggamálið sé prófmál; það sé prófmál á stjórn- sýsluna og prófmál á það hvort þverbrjóta megi lög og reglur átölulaust. Þá sé það prófmál sem sýni hvar samstarfsflokkarnir standi og spyr hvort Viðreisn ætli að sætta sig við þetta og hvort Pí- ratar styðji vinnubrögðin. Eyþór segir bragga- málið vera prófmál  Dagur víkur ekki úr starfshópnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.