Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐUR VEISLUBÚNAÐUR FYRIR ÞORRABLÓTIN HNÍFAR & BRETTI LEIRTAU & GLÖS GASTROBAKKAR FATNAÐUR HITAKASSAR OG TRILLUR HITAPOTTAR, LAMPAR, HITABORÐ O.FL. Enn eru Bretar með stöðu grun-aðra í augum margra fyrst þeir hafa verið staðnir að því að sjá eftir fullveldisafsali sínu.    Fyrir lönguer sú full- yrðing orðin hlægileg að Evr- ópusambandið hafi tryggt frið í Evrópu sem hefði logað í styrjöldum án þess.    Önnur fræg bábilja er að haldiðer fram að ávinningur ríkja af aðgangi að innri markaði ESB ráði úrslitum um það hvort þjóðum vegni vel eða illa í tilverunni.    Þá trúarjátningu nota sanntrúað-ir til að sannfæra sjálfa sig og gera svo atlögu að öðrum um að Bretland verði allt upp á fjölskyldu- hjálpina komið yfirgefi Bretar himnaríkisparadísarsælu ESB.    En á síðu Gunnars Rögnvalds-sonar eru þessar athyglis- verðu staðreyndir sem má glöggva sig á í þessu sambandi.    1) 99,8% af öllum fyrirtækjum íESB eru lítil, minni og milli- stór fyrirtæki (SME).    2) Þau standa fyrir 81,6% af allriatvinnusköpun í ESB.    3) Aðeins 8% af þessum fyrir-tækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB.    4)Aðeins 12% af aðföngumþeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa við- skiptasambönd í öðru ESB-landi. Bábiljur endast illa STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýr gervihnattaflugleiðsögubúnað- ur í TF-LIF þyrlu Landhelgis- gæslunnar færir gæsluna inn í nú- tímann, segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri Landhelgis- gæslunnar í samtali við mbl.is. Gamli leiðsögubúnaðurinn var orð- inn úreltur. Gæslan hefur á snærum sínum þrjár þyrlur. TF-LIF er í eigu henn- ar og tvær þeirra eru í leigu. Tími var kominn til að skipta um leiðsögu- búnað í LIF en sá gamli var bundinn við jarðstöðvar, tækni sem þykir ekki eins góð og sú er byggist á sam- bandi við gervihnetti. Sökum þessa úrelta búnaðar þurfti þyrlan stund- um að leggja á sig lykkjur sem ann- ars hefði ekki þurft, til dæmis í myrkri. Ný tækni mun gera vinnuna umtalsvert auðveldari, að sögn Sig- urðar. „Við höfum allir fundið fyrir því að verkefnum hefur fjölgað og það vissulega breytir hlutfallinu í notk- uninni á flugtímanum: þetta hefur gengið á æfingartímann okkar,“ seg- ir Sigurður. Hann segir að enn gangi allt vel þó að vissulega sé gæslan undirmönnuð. snorrim@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís TF-LIF Eina þyrlan sem er í eigu Gæslunnar og nú hefur nýr búnaður verið settur þar upp. Hún þarf þá ekki lengur að taka á sig lykkjur í myrkri. Gæslan í nútímann  Ný tækni gerir vinnuna auðveldari „Það eru víðast lokaðar dyr varðandi það að koma sorpi í urðun. Þetta er því besti kosturinn sem stendur,“ segir Jón G. Valgeirsson, formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Ákveðið hefur verið að sveitarfélög á Suðurlandi muni senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópsk- um sorpbrennslustöðvum frá og með miðju ári. Sorpa ákvað að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi og auglýsing eftir nýjum urðunarstað á Suðurlandi bar engan árangur. „Það loguðu engar línur,“ sagði Jón um auglýsinguna. Að sögn Jóns hafa Sunnlendingar þegar ráðist í ýmsar úrbætur í flokk- un úrgangs og ætlunin er að ganga enn lengra í þeim efnum. Markmiðið er að hámarka nýtingu auðlinda í úr- ganginum og lágmarka óflokkaðan úrgang sem sendur verður úr landi til brennslu. Að sögn Jóns hefur sérsöfnun líf- ræns úrgangs þegar verið tekin upp í meirihluta sveitarfélaga á svæðinu og verður tekin upp innan hálfs árs í þeim sveitarfélögum sem eftir standa. Jafnframt verður gert átak í sérsöfnun annars endurvinnsluefnis, einkum pappa og plastumbúða. Þessar aðgerðir munu taka til heim- ila, stofnana, fyrirtækja, frístunda- byggða, ferðamanna og annarra sem málið snertir. Jón segir aðspurður að ekkert hafi verið ákveðið um auknar álögur á íbúa, fyrirtæki og fasteignaeig- endur á svæðinu vegna aukins kostnaðar sem sorpútflutningur kann að hafa í för með sér. Sorpstöð Suðurlands mun óska eftir tímabundinni þjónustu frá Sorpu og fleiri sorpeyðingar- stöðvum. Ef það fæst ekki er mögu- legt að sorpi verði safnað upp. Stefnt er að því að útflutningur hefjist ekki síðar en 1. júlí. hdm@mbl.is Sunnlenskt sorp sent utan til brennslu  Auglýsing eftir nýjum urðunarstað bar ekki árangur  Lokað hjá Sorpu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.