Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 11

Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Málflutningur fór fram í Landsrétti í gær í máli Khaleds Cairo sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykja- víkur í 16 ára fangelsi í apríl á síð- asta ári fyrir að hafa myrt Sanitu Brauna í íbúð við Hagamel í Reykja- vík í september 2017, en Cairo áfrýj- aði málinu til Landsréttar. Fram kom í dómi héraðsdóms að hafið væri yfir allan vafa að Cairo hefði veist að Sanitu Brauna með því að slá hana ítrekað í höfuðið með bæði flösku og slökkvitæki. Frammi á gangi íbúðarinnar hefði Cairo síð- an þrengt kröftuglega að hálsi Sa- nitu þar sem hún lá á gólfinu og að lokum slegið hana ítrekað með slökkvitæki í höfuðið aftanvert. Cairo hefur hafnað því að hafa valdið dauða Sanitu þó að hann hafi gengist við því að hafa beitt hana of- beldi. Man hann aðeins eftir því að hafa lamið hana einu sinni í höfuðið með flösku. Ofbeldið hófst í kjölfar þess að Cairo áttaði sig á því eftir að hafa komið í íbúð Sanitu kvöldið af- drifaríka að hún væri að hitta fleiri karlmenn en hann. Fram kom fyrir Landsrétti að Cairo hefði talið sig vera í ástarsam- bandi við Sanitu en ákæruvaldið lýsti efasemdum um það hvort sú upplifun hefði verið gagnkvæm. Ekkert benti til þess að Sanita hefði litið á málið með sama hætti en þau hefðu ekki þekkst lengi. Cairo sagð- ist hafa misst stjórn á sér þegar svartur karlmaður, sem Sanita hefði átt von á, hefði komið í íbúðina. Telur annað skýra andlátið Cairo sagði fyrir Landsrétti að hugsanlega hefði svarti maðurinn gert eitthvað við Sanitu sem valdið hefði dauða hennar og spurði hvar sá væri niðurkominn og hver hann væri. Sá maður væri horfinn. Velti hann því einnig upp að Sanita hefði látist vegna mistaka heilbrigðis- starfsmanna eða að piparúði, sem lögreglumenn beittu á hann þegar hann neitaði að verða við fyrirmæl- um hefði hugsanlega farið á Sanitu og átt þátt í dauða hennar. Cairo sagði að tilfinningar eins og ást, afbrýðisemi, reiði og hungur hefðu farið af stað þegar hann hefði séð svarta karlmanninn hjá Sanitu. Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari sagði fyrir Lands- rétti í dag að ljóst væri að Cairo hefði af ásetningi orðið Sanitu að bana. Þótt hann hefði aðeins slegið hana einu sinni með flösku, sem er það sem Cairo segist muna eftir, væri það nóg til þess að sýna fram á skýran ásetning hans. Helgi benti á að fyrir lægi mat sérfræðinga um að ekkert benti til þess að Cairo væri ekki sakhæfur eða að hann væri haldinn geðrofi. Þá ætti hann enga sögu geðsjúkdóma að baki. Um hefði verið að ræða „kvalafullt ofbeldi í margar mínút- ur“. Verjandi Cairos, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hafnaði því að um ásetning hefði verið að ræða af hálfu umbjóðanda síns. Cairo hefði ekki farið að heimili Sanitu til þess að vinna henni mein. Hann hefði einfaldlega tryllst og verið alls ófær um að stjórna gerð- um sínum. Fór Vilhjálmur fram á sýknun en til vara að vægustu mögulegu refsingu yrði beitt. hjortur@mbl.is Morgunblaðið/Hari Morð Khaled Cairo í Héraðsdómi Reykjavíkur í fylgd lögreglumanna þegar málið gegn honum þar var þingfest. „Kvalafullt ofbeldi í margar mínútur“  Tekist var á um 16 ára fangelsisdóm í Landsrétti í gær Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is GLUGGATJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Útsala Fjaðrárgljúfri lokað Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka Fjaðrárgljúfri. Lokunin tekur gildi í dag, 9. janúar en mun sæta endurskoðun innan tveggja vikna. Veðurfar hefur leitt til þess að svæðið liggur undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Ákvörðunin er tekin samkvæmt lögum um náttúruvernd. Allt um sjávarútveg Hulda er Guðnadóttir Í viðtali við listakonuna Huldu Rós Guðnadóttur í Morgunblaðinu á mánudag var nafn hennar misritað og hún kölluð Gunnarsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Alls bárust 34 umsóknir um nýja stöðu skrifstofustjóra jafnréttis- mála en þau heyra nú í fyrsta sinn undir forsætisráðuneytið með breytingum sem tóku gildi 1. jan- úar. 5 starfsmenn velferðarráðu- neytisins í jafnréttismálum, þar af 3 í tímabundnum stöðum, fluttust á nýja skrifstofu jafnréttismála í for- sætisráðuneytinu við breytinguna, að því er segir í tilkynningu. Fram kemur að til að styrkja betur stefnumótun í jafnréttismálum hef- ur Halla Gunnarsdóttir verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og ráðgjafi í jafnréttismálum. 34 sóttu um stöðu skrifstofustjóra Viðburðir ÁRÉTTING Afturvirkni Vegna fréttar um stöðu kjara- viðræðna á blaðsíðu 4 í Morgun- blaðinu í gær vill Björn Snæbjörns- son, formaður SGS, koma því á framfæri að ekki sé rétt að hann hafi ekki fallist á kröfu um að samningar verði afturvirkir til 1. janúar, enda sé hana að finna í kröfugerð sam- bandsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.