Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Sjálfsafgreiðslukassar eru orðnir algeng sjón í verslunum landsins og sífellt fleiri kjósa að skanna inn vörur sínar sjálfir. Af 23 verslunum Krónunnar eru sjö þeirra búnar sjálfsafgreiðslukössum en stefnt er að því að slíkir kassar verði í öllum Krónuverslunum á næstu 18 mán- uðum. Af 33 verslunum Bónuss eru fimm með slíka kassa og hyggst fyrirtækið tvöfalda þann fjölda á þessu ári. Allir þessir sjálfsaf- greiðslukassar voru settir upp á nýliðnu ári en það var IKEA sem reið á vaðið árið 2010. „Þetta er rétt að byrja“ Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir allt að 45% viðskiptavina velja sjálfs- afgreiðslu fram yfir þá hefðbundnu en hún sé fyrst og fremst hugsuð fyrir verslunarkörfur. „Þetta hefur farið yfir 45%. En þetta fer líka eft- ir búðunum. Sumar þeirra eru með fleiri kúnna en minni körfu. Þetta er vinsælla þar. Þetta er hugsað fyrst og fremst sem afgreiðsla fyrir fáa hluti,“ segir Guðmundur í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta er rétt að byrja. Við stefnum á að tvö- falda fjöldann í ár.“ Í minni verslunum Krónunnar kýs meira en helmingur fólks sjálfsafgreiðslu fram yfir hefð- bundna afgreiðslu með starfs- manni. Fyrsti sjálfsafgreiðslukass- inn kom í verslun Krónunnar í mars á síðasta ári og hafa viðtök- urnar verið afar góðar að sögn Grétu Maríu Grétarsdóttur, fram- kvæmdastjóra Krónunnar. Að- spurð hvort þau sjái einhverja breytingu hvað viðkemur stuldi úr versluninni segir Gréta María ekki komna nægilega reynslu á kassana. „Við segjum alltaf að þeir sem ætla að stela stela. En við erum með vigt á kassanum þannig að þegar þú skannar hlut þarftu að leggja hann niður á vigtina sem þekkir þyngdina. Ef eitthvað óeðlilegt á sér stað þarf starfsmaður að koma,“ segir Gréta María. Munu meira og minna hverfa IKEA er með átta sjálfs- afgreiðslukassa í boði og segir Þór- arinn Ævarsson framkvæmdastjóri að hlutfall þeirra sem nota þá fari allt úr 70% þegar minna er að gera í búðinni og fólk er með færri vörur niður í 20% á háannatíma og í stór- innkaupum. Reynsla IKEA af sjálfsafgreiðslukössum er töluverð og segir Þórarinn rannsókn hafa sýnt að kassastarfsmaður í IKEA sé ekki ólíklegri til að gera mistök við afgreiðslu á vörum en við- skiptavinur í sjálfsafgreiðslu og að rýrnun hafi ekki aukist. Að sögn Þórarins er sjálfsafgreiðsla fram- tíðin en í IKEA og öðrum versl- unum hafa verið gerðar tilraunir með rafaldskenni í vörum sem lesin eru sjálfvirkt þegar gengið er í gegnum svæði og ekkert nema greiðslan eftir. „Á næstu 10 árum munu hefðbundnir afgreiðslukass- ar meira og minna hverfa. Sem er ekki slæmt því þetta er ekki starf sem þú vilt vinna við lengi. Það er ekki verið að taka atvinnu af fólki heldur er verið að gera það sjálf- virkt sem á að vera sjálfvirkt,“ seg- ir Þórarinn. Hefðbundnir afgreiðslu- kassar hverfa á næstu árum Morgunblaðið/Eggert Sjálfsafgreiðsla Meira en helmingur viðskiptavina í smærri verslunum Krónunnar kýs sjálfsafgreiðslu fram yfir hefðbundna afgreiðslu.  Sjálfsafgreiðslukassar í allar Krónuverslanir borgarinnar á næstu 18 mánuðum Sjálfsafgreiðsla » Sjálfsafgreiðslukassar voru teknir í notkun í sjö verslunum Krónunnar á síðasta ári. » Sjálfsafgreiðslukassar voru teknir í notkun í fimm versl- unum Bónuss, sem hyggst tvö- falda þann fjölda á árinu. » IKEA reið á vaðið á Íslandi árið 2010 og er með átta sjálfsafgreiðslukassa. Fram- kvæmdastjóri segir sjálfs- afgreiðslu vera framtíðina. unum á Norður- löndunum. „Það eru gríð- arleg tækifæri fyrir Advania í Finnlandi. Við höfum verið að breikka þjón- ustuframboð okkar undan- farið á þeim mörkuðum þar sem það hefur verið mjög sérhæft. Sem dæmi gerðum við það í Noregi á síðasta ári þegar við keyptum félag sem er allt öðru- vísi en Advania í Noregi var. Þetta gengur mjög vel,“ segir Ægir Már. Hann segir að Advania eigi nú þegar finnska viðskiptavini sem eigi viðskipti við Advania í Svíþjóð. „Svo er einn af stjórnarmönnum okkar finnskur og við erum með mjög góðar tengingar inn í landið. Við lítum finnska markaðinn mjög björtum augum og það er margt að gerast þar.“ Tuttugu starfa hjá Vintor og stefnan er að sögn Ægis að vaxa töluvert en á skynsamlegum hraða. Ægir segir að Vintor sérhæfi sig í lausnum fyrir stærri fyrirtæki sem reka stór og mikil þjónustuver. „Þau hafa þörf fyrir að fanga sam- skipti úr öllum áttum á einn stað, úr Facebook, Twitter, SMS og símtöl- um, til dæmis.“ Að sögn Ægis var árið 2018 besta rekstrarár Advania-samstæðunnar frá upphafi. Árangur hafi náðst á öllum mörkuðum sem fyrirtækið starfar á. tobj@mbl.is Upplýsingatæknifyrirtækið Advan- ia hefur fest kaup á finnska félag- inu Vintor. Kaupverð er trúnaðar- mál. Um er að ræða fyrstu skref Advania inn á finnska markaðinn, en landið var eina landið á Norður- löndum þar sem Advania var ekki með starfsemi. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið muni taka upp nafn Advania og hugmyndin sé að breikka út vöru- framboð fyrirtækisins í takt við þjónustu Advania á hinum lönd- Advania á Finnlandsmarkað  Hyggst breikka út vöruframboðið í takt við aðra markaði  2018 besta árið Ægir Már Þórisson ● Sparisjóður Höfðhverfinga hefur kært dóm Landsréttar í hinu svokallaða RB-máli til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dóminum, að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Landsréttur staðfesti í desember sl. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að eignarréttur Mentis, sem er í eigu Gísla K. Heimissonar, að 7,2% hlut í Reikni- stofu bankanna (RB), væri viður- kenndur. Tekist hefur verið á um þenn- an hlut, og tímasetningu á nýtingu forkaupsréttar, frá því kaupin voru gerð árið 2016, en fljótlega eftir kaupin lýsti Sparisjóður Höfðhverfinga því yfir að hann hygðist neyta forkaupsréttar samkvæmt ákvæði í samþykktum RB. tobj@mbl.is Vilja fá að áfrýja RB- máli til Hæstaréttar 9. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 117.91 118.47 118.19 Sterlingspund 150.16 150.9 150.53 Kanadadalur 88.21 88.73 88.47 Dönsk króna 18.052 18.158 18.105 Norsk króna 13.741 13.821 13.781 Sænsk króna 13.179 13.257 13.218 Svissn. franki 119.97 120.65 120.31 Japanskt jen 1.088 1.0944 1.0912 SDR 164.11 165.09 164.6 Evra 134.82 135.58 135.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.1241 Hrávöruverð Gull 1291.5 ($/únsa) Ál 1878.5 ($/tonn) LME Hráolía 57.41 ($/fatið) Brent ● Hagar lækkuðu um 6,1% í 130 milljóna króna við- skiptum í Kaup- höllinni í gær. Lækkun félagsins kemur í kjölfar uppfærðrar af- komuspár fyrir- tækisins frá því á mánudag. Í áætl- unum Haga var gert ráð fyrir að EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, yrði 5 milljarðar króna að undan- skildum kostnaði við sameiningu Haga. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir fyrstu 9 mánuði rekstr- arársins er ljóst að afkoma verður undir því markmiði, eða á bilinu 4,6 til 4,7 milljarðar króna. Hagar lækka í kjölfar uppfærðrar afkomuspár Verslun Hagar lækka í verði. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.