Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 18

Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kínverskageim-ferðastofn- unin tilkynnti í lið- inni viku að hún hefði náð að landa ómönnuðu geimfari sínu, Chang‘e-4, á þeirri hlið tungls- ins sem ávallt snýr frá jörðu. Þetta er merkur áfangi, þar sem þetta var í fyrsta sinn sem könnunarfar lenti á fjarhlið tunglsins, en áður höfðu Kín- verjar náð til tunglsins árið 2013. Sagði stofnunin því í til- kynningu sinni, og með nokkr- um rétti, að „nýr kafli“ væri hafinn í könnun mannkynsins á tunglinu. Farið lenti í hinum svonefnda Von Kármán-gíg, sem er einn sá elsti og dýpsti á tunglinu. Von vísindamanna er því að þau gögn sem Chang‘e-4-farið mun afla leiði í ljós nýjar uppgötv- anir um eðli tunglsins, upphaf þess og mótun. Þá er eflaust ekki tilviljun, að sumir vísinda- menn telja að gígurinn sé ríkur að ýmsum auðlindum, en því hefur verið spáð að þjóðir heims muni í náinni framtíð vilja hag- nýta þær auðlindir sem tunglið hefur upp á að bjóða. Í ár verða liðin fimmtíu ár frá því að Neil Armstrong lenti fyrstur manna á tunglinu. Það afrek sem fólst í því „risastóra stökki fyrir mannkynið“ hefur ekki verið jafnað síðan. Hins vegar er ljóst að tungllending Kínverja er afgerandi yfirlýsing af þeirra hálfu um að þeir ætli sér hér eftir að vera virkir þátttakendur í könnun sólkerf- isins. Þá sýnir Chang‘e-4-leiðang- urinn að Kínverjar eru að nálg- ast Bandaríkjamenn og Rússa hratt í kapphlaupinu um geim- inn. Bæði Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa til að mynda lýst því yfir að þeir hyggist senda mannaðan leiðangur til Mars, næsta nágranna okkar í sólkerf- inu, og er miðað við að það tak- mark náist á næstu fimmtán til tuttugu árum. Það má því segja að nýtt kapphlaup sé hafið út í geim, líkt og fyrir fyrstu tungllend- inguna. Það sem kannski vekur mesta athygli við kapphlaupið nú er sú staðreynd að það er ekki lengur bundið við helstu stórveldi heims, heldur hafa ýmis einka- fyrirtæki eins og til dæmis Spa- ceX, þar sem auðkýfingurinn Elon Musk heldur um alla þræði, einnig blandað sér í það. Stefna einkafyrirtækin raunar að því að gera Mars hæfan fyrir búsetu manna. Nýtt geimferðakapphlaup kann að verða til þess að ýta undir frekari framfarir í tækni og vísindum og er því fagnaðar- efni. Og það er vissulega viðeig- andi á hálfrar aldar afmæli Appollo 11-leiðangursins, að mannkynið stefni með svo af- gerandi hætti aftur út í sólkerf- ið. Kínverjar ná merk- um áfanga í geim- ferðakapphlaupinu} Fjarhliðin könnuð Afríkuríkið Gab-on ryður sér ekki oft til rúms í fyrirsögnum hinnar vestrænu heims- pressu. Í vikunni varð breyting á þegar hópur hermanna ákvað að gera tilraun til valdaráns, sem þó fór út um þúfur, raunar líkt og naumur meirihluti þeirra rúmlega tvö hundruð valdarán- stilrauna sem gerðar hafa verið í Afríku frá árinu 1960. Tóku hermennirnir yfir ríkisútvarp landsins og lásu þar upp yfir- lýsingu um að Ali Bongo On- dimba, forseti landsins, hefði verið settur af, en sú yfirlýsing mun hafa hrokkið skammt til að koma forsetanum frá völdum. Rót valdaránsins má rekja til þess að Ali Bongo hefur ekki verið heill heilsu síðan í október í fyrra, er hann fékk heilablóð- fall í miðri opinberri heimsókn til Sádi-Arabíu. Fjarvera Alis hefur dregið þó nokkurn dilk á eftir sér, þar sem nær allir þræðir valdsins í Gabon fara um hendur hans. Landið hefur því verið í hálf- gerðri handbremsu vegna veik- inda forsetans, en hann einn má skipa nýjan for- sætisráðherra, svo eitt dæmi sé nefnt. Þar sem þingkosn- ingar voru haldnar skömmu eftir að Ali Bongo veiktist hefur Gabon verið án formlegrar ríkisstjórnar í rétt rúma tvo mánuði. Það vill svo til, að þessi til- högun mála er ekki tilviljun. Rúm fimmtíu ár eru liðin frá því að faðir Alis, Omar Bongo, fékk völdin í sínar hendur og hann hélt fast í þau allt til dánardags árið 2009. Sonurinn tók þá við keflinu í kosningum sem þóttu ekki mjög spennandi, og hefur haldið völdum síðan á vafasam- an hátt. Það var því kannski ekki að undra að valdaránstilraun vik- unnar færi út um þúfur. Hitt er svo annað mál, að tómarúmið þarf að fylla og hætt er við að átökunum vegna þess sé fjarri því lokið. Vonandi finnst þó önnur leið en valdarán, enda hefur valdaránstilraunum og valdaránum sem betur fer fækkað töluvert í Afríku á þess- ari öld frá því sem þekktist á seinni hluta liðinnar aldar. Valdaránstilraun skekur Gabon}Óvíst um framhaldið F rumvarp Flokks fólksins um að hætt verði að skatta og þá einnig skerða uppbætur (styrki) á líf- eyri hjá elli-, örorku- og endur- hæfingarlífeyrisþegum, sem tengdar eru við félagslega aðstoð, varð að lög- um hinn 7. desember sl. Þetta gildir einnig um uppbætur á lífeyri sem eru greiddar vegna reksturs bifreiðar. Lögin tóku gildi 1. janúar 2019. En ekki enn í dag, hinn 9. janúar, hefur Tryggingastofnun ríkisins farið eftir þeim og hætt að skatta styrkina. Skerðingarstofnun ríkisins sem því miður virðist fyrir lífeyris- slaunaþega vera oft rétta nafn á Trygginga- stofnuninni getur ekki farið að lögum. En það er og hefur ekki verið vandamál hjá TR að skerða veikt, slasað fólk og eldri borgara þessa lands, en tölvukerfi hennar ræður ekki við að hætta að skatta og skerða samkvæmt lögum? En um hvaða lagabreytingar er hér að ræða? Heimilt að greiða einstaklingi, sem fær greiddan elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyri, uppbót á lífeyri vegna kostn- aðar ef sýnt þykir að lífeyrisþegi geti ekki framfleytt sér án hennar. Við mat á því hvort hann geti framfleytt sér án uppbótar skal taka tillit til eigna og tekna. Með styrkgreiðslunum er komið til móts við útgjöld sem ein- staklingur fær ekki endurgreidd eða bætt á annan hátt. Má þar nefna umönnunarkostnað, sjúkra- og lyfjakostn- að, kaup á heyrnartækjum, húsaleigukostnað o.fl Þá er einnig heimilt að greiða elli- og örorkulífeyris- þega, örorkustyrkþega og umönnunar- greiðsluþega uppbót vegna rekstrar bifreiðar þegar um hreyfihamlaðan lífeyrisþega er að ræða. Þessi uppbót er ekki háð tekjum eða eignum lífeyrisþega og eru mánaðarlegar bætur á hvern einstakling 14.387 kr. eða tæp- lega 173 þúsund kr. á ári. Þetta fengu 6.418 einstaklingar greitt sem uppbót á lífeyri vegna reksturs bifreiða á árinu 2017. Þessir tveir flokkar uppbóta á lífeyri, sem tengdir eru félagslegri aðstoð við lífeyris- þega, verði skattfrjálsir en umræddar upp- bætur voru skattskyldar. Þeir sem eru í báð- um flokkunum fá um 30 þúsund króna hærri greiðslur á mánuði, en þegar þessar bætur báru bæði skatt og skerðingar. Þá voru t.d. barnabætur og vaxtabætur skertar vegna þessara uppbóta sem er fáránlegt fjárhags- legt ofbeldi gangvart veiku og slösuðu fólki. Nú hefur einnig komið í ljós að yfir 1.000 öryrkjar hafa verið skertir af Tryggingastofnun ríkisins í yfir áratug og gert að lifa við sárafátækt og það án lagaheimildar TR. Þá eru uppi hugmyndir hjá velferðarráðuneytinu og TR að endurgreiða bara 4 ár aftur í tímann. Allur þingflokkur Flokks fólksins mun berjast fyrir því að þessar ólöglegu skerðingar verði bættar að fullu og halda áfram baráttunni gegn skerðingum á lífeyris- launum öryrkja og eldri borgara. Guðmundur Ingi Krist- insson Pistill Hættum að skatta og skerða lífeyrislaun til sárafátækra Höfundur er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins. gudmundurk@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Breytingar urðu á tilkynn-ingu og skráningu lög-heimilis og aðseturs meðnýjum lögum (80/2018) sem tóku gildi 1. janúar síðastlið- inn. „Að mínu mati er mesta breyt- ingin sú að tilkynningar um flutning lögheimilis fara nú að mestu fram með rafrænum hætti og því fylgir heilmikið hagræði,“ sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórn- sýslusviðs Þjóðskrár Íslands og staðgengill forstjóra. Hún sat í starfshópi sem undirbjó laga- setninguna. Ást- ríður segir ljóst að ekki séu allir íbúar komnir með rafræn skil- ríki. Þeir sem ekki hafa slík skilríki geta komið í af- greiðslur Þjóð- skrár Íslands í Reykjavík og á Ak- ureyri til að tilkynna lögheimili. Fólk sem er að flytja til landsins getur auk þess tilkynnt lögheimili sitt á skrifstofum lögreglunnar. Hún segir heilmikil nýmæli vera í því að hjón megi nú hafa lög- heimili hvort á sínum stað. Báðir aðilar þurfa að samþykkja slíka skráningu. Einnig er búið að skerpa á ýmsum frestum og eftirlitsheim- ildum sem Þjóðskrá Íslands hefur til að fylgja málum eftir. Ástríður segir að með nýju lög- unum séu gerðar ríkari kröfur en áður til einstaklinganna sjálfra að þeir viðhaldi réttri lögheimilis- skráningu. „Það eru gríðarlega mikil réttindi bundin við skráningu lögheimilis og því mjög mikilvægt að það sé rétt skráð,“ sagði Ástríð- ur. Brot gegn ákvæðum um skrán- ingu lögheimilis og aðseturs geta varðað sektum. Farið er yfir helstu breyting- arnar sem urðu með nýju lögunum á heimasíðu Þjóðskrár Íslands (skra.is). Þar segir m.a. að leidd hafi verið í lög víðtækari skilgrein- ing á húsnæði þar sem skrá má lög- heimili. Þannig má nú skrá lögheim- ili á stofnunum fyrir aldraða, í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og á áfangaheimilum og í starfsmanna- bústöðum þótt húsnæðið sé ekki skráð sem íbúðarhúsnæði í fast- eignaskrá. Skerpt var á muninum á lög- heimili og aðsetri. Lögheimili er fastur búsetustaður en aðsetur er tímabundin búseta. Tímabil aðset- ursskráningar erlendis vegna náms eða veikinda er nú skilgreint. Aðset- ursskráning vegna veikinda gildir í eitt ár en í fjögur ár vegna náms. Endurnýja þarf staðfestingu á námi eða veikindum að fresti loknum. Fasteignaeigendur ábyrgir Þinglýstir eigendur fasteigna bera nú ábyrgð á að skráning lög- heimilis aðila sem hafa fasta búsetu í húsnæði í þeirra eigu sé rétt. Þjóð- skrá Íslands á að senda tilkynningu í pósthólf þinglýsts eiganda fast- eignar um þá sem skrá lögheimili sitt í fasteign í hans eigu. Ástríður segir að segja megi að þetta sé nýtt. Í eldri lögum hafi verið talað um ábyrgð húsráðanda ef einstaklingar voru ranglega skráðir í hús. Nú bera þinglýstir fasteignaeigendur ábyrgð og eftirlitsskyldu. Þeir eiga að vita hverjir búa í húsnæði í þeirra eigu enda munu þeir fá sendar raf- rænar tilkynningar um breytingar á skráningum lögheimilis í pósthólfið á Mínum síðum hjá island.is. Mikilvægt er að skrá lögheimili sitt rétt Skráning lögheimilis í tilteknum íbúðum tekur gildi 1. janúar 2020. Með því verður skráning lögheimilis mun nákvæmari en áður. Þessi breyting er mjög viðamikil og þarf því drjúgan undirbúningstíma áður en hún tekur gildi. Á næsta ári mun Þjóðskrá Ís- lands einnig geta heimilað ein- staklingi og fjölskyldu hans að fá lögheimili sitt dulið í þjóð- skrá. Upplýsingum um það verð- ur ekki miðlað. Heimild til að láta dylja lögheimili sitt í þjóð- skrá gildir til eins árs í senn. Nánari útfærsla á duldu lög- heimili verður í frumvarpi sem unnið er að um þjóðskrá og al- mannaskráningu. Dulin lög- heimili BREYTINGAR 2020 Morgunblaðið/Ófeigur Þjóðskrá Íslands Stofnunin er í Höfðaborg í Reykjavík og er einnig með afgreiðslu á Akureyri. Hægt er að reka mörg erindi á heimasíðunni skra.is. Ástríður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.