Morgunblaðið - 09.01.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.01.2019, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Klár Samt hógvær hann var Lítillátur En af öllum mönnum bar Hugaður Fátt sem hann ei þorði að mæta Barngóður Hann kunni börnin að kæta Léttlyndur Hann húmorinn hélt í Handlaginn Hver vél sem hann snerti sem ný Duglegur Hann alltaf var að vinna Skapmikill Því fékk Bretinn fyrir að finna Minnugur Margar sögur sagði Merkilegur Heiðursborgari í Garði Hraustur Hljóp vitann og var ei móður Ljúfur Hann var maður góður Elsku langafi minn, hvíldu í friði. Kveð þig með sömu orðum og þú kvaddir okkur alltaf: Líði þér alltaf sem best. Eva Berglind. Elsku afi okkar. Blendnar voru tilfinningarnar daginn sem við kvöddum þig og þú fékkst þinn síðasta svefn. Mikið sem við öll eigum eftir að sakna þín en um leið erum við þakklát fyrir allan tímann sem við áttum með þér. Öll eigum við okkar minningar um þig og okkar sögur; negla í spýtukubbinn í bílskúrnum, príla í stiganum, samloka með fransk- og maltbrauði, neftóbakið og klúturinn, keyra ömmu um á sunnudögum, trukkurinn, sprengjur, krumminn, kartöfl- urnar, eldspýtustokkarnir, sunnudagsmorgnar, allar sögurn- ar og svo miklu miklu meira. Kaffitími í Borgartúninu er nokk- uð sem við öll eigum og var kaffið í Borgartúninu það besta. Við eigum óteljandi margar minningar um þig sem við munum varðveita í hjarta okkar. Við að tala um þig, elsku afi, fyllist mað- ur af stolti og þakklæti fyrir að hafa átt þig sem afa okkar og langafa barna okkar. Elsku afi, við elskum þig og við biðjum að heilsa ömmu í sumar- landið. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Þínar Árnadætur, Ágústa Guðný og Sigríður Maggý. Afkomendur Jónu og Ingi- mundar á Garðstöðum eru ein- staklega öflugt fólk. Guðni minnt- ist uppvaxtarins með virðingu. Einkenni heimilisins var frum- kvæði, dugnaður og útsjónarsemi og góðmennska. Þessir kostir fylgdu Guðna. Ingimundur af- kastamikill húsasmiður og frum- kvöðull í bílaútgerð og Jóna um- hyggjusöm móðir á veitulu heimili. Það eru verðmæti að hafa feng- ið tækifæri til að fylgja frásögn Guðna inn í fyrri tíð. Athugull og minnugur á það sem fyrir bar, ekki síst hið sérstæða. Tók vel eft- ir dugnaði, sérstöðu og framtaki fólks. Átti ríka samúð með þeim Guðni Ingimundarson ✝ Guðni Ingi-mundarson fæddist 30. desem- ber 1923. Hann lést 16. desember 2018. Útför Guðna fór fram 8. janúar 2019. sem stóðu höllum fæti. Ágústa og Guðni áttu heimili saman í sjö áratugi. Kannski urðu spor- in þeirra fyrst sam- stiga á sléttum völl- um Garðskaga, Guðni sveitapiltur hjá Óla á Kolbeins- stöðum, Ágústa dóttir frá Ásgarði. Alla vega höfðu þau byggt sér hús og fallegt heimili um tvítugt. Frumkvæði Ingimundar húsa- smiðs kom þar við sögu. Þar stóð heimili þeirra í sjö áratugi fram á síðasta dag. Óvenju löng og við- burðarík starfsævi. Fyrst akstur vörubíla fyrir Garðstaðaheimilið, svo útgerð White-vörubíls og eftir það urðu þeir trukkurinn með búnað sinn samferða um hálfrar aldar skeið. Fóru saman um Suð- urnesin og leystu ótölulegan fjölda verkefna, stórra og smárra. Hjálpsemi og lipurð með í för. Svo allar vélarnar. Á síðustu árum stóð skúrinn enn opinn. Þeim sem fram hjá fóru þótti vænt um það. Glíman við elli kerlingu tekin með æðruleysi og lipurð. Sama hve öflugir menn eru, sú glíma fer ætíð á einn veg. Þannig er hið langa og farsæla lífshlaup orðið veröld sem var. Það er lífsins gangur. Eftir stendur gjörvilegur hóp- ur afkomenda, þar sem kostir úr fari Ágústu og Guðna lifa áfram. Megi gott eitt fylgja heiðurs- manninum Guðna Ingimundar- syni á nýjum lendum. Hörður Gíslason. Kæri vinur. Það var eitthvað sem var svo ævintýralegt við þennan bláa trukk sem heillaði mig sem barn, loftpressa í eftir- dragi, sprengjumottur hangandi í bómunni, alls konar dót á pallin- um, hávaði og læti, sprengingar og púðurlykt, og vírarnir sem þú gafst manni, þeir voru síðan not- aðir til að vefja utan um teygju- byssur eða stýrið á hjólinu. Þarna var maður 10 ára og þvældist um sína Keflavík á hjóli og fylgdist með sínum hetjum sem voru ein- hverjir bílstjórar á einhverjum tækjum að gera og græja í bænum. Löngu seinna fór ég síð- an að venja komur mínar í Garð- inn og koma við í skúrnum og skoða gramsið hjá þér. Lyktin yndisleg. Áratugum seinna varstu mættur til að hjálpa til við að hífa rusl af hafsbotni við bryggju Garðmanna. Þetta voru með fyrstu aðgerðum Bláa hersins og mér tókst að fá þig í nokkur skipti og þetta voru nokkur tonn af drasli. Síðan gerðum við með okk- ur samkomulag og ég fékk leyfi þitt til að útbúa mér svona hert- rukk sem ég ætlaði að nota í verk- efni Bláa hersins. Svo réðst þinn innsti vina- og ættarhópur í að gera þinn trukk að safngrip, Björn bróðir flutti inn einhverja hluti sem vantaði í verkefnið og tók einn hertrukk fyrir mig til landsins og ég byrjaði að gera hann upp. Hann fór svo á götuna þegar þinn var kominn á safn. Þú fékkst svo heiðurinn af að keyra trukk Bláa hersins þegar hann var kominn með skráningu og þú talaðir um að þú hefðir yngst upp um 50 ár. Þessar heimsóknir mín- ar til þín í skúrinn og að taka rúnt með þér og fá sögur af öllu milli himins og jarðar um skipströnd og svaðilfarir þínar á þínum trukk voru sem ævintýri fyrir mig. Ef eitthvað hefur glatt mig síðustu árin eru það þessar stundir okkar saman, vinarþel þitt og fjölskyldu þinnar er einstakt og ekta. Okkur Möggu þótti sérstaklega vænt um það að þú skyldir gera þér ferðir til að skoða hvernig gengi með að byggja upp húsið okkar eftir brunann. Magga sagði mér sögur af því að hún hefði oft setið í með þér í Sandgerði á trukknum sem barn og unglingur í Sandgerði. Þú skil- aðir ætíð kveðju til hennar sem ég var glaður að færa henni. Núna streyma minningar um hugann og þakklæti er mér efst í huga. Pabbi sagði stundum að Guð sendi reglulega einn og einn snilling til að gera gæfumuninn í mann- heimum. Hann nefndi þig alltaf á nafn, þið voruð miklir GMC-menn og ég fæ svo þessa dellu í hausinn. Þú varst örlátur á visku þína til mín, þú gafst mér fullt af dóti í trukk- inn og það sem verðmætast er; tíma til að spjalla saman. Þú gafst samfélaginu þínu meira en orð fá lýst. Síðasta spjallið okkar snerist um hvernig gengi með húsið, enduruppgerð trukksins hjá mér, komandi verkefni, hvernig heils- an væri og alltaf kom svo hjá þér þessi setning: „Það er nefnilega það.“ Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt, þú átt smá í síðasta viður- kenningarskjali til mín, Magga þakkar þér vinarþelið til sín, fjöl- skyldunni sendum við samúðar- kveðjur sem og samfélaginu okk- ar sem syrgir sinn besta son. Farðu í friði, minn kæri. Þínir vinir Tommi Knúts og Magga Hrönn. Tómas J. Knútsson. Guðni Ingimundarson var kjör- inn heiðursborgari sveitar- félagsins Garðs í mars 2014 fyrir frumkvöðulsstarf við varðveislu menningarverðmæta sem tengj- ast atvinnusögunni, sem og fyrir störf hans í þágu byggða- og at- vinnumála. Guðni var alla sína starfsævi vörubílstjóri og allt frá árinu 1954 notaðist hann við GMC-hertrukk með bómu að framan og var trukkurinn hans helsta atvinnu- tæki í um 50 ár. Hann vann nánast hvern dag á trukknum og varð víða þekktur fyrir, enda var hann gjarnan nefndur Guðni á trukkn- um. Guðni tók að sér ýmis verk- efni, ekki aðeins í Garði heldur víða á Suðurnesjum. Meðal verk- efna má nefna lagningu vatns- veitu og alls kyns jarðvinnu þar sem oft þurfti að sprengja upp klappir og kletta. Þá notaðist hann m.a. við loftpressu sem hann dró um með trukknum og var hann að mörgum talinn einn helsti sprengisérfræðingur á Suður- nesjum. Með trukknum kom Guðni að ýmsum verkefnum, meðal annars þegar skipta þurfti um vélar í bát- um. Guðni hirti gjarnan vélar sem höfðu verið dæmdar ónothæfar og gerði þær upp sem nýjar og gang- færar. Það varð eitt hans helsta áhugamál að gera upp gamlar vél- ar og gera þær gangfærar. Þegar Byggðasafnið á Garðskaga var vígt árið 2005 afhenti Guðni safn- inu að gjöf og til varðveislu um 60 gangfærar bátavélar, auk þess sem hann gaf safninu GMC- trukkinn sinn fræga. Allir þessir hlutir eru til sýnis í byggðasafn- inu. Þá lét Guðni eftir sig um 40 bátavélar sem allar eru uppgerð- ar og gangfærar í geymslu í skúrnum hans. Vélasafnið sem Guðni safnaði og gerði upp er einstakt. Hann var því sannur frumkvöðull við varðveislu menningarverðmæta sem tengjast atvinnusögu þjóðar- innar. Guðni var auk alls þessa vita- vörður Garðskagavita og Hólm- bergsvita í 25 ár, eða allt þar til hann hætti störfum. Guðni Ingimundarson lagði sig alla tíð fram um að gera Garðin- um allt það besta sem hann gat og hélt sögu Garðsins hátt á lofti. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, en síður vildi hann þiggja sjálfur. Guðni var virtur og dáður af Garðbúum, sem og um öll Suðurnes. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmyndin Guðni á trukknum þar sem lífi hans og starfi eru gerð góð skil. Fyrir hönd bæjarstjórnar er Guðna Ingimundarsyni þökkuð samfylgd og hans framlag til byggðarlagsins, sem hann unni mjög alla tíð. Bæjarstjórn vottar fjölskyldu hans samúð, minningin um Guðna mun lifa um ókomin ár. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Í dag verður til moldar borinn frá Útskálakirkju mikill vinur minn, Guðni Ingimundarson, sem oftast var kallaður Guðni á Garð- stöðum eða Guðni á trukknum. Guðni þjónaði Suðurnesjamönn- um í áratugi með GMC-her- trukknum og loftpressu sem oft var með í ferðum hans um byggðarlögin. Guðni var mjög gætinn og gætti þess að allir gutt- ar væru hæfilega langt frá er hann sprengdi. Ég kynntist Guðna mjög vel er ég var á áttunda ári. Faðir minn, Sveinn Aðalsteinn Gíslason raf- veitustjóri, hafði ráðið Guðna á trukknum með loftpressuna til að reisa staura í háspennulínu frá Sandgerði út á Stafnes, þetta voru skemmtilegir tímar, ég var oft inni í trukknum eða uppi á palli. Guðni hafði gætur á mér svo ég færi mér ekki að voða. Eftir að ég hafði lært rafvirkj- un og þjónustaði rafveituna unn- um við Guðni mikið saman. Þegar hitaveita var lögð í Sandgerði var ákveðið að leggja jarðstrengi í öll hús og taka niður gamlar loftlínur og staura, sem Guðni leysti vel af hendi. Oft voru staurar ansi fastir fyrir en Guðni juggaði trukknum þótt báðar afturhásingar væru á lofti. Guðni var ansi naskur á að lesa úr grjóti og klöpp. Einu sinni vor- um við að setja ljósastaura við Víkurbraut, þá segir gröfustjór- inn að hann komist ekki neðar, það verði bara að hringja í Guðna, sem brást fljótt við, kom á trukkn- um með loftpressuna og hoppaði út úr trukknum og tók með sér járnkall sem alltaf var á pallinum næst húsinu. Guðni hoppaði ofan í holuna með járnkallinn og byrjaði að pikka í klöppina. Þá sagði hann við gröfustjórann: snúðu gröfunni og taktu á þessu hérna, nú upp fór stór steinn og þá var komin nógu djúp hola fyrir staurinn. Svona þekkti Guðni á grjótið og hlustaði eftir hljóðinu sem kom er hann pikkaði í með járnkallinum þótt trukkurinn væri ekki stór miðað við nútímavörubíla, sem eru með öfluga krana. Guðni var alltaf með sérstaka kubba í bílnum sem hann setti milli hásingar og grindar bílsins – þá gat hann híft ansi þungt. Einu sinni þurfti að losa þungan spenni af vörubíl, trukkurinn réð ekki almennilega við þyngdina, því sóttum við tromlutjakka og setum undir stuðarann, það dugði – vörubíllinn ók undan og málið leyst. Það merkilegasta sem Guðni gerði í frítíma sínum var að gera upp gamlar vélar sem allar eru gangfærar, alls munu vera til um 80 vélar sem hann gerði upp. Fyrir um 12 árum var settur upp minnisvarði við Stafnes um strand togarans Jóns forseta RE 108. Ég hafði fengið öflugan vöru- bíl með krana til að sækja stóra steina sem eru við minnisvarðann, þegar það átti að sækja stóran stein gekk það ansi illa. Bílstjór- inn sagði: ég ræð ekki við þennan stein, við verðum bara að sleppa honum. Þá sagði ég hátt og skýrt: hann Guðni á Garðstöðum hefði nú ekki verið í vandræðum með þetta. Við þessi orð kom fítons- kraftur í bílstjórann enda þekkti hann Guðna og steinninn komst á sinn stað. Margs er að minnast um störf Guðna í áratugi. Minning mín um Guðna lifir lengi vegna þess að ég á mikið af ljósmyndum frá sam- starfi okkar. Að lokum sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans. Reynir Sveinsson. Hugurinn reikar til stríðsáranna í Reykjavík. Það er bjartur og fallegur dagur í september 1941, nokkrar telpur eru í boltaleik í Þingholts- strætinu. Þrátt fyrir stríðið, her- nám Íslands og boð og bönn sem því fylgja eru þær áhyggjulausar og ánægðar að hittast eftir að- skilnað en flestar hafa þær verið í sumardvöl í sveit eins og tíðkað- ist á þeim árum. Yngst í hópnum var Sólveig vinkona mín sem við kveðjum með söknuði í dag. Hinar voru: Sella systir mín (látin), Didda, Ásta (látin) og svo undirrituð. Seinna bættust í hópinn bekkj- arsystur mínar: Sigga og Erna (látin). Ómetanleg vinátta sem hélst ævilangt. Vinátta okkar Sólveigar var einstök og þótt leiðir skildi um tíma þegar ég flutti til Vopna- fjarðar 1953, og hún nokkrum ár- um seinna með Einari manni sín- um til Þýskalands, þá treystum við vináttuböndin með bréfa- skriftum. Sólveig var mikill fagurkeri og „vel að sér til munns og handa“ eins og sagt var í gamla daga. Hún var mjög listræn og opin fyrir bókmenntum, en fyrst og fremst góð og vönduð manneskja sem vildi öllum vel. Fordómalaus og dæmdi ekki annað fólk. Spaugsöm var hún og fljót að koma auga á spaugilegu hliðina á lífinu og tilverunni. Hún var höfð- ingi heim að sækja og hugsaði vel um hag fjölskyldu sinnar. En þegar ég lít til baka og rifja upp árin í Þingholtsstrætinu, þá koma upp í hugann ótal uppátæki með Sólveigu, flest græskulaus samt! Mér er efst í huga þegar Ísa- foldarprentsmiðja var í byggingu við Þingholtsstræti 5, og við vin- konurnar með okkur Diddu fremstar í flokki klifruðum upp vinnupalla, gengum á bitum og sveifluðum okkur á milli þeirra í margra metra hæð eins og „fim- leikastjörnur“. Já, þetta var skemmtilegur tími. Ég er þakklát fyrir tíma sem við Sólveig áttum saman snemma í nóvember sl. Ekki datt mér þá í hug að þetta væri okkar síðasta samverustund og eins þegar við töluðum saman í síma daginn áð- ur en hún veiktist og Sólveig sagði: „Ég heyri í þér í næstu viku“. Kærar þakkir fyrir vináttu þína, elsku Sólveig vinkona, blessuð sé minning þín. Fjölskyldu Sólveigar sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sólveig. Elsku fallega frænka – ein af mínum uppáhalds og ekki er það út af engu heldur vegna þess að kærleikurinn og góðmennskan sem Solla frænka gaf af sér var Sólveig Kristinsdóttir ✝ Sólveig Krist-insdóttir fædd- ist 2. janúar 1934. Hún lést 21. desem- ber 2018. Sólveig var jarð- sungin 7. janúar 2019. einstakur og er eitt af því sem ég reyndi að taka með mér út í lífið. Ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman, árlegt afmæliskaffi 2. jan- úar sem ég reyndi oftast að gefa mér tíma í og símtölin okkar en við hringd- umst oft á og sér- staklega eftir að hún varð ein. Hún spurði mig tíð- inda af mínum strákum, af krökk- unum hans Bigga, af krökkunum hans Kidda bróður, af systur minni í Noregi, af mömmu og pabba – svo spurði ég á móti og hún sagði mér allt fréttnæmt af sínu fólki. Þegar ég spurði um heilsuna og hvernig hún hefði það þá var það bara allt ljómandi, hún var ekki fyrir það að kveinka sér. Hún hrósaði mér oft í hverju sím- tali, hversu dugleg ég væri, og ég svaraði til baka: þú veist hver er mín fyrirmynd. þegar ég var 18 ára – 1986 – fór ég með annarri uppáhalds- frænku minni Þórhildi í bakpoka- ferðalag um Evrópu. Við fórum m.a. til Essen þar sem Sólveig og Einar bjuggu ásamt Berghildi, ég var með stjörnur í augunum yfir frænku minni, hún fór með okkur á markað og keypti alls kyns osta og framandi pylsur, bar þetta allt fram á svo smekk- legan hátt. Mér fannst allt svo fallegt og flott sem Solla gerði, hvort sem það var uppröðun á jólaskrauti eða veisluborðin sem hún kunni svo sannarlega að út- búa og af henni lærði ég svo margt. Í Essen kenndi Einar mér að keyra um á hraðbraut, gefa stefnuljós og blikka ef ég vildi komast fram úr, þetta fannst mér mögnuð tækni! Þau voru eitthvað svo miklir heimsborgarar í mín- um augum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að segja henni allt þetta því ég tók mig til fyrir nokkrum árum og skrifaði henni innilegt jólakort, hún hringdi í mig eftir þau jól og þakkaði mér mikið vel fyrir falleg orð í sinn garð en henni fannst hún ekki al- veg eiga það skilið, þannig var Solla frænka; hrósaði öllum og upphóf mann þannig að maður reis um nokkra sentímetra eftir hvert samtal en sjálf var hún lítið fyrir að taka á móti hrósinu. Solla frænka lét suma drauma sína rætast, tók t.d. stúdentspróf að nálgast fimmtugt og byrjaði að æfa píanó á gamalsaldri, þetta finnst mér lýsa frænku minni svo mikið og vel, láta drauma sína rætast. Elsku fallega frænka, ég kveð þig með miklum söknuði en samt í sátt, sátt við það hvernig þú fékkst að fara, þótt sá tími sé aldrei rétti tíminn og svo sannar- lega hefði ég viljað eiga fleiri sím- töl og samveru með þér. Þú bjóst heima á fallegu heim- ili ykkar hjóna, fórst veik á spít- ala og fékkst að fara inn í sumar- landið þar sem Einar tekur á móti þér. Hvíl í friði og minning þín lifir. Helga Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.