Morgunblaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Nína SæunnSveinsdóttir fæddist á Selfossi 27. september 1935. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 28. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Gunnþór- unn Klara Karls- dóttir húsfreyja, f. 12.8. 1909, d. 28.2. 1993, og Sveinn Sveinsson bifreiðarstjóri, f. 27.6. 1902, d. 8.7. 1992. Systk- ini Nínu eru Sveinn Júlíus, f. 15.5. 1933, Ingibjörg Steinunn, f. 24.1. 1942, og Sigurður Garðar, f. 5.3. 1944, d. 9.12. 2013. Nína giftist árið 1962 Arnóri K. Hannibalssyni, síðar prófess- or í heimspeki. Foreldrar hans voru Sólveig Sigríður Ólafs- dóttir húsfreyja, f. 24.2. 1904 á Strandseljum í Ögurhreppi, d. 11.5. 1997, og Hannibal Gísli Ásdís Hulda, f. 2012. Dætur Svavars eru Erna María, f. 1997, Guðbjörg Lilja, f. 1998, og Re- bekka Ósk, f. 1999. Nína og Arn- ór skildu 1995. Nína lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum á Selfossi 1951, stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1955, prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands 1963 og uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla 1967. Að loknu stúdentsprófi og meðfram háskólanámi starfaði Nína við bókhald hjá Flugfélagi Íslands, sem ritari í Seðlabanka Íslands og viðskiptafræðingur hjá Efnahagsstofnun. Kennsluferilinn hóf hún við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit, þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskól- ann á Selfossi, Þinghólsskóla í Kópavogi og Námsflokka Kópa- vogs, en lengst af kenndi hún í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla, 1982-2000. Þar sinnti hún einnig stundakennslu í nokkur ár eftir að hún hætti í fullu starfi. Þá sat hún yfir í prófum við Háskóla Íslands um árabil. Útför Nínu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 9. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Valdimarsson, verkalýðsleiðtogi, alþingismaður og ráðherra, f. 13.1. 1903 í Fremri- Arnardal í Eyrar- hreppi, N-Ísa- fjarðarsýslu, d. 1.9. 1991. Börn Nínu og Arnórs eru: 1) Ari Ólafur, f. 1.4. 1962, hann var kvæntur Hildi V. Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru Arnkell, f. 1994, og Sæunn Una, f. 1996. 2) Kjart- an, f. 16.1. 1965, kvæntur Traci Klein, synir hennar eru Robert, f. 1993, og Adam, f. 1997. 3) Auðunn, f. 7.10. 1968, sambýlis- kona Margrét Sveinbjörns- dóttir. Þau eiga soninn Odd, f. 2004. 4) Hrafn, f. 5.1. 1971. 5) Þóra, f. 18.2. 1975, sambýlis- maður Svavar Halldórsson. Börn þeirra eru Halldór Narfi, f. 2005, Nína Sólveig, f. 2008, og Hvernig skal minnast móður? Móður sem allt gaf. Móður sem lagði sitt til hliðar, fyrir sín. Móður mikilla mannkosta, sum- um sjaldan flíkað. Móður hverr- ar minning er svo djúp, svo kær, svo hlaðin þakklæti við kveðju- stund að orðastúfur í Mogga verður óviðráðanlega mærðar- hlaðinn. Móðir mín kom úr samheld- inni selfysskri frumbýlingsfjöl- skyldu, dóttir móður sem allt gaf sínum, af einstakri auðmýkt og innri gleði hvern dag. Mamma átti því ekki langt að sækja það sem við fimm systkin og sex börn okkar nutum ótak- markað frá fæðingu fram á hinstu stund. Móðurhlutverkið var svo stórt í hennar lífi að rauðhærða íþróttastúlkan og „dansfíflið“ (hennar orð) sem hinn stóri vinahópur hennar og faðir okkar kynntust, gleymdist stundum afkomendunum. Svo sterkt bundust bekkjarsystkinin frá Laugarvatni að þau hittast enn til að skemmta sér. Nú standa þau yfir moldum glað- lyndu rauðhærðu stelpunnar sem mamma hætti aldrei að vera. Mamma var skarpgreind og sívinnandi, sigldi gegnum nám. Hún valdi viðskiptafræði, alveg án kaupmannsgena. Valið var víst hálfgert úllendúllendoff, en talnaglögg var hún og nákvæm. Þessi eiginleiki speglaðist í rit- hendinni, sem var óguðlega full- komin, sérstaklega fyrir hennar párandi syni. Mamma naut þeirrar gulls- gildu náðargjafar að vakna glöð á hverjum morgni. Fyrst allra, hún svaf jú sjaldan umfram fjóra tímana en nýtti vökutíma næturinnar þó ekki fyrir sjálfa sig – nema þá til að lesa í bók. Saumaði, fór yfir stíla, undirbjó daginn. Reisti allt að fjóra morgunfúla bétýpu-bræður og eina ljúfa systur úr rekkju, mildri hendi, og gaf gnægð að borða þótt löngum væru kjörin kröpp. Mamma hreinlega gerði allt og þótt hún hefði vissulega bognað undan farginu, brotnaði hún aldrei og reis um leið og af létti. Hvað þá að hún léti okkur systkin gjalda erfiðleika utan frá eða á heimili. Hún var sínum klettur, skjöldur, hvati og hugg- unarfaðmur. Allt í senn. Ævilangt studdi mamma mín minnimáttar, með orðum og buddu. Varð örg yfir ranglæti heimsins og mannanna. En sitt fólk taldi hún svo til yfir gagn- rýni hafið. Börnin og barnabörn- in þau gerðarlegustu og falleg- ustu. Punktur. Fylgdi því í orði og verki, jafnt með huga og hjarta. Umvafði allt sitt fólk um- hyggju sem við fáum aldrei, aldrei endurgoldið. Enda aldrei til þess ætlast á neinn hátt. Þó voru þeir til sem fengu það óþvegið. Aðallega bévítans handboltadómararnir sem höfðu sýknt og heilagt sigurinn af hennar mönnum. Keppnisskapið ólgaði, og frasinn „annar eins dómaraskandall hefur bara ekki sést!“ ómaði um húsið. Níræðis- aldur breytti þar engu um. Né þegar strætó reyndi að komast undan, hún bara hljóp hann uppi. Mamma var alla tíð stál- hraust og átti um 20 góð ár eftir að flestra mati. Það tíðkast jú í hennar ætt að sigla yfir tírætt, við stíluðum á 103 ár. Það var því sárt að fylgja henni þennan stutta, miskunnarlausa veg krabbameinsins. Það er nístandi sárt að fylgja mömmu til moldar, en þvílíkar gjafir sem hún skilur eftir á jörðu. Takk, mamma, takk og aftur takk, fyrir gjafir þínar og lífið. Ari Arnórsson. Því var löngum haldið fram við mig að þrjóskuna og hörk- una sem ég bý yfir hlyti ég að hafa fengið úr harðgeru vest- firsku föðurættinni, en létta lund og blíðu frá glaðlynda Sunnlendingnum, móður minni. Það er nokkuð síðan ég áttaði mig á því að þetta er alls ekki rétt. Hún var nefnilega grjót- hörð, þótt það sæju það ekki allir. Samkvæm sjálfri sér, préd- ikaði ekki, heldur framkvæmdi. Fylgdi sínum gildum og hvikaði hvergi. Hún bar sjö manna heimili á herðum sér með öllu sem því fylgir og vann fulla vinnu að auki. Þegar við læddum því ein- hvern tímann út úr okkur að það hefði nú kannski verið gáfu- legra fyrir hana að verða endur- skoðandi eða bara forstjóri, eins og bekkjarbræður hennar úr há- skólanum, blés hún hins vegar á það. Hún vissi að hún átti að verða kennari frá því að hún steig fyrst inn á það svið. Henni þótti vænt um hvern einasta nemanda sem hún kenndi og bjó yfir yfirmáta þolinmæði og þrautseigju sem einkennir þá bestu í þeirri stétt. Ég, sem er yngst, kynntist henni auðvitað ekki nema sem þroskaðri manneskju – þau pabbi voru fertug þegar ég kom í heiminn, óskabarnið, einka- dóttirin. Eftir fjóra syni var það svo kærkomið. Það segir sig sjálft að samband okkar mæðgna var einstakt fyrir vikið. Við vorum ólíkar að mörgu leyti en það deilir enginn um hvaðan íþróttaáhuginn kom. Hún hvatti mig áfram í óteljandi tómstund- um og var alltaf mætt á fremsta bekk – eða á hliðarlínuna – til að styðja og hvetja. Það gilti ekki síður þegar ég stofnaði fjölskyldu sjálf. Þegar hún hitti Svavar var það nokk- urs konar ást við fyrstu sýn. Hún var strax sannfærð um að þarna færi maður sem óhætt væri að trúa fyrir dótturinni, enda bar aldrei skugga á það samband síðan. Hún var vakin og sofin yfir velferð fjölskyld- unnar og dáði barnabörnin sín. Kærleikurinn og athyglin sem þau voru böðuð upp úr frá fyrsta degi er ómetanlegt vega- nesti fyrir litlar manneskjur þegar þær halda svo út í lífið. Þau hafa misst mikið með ömmu Nínu, sem var alltaf sú fyrsta sem hringt var í þegar tímamót urðu – hvort sem það var að pissa í kopp í fyrsta sinn eða stórviðburðir eins og tannmissir. Það voru bakaðar pönnukökur af minna tilefni. Engan þekki ég heldur sem hafði meiri orða- forða eða jafn gott vald á ís- lensku máli. Ég hefði tæpast átt minn feril í fjölmiðlum nema vegna þess að hún kenndi mér bæði að tala fallega og lesa mikið. Hún var fjarri því södd líf- daga þegar hún fór – fannst Al- mættið aðeins hafa svindlað á sér, enda vandfundin kona sem hafði lifað heilbrigðara lífi. Ég er óskaplega þakklát fyrir að hafa átt hana að og finn hversu gott það er að vera stolt- ur af uppruna sínum. Mamma var heil og góð í gegn, í henni var kjarni sem var óbifanlegur og í einu skiptin sem mátti heyra hana brúka munn var yfir handboltaleikjum þegar hún var ósátt við dómarana. Hún sagði sjálf að gæfa hennar í lífinu hefði verið að vakna glöð á hverjum morgni. Þetta ætla ég að hafa hugfast nú þegar komið er að kveðjustund, ásamt ómældri þökk fyrir allt sem hún gaf mér. Þóra Arnórsdóttir. Einstaka sinnum í lífinu eign- ast maður óvænt nýjan banda- mann. Einhvern sem stendur með manni í blíðu og stríðu án þess að gera nokkrar kröfur á móti. Þetta gerist ekki oft á lífs- leiðinni en er þeim mun dýr- mætara þá sjaldan að gæfan verðlaunar mann. Nína Sæunn Sveinsdóttir varð óvæntur bandamaður minn fyrir tæpum fimmtán árum. Ég varð ástfanginn af Þóru dóttur hennar en eignaðist Nínu í kaupbæti. Þvílík gæfa! Nína var gull af manni; lítillát og hjarta- hrein en skrapgreind, djúpvitur og góðgjörn. Með okkur tókust góð kynni og fallegt vinasam- band. Nína var amma þriggja yngstu barnanna minna; Hall- dórs Narfa, Nínu Sólveigar og Ásdísar Huldu. Öll elskuðu þau ömmu sína og sóttu mjög í að verja með henni tíma alveg fram á síðustu stundu. Enda var hún frábær amma. Við Þóra gerðum allt sem við gátum til þess að samverustundir barnanna með ömmu sinni gætu verið eins margar og mögulegt var. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Þær eru óteljandi heim- sóknirnar eða gistinæturnar hjá ömmu Nínu. Þaðan komu börnin iðulega glöð og sátt, með ný ís- lensk orð á tungubroddinum, gleði í hjartanu og fallegar hugsanir í kollinum. Nína tók mér opnum örmum frá fyrsta degi. Hið sama gilti um dætur mínar þrjár sem ég átti þegar við kynntumst. Aldrei lá Nínu illt orð til nokkurs manns í mín eyru þau ár sem ég þekkti hana. Þegar ég kom til hennar á Hraunbrautina, hvort sem var með Þóru eða ekki, hellti hún gjarna upp á kaffi og við spjölluðum um daginn og veginn. Hún hlustaði, ráðlagði og velti vöngum en dæmdi aldrei. Afkomendur hennar nutu fölskvalausrar ástar og aðdáun- ar mömmu sinnar og ömmu. Að því varð ég þúsund sinnum vitni. Barnabörnin studdi hún með ráðum og dáð og þau voru í hennar huga merkilegustu manneskjur sem gengið hafa á þessari jörð. Um það vorum við svo sannarlega sammála, Nína, Þóra og ég, þar sem við sátum oft löngum stundum í eldhúsinu á Hraunbrautinni og mærðum yngstu fjölskyldumeðlimina. Nú hefur hún Nína yfirgefið okkur eftir snarpa baráttu við ósigrandi krabbamein sem hún háði af kjarki og einstöku æðru- leysi. Eftir standa börnin henn- ar án móður sinnar, við tengda- börnin án tengdamömmu og barnabörnin án elskulegrar ömmu sinnar. Missirinn er sár og skarðið verður aldrei fyllt. En eftir standa samt fallegar minningar og miklir lærdómar. Hún var einstök og frábær tengdamóðir og ástrík amma. Allir sem þekktu Nínu eru betri manneskjur fyrir vikið. Svavar Halldórsson. Í hvert skipti sem maður stendur frammi fyrir dauða ná- komins streyma hugmyndir og tilfinningar fram sem elfur að vori. Í öllum litum, tilbrigðum og samspili sem oft er erfitt að henda reiður á. Maður veltir fyrir sér sínu eigin lífi, hvert það stefni, hvort í því sé næg fylling, hvernig það geti orðið ríkara. Hvort í því sé nógu mikið af ást, af fólki sem gefi af sér og skilji eitthvað eftir í huga manns. Og því hefur orð- ið mikið tjón í lífi okkar syst- kina, þegar elsku amma okkar skildi við. Hjarta hennar stóð okkur op- ið frá fyrstu stund. Við mars- éruðum inn og lauguðum okkur í allri hennar gæsku. Engir kim- ar hjarta hennar voru okkur lokaðir, en hins vegar þurftum við að sætta okkur við að eiga það ekki ein. Því þeir sem voru svo heppnir að finna hana í lífi sínu deildu þessari einlægu hlýju með okkur. Og það var í góðu lagi, því nóg var til. Það var þó augljóst að við áttum lík- lega okkar eigið herbergi þar inni. Lambakóngurinn og lamba- drottningin nutu stundum ofur- lítils forgangs. Fyrstu barna- börnin, og sérstök þess vegna. Við vorum svo heppin að fá að eyða miklum tíma með ömmu. Hún var alltaf til staðar, húsið hennar stóð okkur opið öllum stundum og allt sem í því var. Hún sá okkur meira að segja fyrir fleiru en bara takmarka- lausri ást, ýmsum nauðsynjum svo sem safa, ís, góðum mat og sumargjöfum. Einnig spilum, sögum, bókum, og sérstaklega góðum skógjöfum fyrir jól. Því hvernig var hægt að banna ömmum að spilla lambakóngum og -drottningum, nema bara ör- lítið? Og við vitum nú að það er ekki sjálfsagt að eiga svona makalausa ömmu. En við vitum líka að hún hefði mátt vera leng- ur hjá okkur. Það er einmana- legt án hennar, það er ómögu- legt að fylla hennar skarð. En það er líka svo ákaflega gott að eiga minningar af þess- ari gerð í huga sér, og þær auð- velda skilnaðinn. Það sem eftir stendur er því þakklætið, þakk- læti fyrir að hafa fengið að hafa hana með okkur, hjá okkur, og nú að hafa fengið að kveðja hana með þeim virktum sem hún átti skilið. Og þegar maður horfir áfram inn í lífið án hennar, en þó með hennar anda í huga, hendir maður reiður á því sem skiptir máli í öllu flóð- inu af hugmyndum um eigið líf og ágæti þess. Og fyrir það er- um við fyrst og fremst þakklát. Takk amma fyrir allt. Arnkell og Sæunn. Það var árið 1962. Arnór, bróðir minn, var nýkominn heim eftir langa útivist í Moskvu, Varsjá og Kraká. Hann var að leita að framtíðarlandinu. Hafði kannski leitað langt yfir skammt? Hún var rauðhærða stelpan frá Selfossi. Hún var að ljúka námi í hagfræði við Háskóla Ís- lands. Raunsæ kona. Reiknings- haus, að sögn, eins og við köll- uðum stærðfræðinga í þá daga. Hennar heimur var hér og nú. Hans var handan við ystu sjónarrönd. Við fyrstu sýn voru þau eins ólík og hugsast gat. Heitir það ekki að bæta hvort annað upp? En kannski er ekki allt sem sýn- ist. Án raunsæis kemur þú engu í verk. Án hugsjónar situr allt við það sama. En þegar raunsæ- ið tekur hugsjónina upp á sína arma má sjálfsánægjan – stöðn- unin – fara að vara sig. Heimspekingurinn var, þrátt fyrir allt, ekki meira úti á þekju en svo, að hann komst skamm- laust frá því að leggja parket á gólf frumbýlingsáranna í Kópa- vogi. Grunur minn er samt sá, að hún hafi bæði verið verk- stjórinn og fjármálastjórinn. Sagði fátt, en lét verkin tala. Þetta var stór fjölskylda. Fimm börn á rúmum áratug. Ég sagði stór – og meina það í bók- staflegum skilningi. Meðalhæð karlmanna í fjölskyldunni nær því aðeins að vera hérna megin við tvo metra. Konurnar eru sýnu nettari. En þau eiga öll eitt sameiginlegt: Þau eru öll raunsæir hugsjónamenn. Þegar þessum mannvænlegu afkomendum hafði verið komið til manns skildu Arnór og Nína að skiptum. Sköpunarverkinu var lokið. Að því loknu fór hvort sína leið. Kannski var þeim ekki skapað nema að skilja. En þar með misstu þau af blómaskeið- inu, sem tekur við, þegar skylduverkum er lokið. Við Bryndís kynntumst Nínu best, þegar hún var gengin í endurnýjun lífdaganna. Hún var aftur orðin rauðhærða stelpan frá Selfossi. Börnin voru farin á flakk, vítt og breitt um jarðar- kringluna, og nutu heiman- mundarins. Mamma sleppti svo sem ekki af þeim hendinni, held- ur sótti þau heim í þrjár heims- álfur, þegar tilefni þótti til. Nína var konan sem stóð allt- af við sitt. Hún var ein af þess- um fágætu manneskjum sem hýsa ótakmarkað umburðarlyndi gagnvart öðrum en gera ófrá- víkjanlegar kröfur til sjálfra sín. Hún var konan sem sagði fátt, en lét verkin tala. Jón Baldvin og Bryndís. Hávaxin, grönn, rauðhærð í gallabuxum. Þannig er fyrsta myndin af Nínu, fyrrverandi tengdamóður minni, í huga mér. Síðan eru liðin mörg ár, ég hef kynnst henni betur og eignast heilt albúm af minningum. Nína að baka pönnukökur, komandi í heimsókn með soðna ýsu eða rækjur handa kettinum, með tárin í augunum í hláturskasti á aðfangadagskvöld, lesandi sögu fyrir börnin mín í ömmubóli, sendandi hrísgrjónagraut til Arnkels austur á Hérað í af- mælisgjöf, á flandri með Siggu vinkonu í einhverju „bríaríi“, sitjandi vaktina yfir Sæunni nöfnu sinni á sjúkrabeði, hlaup- andi á eftir strætó frá Landspít- ala niður í Lækjargötu með Arnkel í regnhlífarkerru vegna þess að hún gleymdi veskinu sínu í einu sætinu. Og hún náði honum, enda íþróttagarpur frá unga aldri. Umhyggja, örlæti, ósérhlífni og fórnfýsi eru orð sem koma upp í hugann til að lýsa Nínu gagnvart sínum nánustu. Lífið kom því þannig fyrir að börnin okkar Ara áttu aðeins eina ömmu þegar þau komu í heim- inn. En þessi eina amma var ofuramma. Hún var á við tvær ömmur, þrjár ömmur eða jafn- vel fleiri. Já, hún Nína gaf allt í barna- börnin og þar á undan börnin sín. Þau voru þungamiðjan í lífi hennar, fyrir þau vildi hún allt gera og allt gefa. Arnkell og Sæunn eru fyrstu barnabörn Nínu og sátu að henni samkeppnislaust í allmörg ár, sem treysti böndin á milli þeirra þriggja. Hún var alltaf boðin og búin að bjóða sam- verustundir, gistingu og sitt ein- staka dekur. Hjá ömmu mátti ýmislegt sem ekki leyfðist heima. Matur og drykkur, lestur og leikir. Allt veitt af einstöku örlæti. Ömmuhús var paradís og amma var engill í dulargervi. Eins og allir góðir englar var Nína ekki aðeins til staðar fyrir góðu stundirnar. Hún studdi og styrkti þegar erfiðleikar gengu yfir. Hún reyndist mér ómetan- leg himnasending með börnin ung í fjarvistum Ara og ekki síst þegar Sæunn tókst á við lífs- hættulegan sjúkdóm þá nýorðin eins árs. Fyrir það er ég eilíf- lega þakklát ásamt svo mörgu öðru sem kynni mín við Nínu gáfu mér. Með kærri þökk fyrir mig, Hildur. Nína Sæunn Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.