Morgunblaðið - 09.01.2019, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.01.2019, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 ✝ GuðbjörgFlygenring fæddist 19. janúar 1924 í Borguhúsi, Jófríðarstaðavegi 15 í Hafnarfirði. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 27. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Þóra Þor- varðardóttir, hús- móðir í Hafnarfirði og Krýsuvík, f. 4. september 1884, d. 7. júní 1957, og Magnús Ólafsson, bóndi í Krýsuvík, f. 9. september 1872, d. 10. október 1950. Systkini Guðbjargar eru Ólaf- ur Markús Magnússon, f. 9. sept- ember 1917, d. 15. október 2004, Sigurður Kristinn Magnússon, f. 3. febrúar 1919, d. 2. apríl 1919, Guðmundur Miðdal Magnússon, eiginkona hans er Hildur Guð- finnsdóttir. Barn þeirra er Ágúst Ingi, en fyrriverandi eiginkona Valgerður Kristjánsdóttir og börn þeirra eru Kristín Björg og Rakel. 3) Þóra Flygenring, eigin- maður hennar er Sigurður Arn- órsson. Börn þeirra eru Guð- mundur og Arnór. 4) Unnur Flygenring, eiginmaður er Gunnlaugur Bjarnason. Börn þeirra eru Ágúst Þór og Sigrún Helga. Barnabarnabörnin eru sex talsins. Guðbjörg ólst upp á Hamrin- um í Hafnarfirði hjá móður sinni í nágrenni við fjölskyldu hennar og vini. Hún gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðan Flens- borg og lauk gagnfræðaprófi frá þeim skóla. Síðan lá leiðin í Hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dölum og var hún þar veturinn 1945-1946. Guðbjörg og Ágúst bjuggu all- an sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Hringbraut 67. Útför Guðbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. f. 2. september 1921, d. 27. febrúar 1975, og Þorvarður Magnússon, f. 19. maí 1927, d. 26. september 2011. Hálfsystir samfeðra var Guðný Ólöf Magnúsdóttir, f. 26. nóvember 1908, d. 4. júní 1990. Guðbjörg giftist hinn 12. júlí 1947 Ágústi Flygenring, f. 15. janúar 1923, d. 21. janúar 1991. For- eldrar hans voru Kristín Páls- dóttur frá Tungu í Fáskrúðsfirði og Ingólfur Flygenring úr Hafnarfirði. Börn Guðbjargar og Ágústs eru 1) Ingólfur Flygen- ring, fyrrverandi eiginkona er Ragnheiður Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Ágúst og Þóra Kristín. 2) Magnús Flygenring, Í sátt þú heldur á Guðs þíns fund, því komið er nú að kveðjustund. Með þakklæti, ást og þinni trú, þín minning lifir hjá okkur nú. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði og Guð geymi þig. Ingólfur (Ingó) og fjölskylda. Elsku amma er fallin frá, amma Bubba. Eftir lifa fallegar minningar um hana og minningar um hlýja nærveru hennar. Amma var sjálfsörugg, kraft- mikil og harðdugleg kona. Það einhvern veginn gustaði af henni. Þegar við komum heim til hennar á Hringbrautina kallaði hún niður stigaganginn „hallóó- óóó“ með hlýrri en ákveðinni röddu. Lyktin var einstök. Hún bauð upp á miklar kræsingar þegar hún fékk gesti og það þýddi ekkert að afþakka þær, hún þóttist ekki heyra það. Stundum bauð hún upp á súkku- laði, hvítt súkkulaði sem að átti að vera brúnt, því engu mátti henda. Sterkustu minningarnar eru frá Hlíðarbóli, sumarbústaðnum hennar í Hrunamannahreppi. Henni leið vel þar og raunar öll- um sem þangað komu. Ég fékk oft að gista uppi í hjá ömmu og það var notalegt að rumska við hana fara fram úr eldsnemma morguns og kveikja á kaffikönn- unni. Hún tók með sér rjúkandi heitt kaffið inn í rúm og lagðist aftur upp í. Eins kraftmikil og hún var þá var samt svo mikil værð yfir henni. Ég man ekki eftir henni nema einni, þ.e. án afa. Hún var svo sjálfstæð og dugleg og mikil félagsvera. Hún hélt falleg konu- boð og var í konuleikfimi. Eitt árið var ég á æfingum í Íþrótta- húsinu við Strandgötu á sama tíma og amma. Ég á handbolta- æfingu og hún í konuleikfimi. Hún var gömul handbolta- kempa og varði markið fyrir Hauka. Það var ómetanlegt að sjá myndir af ömmu sinni uppi á vegg í Haukahúsinu. Amma elskaði sólina. Ég sé hana fyrir mér þar sem að hún situr í tröppunum á pallinum í Hlíðarbóli, heldur á rjúkandi heitum kaffibollanum í báðum höndum og lygnir aftur augun- um og drekkur í sig sólina. Amma var langlíf en missti lífs- förunaut sinn fyrir 28 árum. Ég vona að þau séu nú sam- einuð í sólinni og séu með eitt- hvað gott að drekka. Elska þig, elsku amma. Rakel Flygenring. Elsku amma. Takk fyrir allt, takk fyrir vöfflurnar, peysurnar, stólana og heitu brauðréttina. Takk fyrir kökurnar sem þú sagðir að væru óvart „svo ljótar“. Takk fyrir okkur Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarr- andi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Ágúst Þór og Sigrún Helga. Elsku amma Bubba, það er sárt að skrifa þessi minningarorð í kveðjuskyni og rifja í leiðinni upp þær fallegu minningar sem ég á um þig. Þú varst skemmtileg og glað- lynd og hörkudugleg. Þú áttir alltaf kökur og nammi og jafnvel smákökur í júlí, já varst svo sannarlega af gamla skólanum og hentir engu, stoppaðir meira að segja í sokka. Þú kenndir mér að prjóna og sauma og baka. Ég á ófáar minningar úr eld- húsinu á Hringbrautinni og úr Hlíðarbóli. Flatkökurnar þínar voru þær allra bestu og mér fannst gaman að hjálpa þér. Mér fannst notalegt að sitja á eldhúskollinum og hlusta á þig segja mér sögur frá því í gamla daga, þvílík forréttindi sem það voru að eiga ömmu í næstu götu. Mér fannst þú alltaf vera svo fín frú, í pels og með varalit, settir á þig krem og rúllur í hárið og lyktaðir svo vel. En í sveitinni klæddist þú gúmmítúttum og kvennahlaups- bol, eins og allt önnur amma, til í að labba með mér upp á bæ og fara í fjósið. Þú varst sjálfstæð og keyrðir á bleika bílnum þínum upp í sumarbústað flestar helgar og fluttir þangað á sumrin, þar leið þér vel í hreina loftinu og vakn- aðir við fuglasöng á hverjum morgni. Ég vona að fuglarnir syngi fyrir þig þar sem þú ert. Amma hafði arnarsjón og saumaði eins og eldibrandur til síðasta dags. Hún skilur eftir sig dásamlega fallega útsaumaða stóla og heilu fjöllin af ullar- peysum. Ég dáðist að þér elsku amma sem allt gast og vissir allt. Minningarnar eru margar og ég er þakklát fyrir að börnin mín skyldu fá að kynnast þér og skapa fallegar minningar um þig. Megi minningarnar lifa að ei- lífu. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Ég elska þig amma. Þín Kristín (Stína). Haustið 1969 er foreldrar mínir lentu í bílslysi fór ég allan veturinn beint eftir skóla heim til Bubbu og Gústa og borðaði há- degismat og var þar þar til pabbi kom heim úr vinnu. Er mér minnisstætt hvað það var góður matur hjá Bubbu, tala nú ekki um lúðusúpuna og þykka grjónagrautinn og hvað það var mikið líf og fjör við matarborðið og hvað mér var vel tekið og bara eins og ég væri einn úr fjöl- skyldunni og þarna mynduðust tengsl sem aldrei rofnuðu. Gamlárskvöldin voru ógleym- anleg hjá Bubbu og Gústa og alltaf hlakkaði ég til að koma til þeirra á því kvöldi, alltaf var mér vel tekið og gestrisni þeirra mikil. Mamma og Bubba voru frænkur og held ég að þær hafi hist næstum því á hverjum degi þannig að hún var órjúfanlegur hluti af tilverunni. Bubba var mjög hreinskilin kona og var ekkert að skafa utan af hlutun- um og sagði sína meiningu um- búðalaust. Ég var nú enginn kór- drengur á yngri árum og ef Bubba var ekki sátt við mig fékk ég að heyra það umbúðalaust og líkaði mér það vel. Ég skrifa þessar línur því að mig langar til að þakka fyrir mig, fyrir þann velvilja og hlýju sem Bubba og Gústi sýndu mér. Nú fallin er frá góð kona en eftir standa góðar minningar. Þorvarður. Guðbjörg Flygenring Móðir mín og amma, FJÓLA STEINSDÓTTIR MILERIS, Skálagerði 5, Reykjavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 25. desember. Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. janúar klukkan 13. Georg Mileris Ana Maria Mileris Georg David Mileris Vladimir Mileris Angelika Mileris Dawes Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS SVAVAR MAGNÚSSON, Vættaborgum 4, Reykjavík, lést á líknardeild LSH í faðmi fjölskyldu sinnar 2. janúar síðastliðinn. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. janúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Magnúsar er bent á minningarsjóð Ásgeirs H. Einarssonar (Kiwanisklúbburinn Eldey). Hafdís Magnúsdóttir Elsa Annette Magnúsdóttir Elín Viola Magnúsdóttir Ragnar Ingi Magnússon Fatou N'dure Baboudóttir Helga Bryndís Kristjánsd. Jóhannes Kristjánsson og barnabörn Móðir okkar, LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Egilsstaðakoti, lést laugardaginn 5. janúar á Sólvöllum, Eyrarbakka. Jarðarför auglýst síðar. Helga Elín, Sigurbjörg, Guðsteinn Frosti og Einar Ástkær bróðir okkar, SIGURJÓN GUÐNI INGVARSSON, Hulduhlíð, heimili aldraðra, Dalbraut 1, Eskifirði, lést 25. desember. Hann verður jarðsettur frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 12. janúar klukkan 14. Margrét Aðalbjörg Ingvarsdóttir Eymar Yngvi Ingvarsson Eygló Halla Ingvarsdóttir Kolbrún Ásta Ingvarsdóttir Páll Geir Ingvarsson Ómar Grétar Ingvarsson Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓN K. SIGURSTEINSSON, andaðist 29. desember. Útförin fer fram frá Innrahólmskirkju föstudaginn 11. janúar klukkan 13. Leifur Birgir Jónsson Ægir Sigurbjörn Jónsson Helga Bettý Jónsdóttir og aðrir aðstandendur Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN SIGURÐSSON svæfingalæknir, lést laugardaginn 29. desember á gjörgæsludeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. janúar klukkan 15. Ásdís Magnúsdóttir Sigurður Örn Jónsson Sigríður Oddný Guðjónsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir Sæþór Ólafsson Hermann Páll Jónsson Éva Tóth Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN E. SIGURÐSSON, fv. forstjóri Hrafnistu, Hólabraut 17, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði 6. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. janúar klukkan 13. Rannveig Erna Þóroddsdóttir Sigþór Rafnsson Elísabet Rafnsdóttir Gerður Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Aðalstræti, Patreksfirði, lést á Landspítalanum 1. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 14. janúar klukkan 13. Laugardaginn 19. janúar klukkan 14 verður hún jarðsungin í Patreksfjarðarkirkjugarði. Kristín Viggósdóttir Hilmar Jónsson Haraldur Kr. Hilmarsson Helga Sigríður Úlfarsdóttir Bárður Hilmarsson Björg Sigmundsdóttir Birna Kristín Hilmarsdóttir og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.