Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 ✝ Einar BragiBergsson sjó- maður fæddist 22. febrúar 1950 á Sel- fossi. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 28. desember 2018. Foreldrar hans eru Bergur Bárðar- son, f. 26. febrúar 1924, d. 9. mars 2007, og Ágústa Einarsdóttir, f. 22. ágúst 1931. Systkini Einars Braga eru Ásta, f. 20. júlí 1951, hún á þrjú börn; Margrét, f. 11. janúar 1955, gift Reyni Pálssyni, f. 10. nóvember 1955, saman eiga þau þrjú börn; Hjördís Inga, f. 8. apr- íl 1962, gift Sigurði Þór Sigurðs- syni, f. 20. mars 1961, hún á einn son; Bárður Arnar, f. 14. júlí 1970, kvæntur Maríu Valsdóttur, f. 26. júlí 1969, og saman eiga þau tvö börn. rúnu Bernódusdóttur, f. 10. september 1951. Foreldrar hennar voru Bernódus Sigurðs- son, f. 19. september 1920, d. 13. ágúst 2008, og Helga Ásdís Rós- mundsdóttir, f. 14. maí 1925, d. 25. júní 2013. Sonur þeirra er Bergur Árni, f. 6. maí 1983. Eiginkona hans er Inga Kristín Kjartansdóttir, f. 14. janúar 1984. Dóttir þeirra Alexía Ýr. Guðrún á son úr fyrra hjóna- bandi, Friðgeir Rúnarsson, f. 27. apríl 1970, kvæntur Vilborgu Önnu Hjaltalín, f. 20. desember 1972. Saman eiga þau þrjá syni. Einar Bragi ólst upp á Selfossi og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Einar Bragi fór í Stýrimanna- skólann veturinn 1970 og lauk þaðan stýrimannsprófi. Hann fékk síðar skipstjórnarréttindi. Einar Bragi var alla sína starfs- ævi á sjó þar til hann veiktist um borð í Gissuri ÁR árið 1997. Hann fluttist til Reykjavíkur, bjó um tíma í Kópavogi, síðar Breiðholti og svo í Grafarvogi. Einar Bragi verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju í dag, 9. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Einar Bragi kvæntist árið 1971 Jóhönnu Guðjóns- dóttur Öfjörð, f. 19. ágúst 1951. Sonur þeirra er Guðjón Öfjörð, f. 4. júlí 1971, kvæntur Kristjönu Hrund Bárðardóttur. Börn þeirra; Jóhann Bragi, Anna Sigríð- ur, Bárður Ingi og Jenný Arna. Einar Bragi eignaðist Baldur Frey, f. 16. janúar 1979, með Bryndísi Björk Sigurjónsdóttur, f. 7. febrúar 1960. Fyrri kona Baldurs er Berglind Rós W. Torfadóttir, sonur þeirra er Ísak Nói, f. 15. janúar 2010. Eigin- kona Baldurs er Barbara Hafey Þórðardóttir, f. 8. mars 1973. Dóttir þeirra er Harpa Hafey, f. 21. nóvember 2015. Einar Bragi kvæntist Guð- Nú þegar ég kveð minn kæra bróður, Einar Braga, koma upp í hugann margar minningar. Fyrstu minningarnar eru frá barnæskunni þegar fjölskyldan bjó á Selfossi. Það var mikill aldursmunur á okkur Einari, hann elstur og ég langyngsta systir hans. Þar sem ég var svo lítil var ég örugglega uppáhalds hjá honum og ég var mjög stolt af því að eiga svona stóran og flottan bróður. Hann fór ungur á sjóinn, fór að búa og þurfti að vinna fyrir sér. Ég man best eftir því þegar hann var á millilandaskipi og kom heim fær- andi hendi, sælgæti og dót sem fékkst hvergi nema í útlöndum. Mér er líka minnisstæður vetur- inn þegar hann bjó hjá okkur í Reykjavík, þegar hann var í Stýrimannaskólanum. Þann vet- ur hafði ég það hlutverk að vekja hann á morgnana til þess að hann mætti á réttum tíma í skól- ann. Þetta var krefjandi verkefni sem ég leysti mjög vel. Einar var elstur okkar syst- kinanna og fékk að vera í sveit í Hallskoti hjá ömmu og afa og þar undi hann sér vel. Þegar hann var orðinn fullorðinn byggði hann sumarbústað í landi Hall- skots og við systkinin eigum margar góðar minningar frá þeim tíma þegar við komum saman í sumarbústaðnum hjá Einari og Gunnu. Einar Bragi var bæði laghentur og duglegur til vinnu. Í sumarbústaðnum var hann jafnan hrókur alls fagnað- ar, mikið sungið enda söngur og tónlist hans hjartans mál. Stóra áfallið í lífi Einars Braga og fjölskyldu hans dundi yfir vorið 1997 þegar hann var fluttur í land með þyrlu, eftir að hafa fengið heilablæðingu úti á sjó. Honum var vart hugað líf í nokkra mánuði. Hann komst aldrei til góðrar heilsu eftir þessi veikindi og var í hjólastól það sem eftir var ævinnar og átti örð- ugt með tjáskipti. Jákvætt við- horf til lífsins var eitt af hans persónueinkennum, sem honum tókst að halda í, eftir að hann veiktist. Því kynntist ég svo vel í þau fjölmörgu skipti sem við fór- um saman á kaffihús í bænum eða gönguferð í Kringluna. Hann í hjólastól og ég að ýta. Hann söng stundum allan tímann. Við andlát Einars Braga er söknuður og sorg efst í mínum huga. En minningin um góðan, sterkan og skemmtilegan bróður lifir. Í mínum huga er aðdáunar- vert hvernig hún Gunna, eigin- kona Einars Braga, hefur staðið eins og klettur við hlið mannsins síns í gegnum hans veikindi og barist fyrir hans velferð. Ég hugsa líka með þakklæti til þeirra fjölmörgu starfsmanna í Hátúni sem hafa annast hann svo vel í gegnum árin. Ég vil votta fjölskyldu Einars, Gunnu, mömmu Ágústu og strákunum hans, Guðjóni, Baldri, Bergi Árna, Friðgeiri og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð. Hjördís Inga. Einar Bragi Bergsson ✝ Gunnar Hall-dórsson fædd- ist á Berjadalsá 10. apríl 1926. Hann lést 24. des- ember 2018. Foreldrar hans voru Ólöf Helga Fertramsdóttir, f. 2.11. 1893, d. 14.5. 1992, og Halldór Marías Ólafsson sjómaður, f. 2.11. 1894, d. 12.9. 1955. Þau bjuggu lengst af á Ísafirði. Fóstursystir Gunnars er Ragn- heiður Margrét Friðbjarnar- dóttir, látin. Systkini Gunnars eru: Bjarni Fertram, látinn, Guðbjörg Halldóra, Ólafur, látinn, Ingólfur Sigurjón, lát- inn, Margrét Indiana, látin, og Ragnheiður. Árið 1944 kvæntist Gunnar Friðdóru Jóhannesdóttur frá Hellissandi, f. 1923, d. 2009. Þau skildu 1960. Börn þeirra: 1) Jónína Jófríður (kjördóttir Gunnars), f. 13.1. 1942, d. 10.2. 1987, maki Kolbeinn Sigurðs- son. Börn þeirra: Sigurður, Jó- hannes Ingi, Björn, f. 1977, d. þau saman í rúma hálfa öld, lengst til heimilis á Túngötu 23, Álftanesi. Álfhildur lést 27. mars 2015 og í lok þess árs flutti Gunnar í Naustavör 7, við Hrafnistu í Garðabæ. Saman eiga Gunnar og Álf- hildur dótturina Gunnhildi Sæ- dísi, f. 26. maí 1963, maki Hilmar Þórðarson. Börn henn- ar með Rony W. Echegaray Linares eru Victoría Sædís og Gunnar Manuel. Barn með Hilmari er Sveinn Úlfur og barn Hilmars er Ingibjörg Vala. Yngsta dóttir Álfhildar frá fyrra hjónabandi, Sigríður Snædís, ólst einnig upp hjá þeim. Dætur Álfhildar af fyrra hjónabandi með Rögnvaldi Rögnvaldssyni eru: Ragnheið- ur Lárey, maki Sverrir Björns- son, Guðný Pála, látin, maki Hörður Björnsson, Matta Rósa, maki Ragnar Ólafsson, og Sig- ríður Snædís, maki Þorsteinn Már Aðalsteinsson. Eftir að Gunnar flutti af Álftanesinu endurnýjaði hann kynni sín við Jónu Helgadótt- ur, en þau þekktust frá æsku- árum sínum á Ísafirði. Tókust með þeim miklir kærleikar og bjuggu þau saman á Hrafnistu þar til Jóna lést 29. janúar 2018. Útför Gunnars fer fram frá Bessastaðakirkju í dag, 9. janúar 2019, klukkan 13. 2016, og Friðdóra Dís. 2) Ólöf, f. 14.4. 1945, maki Eysteinn Guðlaugsson, f. 1936, d. 2016, börn Gunnar Már Le- vísson og börn Ey- steins, Guðrún og Eysteinn. 3) Jó- hanna, f. 19.8. 1946, maki Reynir Benediktsson, syn- ir þeirra Rúnar, Einar Ingi, Benedikt og Gunnar. 4) Kristín Auður f. 31.12. 1948, maki Er- lingur Kristinn Guðmundsson, börn þeirra Lúðvík, Friðdóra og Oddný. 5) Halldóra María, f. 4.2. 1957, maki Einar Vídal- ín Guðnason. Barn með Ragn- ari R. Þorgeirssyni Helena Lind og með Reyni Marteins- syni Ástmar. 6) Halldór Grét- ar, f. 3.4. 1959, d. 15.8. 2016, barn hans með Pernillu Shrö- der er Samúel Peefeedt. Börn með Önnu Margréti Elíasdótt- ur Elías Þór og Hekla. Gunnar kvæntist Álfhildi Friðriksdóttur frá Sauðár- króki, f. 7. ágúst 1923, og lifðu Komið er að kveðjustund föð- ur míns Gunnars Halldórssonar, en segja má að hann hafi seink- að ferð sinni til fyrirheitna landsins frá því á vormánuðum en ekki verið ferðbúinn fyrr enn á sjálfan aðfangadag. En enginn veit nema sá sem fer hvort þetta er upphaf að nýju ferðalagi eða endalok ferðalags. Hann lést á Hrafnistu, þar undi hann hag sínum vel síðustu æviár sín meðal samferðamanna sinna og naut dyggrar umsjónar starfsfólksins, sem vert er að þakka. Hann tók virkan þátt í fé- lagsstarfi frá degi til dags, en dansinn átti hug hans allan og dansaði hann við öll tækifæri sem gáfust og sveif um dans- gólfið eins og enginn væri morg- undagurinn. Ekki er langt síðan hann dansaði sinn hinsta dans og var hugsunin um dauðann örugg- lega víðs fjarri. Enginn veit hvenær dauðinn knýr dyra, sem er gott í sjálfu sér en undirstrikar hins vegar mikilvægi þess, sem nú er mikið rætt um í hraða hversdagsins, að lífið sé núna. Og ef til vill minnir það á að við komum til með að eiga okk- ar kveðjustundir, kveðjustundir sem enginn flýr í fyllingu síns tíma. Því allt hefur sitt upphaf og endi, hvort sem um er að ræða upphaf að einhverju nýju eða endalok þess sem var. Elsku pabbi minn, ég minnist ánægjulegra samverustunda okkar með eftirfarandi ljóði: Þú hafðir ljúfa og létta lund og saman áttum við góða stund. Þó komið væri að hinsta degi það sannara orð ég ei segi. (JG) Jóhanna Gunnarsdóttir. Ég kynntist Gunnari Hall- dórssyni tengdaföður mínum nokkuð seint, eða síðla árs 2001 er ég kom í heimsókn til dóttur hans Gunnhildar. Hann var þar staddur að sækja nafna sinn Gunnar og systur hans Victoríu sem biðu spennt eftir að komast heim til hans og ömmu Álfhildar á Álftanesinu. Var greinilegt á börnunum að Gunnar afi átti hug þeirra og hjarta, sem sann- færði mig um að hér væri ein- stakur persónuleiki. Kynni okk- ar tókust hægt enda Gunnar varkár maður og fór sér að engu óðslega. Mér fannst oft í fyrstu samræðum okkar eins og hann væri að mæla mig út, eins og ég væri spýta sem þyrfti að falla vel að smíðunum. Er ég ekki frá því að svo hafi verið því seinna átti ég eftir að komast að því að Gunnar var einstaklega góður smiður. Hann átti það til að birtast heima hjá okkur Gunnhildi með nokkrar fjalir, hverfa upp á háaloft, saga þar og negla upp sperrur til styrkt- ar þakstoðum. Að verki loknu var þeginn kaffibolli þar sem frekari framkvæmdir voru ræddar milli hans og Gunnhild- ar. Ég var sjaldan mjög virkur í þeim samræðum enda held ég Gunnar hafi fljótlega áttað sig á því að verðandi tengdasonur var ekki vel að sér í þeirri tegund smíða er þar var rædd. Þótt ekki væri vit mitt á trésmíðum mikið tók ég eftir því að fjal- irnar sem voru bornar upp á háaloft hurfu þar í þakstoðirnar þannig að ekki var einn bútur ónotaður. Furðaði ég mig oft á því hversu nákvæmur og nýtinn Gunnar var við útreikning, hver einasta fjöl sem barst í hús hverju sinni dugði akkúrat upp í það verkefni sem hann hafði ásett sér. Við frekari kynni varð mér það ljóst að Gunnar var svona í einu og öllu. Hann var einstak- lega nákvæmur og prinsipp- fastur, setti sér markmið og fylgdi þeim eftir af festu. Hann var rökfastur en jafnframt góð- ur mannlesari sem ávann sér vináttu og virðingu hvers þess sem kynntist honum. Það hefur reynst mér mikil gæfa að fá að kynnast Gunnari og finna hvernig vinátta okkar styrktist með árunum. Það var ómetan- legt fyrir mig að fá að njóta síð- ustu samveru minnar með hon- um á Hrafnistu í upphafi desembermánaðar þar sem hann lék á als oddi með léttu gríni um lífið og tilveruna. Hilmar Þórðarson. Nú er afi minn, Gunnar Hall- dórsson, búinn að kveðja þetta tilverustig eftir 92 farsæl ár og heldur leið sinni áfram á það næsta. Afa mínum kynntist ég eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar 11 ára gamall ásamt foreldrum mínum og bræðrum. Ég hitti hann sjaldan en hafði þó heyrt af honum endrum og eins á upp- vaxtarárum mínum á Snæfells- nesi. Mínar fyrstu minningar af afa eru úr garðinum hans og Öllu konu hans á Álftanesi þar sem þau bjuggu. Afi var alltaf mjög iðinn og handlaginn og ræktaði í garðinum allrahanda ber, græn- meti og plöntur og var ávallt gaman að smakka uppskeruna og svamla í heita pottinum þar sem afi notaði forláta Nilfisk- ryksugu til að búa til loftbólur. Afi var mikill áhugamaður um ættfræði og var alltaf mikið með á nótunum um hvað ég og aðrir afkomendur hans voru að fást við. Sama um hvaða fólk maður ræddi við hann þá vissi hann alltaf deili á því og gat frætt mann um það nánar. Afi var hlýr, hnyttinn og skel- eggur maður sem ávallt var gott að sækja heim. Hann sýndi manni einlægan áhuga og gaf af sér til samfélagsins sem hann tók þátt í að byggja á Álftanesi. Hann var drífandi og dugandi fyrirmynd sem ég er stoltur af og þakklátur fyrir að hafa átt sem afa. Á þrítugsaldri fækkaði heim- sóknum mínum til afa og Öllu en hugur minn reikaði oft til hans. Á síðustu sex árum fór ég að venja komur mínar aftur til hans og urðu þær tíðari eftir að hann flutti á Hrafnistu í Hafn- arfirði þar sem hann tók manni alltaf fagnandi, af einlægni og með bros á vör. Það var líka af- ar ánægjulegt að fá að sjá hvað náið samband hans og móður minnar hafði mótast síðustu æviár hans. Takk fyrir samveruna, ein- lægnina og drifkraftinn elsku afi minn, ég mun ætíð minnast þín með hlýju og þakklæti í hjarta. Benedikt Reynisson. Gunnar Halldórsson Elskuleg systir okkar og mágkona, HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, frá Sunnuhvoli, Sandgerði, andaðist sunnudaginn 23. desember á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki V-3 á Grund fyrir einstaka og hlýja umönnun. Ólafur Stefánsson Gunnhildur Alfonsdóttir Stefanía Stefánsdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON, M.A., fv. framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, Raufarseli 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 6. janúar. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 16. janúar klukkan 13. Guðrún Helga Sigurðardóttir Friðrik Friðriksson Benedikt Sigurðsson Kjartan Emil Sigurðsson Aldís Eva Friðriksdóttir Dagur Páll Friðriksson Emelía Rut Viðarsdóttir Bróðir okkar og uppeldisbróðir minn, STEINBJÖRN BJÖRNSSON, Búðagerði 5, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn 5. janúar. Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 15. janúar klukkan 13. Unnur Björnsdóttir Sigrún Jóney Björnsdóttir Gunnlaugur Björnsson Anna Steinbjörnsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.