Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 27
2005. Þá hafa bækurnar einnig komið út í enskri og danskri þýð- ingu. Árið 2007 kom út fjórða skáldsaga Böðvars, Sögur úr síð- unni en sú bók ber undirtitilinn, þrettán myndir úr gleymsku. Árið 2009 kom síðan út skáldsagan Enn er morgunn. Leikrit Böðvars eru Loki þó! 1973; Krummagull 1976; Skolla- leikur 1977; Grísir gjalda 1979; Úr aldaannál 1982; Þórdís þjófamóðir 1982; Ættarmótið 1990; Kvenna- skólaævintýrið 1995. Böðvar hefur einnig samið fjöldann allan af söngtextum. Meðal þýðinga Böðv- ars má finna verk eftir Heinrich Böll, Roald Dahl, Michael Ende og Astrid Lindgren. Þá tók Böðvar einnig saman rit- in Bréf Vestur-Íslendinga I og II sem út komu árin 2001 og 2002, en áðurnefndar skáldsögur um vest- urfarana eru að nokkru leyti byggðar á bréfum frá Vestur- Íslendingum. Böðvar skrifaði einnig bókina Jónas Hallgrímsson: Ævimynd, en hún var gefin út á vegum menning- arfélagsins Hrauns í Öxnadal árið 2007 en þá voru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar. Böðvar hefur dvalið á danskri grund í áratugi og býr í bænum Nivå sem er á Sjálandi. Fjölskylda Böðvar er fjórkvæntur. Fyrsta kona hans var Hjördís Hákonar- dóttir, f. 28.8. 1944, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Önn- ur kona Böðvars var Kristín Á. Ólafsdóttir, f. 3.1. 1949, borgar- fulltrúi og kennari. Þriðja kona Böðvars var Helga Kress, f. 21.9. 1939, prófessor við HÍ. Eiginkona Böðvars er Eva Rode, f. 10.7. 1945, ritstjóri við Forníslenska orðabók Stofnunar Árna Magnússonar við Kaup- mannahafnarháskóla. Hún er dótt- ir hjónanna Thomasar Nielsen for- stjóra og Tove Nielsen, fyrrverandi setjara. Systkini Böðvars eru Kristín Guðmundsdóttir, f. 27.5. 1932, d. 18.2. 2005, lengst af húsmóðir í Hafnarfirði og Keflavík, og Sig- urður, f. 20.4. 1937, d. 17.4. 2002, bóndi á Kirkjubóli. Foreldrar Böðvars voru hjónin Guðmundur Böðvarsson, f. 1.9. 1904, d. 3.4. 1974, skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu, og Ingi- björg Sigurðardóttir, f. 20.4. 1911, d. 21.5. 1971, húsfreyja. Böðvar Guðmundsson Jórunn Jónsdóttir húsfreyja Jón Jónsson bóndi í Lundarreykjadal Helga Jónsdóttir húsfreyja í Hvammi Sigurður Helgason bóndi í Hvammi í Hvítársíðu Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Kirkjubóli Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja Hildur ónsdóttir húsfr. í Ánanaust- um í Rvík J Björn Jónsson skip- stjóri í Ána- naust- um Anton Björnsson bryti í Rvík Markús Örn Antonsson fv. útvarps- og borgarstjóri Sigríður jörnsdóttir húsfreyja í Rvík BBjörnBjarnason fv. ráðherra inar Jónsson innumaður í Hvítársíðu E v Jón Einarsson innumaður í Hvítársíðu vStefán Jónssonrithöfundur Helgi Böðvarsson bóndi á Lambastöðum á Mýrum Guðjón Helgason vegaverkstjóri í Laxnesi Halldór Laxness nóbelsskáld Árni Helgason organisti í Grindavík Guðmundur rnason kennari í Kópavogi Á Selma Guðmundsdóttir píanóleikari Jón Jónsson bóndi á Leyni í Hvítársíðu og víðar, síðar í Winnipeg Sigurbjörg Steingrímsdóttir húsfreyja, síðar í Winnipeg Böðvar Jónsson bóndi á Kirkjubóli Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli Guðrún jarna- dóttir úsfr. í Múla- koti í vítár- síðu B h H Jón Páls- on b. í ljóts- ungu í vítár- síðu s F t H Berg- þór óns- son b. í jóts- ungu J Fl t Páll Berg- þórs- on fv. eður- stofu- stjóri s v Berg- þór Páls- son óperu- söngv- ari Halldóra Bjarnadóttir húsfreyja Jón Sveinsson bóndi í Höll í Þverárhlíð Úr frændgarði Böðvars Guðmundssonar Guðmundur Böðvarsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu Þór Magnússon fv. þjóðminjavörður Sigríður Jóhanna Þórðardóttir símastúlka, síðar húsfr. í Rvík Jóhannes veinsson b. Síðumúla- veggjum í Hvítársíðu S á Sveinn Jó- hannesson . á Haugum Stafholts- tungum b í Guðrún Karólína Sveinsdóttir húsfr. á Hvammstanga ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 Ólafur Hjaltason var fyrsti lút-erski biskupinn á Hólum.Hann var biskup á Hólum frá 1552 til dauðadags 9. janúar 1569. Óvíst er hvenær Ólafur fædd- ist, en ártöl frá 1481 til 1492 hafa verið nefnd. Faðir hans var Hjalti Arnkelsson, smiður og hringjari á Hólum, en móðir hans er ókunn. Ólafur ólst upp á Hólum, stundaði síðan nám í Björgvin í Noregi og varð prestur um 1517. Fékk skömmu síðar Vesturhópshóla og var prófastur í Húnaþingi 1527-1532. Hann varð síðan dómkirkjuprestur á Hólum og var mikils metinn af Jóni Arasyni biskupi. Hann fékk Laufás 1539. Vorið 1542 fór Ólafur á konungs- fund, sem fulltrúi Jóns Arasonar, og dvaldist í Danmörku og Þýskalandi veturinn 1542-1543. Eftir utanförina hneigðist Ólafur til kenninga Lúters og varð það til þess að Jón biskup bannfærði hann 1549 og svipti hann embætti. Ólafur fór til Kaupmanna- hafnar 1550 og fékk uppreisn æru af konungi og Laufás á ný. Ólafur er ekki talinn meðal helstu biskupa á Hólum, enda var fjár- hagur stólsins erfiður fyrst eftir siðaskiptin. Hann lagði þó áherslu á skólahald, m.a. til að styrkja presta- stéttina í hinum nýja sið. Ólafur lét prenta nokkrar bækur í prentsmiðjunni á Breiðabólstað í Vesturhópi. Til eru tvær óheilar bækur sem hann gaf út: Passio (þ.e. píslarpredikanir, 1559), eftir Anton- ius Corvinus, í þýðingu Odds Gott- skálkssonar, og Guðspjallabók (1562). Ólafur mun hafa þýtt nokkra sálma á íslensku. Kona Ólafs Hjaltasonar var Sig- ríður Sigurðardóttir. Hún var öllu yngri en hann og þau áttu engin börn saman. Sigríður eignaðist þó barn framhjá honum með manni sem Bjarni hét og er sagður hafa flú- ið land. Ólafur og Sigríður skildu 1562 eða fyrr. Á meðan Ólafur var kaþólskur prestur eignaðist hann tvö launbörn, Hallfríði og Hjalta, d. 1588, prest í Fagranesi á Reykja- strönd í Skagafirði. Merkir Íslendingar Ólafur Hjaltason Hólar í Hjaltadal Ólafur var fyrsti lúterski biskupinn á Hólum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson 90 ára Kristjana Guðmundsdóttir 85 ára Búi Vilhjálmsson Guðrún Margrét Kristjánsdóttir Guðrún Sigurðardóttir Stella Eyrún Clausen 80 ára Abdesselam Banine Gunnar Andrésson Hallbjörg Þórhallsdóttir Ingibjörg Jóhannesdóttir Þórdís A. Sigurjónsdóttir 75 ára Anna Gerður Njálsdóttir Hilmar A. Albertsson Rannveig Ólafsdóttir 70 ára Agnar Hólm Kolbeinsson Anna Agnarsdóttir Drífa Garðarsdóttir Guðmundur Ólafsson Magnús Matthíasson Ólafur Guðlaugur Viktorsson Pála Ragnarsdóttir Páll S. Ragnarsson Þórunn Berndsen 60 ára Aðalheiður Ingadóttir Garry Raymond Hurst Grétar Pálsson Ragnheiður Ingadóttir Randver Páll Gunnarsson Sigurlaug Ólafsdóttir 50 ára Aranka Pawlowszky Arnar Freyr Jónsson Edda Björk Sigurðardóttir Grzegorz Nowosad Hanna María Harðardóttir Heimir Kristjánsson Ketill Berg Magnússon Kirsten Hildegard Strodtkötter Mirjana Ivic Sigrún Ragnarsdóttir Vala Jóna Garðarsdóttir Þorsteinn S. Björnsson Þráinn Steinsson 40 ára Birkir Már Birgisson Einar Sigurðsson Fannar Snær Smárason Gísli Marinó Hilmarsson Guðmundur Ármann Böðvarsson Harpa Dögg Magnúsdóttir Helga Guðrún Högnadóttir Ingibjörg Eðvaldsdóttir Jenný Lind Tryggvadóttir Jóhann Kristinn Jóhannsson Magdalena Julita Zwolak Markús Bjarnason Michal Godlewski Óskar Hafberg Róbertsson Sigríður Ellen Arnardóttir Særún Arna Bergdal Önnudóttir Vilberg Njáll Jóhannesson 30 ára Ásdís Ósk Þórsdóttir Davíð Ágúst Kúld Kristinsson Guðmunda Ólafsdóttir Guðrún Hulda Guðmundsdóttir Han Xiao Helga Lindberg Jónsdóttir Nanna Rúnarsdóttir Ricardo O. Muniz Gutierrez Sigurbjörn Bárðarson Vigdís Bjarnadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ásdís er Reykvík- ingur, uppalin í Vogunum en býr í Vesturbænum. Hún er þjónustufulltrúi hjá Miðlun. Maki: Patrik Fjalar Skaptason, f. 1989, vinn- ur hjá HB Granda. Foreldrar: Þór Gunnars- son, f. 1964, sjálfstætt starfandi málari, búsettur í Reykjavík, og Sigrún Einarsdóttir, f. 1956, heimavinnandi, búsett í Grindavík. Ásdís Ósk Þórsdóttir 40 ára Jóhann er Reykvík- ingur, löggildur slökkviliðs- og sjúkraflutningam. og er fréttamaður á Stöð 2. Maki: Arnhildur Eva Stein- þórsdóttir, f. 1980, flug- freyja hjá Icelandair. Börn: Kristófer Blær, f. 2001, Birta Kristín, f. 2002, og Mikael Darri, f. 2008. Foreldrar: Jóhann I. Hall- dórsson, f. 1952, húsa- smiður, og Soffía Kwas- zenko, f. 1953, framkvstj. Jóhann K. Jóhannsson 30 ára Sigurbjörn er úr Bústaðahverfinu en býr í Kópavogi. Hann er bygg- ingaverkfræðingur og starfar hjá Munck Íslandi. Maki: Silja Stefnisdóttir, f. 1989, er að klára MS-nám í rekstrarverkfr. við HR. Stjúpbörn: Katrín, f. 2011, og Emil, f. 2014. Foreldrar: Bárður Mar- teinn Níelsson, f. 1954, innkaupastj., og Sigrún Ólafsdóttir, f. 1955, dag- foreldri. Sigurbjörn Bárðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.