Morgunblaðið - 09.01.2019, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
ROYAL KARAMELLUBÚÐINGUR
... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI
MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS
A�taf góður!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Valdabarátta getur gert það að verkum
að þú finnir til máttleysis í dag. Fólk virðist
þrasgjarnt í dag en sýnir í raun bara ýtni.
20. apríl - 20. maí
Naut Gerðu upp við þig hvað þú vilt fá út úr til-
teknu sambandi. Leyfðu því öðrum að njóta sín
og sinntu þínu. Eitthvað óvænt gæti gerst
varðandi þínar persónulegu eigur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gerðu eitthvað til að bæta samband
þitt við samstarfsfólk þitt í dag. Byrjaðu dag-
inn á því að dreifa verkefnum til þeirra sem eru
til í að hjálpa þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nákominn einstaklingur finnur sig knú-
inn til þess að standa fast á sjálfstæði sínu.
Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila og
að sættir byggjast á málamiðlun.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt það sé freistandi til að halda friðinn
að verða við kröfum annarra er það ekki rétta
lausnin til frambúðar. Mundu að góð vinátta er
gulli betri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þú hafir sett markið hátt er engin
ástæða til að ætla annað en þér takist að ná
því. Endurskrifaðu niðurdrepandi sögu sem þú
hefur verið að segja þér og hafðu góðan endi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Óvænt heimsókn færir þér upp í hend-
urnar tækifæri til þess að gera upp gamlar
deilur. Losaðu þig við óöryggið – sem fær þig
til að vilja hafa stjórn á ástandinu – og slapp-
aðu bara af.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert mótsagnakenndur en það
er hluti af hversu heillandi þú ert. Sem betur
fer ertu líka kraftmikill, óhræddur og kátur að
eðlisfari.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú kemur öllu í verk sem þú ein-
beitir þér að. Ef þú hefur það í huga áttu eftir
að ná því sem þú þarft til þess að ávinna þér
virðingu einhvers nákomins.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur verið erfitt að opna augu
samferðamanna sinna og svo sannarlega að
hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í
heiminum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver þér eldri og vitrari gæti gef-
ið þér góð ráð í dag. Nýttu tímann vel og vertu
um leið opinn fyrir nýjum tækifærum til að
grípa.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er öllum hollt að eyða einhverjum
tíma með sjálfum sér og þú þarft að gera upp
þínar tilfinningar eins og aðrir. Taktu tillit til
annarra.
Ég hef alltaf haft gaman afhestavísum. Hér er ein eftir
Dagbjart Dagbjartsson á Boðnar-
miði: „Sjálfsagt tuttugu ár síðan eða
meira að ég hafði rekið stóð í rétt
og var eitthvað að garfa í því þegar
ég sá eitthvað sem þurfti snöggra
viðbragða við en hafði þá ekki járn-
aðan hest alveg við höndina í
augnablikinu þannig að ég henti
beisli upp í miðaldra meri sem hafði
þá verið í stóði í nokkur ár og henti
mér á bak berbakt og gekk í að
„redda málinu“. Þá varð þessi til:
Sitthvað kerla getur gert
göslast fram af snilli
en þó hún tölti töluvert
ekur hún víxl á milli.“
Guðmundur Arnfinnsson um „ný-
yrði ársins 2018:
Í flottustu orðanna flokki
finnst mörgum almestur þokki
yfir þeim
orðunum tveim
kulnun og klausturfokki.“
Anton Helgi Jónsson yrkir og
lætur fylgja mynd af fjórum ópal-
pökkum mismunandi á litinn með
skýringunni: „Bætir andrúms-
loftið“:
Ef trúa má krambúðarkauðanum
sem kyrjaði ópalinn rauðan um
er biturðin slík
að bragði hann lík
þá batnar því alveg af dauðanum.
Magnús Halldórsson yrkir um
tíðarfarið og veðrið:
Er að mestu öfgalaust
þótt ögn sig sperri,
en vetur, sumar, vor og haust,
í viku hverri.
Þó margir kjósi mildan vetur,
mikinn hita’og skafheiðríkt,
í ríminu það ruglað getur,
rabarbara’og annað slíkt.
Hér er Magnús í öðrum hugleið-
ingum:
Árin vörðu ákaft hlaða,
í því tel ég sannsleiksvott,
eins og klukkan auki hraða,
ævin hefur fokið brott.
„Um ábyrgð borgarstjóra við
endurgerð bragga við Nauthóls-
veg“ var fyrirsögn í Vísi, – Helgi
Ingólfsson deildi tengli:
Vandlæting er alveg sérstakt svið,
ef Samfylking þarf yfir mál að klóra.
Hana enn skal núna notast við
sem nauðvörn fyrir þrengdan borgar-
stjóra.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af miðaldra meri og
krambúðarkauða
„ÞÚ ERT EKKI SÁ FYRSTI SEM KEMUR
HINGAÐ OG REYNIR AÐ LÁTA MÉR
SNÚAST HUGUR.”
„HVERT HELDURÐU AÐ ÞÚ SÉRT AÐ FARA?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... smitandi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG VANN! ÉG VANN! ÉG ER SVO SPENNTUR! TVEGGJA VIKNA
SÓLAR LANDA-
FRÍ!
EKKI
GÁFAÐASTI
SNJÓKARLINN
MAÐURINN MINN
ER AÐ HUGSA UM
AÐ SKIPTA UM
STARF. HANN ER
ÞREYTTUR Á ÖLLUM
KVEÐJUSTUNDUNUM.
NEI, HANN ER BÖÐULL!
Ó, ER HANN
FARAND-
SÖLUMAÐUR?
Lífið er aftur að komast í fastarskorður eftir hátíðirnar. Meðan
á þeim stóð var eins og bílum hefði
fækkað um helming í umferðinni á
morgnana, en nú er hún aftur komin
í hefðbundinn hægagang. Skólar eru
hafnir á ný og fimm daga vinnuvika
blasir við. Víkverji tekur einnig eftir
því að farið er að draga úr ljósadýrð
í borginni. Hann skilur fullkomlega
að fólk taki niður jólaskraut inni hjá
sér, en hefur ekkert á móti því að
seríum og ljósum sé leyft að vera
uppi og loga utan dyra á meðan enn
er skammdegi og dimmt mestan
hluta dagsins.
x x x
Nú er tími útsalanna. Auglýstur erstórbrotinn afsláttur og ugg-
laust víða hægt að gera góð kaup.
Kunningi Víkverja sagði þó sögu
sem fékk hann til að staldra við.
Kunninginn hafði farið í verslun og
séð forláta yfirhöfn á útsölu. Átti
hún að kosta um níu þúsund krónur
og sagði á miðanum að áður hefði
hún kostað rúmar 16 þúsund krónur.
Kunningjanum þótti þetta grun-
samlegt því að hann hafði farið í búð-
ina skömmu áður en útsalan hófst og
þá hafði þessi sama flík átt að kosta
tæpar 11 þúsund krónur.
x x x
Þá er heimsmeistaramótið í hand-bolta karla að hefjast. Mótið er
haldið í Þýskalandi og Danmörku að
þessu sinni. Undanúrslitin verða í
þýsku hafnarborginni Hamborg og
úrslitin í danska bænum Herning
þar sem búa tæplega 50 þúsund
manns. Frakkar eru ríkjandi heims-
meistarar og hafa reyndar oftast
unnið heimsmeistaratitilinn, alls sex
sinnum. Fyrsta titilinn unnu þeir á
Íslandi árið 1995 og hafa verið iðnir
við kolann síðan. Svíar hafa hins
vegar unnið flest verðlaun á HM,
alls 11, og fjórum sinnum orðið
heimsmeistarar.
x x x
Víkverja finnst frábært að Íslandihafi enn einu sinni tekist að
tryggja sér þátttöku á stórmóti í
handbolta og mun fylgjast spenntur
með liðinu. Hann gerir sér ekki of
miklar vonir um árangur en á það til
að missa sig í hita leiksins.
vikverji@mbl.is
Víkverji
því að orð Drottins er áreiðanlegt og
öll hans verk eru í trúfesti gerð.
(Sálm: 33.4)