Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
Þrátt fyrir að manneskjan ísamnefndu ljóði Sigur-bjargar Þrastardótturvirðist ekki sterkleg, fljótt
á litið ekki mikið „meir en safn af /
stökkum beinum, / næfur / pappírs-
barki og hálfpottshjarta / sem má
ekki við miklu / má ekki út úr húsi / í
golu“, þá finnst ljóðmælandanum
rétt að taka fram – og talar af
reynslu, segir hún – „að það er / tals-
vert verk / að murka lífið úr mann-
eskju“. Þetta er kostuleg lýsing á
manneskju, sem er furðu viðkvæm
og þó sterk, en má þó teljast dæmi-
gerð fyrir persón-
urnar og mynd-
irnar sem mæta
lesendum nýrrar
og áhugaverðrar
ljóðabókar Sigur-
bjargar.
Þetta mun vera
áttunda frum-
samda ljóðabók
skáldsins, sem einnig hefur sent frá
sér sögur og leikverk á undan-
förnum tveimur áratugum. Og hér
eru ein 55 ljóð og skiptist bókin í
fimm hluta. Ef reynt er að lýsa við-
fangsefnunum þá má nefna mann-
inn, tilvistina, hversdagslífið, skáld-
skapinn – það hljómar svosem
hefðbundið og almennt en rödd
skáldsins er svo sérstök, sýnin á líf-
ið, hlutina og uppákomurnar svo
persónuleg, ísmeygileg, fyndin og
iðulega óvænt að hversdagslífið í
verkum Sigurbjargar verður oft
safn lítilla ævintýra, forvitnilegra ör-
mynda og bráðskemmtilegra upplif-
ana. Hún hefur þann hæfileika að
geta sýnt lesandanum hversdags-
leikann í alveg nýju ljósi og skapað
svo óvæntar tengingar að heimurinn
tekur einhverjum smávægilegum
breytingum – og þá er mikið unnið.
Því eins og segir réttilega í fyrsta
ljóðinu, „Urrabíta og drottningin“:
„vort dýra líf / er bakkafullt af undr-
um“.
Lengsta ljóð bókarinnar er
„Ávarp fjallkonu 2017“ og hún mælir
þar sem hún stendur „staðkyrr“ á
miðjum vegi með tertu í höndum,
spyr bláklukku hvað tímanum líði,
„það er byrjandi vetur / það er blás-
andi vor // en fast uppi við brjóstið /
er / blævalogn“. Þá vekja sérstaka
athygli tvö vel mótuð, tregafull og
falleg minningaljóð um skáld-
bræður. Í „Við gluggann, það sunnu-
dagskvöld“ er hugsað til Þorsteins
frá Hamri og er tileinkun í ljóð eftir
hann: Birtið sjón minni / breytileik
alls. Ljóðið er svona:
Þá ertu farinn
og ég forakta
tunglið
fyrir að falla ekki af himni
horfinn og ég
dreg mig að þöglum ofni
í þinn stað
strokinn burt
og ég læt vötnin leka
á hvítleita kistu, mái í mistur
spegilmynd mína
og man
engin orð í svipinn, svipinn –
Hitt, „Græna vatnið og við og
hann“, er falleg minning um Jónas
Þorbjarnarson, tregafull og sár.
Annars eru ljóð bókarinnar mörg
afar kátleg og skemmtileg, og mótuð
meðal annars af þeirri frumlegu
orðasmíð og orðaleikjum sem eru
eitt einkenni á skáldskap Sigur-
bjargar, hvort sem ort er um munst-
ur á lopapeysum sem eru „regluleg /
hjartalínurit yfir brjóst“, óttann við
rótdauða trjástofna sem kemur úr
erlendri barnabók eða óþol fyrir
kyrralífsmótívum í málverkum. Með
meðmælum um þessa fínu bók lætur
rýnir þessum skrifum lokið og vonar
að það fari ekki fyrir honum eins og
þeim sem minnst er á í ljóðinu
„Gaddakylfur“, að skáldinu finnist
hann ekki hafa sagt „eitthvað sér-
staklega rangt“, og það einmitt í jan-
úar, því þá, eins og þar segir:
sé ég mig
nauðbeygða til að slá hann
í eggslétt andlitið
með tröllaskaganum sem í mér býr
Hvaða sómakær gagnrýnandi vill
verða fyrir því að fá heilan Trölla-
skaga í andlitið?
Vort dýra líf er
bakkafullt af undrum
Morgunblaðið/Golli
Skáldið „… hversdagslífið í verkum Sigurbjargar verður oft safn lítilla æv-
intýra, forvitnilegra örmynda og bráðskemmtilegra upplifana,“ segir rýnir.
Ljóð
Hryggdýr bbbbn
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.
JPV forlag, 2018. Kilja, 80 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
kæruleysis fyrri kynslóða hvað varð-
ar notkun á plasti og fékk val um að
taka þátt í því að halda áfram að sóa
lífsins gæðum fyrir stundargróða
eða eiga það á hættu að vera kastað í
hættulega holu. Þar sem rýni fannst
hvorugur kosturinn góður fór hann á
vit annarra ævintýra á næstu síðum.
Ævar Þór kemur miklum fróðleik
fyrir í bókinni á skemmtilegan og
spennandi hátt. Hann útskýrir hvað
orðatilæki sem hann notar þýða og
bætir svo við aukafróðleik í lok bók-
arinnar. Rýnir er mjög hrifinn af að-
ferðafræði hans við að miðla fróðleik
til barna og ungmenna og á hann
heiður skilinn fyrir það.
Það er greinilegt að mikill metn-
aður er lagður í verkið og má segja
að bókarkápan og snilldarlega gerð-
ar myndir Evönu Kisu séu punkt-
urinn yfir i-ið á vel skrifaðri barna-
bók, bók sem endalaust er hægt að
lesa.
Morgunblaðið/Hari
Fróður „Ævar Þór [Benediktsson] kemur miklum fróðleik fyrir í bókinni á
skemmtilegan og spennandi hátt,“ segir í rýni um Þitt eigið tímaferðalag.
Nýleg rannsókn sem gerð var í Bret-
landi leiddi í ljós að regluleg upplifun
fólks yfir fimmtugt af menningar-
viðburðum minnkar líkur á þung-
lyndi á efri árum. Rannsóknin var
birt í British Journal of Psychiatry.
Rannsóknin náði til fleiri en 2.000
einstaklinga og kom í ljós að þeir sem
fóru að lágmarki einu sinni í mánuði í
leikhús, á myndlistarsýningu eða í
kvikmyndahús, voru 48% ólíklegri til
að upplifa þunglyndi en þeir sem
nutu ekki menningarviðburða.
Þeir sem upplifðu slíka viðburði
sjaldnar eða á nokkurra mánaða
fresti voru engu að síður 32% ólík-
legri til að upplifa þunglyndi á efri
árum en hinir sem upplifðu ekkert
slíkt.
Í The Independent er haft eftir
prófessor við University College í
London að fólk sé almennt meðvitað
um mikilvægi þess fyrir andlega og
líkamlega heilsu að njóta reglulegra
máltíða á dag og þess að hreyfa sig,
en fólk sé hins vegar ekki meðvitað
um að menningarleg virkni hafi einn-
ig góð áhrif á heilsu þess
Rannsóknin byggðist á annarri af-
ar umfangsmikilli sem yfir tíu ára
tímabil kannaði líkamlega heilsu, fé-
lagsleg gæði og andlega velferð þús-
unda fullorðinna Breta.
Menning
gegn
þunglyndi
Elly (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s
Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s
Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s
Stjarna er fædd.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s
Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Mið 23/1 kl. 20:00 8. s
Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s
Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s
Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s
Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka
Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 22:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 22:30
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 22:30 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 22:30
Fim 17/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200