Morgunblaðið - 09.01.2019, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
Eurosonic-tónlistarhátíðin í Gron-
ingen í Hollandi hefst 16. janúar og
stendur yfir til og með 19. janúar
og mun fjöldi íslenskra tónlistar-
manna og hljómsveita koma fram á
henni. Í ár verða einnig veitt ný
evrópsk tónlistarverðlaun á fyrsta
degi hátíðarinnar og bera þau heitið
Music Moves Europe Talent Aw-
ard, skammstafað MMETA.
Reykjavíkurdætur, eða RVK DTR,
eru meðal þeirra sem hljóta verð-
launin en alls verða 12 verðlaun
veitt. Dæturnar munu taka við
verðlaununum og halda tónleika í
stóru tjaldi á torgi Groningen en
einnig koma fram tónlistarkonurnar
Bríet og Hildur og hljómsveitirnar
Hugar, Uné Misére, Kælan Mikla
og Hatari.
Eurosonic er bæði tónlistar-
ráðstefna og tónlistarhátíð og koma
saman á henni starfsmenn helstu
útvarpsstöðva og tónlistarhátíða
Evrópu til skrafs og ráðagerða og
einnig og ekki síst til að sjá athygl-
isverða nýja tónlistarmenn og
hljómsveitir frá hinum ýmsu lönd-
um Evrópu.
Kastljósinu var beint sérstaklega
að Íslandi á hátíðinni sem haldin
var árið 2015 og kom þá fram mikill
fjöldi íslenskra tónlistarmanna og
hljómsveita, 19 atriði í allt.
Framsæknar Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra.
Reykjavíkurdætur verð-
launaðar í Groningen
Kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer birti í fyrradag
ljósmynd af sér á Instagram þar sem hann situr í stóli
leikstjóra við tökur á kvikmyndinni Bohemian Rhapsody
og þakkaði fyrir verðlaunin sem kvikmyndin hlaut á
Golden Globe-hátíðinni á sunnudaginn var. Singer var
rekinn úr starfi leikstjóra myndarinnar en er þó titlaður
leikstjóri hennar. Athygli vakti við afhendingu verð-
launanna að Singers var ekki minnst í þakkarræðum
þegar kvikmyndin hlaut verðlaun sem besta dramatíska
myndin og fyrir besta aðalleikara. Singer var gefið að
sök að mæta illa til starfa og eiga í deilum við leikara og
tökulið. Dexter nokkur Fletcher tók við sem leikstjóri en vegna reglna
stéttarfélags leikstjóra í Bandaríkjunum hélt Singer titlinum sem leikstjóri
myndarinnar en Fletcher hlaut titil aðstoðarframleiðanda.
Var rekinn en þakkar þó fyrir sig
Bryan Singer
Elísabet Ronaldsdóttir kvikmynda-
klippari er tilnefnd til Eddie-verð-
launanna, verðlauna samtaka kvik-
myndaklippara í Bandaríkjunum,
American Cinema Editors eða
ACE, fyrir klippingu á ofurhetju-
myndinni Deadpool 2, auk þeirra
Dirks Westervelts og Craigs Alp-
erts. Þau eru tilnefnd í flokki gam-
anmynda en aðrar myndir í þeim
flokki eru Crazy Rich Asians, The
Favourite, Green Book og Vice.
Verðlaun eru einnig veitt fyrir
klippingu á sjónvarpsþáttum og
sjónvarpsmyndum og verða Eddie-
verðlaunin afhent 1. febrúar næst-
komandi í Beverly Hills í Kaliforníu
í Bandaríkjunum.
Af kvikmyndum í öðrum flokkum
sem tilnefndar eru fyrir klippingu
má nefna Bohemian Rhapsody og
Green Book sem gerðu það gott á
Golden Globe-verðlaununum um
helgina. Deadpool 2 er framhald
Deadpool, eins og titillinn ber með
sér, og segir af kjaftforu ofurhetj-
unni Deadpool sem er ódrepandi og
sér spaugilegu hliðina á nánast
hverju sem er.
Hæfileikarík Elísabet Ronaldsdóttir.
Elísabet tilnefnd fyrir Deadpool 2
Norska listakonan Ingunn Vestby
opnar sýningu á verkum sínum í
Black Box, svarta kassanum, í Nor-
ræna húsinu í dag kl. 17 og verður
af því tilefni boðið upp á léttar veit-
ingar. Vestby vinnur með blandaða
tækni og vinnur verk sín í formi
ljósmynda, textíls og málverka og
blandar miðlunum ýmist saman eða
notar þá eina og sér. Sýningin ber
titilinn Closeups og segir í tilkynn-
ingu að Vestby sýni á óhlutbundinn
hátt myndmál hringrásar náttúr-
unnar. „Myndirnar endurspegla
ferla og stöðuga endurtekningu svo
óljóst er hvort eitthvað sé að fara
að myndast eða leysast upp. Sýn-
ingin sem sýnd er í Norræna húsinu
samanstendur af ljósmyndum og
blandaðri tækni,“ segir í tilkynn-
ingu. Vestby á að baki nám við
Kaupmannahafnarskóla og í Ny
Carlsberg Glyptoteks teaching
School en á undanförnum 30 árum
hefur hún unnið sem sjónlistamað-
ur og tekið þátt í fjölda hópsýninga
og tví- og þríæringum víða um lönd.
Abstrakt Hluti af verki eftir Vestby.
Endurspegla ferla
og endurtekningu
Heavy Trip
Metacritic 72/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 20.00
First Reformed
Metacritic 85/100
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 17.40, 22.00
Roma
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 17.20
Suspiria
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 64/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 19.30
Nár í nærmynd
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Erfingjarnir
Metacritic 82/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 17.30
Plagues of Breslau
Bíó Paradís 22.20
Holmes og Watson 12
Einkaspæjarinn Sherlock
Holmes og aðstoðarmaður
hans, dr. Watson, lenda í
kostulegum ævintýrum.
Metacritic 24/100
IMDb 3,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.00
Smárabíó 17.40, 19.30,
20.00, 21.40, 22.10
Háskólabíó 18.20, 21.00
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.50
Bumblebee 12
Breyti-vélmennið Bumble-
bee leitar skjóls í ruslahaug í
litlum strandbæ í Kaliforníu.
Charlie, sem er að verða 18
ára gömul, finnur hinn bar-
áttulúna og bilaða Bumble-
bee.
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 17.30
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Akureyri 19.45
Sambíóin Keflavík 19.30
Smárabíó 17.10, 19.50,
22.20
Second Act IMDb 5,8/10
Laugarásbíó 17.45, 19.50,
22.00
Háskólabíó 18.30, 20.20
Borgarbíó Akureyri 17.30,
21.30
Mortal Engines 12
Eftir Sextíu mínútna stríðið
lifa borgarbúar á eyðilegri
jörðinni með því að ráðast á
smærri þorp.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 48/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 20.00
Smárabíó 19.40, 22.40
Fantastic Beasts:
The Crimes of
Grindelwald
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka 19.30,
22.20
Bohemian
Rhapsody 12
Sagan um Freddie Mercury
og árin fram að Live Aid-
tónleikunum árið 1985.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Háskólabíó 20.30
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.00, 21.45
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Laugarásbíó 17.30, 22.35
Smárabíó 15.00, 16.40,
16.50, 19.40, 22.20
Sambíóin Álfabakka 17.30
Háskólabíó 18.00, 20.40
Borgarbíó Akureyri 17.15
Halaprúðar hetjur Eftir að þau verða bestu vinir
halda bjór og köttur í stór-
hættulegt ferðalag, til að
bjarga vinum þeirra sem var
rænt af geimverum.
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.45
Nonni norðursins 2 Smárabíó 15.20, 17.40
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.10
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Akureyri 17.00
Mary snýr aftur til Banks-fjölskyldunnar í
London á tímum kreppunnar miklu.
Metacritic 66/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.45, 19.40
Sambíóin Egilshöll 17.00
Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.30
Sambíóin Akureyri 17.00, 19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Háskólabíó 18.10
Mary Poppins Returns 12
Robin Hood 12
Krossfarinn Robin af Loxley og
Márinn félagi hans gera upp-
reisn gegn yfirvöldum.
Metacritic 32/100
IMDb 5,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
19.50, 22.10, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 22.10
Sambíóin Akureyri 22.10
Sambíóin Keflavík 22.20
Aquaman 12
Arthur Curry kemst að því að hann
er erfingi neðansjávarríkisins Atl-
antis, og þarf að verða leiðtogi
þjóðar sinnar.
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 19.20, 20.30, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.20, 22.20
Sambíóin Akureyri 22.10
Sambíóin Keflavík 22.00
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna