Morgunblaðið - 09.01.2019, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019
ICQC 2018-20
Hvort sem þig vantar að selja, kaupa,
leigja eða láta gera verðmat, erum við
reiðubúin að liðsinna þér.
Við leggjum áherslu á traust og
heiðarleg vinnubrögð, yfir 20 ára reynsla.
Hafðu samband og við aðstoðum þig.
HB FASTEIGNIR
Hrafnhildur Bridde
Löggiltur fasteignasali
hrafnhildur@hbfasteignir.is
s: 821-4400
Ármúli 4-6, 108 Reykjavík – Sími 821 4400 – www.hbfasteignir.is
ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sænska leikkonan Eva Melander var
ein þeirra sem tilnefndar voru sem
besta leikkona í aðalhlutverki á Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaununum sem
afhent voru í Sevilla 15. desember
síðastliðinn. Melander þótti sigur-
strangleg en hlaut ekki verðlaunin
þrátt fyrir frábæra frammistöðu sína
í kvikmyndinni Gräns, Mæri í ís-
lenskri þýðingu, sem sýnd var lengi
vel í Bíó Paradís.
Ofanritaður hitti Melander degi
fyrir afhendingu verðlaunanna ásamt
þremur öðrum blaðamönnum og
ræddi við hana um Mæri. Þeir sem
hafa ekki séð kvikmyndina en ætla
sér að sjá hana og vita lítið sem ekk-
ert um söguþráð hennar ættu ekki að
lesa lengra því ekki varð hjá því kom-
ist að ræða um ákveðna þætti sög-
unnar sem betra er að komi á óvart.
Þefar hina seku uppi
Í Mærum segir af landamæraverð-
inum Tinu og er hún einkar sérstök í
útliti, afar grófgerð og þrekvaxin og
þurfti Melander að sitja í förðunar-
stól í fjórar klukkustundir á degi
hverjum fyrir tökur. Fyrir vikið er
hún gjörsamlega óþekkjanleg því eft-
ir að förðunarmeistarar höfðu lokið
sínu starfi sást aðeins í augu leikkon-
unnar og munn, annað var andlits-
gervi og farði.
Tina býr að einstöku þefskyni, get-
ur bókstaflega þefað uppi lögbrjóta,
smyglara og annars konar glæpa-
menn. Hún kynnist Vore, manni sem
líkist henni mjög og um miðja mynd
kemur í ljós að þau eru alls ekki
menn heldur tröll. Það vissi Tina ekki
fyrir og hefur alla tíð haldið að hún
væri með litningagalla. Skýrir þetta
furðulega hæfileika hennar, til dæmis
þann að finna lykt af tilfinningum
manna og finna á sér þegar dýr eru
nærri.
Melander segir Svía þekkja vel
þjóðsögur af tröllum og sumir þeirra
þykist meira að segja hafa séð tröll.
Vísar hún í heimildarmynd um efnið
sem hún sá fyrir um þremur árum en
í henni héldu viðmælendur því fram
að þeir gætu séð tröll og bentu meira
að segja á hin ósýnilegu tröll og hlógu
að kjánalátunum í þeim. Leikkonan
er spurð að því hvort hún sé trölla-
trúar og hlær hún góðlátlega að
spurningunni og segir erfitt að af-
neita tilvist þeirra þar sem hún hafi
aldrei séð tröll. „Það er dálítið kjána-
legt að trúa ekki á eitthvað bara af
því maður hefur ekki séð það með
berum augum,“ segir hún kímin.
Ólíkar tengingar
Norðurlöndin eiga sínar ólíku
tröllasögur og myndlistarmenn hafa
túlkað tröll með ýmsum og ólíkum
hætti. Á Íslandi eru myndir Brians
Pilkingtons væntanlega þær þekkt-
ustu og tröllin í Mærum minna að
mörgu leyti á tröllin hans. Í kvik-
myndinni eru tröllin þó ekki risavaxin
heldur jafnstór mönnum, ólíkt ís-
lensku tröllunum. Melander segir að í
sínum huga séu tröllasögur táknræn-
ar fyrir óskilgreinanlegan ótta okkar
mannanna. „Það er afskaplega mann-
legt,“ segir hún um ritun slíkra
sagna.
Íslenski blaðamaðurinn bendir á að
þó svo Norðurlöndin eigi sínar trölla-
sögur séu þær ekki endilega kunnug-
legar þjóðum utan þeirra. Telur Mel-
ander að fólk sem ekki þekkir til
trölla muni tengja við tröllahluta sög-
unnar og skilja hann? „Ég held það,
reyndar,“ svarar Melander að bragði,
„kannski er það jafnvel einfaldara
fyrir þá áhorfendur í ákveðnum til-
fellum. Þeir munu ef til vill tengja á
ævintýralegri hátt við þann hluta
sögunnar.“
Melander bendir á að hægt sé að
skilja söguna á marga vegu og tengja
við eitt og annað í henni. Hún sé æv-
intýri á yfirborðinu en táknræn á svo
margan hátt, allegóría, táknsaga, og
það hafi heillað hana við fyrsta lestur
á handritinu.
Heillandi umbreytingar
Melander bjó sig vel undir tökur
en hún býr að mikilli reynslu í leik-
húsi, segist nú síðast hafa leikið Rík-
harð í Ríkharði III. eftir Shake-
speare. „Ég hef reynt mikið á mörk
mín sem leikkona árum saman,“ seg-
ir hún og að fyrir hlutverk Tinu hafi
hún skoðað vel mörk manns og dýrs
og að vissu leyti reynt að líkja eftir
dýri í hreyfingum sínum og látbragði.
Hún segist heilluð af umbreyting-
unni sem felst í starfi leikarans, hvort
sem hún er lítil eða mikil og fyrir
hlutverk Tinu breytti hún líkama sín-
um allsvakalega, bætti á sig 18 kg
með lyftingum og tugþúsundum hita-
eininga. „Ekki prófa það, þetta er
hræðilegt! “ segir hún blaðamönnum
og hlær innilega. Talið berst í fram-
haldi að stærð trölla og segir Mel-
ander tröll geta verið bæði agnarsmá
og risastór og nefnir sem dæmi Kar-
íus og Baktus sem búi sér til hús í
tönnum fólks og eru Íslendingum vel
kunnir.
Orkulaus í tökum
– Fékkstu ekki innilokunarkennd
af því að vera með þetta andlitsgervi
allan daginn og sitja í förðun í fjórar
klukkustundir?
„Fjögurra klukkustunda löng förð-
un veldur innilokunarkennd og líka
að bæta svona miklu á sig. Ég þurfti
að borða á 90 mínútna fresti til að ná
að þyngja mig um tíu kíló á átta eða
níu vikum. Eftir það hélt ég áfram að
þyngjast um tvö kíló á viku,“ svarar
Melander. Til að ná þeim lítt eftir-
sóknarverða áfanga borðaði hún helj-
arinnar býsn af kolvetnum, m.a.
brauð og pasta, rjómaís og súkku-
laðiköku. „Ég var alltaf að borða til
að ná tilteknum fjölda hitaeininga,“
segir Melander. Þessu áti hafi fylgt
mikið orkuleysi og því hafi hún verið
pollróleg í tökum.
Tinu líður illa í eigin líkama og það
sama má segja um Melander meðan á
tökum stóð. Til að ýta enn frekar
undir þessa ónotatilfinningu var hún
látin klæðast þröngum fötum og
heyra má á henni að henni leið ekki
mjög vel. „Ég varð líka mjög stirð af
lyftingunum, stundaði þær fjórum
sinnum í viku,“ segir Melander og sjá
má af svip blaðamanna að þeim er
farið að líða hálfilla af þessum lýs-
ingum öllum. Leikkonan kórónar
þær með því að segja vöðva og fitu
hafa háð stríð sín á milli undir húðinni
á henni. „Það var meira að segja erf-
itt að setjast á stól,“ segir hún og
brosir.
Líkt við pyntingar
En hvernig losaði hún sig svo við
þetta mikla farg?
„Mig minnir að ég hafi lést um 13
kíló á sjö vikum og svo fimm á tveim-
ur mánuðum eftir það. Ég var ör-
þreytt og vissi að ég yrði það þannig
að ég byrjaði ekki að vinna aftur fyrr
en þremur mánuðum seinna. Og það
var auðvitað mjög erfitt að leika í
gegnum andlitsgervið, grímuna, því
aðeins efri vörin á mér var ekki hul-
in,“ segir Melander. Að leika undir
grímunni hafi sannarlega verið mikil
áskorun og að loknum vinnudegi tók
klukkustund að ná gervinu af henni.
„Ég byrjaði kannski klukkan tvö um
nótt í förðun og sat þar til klukkan
sex. Síðan hófust tökur hálftíma síðar
og stóðu yfir í tíu klukkustundir. Ég
mátti alls ekki missa stjórn á skapi
mínu,“ segir Melander og hlær að
þessari þrekraun.
Leikkonan segist hafa reynt að
íhuga í hléum, þegar hún var ekki að
leika, og fara þannig út úr líkama sín-
um um stund. Hún segist hafa áttað
sig á því að svona tækist fólk líka á
við áföll og jafnvel pyntingar. Hún
segir leikarann Jim Carrey hafa
komið með þessa pyntingasamlíkingu
þegar hann lék Trölla í kvikmyndinni
um Trölla sem stal jólunum. Carrey
þurfti að sitja klukkustundum saman
í förðun til að komast í gervi hins
græna Trölla og ætlaði að hætta við
myndina, að sögn Melander. Á end-
anum hafi hann fengið þjálfun í því að
afbera þessar leikarapyntingar.
Við landamæri Melander í gervi Tinu í sænsku kvikmyndinni Gräns, eða Mærum eins og hún heitir á íslensku.
Ást Tina og Vore sem leikinn er af finnska leikaranum Eero Milonoff.
Óskilgreinanlegur ótti
Eva Melander þyngdi sig um 18 kg fyrir hlutverk Tinu í Mærum Margar tengingar má finna í
ævintýri um þefvísan landamæravörð Sat í förðunarstól í fimm klukkustundir á hverjum tökudegi
Umbreyting Eva Melander lagði
mikið á sig fyrir hlutverk Tinu.