Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 36

Morgunblaðið - 09.01.2019, Side 36
ÍS LE N SK A/ SI A. IS AI C 89 89 5 1/ 19 Bókaðu núna á airicelandconnect.is Innanlandsflug frá 7.965kr. Bandaríska tónlistarkonan Joseph- ine Foster heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21 og eru það þriðju tón- leikar hennar í húsinu. Í tónlist Foster renna saman margir tímar og heimar, að því er fram kemur á vef Mengis, og hefur hún komið víða við í tónlistarsköpun sinni og tilraunum. Gyða Valtýsdóttir flytur með henni nokkur lög. Tímar og heimar renna saman í tónlist Foster MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 9. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Valskonur unnu mjög sannfærandi sigur á ÍBV, 23:16, í uppgjöri efstu liða Olísdeildar kvenna í handknatt- leik í gærkvöld en þá fór deildin af stað á ný eftir tæplega tveggja mánaða hlé. Fram lagði Hauka að velli í hörkuspennandi viðureign liðanna í þriðja og fjórða sæti og KA/Þór vann stórsigur á Selfyss- ingum. »2-3 Sannfærandi Vals- konur í efsta sætinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Ég kláraði meistaranám í líffræði í ágúst og þurfti þá að ákveða hvort ég myndi fara beint í doktorsnám og gera hlaupin að áhugamáli, eða gefa bara allt í hlaupin og reyna að komast á atvinnumannsstigið. Síð- asta sumar þurfti ég að fórna at- lögu að lágmarki fyrir EM í Berlín til að klára námið og það þótti mér mjög leiðinlegt. Í haust fannst mér ég eiga skilið að taka mér frí frá námi og reyna að ná sem mestu út úr mér sem hlaupara,“ segir Hlynur Andrés- son sem setti Íslandsmet í fjórum greinum lang- hlaupa á árinu 2018. » 1 Atvinnumennska frekar en doktorsnám bandi segir hún að teiknararnir séu misjafnir. „Carl Barks var lengi aðal- teiknarinn en hann lést fyrir nokkr- um árum og er því ekki eins áberandi og áður, þó enn séu birtar sögur eftir hann enda er hann alltaf sígildur. Hann er þekktastur fyrir að hafa skapað Andabæ og flestar persón- urnar sem þar búa auk þess að gera Andrés Önd að þeirri persónu sem hann er. Don Rosa, sem var aðalmað- urinn í að búa til ævisögu Jóakims, er í miklu uppáhaldi hjá mér og Finninn Kari Korhonen er ágætur. Vicar var líka með sögur eða teikningar í nær hverju blaði, en þó ekki í syrpunum, þar til hann lést 2012, en þá fóru sög- ur og teikningar eftir hollensku bræðurna Mau og Bas Heymans að birtast. Ég er síður hrifin af þeim þó að teikningar þeirra séu dálítið í stíl við Carl Barks.“ Andrés og Jóakim eru uppáhalds- persónur Sigríðar. „Andrés er svona meðaljón sem lendir í hversdags- legum vandræðum. Jóakim er knúinn áfram af fégræðgi en ævintýri, sem hann lendir í, höfða til ævintýraþrár minnar.“ Hún segir að ýmislegt rati inn í sögurnar sem eigi sér hliðstæður í daglegu lífi eða jafnvel í pólitík. Svik- semi og lygar stjórnmálamanna komi til dæmis fyrir og einnig fangelsis- mál. Réttur einstaklingsins endur- spegli oft þjóðfélagið samanber Bjarnabófana, sem reyni að brjóta af sér til þess að komast í fangelsi og fá húsnæði og mat. „Þegar fangelsin eru farin að búa betur að föngum heldur en öðrum íbúum bæjarins er ekki skrýtið að Bjarnabófarnir og aðrir glæpamenn í Andabæ reyni að brjóta af sér til að hafa það aðeins betra.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigríður Sæunn Sigurðardóttir er í doktorsnámi í málvísindum við Yale- háskóla í Bandaríkjunum, en eitt helsta áhugamál hennar er að fylgjast með Andrési Önd og Jóakim frænda í Andrésblöðunum. „Fólk verður oft frekar hissa þegar það spyr hvað ég geri í frístundum og ég svara að ég safni Andrésblöðum,“ segir hún. Foreldrar Sigríðar komu henni á bragðið í æsku. „Þeir keyptu fyrsta blaðið fyrir mig áður en ég byrjaði að lesa,“ segir hún. „Það átti að vera hvatning fyrir mig til þess að byrja að lesa og hún heppnaðist.“ Sigríður bætir við að Andrésblöðin hafi verið í miklu uppáhaldi í fjöl- skyldunni, pabbi hennar hafi verið mikill aðdáandi og bræður hennar hafi verið áskrifendur. Samt hafi tekið tíma að fylgja þeim eftir. „Ég skildi ekki um hvað sögurnar snerust en þegar ég fór að skoða myndirnar og stauta mig fram úr textanum féll ég smátt og smátt fyrir efninu.“ Andrés á nokkrum tungumálum Sigríður var lengi áskrifandi en segir að eiginlega hafi hún þurft að hætta að fá blaðið reglulega vegna plássleysis. Hins vegar kaupi hún oft einstök blöð. „Ef ég rekst á safneintök kaupi ég þau og þegar ég er á ferða- lagi erlendis reyni ég alltaf að fá blað á tungumálinu sem talað er í viðkom- andi landi.“ Sigríður hefur ferðast töluvert og fyrir bragðið á hún Andrés á nokkrum tungumálum. Andrés Önd birtist fyrst í kvik- myndinni The Wise Little Hen, sem var frumsýnd 1934. Blaðið kom fyrst út á dönsku í mars 1949 og fyrsta blaðið á íslensku var gefið út 16. maí 1983. „Ég á fleiri árganga á dönsku en íslensku en ég verð að halda í við mig því blöðin eru fljót að safnast upp,“ segir Sigríður. Sögurnar festast í minni og Sæunn segist gjarnan fletta upp í eldri blöð- um, þegar hún sé að leita að einhverju sérstöku. „Mér finnst líka alltaf gam- an að sjá ný blöð og fylgjast með því hvaða höfundar teikna.“ Í því sam- Á ferð með Andrési Önd og Jóakim  Íbúarnir í Andabæ eru áhugamál Sigríðar Sæunnar Morgunblaðið/Hari Safnari Sigríður Sæunn á mörg Andrésblöð og margar syrpur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.