Morgunblaðið - 15.02.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 39. tölublað 107. árgangur
FJÖLBREYTT
UMFJÖLLUN
UM TÍSKU FJÖGUR TILNEFND
SÓLVEIG SEGIST
EKKI VERA
BJARGVÆTTUR
ÍSLENSKU MYNDLISTARVERÐLAUNIN 30 ÍÞRÓTTIRSÉRBLAÐ 32 SÍÐUR
Magnús Heimir Jónasson
Erla María Markúsdóttir
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til þegar
tveir bílar rákust saman á Suðurlandsvegi austan
við Hjörleifshöfða við Blautukvísl á sjötta tíman-
um síðdegis í gær. Þrír eru alvarlega slasaðir en
einn minna slasaður. Lögreglan óskaði eftir að-
stoð þyrlu Landhelgisgæslunnar um stundar-
fjórðung yfir sex. Þyrla gæslunnar lenti á slysstað
rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi.
Bílarnir sem komu úr gagnstæðum áttum rák-
ust saman en bíll sem var á eftir ók út af veginum
til að koma í veg fyrir að lenda aftan á öðrum bíln-
um. Í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á Face-
book var tekið fram að það myndi taka töluverðan
tíma að koma hinum slösuðu í þyrluna sökum
áverka þeirra. Um hálfátta í gærkvöldi var til-
kynnt að allir hinir slösuðu væru komnir um borð í
þyrluna. Við tók áframhaldandi vinna lögreglu og
rannsókn á vettvangi sem lauk ekki fyrr en um
stundarfjórðung fyrir tíu í gærkvöldi.
Veginum milli Mýrdalssands og Eldhrauns var
lokað í á þriðju klukkustund og var tilkynnt um
opnun vegarins klukkan tíu í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu voru ökumenn og far-
þegar bifreiðanna erlendir ferðamenn.
Þrír alvarlega slasaðir
eftir árekstur tveggja bíla
Morgunblaðið/Jónas Ragnarsson
Bílslys á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða Fjórir fluttir með þyrlu
Á vettvangi Mikill viðbúnaður var á vettvangi á Suðurlandsvegi við Hjörleifshöfða í gær. Þyrlan var mætt á staðinn þegar ljósmyndin var tekin.
Þótt hér á landi séu framleidd
nærri 20 þúsund tonn af laxi og sil-
ungi á ári eru enn flutt inn á þriðja
hundrað tonn af ferskum laxi, aðal-
lega frá Færeyjum. Aðalástæðan
fyrir því að enn er fluttur inn lax er
sú að fiskeldisfyrirtækin slátra ekki
laxi allar vikur ársins. Þessi hlé
hafa þó styst og útlit er fyrir stöð-
ugra framboð.
Flutt voru inn 219 tonn af fersk-
um, heilum laxi og silungi á síðasta
ári. Er það heldur minna en á árinu
á undan.
Markaður fyrir laxaafurðir hér
innanlands fer vaxandi, eins og í
nágrannalöndunum. Einar K. Guð-
finnsson, formaður Landssambands
fiskeldisstöðva, segir að fyrirtækin
hafi lagt sig fram við að þjóna ís-
lenska markaðnum þótt hann sé
ekki stór í heildarsamhenginu. »6
Lax enn fluttur inn
Réttur Neysla á laxi fer vaxandi enda
fjölbreytt úrval rétta í boði.
Ríkislögmaður hefur boðið ein-
staklingi, sem sætti símhlerunum
eftir skýrslutöku hjá lögreglu,
fimm hundruð þúsund krónur í
miskabætur auk greiðslu vegna
lögfræðikostnaðar.
Hlustunin var gerð vegna rann-
sókna á nokkrum málum sem kærð
höfðu verið til lögreglu, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er um að ræða mál er tengjast
bankahruninu. »16
500.000 kr. bætur
vegna hlerunar
Þegar Íslandsbanki greindi í viku-
byrjun frá því að laun Birnu Ein-
arsdóttur bankastjóra hefðu lækkað
í 4,2 milljónir, eða um rúm 14% milli
ára, að hennar frumkvæði, var vísað
til fastra mánaðarlauna.
Séu bifreiðahlunnindi og kaup-
aukagreiðslur tekin með eru heild-
arlaunin 4,8 milljónir á mánuði í ár,
eða 9,4% lægri en í fyrra. Með því
eru laun Birnu einni milljón króna
hærri en laun Lilju Bjarkar Einars-
dóttur, bankastjóra Landsbankans.
Ríkissjóður á Íslandsbanka og um
98,2% hlut í Landsbankanum.
Athugun á launakjörum fram-
kvæmdastjóra bankanna bendir til
að framkvæmdastjórar Arion banka
og Íslandsbanka hafi haft umtalsvert
hærri laun en bankastjóri Lands-
bankans fyrr á þessum áratug.
Sérfræðingur á fjármálamarkaði
sagði afnám kaupauka eiga þátt í
hækkandi grunnlaunum hjá bönkun-
um á síðustu árum. Sú þróun geri
bankakerfið dýrara. »10
Lækkun vísaði til
grunnlauna Birnu
„Við fórum bara yfir stöðuna og
ræddum þá möguleika sem við erum
með og hvernig við getum hugsan-
lega tekið afstöðu til þess sem SA
lagði á borðið fyrir okkur. Við höfum
verið að vinna í því í allan dag [í gær]
fram á kvöld og erum enn að,“ sagði
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, í gærkvöldi. Í dag ætla fulltrúar
verkalýðsfélaganna fjögurra sem
hafa vísað til ríkissáttasemjara að
bregðast við tilboði sem Samtök at-
vinnulífsins lögðu fyrir þau í fyrra-
dag. Samninganefnd Starfsgreina-
sambandsins fékk í gær svipað tilboð
frá SA og segir Björn Snæbjörnsson,
formaður SGS, ekki ákveðið hvernig
því verði svarað. Beðið sé eftir að-
komu stjórnvalda eftir helgina.
Morgunblaðið/Hari
Sáttafundur Í dag á að koma í ljós
hvernig tilboði SA verður tekið.
Svara tilboði
SA í dag
Fóru yfir stöðuna
á fundum fram á kvöld
MSGS fékk sambærilegt … »2