Morgunblaðið - 15.02.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.02.2019, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 Tilkynnt var í gær hvaða fjórir listamenn eru tilnefndir til Íslensku myndlistarverðlaunanna en þau verða afhent í annað sinn í Iðnó á fimmtudaginn kemur. Tilnefnd eru Eygló Harðardóttir, Guðmundur Thoroddsen, Hekla Dögg Jónsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Einnig var tilkynnt hvaða þrír listamenn væru tilnefndir til Hvatn- ingaverðlauna ársins en það eru Auður Ómarsdóttir, Fritz Hendrik og Leifur Ýmir Eyjólfsson. Myndlistarráð stendur að verð- laununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verð- launaféð nemur einni milljón króna en verðlaunin eru veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistar- manni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað fram úr með ný- legum verkum og sýningu á Íslandi. Hvatningarverðlaunin, 500 þúsund krónur, eru veitt ungum starfandi myndlistarmanni sem lokið hefur grunnnámi á síðustu fimm árum og sýnt opinberlega. Auglýst var eftir tilnefningum og bárust 70. Í dómnefnd eru Margrét K. Sig- urðardóttir formaður, Aðalsteinn Ingólfsson, Hanna Styrmisdóttir, Jóhann Ludwig Torfason og Sig- urður Guðjónsson. Öryggi og fágun Eygló Harðardóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Annað rými í Ný- listasafninu. Í greinargerð dóm- nefndar segir: „Með verkum sem í senn voru fínleg og stórkarlaleg, unnin í viðkvæman efnivið, opnaði listakonan fyrir gáttir sem áhorf- andinn gat smeygt sér inn fyrir og aukið skynjun sína og næmi á kostnað hinnar vanabundnu rök- hyggju. Eygló virðist umhugað að áhorfendur verka hennar skynji að ekkert eitt svar sé rétt, að allar víddir hafi sama vægi og að upp- lifun þeirra geti verið persónuleg og án endastöðvar. Verkin voru gal- opin til túlkunar. Í öruggri og fág- aðri beitingu fundins og aðkeypts efnis lá hvati til innsæis, til þess að lesa ekki aðeins í efnivið verkanna heldur duldar víddir, undirmeðvit- und, og samspil við birtuna og hið steypta rými efnisheimsins.“ Karlfígúrur allra tíma Guðmundur Thoroddsen er til- nefndur fyrir Snip Snap Snubbur í Hafnarborg. Í umsögn segir: „Á sýningunni … hlóð listamaðurinn upp þétta og áferðarríka fleti á mörkum hins hlutlæga og óhlut- læga. Þessir fletir þróuðust yfir í sviðsmyndir af listsögulegum upp- runa, myndrænan arkitektúr á borð við hallir, súlur og sigurboga, sem listmálarar fyrri tíma notuðu til að gefa til kynna völd og ríkidæmi við- skiptavina sinna. Í þessu umhverfi ofgnóttar og sjálfsupphafningar hrærast karlfígúrur allra tíma, jafn utangátta, afkáralegar og að- þrengdar og í fyrri myndum lista- mannsins, fangar aðstæðna sem þeir ekki skilja.“ Nýtt og ófyrirséð Hekla Dögg Jónsdóttir er til- nefnd fyrir Evolvement í Kling & Bang. Í umsögn segir: „Hin hæg- láta en markvissa framvinda sem titillinn gaf til kynna varð smám saman ljós þegar gengið var um niðurhólfað sýningarrýmið. Eitt leiðarstef af mörgum var samstarf við aðra. Í því gaf listakonan að ákveðnu leyti frá sér stjórnina yfir útkomu hins skapandi ferlis, og varð þess þannig valdandi að til varð svigrúm þar sem eitthvað nýtt og ófyrirséð gat kviknað í samspili hennar og boðsgesta hennar … Heklu tókst einkar vel á sýning- unni að virkja hvort tveggja töfrana sem verða til í samstarfi lista- manna, og meðvitund hvers og eins áhorfanda um eigin upplifun og framlag til túlkunar verkanna.“ Litla hafpulsan Steinunn Gunnlaugsdóttir er til- nefnd fyrir Litlu hafpulsuna, úti- listaverk sem sett var upp í Reykja- víkurtjörn í tengslum við „Cycle Music and Art: Þjóð meðal þjóða“. Í umsögn segir: „Litla hafpulsan, tveggja metra hár skúlptúr í formi pulsu á brauðbollu í miðri Tjörn- inni, var framlag Steinunnar … til aldarafmælis fullveldis Íslands … Pulsan vakti fljótlega eftirtekt og umræðu á almennum vettvangi og skömmu eftir afhjúpun voru unnin á henni skemmdarverk, hún „aflim- uð“, með orðum listamannsins, sem vakti enn frekari vangaveltur um merkingu hennar … Með Litlu haf- pulsunni sætti listakonan lagi með afgerandi hætti í almenningsrými, í samhengi, sem gaf tilefni til að túlka verkið sem gagnrýni á menn- ingarleg áhrif Dana á Íslandi til langs tíma, enda fólst í því augljós tilvísun til eins helsta kennileitis Kaupmannahafnar. Formið leiddi áhorfendur þó víðar og margir sáu í því háð og gagnrýni á karlaveldið.“ Léttleiki, hæfileikar og alúð Auður Ómarsdóttir er tilnefnd til Hvatningarverðlaunanna fyrir Stöngin inn í Kling & Bang. Í grein- argerð segir að í sýningunni skauti „hún yfir vítt svið persónulegrar reynslu og tilvísana í listasöguna og poppmenningu. Léttleiki og til- raunagleði listakonunnar kemur berlega í ljós í flæði og hugmynda- auðgi verkanna.“ Fritz Hendrik er tilnefndur fyir Draumaregluna, sýningu sem einn- ig var í Kling & Bang. Um hana segir: „Málverkið leikur í höndum Fritz Hendrik, og það er aug- ljóst á þessari sýningu, sem öðrum, að hann hefur sérstakan hæfileika til að miðla inntaki og ásetningi í hverj- um þeim efnivið sem hann velur sér.“ Loks er Leifur Ýmir Eyjólfsson tilnefndur til Hvatningar- verðlauna fyrir Handrit, sýningu sem nú er í D-sal Listasafns Reykjavíkur. Í umsögn segir að hann hafi „lagt sérstaka alúð við að tileinka sér tækni og aðferðir á borð við þrykk, ristur, stimpla og keramík. … hann leitar til baka til hugmyndar sem kviknaði á náms- árum hans. Þá þegar var brenn- andi áhugi hans á bókverkagerð vakinn og hugmyndin var að gera blaðsíður úr brenndum leir sem hver og ein stæði sem sjálfstætt bókverk.“ Tilnefnd til Myndlistarverðlauna  Fjögur tilnefnd og þrjú til Hvatn- ingarverðlauna Eygló Um sýninguna Annað rými í Nýló segir að Eygló „virðist umhugað um að áhorfendur verka hennar skynji að ekkert eitt svar sé rétt“. Guðmundur „… hlóð listamaðurinn upp þétta og áferðarríka fleti á mörk- um hins hlutlæga og óhlutlæga,“ segir um sýninguna í Hafnarborg. Hekla Dögg Henni „tókst einkar vel á sýningunni að virkja […] töfrana sem verða til í samstarfi listamanna,“ segir um Evolvement í Kling & Bang. Steinunn „Með Litlu hafpulsunni sætti listakonan lagi með afgerandi hætti í almenningsrými,“ segir um umtalað verk Steinunnar í Reykjavíkurtjörn. Eygló Harðardóttir Guðmundur Thoroddsen Hekla Dögg Jónsdóttir Steinunn Gunnlaugsdóttir Auður Ómarsdóttir Fritz Hendrik Leifur Ýmir Eyjólfsson Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.