Morgunblaðið - 15.02.2019, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Pjongjang. AFP. | Norðurkóreskir
matreiðslumeistarar stilla sér upp í
rúmgóðum sölum ríkisveitingahúss í
Pjongjang til að taka þátt í mat-
reiðslukeppni í landi þar sem alvar-
legur skortur er á matvælum. Í einu
gímaldanna er borð hlaðið réttum
sem búnir eru til úr kartöflumjöli,
hráefni sem einræðisherrann Kim
Jong-un vill hefja til vegs og virð-
ingar í því skyni að stemma stigu við
næringarskorti.
Um 300 matreiðslumenn taka þátt
í keppninni og matreiða 40 rétti hver
á þremur dögum. Sigurvegararnir fá
matreiðslubækur og eldhústæki,
auk viðurkenningarskjals og verð-
launapeninga.
„Ástæða þess að kóreskur matur
er frábær er sú að hann einkennist
af hreinu og fersku bragði,“ segir
einn dómaranna, Han Jong-guk,
sem er kökugerðarmeistari. „Til
dæmis bragðast fiskréttirnir eins og
ekta fiskur og kjúklingaréttirnir
eins og kjúklingur.“
Margir alvarlega vannærðir
Hundruð þúsunda manna dóu í
hungursneyð í Norður-Kóreu á síð-
asta áratug aldarinnar sem leið og
þótt hún sé liðin hjá er matvæla-
framleiðslan enn lítil og margir
landsmenn þjást af alvarlegri van-
næringu. Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna segir
að 43% Norður-Kóreumanna, eða
10,9 milljónir, búi við fæðuóöryggi
og þriðjungur barna fái ekki næga
næringu. Eitt af hverjum fimm
börnum þjáist af viðvarandi vannær-
ingu. „Auka þarf matvælaframleiðsl-
una í landinu um milljón tonna á ári
til að mæta þörfinni,“ segir í nýlegri
skýrslu stofnunarinnar. Hún segir
að þetta megi m.a. rekja til skorts á
ræktanlegu landi því að stór hluti
Norður-Kóreu sé fjöllóttur, auk
náttúruhamfara og skorts á land-
búnaðartækjum og áburði.
Kim Jong-un, leiðtogi einræðis-
stjórnar landsins, vill að vandamálið
verði leyst með því að auka fram-
leiðsluna á kartöflum og bendir á að
ólíkt hrísgrjónum er hægt að rækta
kartöflur í fjallendi. Kim hefur
nokkrum sinnum heimsótt kartöflu-
mjölsverksmiðjur til að vekja at-
hygli á þessu þjóðþrifamáli.
Norðurkóreska fréttastofan
KCNA segir að leiðtoginn hafi í síð-
ustu ferðinni rætt mikilvægi þess að
fræða landsmenn um „kosti og nyt-
semi kartöflunnar“ og „aðferðir við
að matreiða margs konar rétti úr
kartöflumjöli“.
Matreiðslukeppnin í Pjongjang er
liður í þessu fræðsluátaki ráðamann-
anna. Í einum sala veitingahússins
eru borð hlaðin réttum úr kartöflu-
mjöli, svo sem flatbökum, kartöflu-
bollum, núðlum og jafnvel súkku-
laðitertu.
Skipuleggjandi keppninnar, Kim
Kum-hun, viðurkennir að steikur
séu í mestu uppáhaldi hjá sér en
kveðst vera mjög hlynntur því að
hefja kartöflumjölið til vegs og virð-
ingar. „Hrísgrjón eru auðvitað aðal-
fæða okkar en brauð og kartöflumjöl
getur líka verið það,“ segir hann og
bætir við að kartöflurækt gefi af sér
20 tonn á hektara en hrísgrjónarækt
minna en 10 tonn.
AFP
Kartöfluréttir Gestir virða fyrir sér rétti úr kartöflumjöli á landsmóti norðurkóreskra matreiðslumanna í Pjong-
jang. Um það bil 300 matreiðslumenn taka þátt í keppninni og matreiða fjörutíu rétti hver á þremur dögum.
Kartöflumjölið hafið
til vegs og virðingar
Hörgull setur mark sitt á matreiðslukeppni í N-Kóreu
AFP
Keppni Gestir fylgjast með kepp-
anda matreiða hrísgrjónaköku.
Tónlistarmaður leikur á gítar á götu í Gamla bænum í Havana þar sem tón-
listarmenn eru á hverju götuhorni. Margir listamenn á Kúbu hafa gagn-
rýnt ný lög þar sem listamönnum er bannað að koma fram opinberlega án
leyfis menningarráðuneytis landsins. Skv. lögunum er heimilt að refsa
listamönnum, sem gerast sekir um karlrembu eða dónalegt orðbragð, og
talið er að þau beinist einkum að tónlistarmönnum. Stjórnin segir lögin
nauðsynleg til að „vernda menningu landsins“ en andstæðingar þeirra
segja að markmiðið með þeim sé að þagga niður í listamönnum.
AFP
Ný lög gagnrýnd á Kúbu
Tillaga um að lýsa yfir stuðningi við
brexit-stefnu ríkisstjórnar breska
Íhaldsflokksins var felld í neðri deild
breska þingsins í gærkvöldi með 303
atkvæðum gegn 258. Hópur brexit-
sinna úr röðum þingmanna Íhalds-
flokksins sat hjá við atkvæðagreiðsl-
una. Litið er á niðurstöðuna sem enn
einn auðmýkjandi ósigurinn fyrir
Theresu May forsætisráðherra í
deilunum um útgöngu Bretlands úr
Evrópusambandinu.
Fyrir atkvæðagreiðsluna höfðu
embættismenn stjórnarinnar varað
við því að ef tillagan yrði felld gæti
það „stórskaðað“ tilraunir May til að
knýja fram breytingar á brexitsamn-
ingi hennar við ESB sem var kol-
felldur í neðri deild þingsins 15. jan-
úar. Þeir sögðu að leiðtogar
Evrópusambandsins myndu draga
þá ályktun að Theresa May hefði
ekki meirihluta á þinginu á bak við
sig og því væri tilgangslaust að fall-
ast á frekari tilslakanir í viðræðun-
um við bresku stjórnina.
Deilt um útgöngu án samnings
Brexit-sinnar í Íhaldsflokknum
sögðu hins vegar að með því að
styðja tillöguna væru þingmenn í
raun að útiloka útgöngu Bretlands
úr ESB án samnings og það myndi
veikja samningsstöðu stjórnarinnar.
Stephen Barclay, brexit-ráðherra
stjórnarinnar,
sagði á þinginu að
forgangsverkefni
hennar væri enn
að tryggja samn-
ing um brexit en
áréttaði að hún
léði enn máls á út-
göngu úr ESB án
samnings.
Nokkrir þing-
menn Íhaldsflokksins gagnrýndu
ummæli Barclays um að stjórnin úti-
lokaði ekki útgöngu án samnings.
Ein þeirra, Justine Greening, benti á
að þegar neðri deild þingsins sam-
þykkti í lok janúar að leitað yrði eftir
breytingum á brexit-samningi
stjórnarinnar við Evrópusambandið
samþykkti deildin einnig tillögu um
að hafna útgöngu úr ESB án samn-
ings. Greening sagði ummæli brexit-
ráðherrans benda til þess að stjórnin
hunsaði síðarnefndu samþykktina en
virti kröfu þingsins um breytingar á
umdeildu ákvæði samningsins um
landamæri Írska lýðveldisins og
Norður-Írlands.
May hefur lofað að koma aftur fyr-
ir neðri deild þingsins 26. febrúar
með nýja yfirlýsingu sem borin yrði
undir atkvæði daginn eftir, ef sam-
komulag næst ekki við ESB um
breytingar á samningnum fyrir þann
tíma.
May beið enn
ósigur á þingi
Tillaga um brexit-stefnuna felld
Theresa May