Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 25

Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 25
ar hann tók flugið að litfögrum sögum úr héraði því ekki urðu þær bragðlausar í meðförum sögumanns að tungutakinu ógleymdu. Hann var þrekmaður til líkama og sálar, skapfastur, geðríkur og tilfinninganæmur. Mér hefur jafnan fundist að stærra skarð hefði verið í þekk- ingu okkar hjóna á landshögum og Íslendingum að fornu og nýju ef við hefðum ekki kynnst honum, svo vel var hann lesinn. Ríkulegur bókakostur spillti ekki híbýlap- rýði þeirra Halldóru í Fellsmúla því eins og haft var eftir langafa Guðmundar um annan mann af öðru tilefni: „Hann hafði gott höf- uð og notaði það.“ Jafnan fór ég glaður af hans fundi. Sjúkrahús- vist hans undir það síðasta breytti litlu í þeim efnum. Við óvænt fráfall föður síns upp úr miðri síðustu öld þá vart af unglingsaldri sýndi hann mann- dóm sinn og gildismat er hann tók við og leiddi búrekstur í Gríms- húsum og óx þar að viti og atgervi. Með tímanum þróaði og jók Guðmundur svo mjólkurfram- leiðslu að hún varð ein sú mesta hér í sýslu og þegar aldur færðist yfir varð honum ekki skotaskuld úr því að átta sig á samtíðinni og nýjum viðhorfum eftir því sem hann þurfti og taldi sér samboðið. Hann dreymdi að afl markaðarins yrði ekki slíkt að það gæti eytt byggð hvar og hvenær sem það sæi sér hag af slíku. Klukkan hefur glumið Guð- mundi, en framganga vorsins verður ekki tafin nú frekar en fyrri daginn. Elfur tímans áfram rennur og komið að öðrum að lifa drauma hans. Hann var í mínum huga mikilmenni í hinni gömlu merkingu sem miðar að því hvað maðurinn er af sjálfum sér, enda brotsjóir áranna langt að baki. Hann léttir nú heimdraganum fyrir hægum byr. Mér finnst ég horfa út dalinn úr stofuglugga í Fellsmúla. Sól er gengin undir við hafsbrún og síðustu geislar spegl- ast í Laxá við Fögrufit. Á hugann leitar þjóðvísan: Kvölda tekur sest er sól, sígur þoka á dalinn. Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Sambúð þeirra Halldóru varði í hálfa öld á gestkvæmu heimili þar sem fólki var tekið opnum örmum. Dóra, börn og aðrir aðstandendur eiga samúð okkar Rannveigar. Kristján Pálsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 25 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurstræti 10A, Reykjavík, fnr. 222-2989, þingl. eig. Segulfoss ehf., gerðarbeiðandi Veðskuld slhf., þriðjudaginn 19. febrúar nk. kl. 10:30. Grandavegur 42D, Reykjavík 50% ehl., fnr. 235-2993, þingl. eig. Óskar Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 19. febrúar nk. kl. 11:30. Tjarnargata 10C, Reykjavík, 90% ehl., fnr. 200-2790, þingl. eig. Margrét Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi þb.Ingvar Jónadab Karlsson, þriðjudaginn 19. febrúar nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 14. febrúar 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr, veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Regínu kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bingó kl. 13. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 535-2700. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Blöðin liggja frammi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12. Thai chi kl. 9-10. Botsía kl. 10.15-11.20. Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zópaníasd. kl. 12.30- 15.30. Hádegismatur kl. 11.30. Zumbaleikfimi kl. 13-13.50. Hæðar- garðsbíó kl. 14. Síðdegiskaffi 14.30. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Velkomin. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Gler- vinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndarklúbbur kl. 13. Gleðigjafarnir kl. 13.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum, nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Þorrablót kl. 18. Hraunsel Kl. 8-12 Ganga í Kaplakrika, kl. 10.30 línudans, kl. 13 brids, kl. 13.30 botsía, kl. 11.30 leikfimi í Bjarkarhúsi. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9. í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í Grafarvogssundlaug, bridshópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum, hann- yrðahópur Korpúlfa í Borgum kl. 12.30 og tréútskurður í umsjón Davíðs á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag, allir velkomnir. Hið rómaða föstudagsvöfflukaffi í Borgum kl. 14.30 til 15.30 í dag. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, Lesið upp úr blöðum kl. 10.15, trésmiðja / listasmiðja kl. 9-12, upplestur kl. 11-11.30, föstudags- skemmtun kl. 14, bókasafnshópur kl. 15.30. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln- um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Íslendingasögur / fornsagnanámskeiðið kl. 13, þar sem sögusviðið er Ísafjarðardjúp. Kennari Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld 27. janúar kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðju- daginn 19. febrúar kl. 16, Ásgarði, Stangarhyl 4. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Vesturgata 7 Ath. Söngstund við flygilinn (með Gylfa) fellur niður. Kaffi kl. 14-14.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Tinna MjöllSnæland Hall- dórsdóttir fæddist 14. desember 1992 á fæðingardeild Landspítalans. Hún lést 5. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar eru Unnur Aðalheiður Krist- jánsdóttir, f. 1. september 1967, og Halldór Torfi Torfason, f. 21. nóvember 1963. Bræður hennar eru Tómas Leó Halldórsson, f. 8. ágúst 1990, og Maron Trausti Halldórsson, f. 19. september 1997. Tinna Mjöll var fiðlu- og kenn- aranemandi við Tónlistarskólann á Akureyri og spil- aði með Sinfóníu- hljómsveit Norður- lands. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Tinna. Mikið þykir mér erfitt að kveðja þig. Mikið þykir mér leitt að vera ekki á staðnum til að fylgja þér í þína hinstu för. Hugur minn er hjá þér, fjölskyldu þinni og vinum. Mér finnst svo stutt síðan ég hitti þig fyrst. Samt eru rúm tólf ár síðan. Þú varst 13 ára og vildir hætta að læra á fiðlu. Ég var 24 ára, nýflutt heim úr námi og var nýi fiðlukennarinn þinn. Ég gleymi því aldrei þeg- ar þú mættir í fyrsta tímann, ekki með fiðluna þína með þér. Þú ætlaðir að hætta og varst mætt af því að mamma þín bað þig um það. Við spjölluðum smá um hvaða tónlist þú hlustaðir á og í ljós kom að þú hafðir mik- inn áhuga á tónlist, alls konar tónlist. Ég samdi við þig um að mæta aftur eftir viku með fiðl- una, bara svo ég gæti yfirfarið hana, svo hún væri örugglega í lagi, ef þig langaði að spila á hana við tækifæri. Þú mættir að viku liðinni. Þá var ég með tilbúnar nótur að lögum sem þú hafðir nefnt að þér þættu skemmtileg. Við ákváðum að spila smá. Þú ákvaðst líka að hitta mig aftur. Þú hættir við að hætta. Það var mikið gæfu- spor fyrir þig en ekki síður fyr- ir mig. Fiðlan og tónlistin átti nefnilega eftir að spila gríð- arlega stóran part í þinni allt of stuttu ævi. Þú varst músíkölsk, hæfileikarík og einstaklega næm. Það voru forréttindi að fá að kenna þér og fylgja á kom- andi árum. Þrautseigja þín var með eindæmum, þrátt fyrir veikindi og erfiða tíma hélstu alltaf áfram. Þó svo að ég eigi að hafa kallast kennarinn þinn þá veit ég ekki hvor okkar var meiri kennari. Þú kenndir mér svo margt um lífið. Hversu ósanngjarnt og erfitt það getur stundum verið. Hversu mikla þýðingu tónlist getur haft fyrir einstakling og fært mikla gleði, hjálp og von. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku vinkona. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að hitta þig fyrir ótrúlega tilviljun fyrir ári síðan á spítalanum. Mér þykir samt afskaplega leitt að ekki varð af fyrirhuguðum hitt- ingi og samspili síðasta sumar áður en ég flutti. Ég er þess hins vegar fullviss að við eigum eftir að hittast aftur, með fiðl- urnar og spila saman nokkur vel valin lög eftir Elton John eða Bítlana og Meditation eftir Massenet sem þú spilaðir svo ógleymanlega. Elsku Unnur, Halldór, Tóm- as og Maron. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Tinna mín – takk fyrir allt. Þín, Lára Sóley. Tinna Mjöll Snæ- land Halldórsdóttir ✝ Björg ÓlöfBerndsen fæddist á Blöndu- ósi 25. apríl 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 8. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin El- ísabet Karólína Berndsen hús- móðir, f. 26. maí 1891, d. 17. júlí 1974, og Fritz Hendrik Bernd- sen blómakaupmaður, sem átti og rak Blóm og ávexti, f. 20. september 1896, d. 8. ágúst 1966. Fritz Hendrik og Elísa- bet eignuðust þrjár dætur. Elst var Guðlaug Birna (Binna Mann), f. 5. desember 1918, d. 16. maí 1988. Maki hennar Fre- deric S. Mann, f. 12. mars 1914, d. 24. júní 2007. Þau bjuggu alla tíð í Ameríku. Þá kom Steinunn Herdís, f. 20. nóv- ember 1925, d. 5. janúar 2001. 1952, d. 14. júlí 2018, börn Kristínar eru Hendrik Björn, Þráinn Arnar og Björg Ólöf. 3) Birna Elísabet, f. 6. október 1957, og hennar maður Hilmar Þórarinsson, f. 19. apríl 1960, börn Birnu eru Benedikt Kjart- an og Karítas María. Lang- ömmubörnin eru orðin 16 og það sautjánda á leiðinni. Árið 1930 flutti Björg með foreldrum sínum og systrum frá Blönduósi til Reykjavíkur þar sem hún bjó æ síðan. Hún vann í blómaverslun pabba síns, Blómum og ávöxtum, um tíma. Árið 1948 fór hún til Boston ásamt vinkonu sinni Gunnhildi Björnsdóttur og þar unnu þær í kjólaverslun á Tre- mont Street. Björg rak um ára- bil heildverslunina Berndsen ehf. sem m.a. flutti inn Carteŕs barnaföt. Hún starfaði líka í sjálfboðavinnu hjá Rauða krossi Íslands, m.a. í verslun hans á Landspítalanum. Björg var í Kvenfélagi Hringsins og mjög virk í félagsstarfinu á meðan hún hafði heilsu til. Útför Bjargar fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag, 15. febrúar 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. Maki hennar Ingv- ar N. Pálsson, f. 17. nóvember 1922, d. 1. janúar 2003, og yngst var Björg Ólöf. Árið 1951 giftist Björg eftirlifandi eiginmanni sínum Benedikt Ólafs- syni, f. 10. janúar 1925, fyrrverandi forstjóra Glófaxa ehf. Benedikt var sonur Krist- ínar Benediktsdóttur hús- móður, f. 22. apríl 1901, d. 12. apríl 1985, og Ólafs Hjartar- sonar, verksmiðjustjóra hjá O. Johnson & Kaaber, f. 10. ágúst 1898, d. 4. febrúar 1989. Björg og Benedikt eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Ólafur, f. 3. ágúst 1952, og hans börn eru Hulda, Benedikt og Sigríður Rakel. 2) Kristín, f. 2. júní 1954 og hennar maður Sigurður J. Stefánsson, f. 4. september Elsku amma. Þar sem í dalnum birtir og sólin skín kemur minning um fallegu brosin þín sem veita okkur hlýju, gleði og ást þar sem skýin hverfa og geislarnir sjást. Þar sem lækurinn rennur og fjólan grær kemur minning um augun þín blá og tær sem lýsa okkur veginn hvern einasta dag líkt og englarnir syngi okkur fagurt lag. Betri gjöf gat mér enginn fært því allt það sem ég hef af þér lært mun leiða mig áfram lífsins braut og leysa hverja lífsins þraut. Hvar sem þú ert og hvernig sem líður þá veit ég með englum þú situr og bíður aldrei mun gleymast þitt bros eða grátur eða tíminn sem bar með sér taumlausan hlátur. í minningum alltaf endist sú nótt þegar heimurinn þagnaði og allt varð hljótt. Ég elska þig. Þín nafna, Björg Ólöf. Nú hefur móðursystir okkar, hún Björg, fengið hvíldina. Björg frænka var stór hluti af lífi okkar, þar sem fjölskyldan var mjög samheldin og heimili hennar og Benna var okkar annað heimili. Of langt mál færi í að lýsa henni en hún var góð kona með stórt hjarta. Við systkinin þökkum fyrir all- ar góðu stundirnar í gegnum ár- in, væntumþykjuna sem hún sýndi okkur öllum, hvað hún hugsaði fallega til okkar og vildi fá að fylgjast með börnum og barnabörnum okkar. Minning- arnar eru margar og við geymum þær hvert með okkur og kveðjum hana með þakklæti í huga fyrir allt. Rauðagerðisbörnin Kristinn Páll, Elísabet, Þórir, Steinunn Björg. Björg Ólöf Berndsen lega blíða. Ég man aldrei eftir henni í vondu skapi og hún leysti alltaf hlutina með stakri ró. Amma naut þess að vera með okkur barnabörnunum og hafði mikil áhrif á okkar uppeldi, hún var mjög fróð um eigin ætt og sagði manni margar sögur frá hennar árum fyrir vestan. Hún hafði gaman af útiveru og ferðað- ist mikið um landið. Amma gat alltaf skellt sér í hlutverk trúðsins með mér og á ég endalausar minningar þar sem við erum að hlæja að sjálfum okk- ur. Eftir að amma fór á Ísafoldina var hún aðeins byrjuð að gleyma, hún var kannski að segja mér eitt- hvað tvisvar til þrisvar sinnum en áttaði sig svo á því. Svo sagði hún: Árni, ég vissi al- veg að ég væri búin að segja þér þetta. Við áttum ótrúlegt samband og það besta er að maður brosir þeg- ar maður hugsar um ömmu Gógó. Síðustu árin í lífi ömmu var hún mikið með okkur fjölskyldunni, það er frábært að eiga allar þess- ar minningar með henni. Við borðuðum saman hverja einustu helgi og maður saknar allra gull- kornanna frá henni, því þau voru ótalmörg og ekki síst fyndin. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Árni Már Markússon.  Fleiri minningargreinar um Gróu Jónu Bjarnadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.