Morgunblaðið - 15.02.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FYRIR BÍLINN
FJARLÆGIR
BLETTI Á ÁKLÆÐI OG TEPPUM
MYNDAR
VÖRN FYRIR BLETTUM OG RAKA
GEFUR
YFIRBORÐINU FALLEGT ÚTLIT
ÁKLÆÐA
ÞURRHREINSIR
FYRIR BÍLA INNRÉTTINGAR
Veður víða um heim 14.2., kl. 18.00
Reykjavík 0 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -3 skýjað
Akureyri -2 skýjað
Egilsstaðir -3 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 4 skýjað
Nuuk -5 snjóél
Þórshöfn 6 alskýjað
Ósló 4 heiðskírt
Kaupmannahöfn 4 þoka
Stokkhólmur 5 léttskýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 10 heiðskírt
Brussel 13 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 9 skýjað
London 11 heiðskírt
París 11 heiðskírt
Amsterdam 10 heiðskírt
Hamborg 11 heiðskírt
Berlín 9 heiðskírt
Vín 9 léttskýjað
Moskva -1 skýjað
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 14 léttskýjað
Mallorca 15 heiðskírt
Róm 16 heiðskírt
Aþena 8 léttskýjað
Winnipeg -19 snjókoma
Montreal -7 snjókoma
New York 2 rigning
Chicago 4 alskýjað
Orlando 17 heiðskírt
15. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:24 18:01
ÍSAFJÖRÐUR 9:39 17:56
SIGLUFJÖRÐUR 9:22 17:38
DJÚPIVOGUR 8:56 17:28
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Hæg austlæg eða breytileg átt og tals-
vert frost um morguninn, vaxandi austanátt.
Á sunnudag Austan- og norðaustanátt, hvassviðri
norðvestan til og við N-ströndina en annars hægari.
Vestan 5-10 á A- og SA-landi og léttir til, annars hægari vindur og dálítil él á víð og dreif. Hiti víða
í kringum frostmark, en heldur kólnandi, einkum inn til landsins.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Börn geta ekki beðið, er yfirskrift
sjötta þings Félagsráðgjafafélags
Íslands sem haldið verður í dag. Fé-
lagið fagnar 55
ára afmæli á
þessu ári.
María Rúnars-
dóttir, formaður
Félagsráðgjafa-
félagsins, segir
að félagsráð-
gjafar vilji taka
af skarið þegar
kemur að heild-
stæðri þjónustu
við börn og ung-
menni, allt frá getnaði. Félags-
ráðgjafar telji að skortur á heild-
stæðri stefnumörkun stjórnvalda í
málefnum barna bitni á þeim.
„Félagsráðgjafar koma víða við
þegar kemur að málefnum barna,
ungmenna og fjölskyldna. Við erum
mjög meðvituð um hvað það er sem
upp á vantar og þekkjum hvað best
hvar þjónustukeðjan rofnar,“ segir
María sem telur tilhneigingu hjá
stofnunum að vísa málum frá sem
falla ekki algerlega að þeirra sviði
og þá komi rof í þjónustuna sem
brothættir einstaklingar megi illa
við.
„Félagsráðgjafar leggja mikla
áherslu á forvarnir og getu og vilja
samfélagsins til þess að aðstoða þá
sem höllum fæti standa,“ segir
María og bætir við að í skóla-
umhverfinu megi gera meira af því
að kanna hvað í umhverfi barns eða
ungmennis valdi vanlíðan sem bitni
á námi. Snemmtæk íhlutun sé nauð-
synleg og þar geti skólafélags-
ráðgjafar komið að. María segir
ákveðin skref hafa verið stigin með
aukinni umræðu um heildstæða
þjónustu við börn, ungmenni og fjöl-
skyldur þeirra. Meðal annars hlut-
verk heilsugæslunnar sem fyrsta
áfangastað fyrir þverfaglega þjón-
ustu. María segir stjórnvöld leggja
aukna áherslu á málefni barna og
nýtt ráðuneyti með félags- og
barnamálaráðherra sé hluti af því.
Undir forystu Íslands í Norrænu
ráðherranefndinni verði lögð
áhersla á mikilvægi tengsla og at-
lætis fyrstu 1001 daga barns og
hvernig skortur á slíku getur komið
fram síðar.
Óhreinu börnin hennar Evu
„Þegar við tölum um óhreinu
börnin hennar Evu erum við að vísa
til skorts á þjónustu við börn og
ungmenni sem lítið er talað um,“
segir María og bendir á að átak
þurfi við aðstoð við ungt fólk sem
flosnar upp úr skóla og metið er til
örorku snemma á lífsleiðinni.
Að sögn Maríu eru 500 starfandi
félagsráðgjafar á Íslandi og stór
hluti þeirra eru félagsmenn í Fé-
lagsráðgjafafélagi Íslands sem er
bæði fag- og stéttarfélag.
„Félagsráðgjafar koma víða við
og við erum oft lykilaðilar í vinnu
með börnum og fjölskyldum. Við
komum að barnavernd, forvörnum,
vímuefnamálum, fjölskyldumálum,
fjölmenningu og fleira,“ segir María.
Að hennar sögn er mikið lagt í
Félagsráðgjafaþingið þar sem boðið
verður upp á 18 málstofur og tvo er-
lenda gestafyrirlesara, dr. Janet
Boddy og dr. Metta Lausten.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Börn Félagsráðgjafafélag Íslands telur skorta á heildstæða stefnu stjórn-
valda í málefnum barna og fjölskyldna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Börn geta ekki
beðið eftir stefnu
Félagsráðgjafar koma saman í dag
María
Rúnarsdóttir
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar-
innar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri
grænna segjast líta alvarlegum aug-
um á niðurstöðu Persónuverndar
um lögbrot borgarinnar í aðgerðum
til að auka kosningaþátttöku. Þetta
kemur fram í bókun þeirra á borg-
arráðsfundi í gær.
„Ákvörðunin kallar á að ákvarð-
anir um hvort og með hvaða hætti
skuli auka þátttöku verði endur-
skoðaðar þannig að enginn vafi leiki
á lögmæti og hlutleysi slíkra að-
gerða í framtíðinni,“ segir í bókun
borgarráðsfulltrúa meirihlutans.
Vigdís Hauksdóttir, áheyrna-
fulltrúi Miðflokksins á fundinum-
,lagði einnig fram bókun þar sem
hún segir aðgerðir borgarinnar í að-
draganda kosninganna vera árás á
lýðræðið. „Aldrei fyrr á Íslandi hef-
ur verið gerð álíka árás á lýðræðið í
landinu. Nánast í hverri einustu
stofnun loguðu rauð ljós. Dóms-
málaráðuneytið gerði alvarlegar at-
hugasemdir auk Persónuverndar.
Póst- og fjarskiptastofnun hafnaði
beiðni Reykjavíkur um að senda
smáskilaboð til kjósenda með þess-
um ákvörðunarorðum: Umsókn
Reykjavíkurborgar, í samstarfi við
Háskóla Íslands, um að fá undan-
þágu frá banni við óumbeðnum fjar-
skiptum [...] er hafnað. En áfram
var haldið. Ekkert í þessu máli
varðar almannahagsmuni eins og
það hugtak er skýrt í lögum. Það er
kristaltært að viljinn til þess að hafa
áhrif á kosningarnar var keyrður
áfram af ásettu ráði og verknaður-
inn var fullframinn og tókst,“ segir í
bókun hennar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
tóku fram að ákvörðun Persónu-
verndar væri áfellisdómur yfir að-
gerðum borgarinnar. „Meirihluti
borgarstjórnar virti að vettugi at-
hugasemdir opinberra eftirlitsaðila.
Alvarlegar athugasemdir dóms-
málaráðuneytis og Persónuverndar
undirstrika alvarleika málsins, enda
gerðist borgin brotleg við lög.“
Kosningarnar kærðar
Eftir að Vigdís yfirgaf fundinn
samþykktu fulltrúar meirihlutans
gagnbókun þar sem Vigdísi er bent
á að ef hún hafi grun um að ágallar
hafi verið á framkvæmd kosninga
þurfi að meðhöndla þær ávirðingar í
samræmi við gildandi lög. Í kjölfar
fundarins ákvað Vigdís að kæra
borgarstjórnarkosningarnar til
sýslumannsins á höfuðborgarsvæð-
inu. Vigdís birti mynd af bréfinu á
Facebook. Í bréfinu kemur meðal
annars fram að samkvæmt lögum
um kosningar til sveitarstjórnar sé
kærufrestur sjö dagar að afliðnum
kosningum.
„Eðli máls samkvæmt er sá frest-
ur löngu liðinn, en nú hefur Per-
sónuvernd gert alvarlegar athuga-
semdir við framkvæmd og aðdrag-
anda kosninganna sbr. úrskurður
sem birtur var á Reykjavíkurborg
hinn 7. febrúar s.a. og lítur kærandi
svo á að nýr kærufrestur hafi byrjað
að líða þann dag,“ segir í bréfi Vig-
dísar.
Tekist á um kosninga-
aðgerðir í borgarráði
Vigdís Hauksdóttir kærir borgarstjórnarkosningarnar
Morgunblaðið/Júlíus
Ráðhúsið Ákvörðun Persónuverndar var tekin fyrir í borgarráði í gær.
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS)
hafnaði í maí á síðasta ári beiðni
Reykjavíkurborgar um heimild til
sendingar smáskilaboða til tiltekins
hóps kjósenda í tengslum við sveit-
arstjórnarkosningar 2018.
Borgin óskaði eftir undanþágu
frá lögum um fjarskipti þar sem
segir að óheimilt sé að senda smá-
skilaboð, í þágu beinnar markaðs-
setningar, nema viðtakandi skila-
boðanna hafi sannanlega veitt fyrir
fram samþykki sitt fyrir því. Sam-
bærilegt ákvæði er að finna í per-
sónuverndarlögum en þar er að
finna undanþágu frá lögunum með
leyfi Persónuverndar. Póst- og fjar-
skiptastofnun sendi Reykjavíkur-
borg bréf 3. maí þar sem gerð var
grein fyrir því að stofnunin hygðist
synja umsókn Reykjavíkurborgar
en um leið leiðbeina borginni um að
mögulegt væri að sækja um slíka
undanþágu til Persónuverndar. Í
ljósi þess hversu skammt var til
sveitarstjórnarkosninga var
Reykjavíkurborg veittur frestur til
7. maí til að gera athugasemdir við
fyrirhugaða ákvörðun PFS. Ekkert
svar barst frá borginni.
Umsókninni hafnað
„PFS hefur litið svo á að sending
tölvupósta eða smáskilaboða í þágu
vísindarannsóknar sem Persónu-
vernd hefur heimilað að veita und-
anþágu fyrir [...] feli ekki í sér brot
á 46. gr. laga um fjarskipti [...]
Samkvæmt framangreindu hefur
PFS ekki heimild að lögum til að
veita undanþágu á ákvæði 46. gr.
fjarskiptalaga sem fjallar um óum-
beðin fjarskipti. Umsókn Reykja-
víkurborgar er því hafnað,“ segir í
ákvörðun Póst- og Fjarskiptastofn-
unar.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hefur Persónuvernd nú tek-
ið fram að aðgerðir borgarinnar
brutu í bága við lög. Þá var einnig
ítrekað óskað eftir áliti frá Per-
sónuvernd af borgarfulltrúa minni-
hlutans án þess að orðið hafi verið
við því.
Beiðni um sendingar synjað
Póst- og fjarskiptastofnun hafnaði beiðni borgarinnar