Morgunblaðið - 15.02.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Meðal verkefna ársins í Heiðmörk er
að endurnýja 221 upplýsingaskilti og
vegvísa í Heiðmörk. Áætlað er að
heildarkostnaður verði um 22,5 millj-
ónir króna. Orkuveita Reykjavíkur
hefur samþykkt aðild að verkefninu,
en Skógræktarfélag Reykjavíkur á
einnig í viðræðum við Reykjavíkur-
borg og Garðabæ um fjármögnun.
Þáttur í verkefninu er að koma upp
öryggiskerfi í Heiðmörk í samstarfi
við Neyðarlínuna til að stytta við-
bragðstíma ef óhapp verður. Á fjölda
vegvísa og skilta verða númer, sem
hægt er að vísa til og staðsetja sig
nánar innan svæðis.
Svæðið 3200 hektarar
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri
Skógræktarfélag Reykjavíkur, segir
að aukið öryggi sé veigamikill þáttur í
verkefninu. Borið hafi á því að þegar
fólk kalli eftir aðstoð lögreglu,
sjúkrabíls eða slökkviliðs sé staðsetn-
ingin einfaldlega Heiðmörk.
Svæðið sé hins vegar alls 3200
hektarar að stærð og því ekki heigl-
um hent að finna fólk fylgi ekki ná-
kvæmari staðsetning. Geti fólk hins
vegar gefið upp númer á nálægri
stiku kvikni ljós á skjá hjá Neyðarlín-
unni, sem sýni hvar þörf er á aðstoð.
Helgi segir að verið sé að ljúka út-
gáfu á nýju korti sem sýni gönguleið-
ir um Heiðmörk og geymi einnig
ýmsar aðrar upplýsingar um svæðið.
Þá sé stígakerfi einnig breytt til að
bæta umferð „Í raun er um að ræða
breitt umhverfisverkefni með endur-
nýjun ýmissa innviða á þessu vinsæla
útivistarsvæði,“ segir Helgi.
aij@mbl.is
Allt til alls Á smíðaverkstæðinu er að finna amboð, merkingar og stoðir.
Endurnýja 221
vegvísi í Heiðmörk
Öryggi aukið og viðbragðstími styttur
Fallegar barnavörur
úr endurvinnanlegum plöntutrefjum sem
eru niðurbrjótanlegar í náttúrunni.
Vörurnar eru BPA fríar.
Beija floor vínylmotturnar henta vel
inn í barnaherbergin, auðvelt að
þrífa og hljóðeinangrandi
U
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Matarsettið kr. 6.500
Órói kr. 4.900
Sænsku Klippan
barnateppin úr
lífrænni bómull
Kr. 7.900
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
Á réttri leið
í Reykjavík
Hittumst á þínum heimavelli og ræðum það sem skiptir máli.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar næstu vikur vítt og
breitt um landið í öllum landsfjórðungum.
Þar gefst fólki einstakt tækifæri til að hitta alla þingmenn
flokksins og ræða það sem skiptir máli. Nú er röðin komin
að Reykjavík.
Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2019 — nánar á xd.is
Komdu í Iðnó, laugardaginn 16. febrúar kl. 12:00.
Við hlökkum til að sjá þig.
Heimilt verður að veiða 1.451
hreindýr á þessu ári, 1.043 kýr og
408 tarfa. Um er að ræða sama
fjölda dýra og leyft var að veiða í
fyrra. Heimildin er veitt með fyrir-
vara um að ekki verði verulegar
breytingar á stofnstærð fram að
veiðum sem kalli á breytingu á
fjölda veiðileyfa. Umhverfis- og
auðlindaráðherra ákvað hreindýra-
kvótann að fengnum tillögum frá
Umhverfisstofnun. Tilkynnt var um
hreindýrakvótann í gær, 14. febr-
úar, sem er nokkuð seinna en und-
anfarin ár.
Ráðuneytið hefur verið að skoða
áhrif kúaveiði á kálfa. Í tilkynningu
ráðuneytisins kemur fram að nið-
urstöður þeirrar athugunar geti
mögulega haft áhrif á veiðitíma
hreindýra, sem kveðið er á um í
reglugerð. Veturgamlir tarfar eru
alfriðaðir og miðast tarfaveiði því
við tveggja vetra og eldri tarfa.
Bannað er að veiða hreinkálfa.
Leyft verður að útluta allt að 34
leyfum til kúaveiði á svæði 8 og allt
að 64 kýrleyfum á svæði 9, samtals
98 leyfum, á tímabilinu 1.-20. nóv-
ember. Þetta er gert til að dreifa
veiðiálagi á hjarðir á veiðisvæð-
unum. gudni@mbl.is
Leyft verður að veiða 1.451 hreindýr í haust
Hreindýr Jafn stór kvóti og í fyrra.