Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 18

Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætisráð-herra ogfjár- málaráðherra kynntu í liðnum mánuði fróðlega rannsókn á launum og launaþróun landsmanna. Margt er þar áhugavert að finna, meðal annars um þann hreyfanleika sem er á íslensk- um vinnumarkaði. Þegar rætt er um kaup og kjör er almennt horft á töl- urnar fyrir einn tiltekinn tímapunkt eða mögulega sam- anburð tveggja tímapunkta. Þannig er talað um hver laun- in eru nú og til dæmis hvernig þau hafa þróast á síðastliðnum fimm árum. Þetta geta verið mjög gagnlegar upplýsingar og sé þetta tiltekna dæmi skoðað, samanburður launa nú og fyrir fimm árum, þá má sjá að hækkunin er gríðarleg. Það segir mikla sögu og áhuga- verða. Það sem oft verður útundan í slíkri skoðun er hvernig þró- un launa kemur út fyrir til- tekna einstaklinga, ekki með persónugreinanlegum hætti þó. Þannig er mjög áhugavert að vita hvar þeir eru staddir nú sem fyrir einhverjum árum eða fáeinum áratugum voru á tilteknum stað í launastig- anum. Þetta er skoðað í nýju rannsókninni og eru gögnin aðgengileg á vef stjórnarráðs- ins. Þar má sjá að mikill hreyf- anleiki er í launum lands- manna, það er að segja, það hvaða laun einstaklingur er með nú segir ekki endilega mikið um hvar hann verður staddur í launa- stiganum eftir nokkur ár. Hér á landi hefur mikil áhersla verið lögð á það á liðn- um árum að þeir sem lægri hafa launin hækki meira en aðrir. Mikill árangur hefur náðst í þessu, eins og meðal annars má sjá í hinni nýju rannsókn, og hlýtur það að hafa mikla þýðingu, meðal annars í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Annað sem einnig skiptir miklu, en er minna rætt, er að fólk eigi þess kost, standi vilji þess og dugnaður til, að vinna sig upp úr tilteknu tekjuþrepi. Nýju gögnin sýna að hér á landi hefur fólk átt mjög góða möguleika á að færast á milli tekjuþrepa. Þetta er mikil- vægur eiginleiki í hagkerfinu, því að auk þess að skapa þeim tækifæri sem hafa metnað og vilja til, þá lyftir þetta líka heildinni með því að auka kraftinn í atvinnu- og efna- hagslífi landsins. Gríðarlega mikilvægt er að í umræðum um kjaramál og skattamál gleymist ekki að viðhalda þarf þessum krafti sem finnst í atvinnulífinu. Þess vegna skiptir til að mynda miklu að allar aðgerðir sem ráðist er í á sviði skatta- mála ýti undir þennan kraft en vinni ekki gegn honum og þar með gegn kjarabótum allra landsmanna. Leggja þarf áherslu á að viðhalda aflinu í efnahagslífinu} Hreyfanleikinn Klerkastjórnin íÍran hefur haft þrjá áratugi til að taka til baka dauðadóminn yfir rithöfundinum Salman Rushdie en hefur látið það ógert. Það var hinn 14. febrúar árið 1989 sem Khomeini erkiklerkur gaf út trúarlega tilskipun til músl- ima um að drepa Rushdie. Tæpum áratug síðar sögðu stjórnvöld í Íran að þau væru þess hvorki letjandi né hvetj- andi að Rushdie yrði drepinn og hefur sú yfirlýsing því litlu breytt og Rushdie hefur lifað í skugga tilskipunar Khomeinis allt frá því hún var gefin út. Ógnin sem stafar af slíkum öfgamönnum er óþolandi og einskorðast ekki við Salman Rushdie. Þýðendur og útgef- endur hans hafa sætt ógnum og látið lífið af völdum öfga- manna. Hið sama á við um fleiri, meðal annars blaða- menn á Norður- löndum og víðar í Evrópu, sem hafa látið lífið eða setið undir hótunum frá fólki með svipað hugarfar og þeir sem ráða ríkjum í Íran. Nú þegar þrjátíu ár eru liðin frá tilskipun yfirvalda í Íran er rétt að minnast þess að sú ógn sem stafar af slíkum öflum er fjarri því að baki. Trúar- legir öfgahópar af svipuðum toga, hvort sem þeir starfa í skjóli ríkisvalds líkt og í Íran, í skjóli öflugra samtaka sem teygja anga sína víða og ráða jafnvel yfir landsvæði, líkt og Ríki íslams, eða einangraðir hópar sem starfa í felum, eru enn ógn við frelsi þeirra og réttindi sem búa við vestrænt stjórnarfar. Afar mikilvægt er að þeir sem eru svo lánsamir að búa við almenn mannrétt- indi standi saman um að verja þau gegn slíkri ógn. Hættulegir öfga- menn eru enn á ferð- inni, bæði sýnilegir og undir yfirborðinu} Ógnin enn fyrir hendi H eilbrigðisráðherra hefur viðrað það, að líklega væri fullvel í lagt að ætla að heimila fóstureyð- ingar á ófullburða börnum allt til loka 22. viku meðgöngu. Þess vegna verður hugsanlega sú breyting við aðra umræðu frumvarpsins á Alþingi að lagt verði til að heimila fóstureyðingar til loka 18. viku. Mér er spurn, hvað er að þeim takmörk- unum sem felast í núgildandi löggjöf? Löggjöf sem virkar fullkomlega fyrir þær konur sem vilja eða þurfa að gangast undir fóstureyðingu. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyð- ingar hér á landi, fjórar hvern einasta virkan dag ársins. Engri einustu konu var neitað um þessa aðgerð. Það er með ólíkindum að ég sem þingmaður skuli nú verða þvinguð til að taka umræðu um lagabreytingu sem brýtur gersamlega í bága við siðferðis- og lífsskoðanir mínar. Rökstuðningur, sem fylgir því að það komi engum við nema konunni sjálfri hvort ófullburða barni hennar sé eytt úr móðurkviði eftir 12 vikna meðgöngu, einkennist af öfga-femínisma. Hann á ekkert skylt við skoðanir meginþorra þjóðarinnar. Í þessum rökum er talað um frelsi konunnar, sjálfsákvörðunarrétt hennar yfir eigin líkama. Þá spyr ég: Hefur þetta frelsi verið skert með til- liti til þeirra fóstureyðinga sem framkvæmdar eru hér árlega? Svarið er einfalt. Það er NEI. Nútímakonan hefur svo ekki verður á móti mælt haft fullkomið frelsi til að ákveða það hvort hún kýs að fæða barn sitt eða ekki. Það eina sem ég kalla eftir er að aðgerðin verði framkvæmd eigi síðar en við lok 12. viku meðgöngu nema annað sé óhjá- kvæmilegt. Á hinni upplýstu 21. öld er ólíðandi að láta að því liggja að konan sé svo einföld að hún viti ekki hvernig börnin verða til. Að hún viti ekki af getnaðarvörnum og hafi ekki áttað sig á því fyrir 12. viku meðgöngu að hún gangi með barn sem hún af einhverjum ástæðum treystir sér ekki til að ala. Ég fékk nýfæddan ömmustrák í fyrsta sinn í fangið í gær. Þegar ég horfði á sakleysi hans og fegurð varð mér eðlilega hugsað til þessa nýja fóstureyðingafrumvarps sem nú liggur fyrir þinginu. Frumvarps sem ég get ekki með nokkru móti réttlætt. Ég hugsaði um sálarangist mæðra sem sjá enga aðra möguleika í okkar ríka landi, en að láta eyða barninu sínu. Flokkur fólksins vill gera allt til að aðstoða verðandi mæður í vanda, hvort heldur um er að ræða félagslegan eða efnahagslegan vanda. Hver einstaklingur á rétt á því að utan um hann sé tekið og honum hjálpað af fremsta megni. Það á líka við um varnarlaust, ófætt lítið barn. Flokkur fólksins virðir lífsrétt ófædda barnsins og mun aldrei styðja þvílíka aðför að lífsrétti þeirra sem felst í því skelfilega frumvarpi sem hér er um rætt. Inga Sæland Pistill Lífsrétturinn einskis virði Höfundur er formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þetta er tímamótavinna og er-um við búin að vinna aðþessu allt frá þeim tíma semég kom inn í ráðuneytið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- sveitarstjórnarráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að í samráðsgátt stjórnvalda má nú finna grunn að fyrstu heildarstefnu ríkisins um almenningssamgöngur fyrir land- ið allt. Í þeim leggur starfshópur ráð- herra til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almennings- vögnum myndi eina sterka heild og boðið verði upp á eitt leiðarkerfi fyrir landið allt. Er markmiðið að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða á Íslandi og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæm- ari umferð um allt land. Sigurður Ingi segir mjög skýrt ákall vera uppi meðal almennings um fjölbreyttari ferðavenjur og að al- menningssamgöngur verði raunhæf- ur valkostur fyrir fólk. „Almenningssamgöngur hafa í of langan tíma ekki verið raunverulegur valkostur. Lykillinn í að breyta því er samþætting kerfisins, það er að flug, strætó og ferjur tali saman,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að þetta kalli jafnframt á öflugri samgöngu- miðstöðvar þar sem fólk geti meðal annars nálgast þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Ákveðnir lykilkjarnar Fram kemur í drögum að stefnu í almenningssamgöngum að leiðar- kerfi í heildstæðu almenningssam- göngukerfi skuli skipulagt með þeim hætti að styrkleikar hvers samgöngu- máta séu nýttir sem best þannig að sú fjárfesting sem liggur að baki nýtist sem best. Einstaka leiðir skulu sniðn- ar að þeim tilgangi sem þær eiga að þjóna með tilliti til tíðni og stoppi- stöðva. Helstu kjarnar kerfisins eru: Höfuðborgarsvæðið, Borgarnes, Sel- foss, Akureyri og Egilsstaðir. Þjónustustig almenningssam- gangna skal taka mið af staðar- háttum, markmiðum og tengingu við kjarna kerfisins. „[Þ]annig að þjóð- hagslegur ábati fjárfestingar í þeim verði sem mestur,“ segir í drögum. Tengingum má skipta í tvo meg- inflokka eftir eðli, vinnusóknarteng- ingu með tíðri daglegri tengingu inn- an takmarkaðs svæðis frá kjarna og félagslega tengingu, en með því er átt við tengingu yfir lengri leiðir til karna til að sækja þjónustu, verslun og fleira. Minnka þarf aðstöðumun Sem stendur hefur einkabíllinn yfirburðastöðu á við almennings- vagna í ferðamátavali milli byggða. „Leiðarkerfi almenningsvagna verð- ur því eins og kostur er að vera þjón- ustað og skipulagt með þeim hætti að minnka þann aðstöðumun,“ segir í drögum stefnunnar. Til að bæta gæði leiða er meðal annars lagt til að leiðir verði rýndar með tilliti til þess hvort hægt sé að lágmarka ferðatíma, að þær leiðir sem eru innan leiðarkerfis almenn- ingsvagna skuli settar í forgang þeg- ar kemur að vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og að hugsað verði sérstaklega til aðgengis al- menningsvagna þegar skerða þarf þjónustu- stig vega vegna við- halds og annarra framkvæmda. Þá er einnig lagt til að um- ferðarljós skuli útbúin þannig að þau veiti al- mennings- vögnum for- gang í umferðinni. Kynnti „tímamóta- vinnu“ í samgöngum Í drögum að stefnu í almenn- ingssamgöngum er einnig lagt til að fargjöld verði lækkuð. Fargjöld í almennings- samgöngum skulu vera sam- keppnishæf við ferðalög með einkabílum. „Tryggja verður að almenningssamgöngur séu raunhæfur valkostur allra, óháð efnahag,“ segir þar, en við lækkun þessara gjalda er litið til tveggja leiða í drög- unum, þ.e. eldsneytiskostnaðar bifreiða og hlutfalls af lág- markslaunum. Hægt er að senda inn um- sögn um drögin á samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnar- frestur til 7. mars næstkom- andi. Sigurður Ingi segir fund verða haldinn 28. febrúar „til að viðhalda um- ræðunni og fá sem flestar athuga- semdir.“ Fargjöldin verði lækkuð ALMENNINGSSAMGÖNGUR Sigurður Ingi Jóhannsson Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Umferðin á höfuðborgarsvæðinu getur verið ansi þétt og eru margir sem kalla nú eftir raunhæfum leiðum í almenningssamgöngum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.