Morgunblaðið - 15.02.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.2019, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 Leiðindafæri Hálka og bleyta á götum borgar pirruðu ekki þessa skólapilta sem voru á heimleið úr Hagaskóla. Hari Fyrir mörgum öld- um sagði etasráðið, sem þá var statt í Kaupinhafn, „Æ má ekki einu gilda eftir hvaða lögum þeir ís- lensku eru dæmdir? Kansellíið hefur heim- ildir fyrir því að þetta sé úrættað fólk, allir þess betri menn í fyrri daga drápu hverir aðra þartil eftir var þetta samansafn af betlurum, þjófum, lík- þráum mönnum, lúsugum persónum og drykkjuhrútum.“ Atkvæðavægi Það kann vel að vera að etasráðið gangi helst til langt í umsögn sinni en eftir situr þjóð, sem hefur þolað mismunun, misrétti og smánun meira en góðu hófi gegnir. Þannig er það lögfest í kosningalögum að það sé jafnræði með kjördæmum að fjöldi kjósenda í fjölmennum kjör- dæmum skuli vera tvöfaldur á móti þeim er fámennari eru. Þannig hafa sumir Íslendingar tvöfaldan at- kvæðisrétt á móti einföldum at- kvæðarétti annarra. Þetta lætur þjóðin sér vel líka, enda eru settar þvílíkar þrautir inn í kosningalög að aðeins hámenntaðir stærðfræðingar geta leyst þær þrautir. Svo segir fólk: „ég skil ekkert í þessum kosn- ingalögum“. Vissulega geta komið undarlegar niðurstöður út úr kosn- ingum. Þannig eru úrslit tvennra forsetakosninga í Bandaríkjunum á þessari öld á þann veg að frambjóð- andi sem hlaut færri atkvæði í heild, fékk fleiri kjörmenn í því ráði er kýs forseta endanlega. Mismunun í alþing- iskosningum Forystumönnum Al- þýðuflokks og Fram- sóknarflokks þótti það ekki tiltökumál að eiga viðskipti með stuðn- ingsmenn sína í brenglaðri kjör- dæmaskipan í kosn- ingum 1956 í þeim tilgangi að ná meirihluta þingmanna á Alþingi, hið svonefnda Hræðslubandalag. Það er ekki talið neitt merkilegt að í alþingiskosningum árið 1931 fékk Framsóknarflokkur 35% at- kvæða og 23 þingmenn af 42 en Sjálfstæðisflokkur fékk 43,3% at- kvæða og 15 þingmenn. Mismunun í atkvæðavægi var réttlætt með því að þingmenn væru fulltrúar land- svæða en ekki fólks. Það kann að vera að mismunun af þessu tagi sé verslun með kærleika. Svo er alls ekki, heldur er þetta lít- ilsvirðing fyrir mannréttindum. Leiðrétting Árið 2014 var samþykkt á Alþingi að „leiðrétta“ skyldi húsnæðis- skuldir um 4%, en aðeins þeirra sem voru með „verðtryggð“ lán. Þó voru leigufélög sveitarfélaga og náms- mannasamtaka undanskilin. Þessi leigufélög leigja viðskiptavinum sín- um á sem næst kostnaðarverði. Þannig urðu leigjendur 4% hlutfalls- lega verr settir en húseigendur eftir þessa æfingar. Þeir sem skulduðu „óverðtryggð“ lán nutu heldur ekki góðs af leiðréttingu, enda þótt láns- kjör þeirra hafi verið sambærileg „verðtryggðum“ lánskjörum. Einn stjórnarþingmaður lýsti þessum æfingum stjórnarmeirihlut- ans á þann veg að um „almenna“ leiðréttingu væri að ræða en ekki „altæka“. Þessa mismunun létu landsmenn yfir sig ganga, enda van- ir mismunun og verslun með kær- leika. Erlendir ferðamenn Erlendir ferðamenn hafa ekki kosið neinn alþingismann. Það hefur heyrst hrökkva upp úr alþingis- manni, að hann líti á erlenda ferða- menn fyrst og fremst sem skatt- stofn. Það er líklegt að erlendir ferðamenn greiði um 38-40 milljarða í virðisaukaskatt hér á landi og um 5 milljarða í eldsneytisgjöld af akstri bílaleigubíla, sem ferðamennirnir leigja. Þannig má segja að töluvert hafi áunnist í því að ferðamenn séu skattstofn. Það er eins með erlenda ferða- menn og innlenda íbúa, þeir telja rétt og eðlilegt að fyrir þessa skatta njóti þeir þjónustu af einhverju tagi. Það eru margir, sem telja það sjálf- sagt að erlendir ferðamenn „greiði“ án þess að fá endurgjald í þjónustu og innviðum, enda eru ferðamenn einungs „skattstofn“! Veggjöld og eldsneytisgjöld Gjöld á eldsneyti voru fyrst lögð á til að afla fjár til vegagerðar. Hugs- unin var sú að notkun á eldsneyti svaraði til notkunar á vegum. Síðar gerðu ráðamenn sér ljóst að eftir meiru var að slægjast í eldsneytis- gjöldum en því sem veitt var til vegagerðar. Eldsneytisgjöld urðu þannig hluti af tekjuöflun ríkisins. Bifreiðaeigendur láta það yfir sig ganga að verða sérstakir skatt- þegnar. Nú eru komnar fram tillögur um það á hvern veg hægt er að skatt- leggja umferð sérstaklega, einkum og sér í lagi umferð á Suðvestur- landi þar sem mest er ekið. Sveitar- stjórnarmenn annars staðar á land- inu telja það vænan kost, en þá ekki til endurbóta á innviðum þar sem gjöldin er lögð á, heldur til að leggja vegi með bundnu slitlagi í fámenn- um sveitum. Þannig sjá sveitar- stjórnarmenn skattstofna og kær- leika í öðrum hreppum. Mismunun Nú er verið að leggja síðustu hönd á smíði ferju til siglinga milli Vestmannaeyja og meginlandsins. Þá ber svo við að það á að hafa sér- stök fargjöld fyrir Vestmanna- eyinga. Auðvitað er það ekki nema eðlilegt að landsmenn og erlendir ferðamenn sameinist í því að heim- sækja ekki Vestmannaeyjar með þessari ferju þegar þeim er ætlað að standa undir „niðurgreiddum“ far- gjöldum fyrir þá sem hafa póst- númer 900. Á sama veg er ætlunin að hafa önnur og lægri flugfargjöld fyrir þá sem búa á landsbyggðinni en flug- fargjöld þeirra, sem búa í þéttbýlinu við Faxaflóa. Auðvitað er svarið við því fyrir þéttbýlið að heimsækja ekki landsbyggðina. Þá er alls rétt- lætis gætt. Ef flugfargjöld eru of há, þá eru þau of há fyrir alla. Mismunun í verðlagningu á þjóð- vegum er einungis hægt að réttlæta vegna mismunandi kostnaðar við innheimtu „þjónustugjalda“, en ekki á grundvelli búsetu eða þjóðernis. 30% afsláttur fyrir útvalda kann að leiða til verulegs álags fyrir aðra, ef veggjöld eru grundvölluð á „kostn- aði“. Synd og mismunun Það er mikil sæla fyrir stjórn- málamenn að finna leiðir til að mis- muna og skammta. Merkustu stjórnmálamenn telja skömmtun eðlilega ef skömmtunin er „réttlát“. Réttlæti hverra? Það kann að vera að það réttlæti miði aðeins að því að svipta fátæka menn lífinu. Líklega er þráin eins hjá stjórn- málamönnum og dýrlingum. Stjórn- málamenn þrá að mismuna en dýr- lingar þrá að syndga. Stjórnmálamenn láta eftir þrám sín- um en dýrlingar halda aftur af þrám sínum. Það er mest sæla í heimi að syndga! Eftir Vilhjálm Bjarnason » Stjórnmálamenn þrá að mismuna en dýrlingar þrá að syndga. Stjórnmála- menn láta eftir þrám sínum en dýrlingar halda aftur af þrám sínum. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Mismunun og synd Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins kom til Reykjavíkur í gær úr fimm daga hringferð um landið. Heima- menn á 22 stöðum tóku vel á móti hópn- um og ræddu við okk- ur um hugðarefni sín sem snúa að stjórn landsins, ráðstöfun skattfjár og atvinnulífi í heimabyggð. Af umræðum á Alþingi og um- fjöllun um stjórnmálin mætti oft halda að landið væri rjúkandi rúst, byggðir „brothættar“ og „sam- félagslegt uppnám“ í aðsigi, ef ekki þegar hafið. Það var þess vegna sérlega ánægjulegt að heyra hversu jákvætt og afslappað hljóðið var í þeim sem við ræddum við, þvert á landshluta. Ferðaþjónusta af ýmsu tagi hefur með marg- víslegum hætti eflt flest byggðar- lög. Atvinna er næg og spurn eftir starfsfólki víða. Ný jarðgöng reyn- ast ekki bara samgöngubót heldur raunveruleg stækkun byggðarlaga. Alls staðar voru samgöngur til um- ræðu og greindi ég ekki annað en almennan áhuga á vegafram- kvæmdum til framtíðar með einka- framkvæmd og beinni gjaldtöku til að flýta samgöngum. Mikill skiln- ingur er á því að vasar skattgreið- enda eru ekki ótæmandi. Þótt hringferð okkar sé lokið í bili þá höldum við áfram til móts við heimamenn næstu vikurnar, nú í nágrenni höfuðborgarinnar. Á morgun sækjum við Reykvík- inga heim og hittum þá vonandi flesta í Iðnó í hádeginu þar sem færi gefst á góðu spjalli um það sem helst brennur á borgarbúum. Samgöngumálin innan borgarmark- anna verða eflaust mörgum ofar- lega í huga enda borgaryfirvöld um árabil verið áhugalítil um bættar vega- samgöngur þótt um- ferð aukist ár frá ári. Samgönguáætlun til næstu fimm ára sem nýlega var samþykkt á Alþingi gerir ráð fyrir tvennum vega- framkvæmdum í Reykjavíkurborg, þ.e. mislægum gatnamót- um við Bústaðaveg og tvöföldun á vegarkafla við Bæjarháls og Vesturlandsveg sem hluta af hring- veginum. Ekki er gert ráð fyrir Sundabraut í áætluninni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefðu svo sannarlega viljað sjá meira gert til þess að bæta um- ferðaröryggi í borginni og draga úr töfum í umferðinni. Borgaryfirvöld bera hins vegar ábyrgð á fram- kvæmdastoppinu. Mikilvægt er að viðhorfsbreyting verði við stjórn borgarinnar. Hringferð allra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins landshorna á milli færir okkur gott veganesti inn í þingstörfin fram undan. Úti á landi líta menn á sig sem heimamenn á hverjum stað. Það erum við svo sannarlega líka í Reykjavík. Ég vonast til að hitta sem flesta heimamenn í Iðnó á morgun og taka þátt í líflegum umræðum. Eftir Sigríði Ást- hildi Andersen Sigríður Á. Andersen » Það var sérlega ánægjulegt að heyra hversu jákvætt og afslappað hljóðið var í þeim sem við ræddum við. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og dómsmálaráðherra. Heimamenn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.