Morgunblaðið - 15.02.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 15.02.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 ✝ Ingvar Þor-steinsson hús- gagnasmíðameist- ari fæddist í Reykjavík 28. maí 1929. Hann and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Eir 31. janúar 2019. Ingvar var sonur Þorsteins Ingvars- sonar bakarameist- ara, f. 12. mars 1908, d. 11. mars 1974, og Berg- ljótar Helgadóttur húsfreyju, f. 17. júlí 1906, d. 14. nóvember 1963. Ingvar var elstur af fjór- um bræðrum en hinir eru; Við- ar, f. 3. apríl 1931, bókbindari, Kristinn, f. 25. júní 1937, fv. deildarstjóri, Þorsteinn, f. 22. desember 1944, fv. skólameist- ari. Ingvar kvæntist Steinunni Geirsdóttur (Lillý) 1951, Lillý er fædd 31. janúar 1930. Börn þeirra eru; Rebekka, f. 24. mars 1951, d. 12. febrúar 2008 fv. starfsmannstjóri. Eftirlifandi Ingvar stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk það- an sveinsprófi í húsgagnasmíði 1949 og öðlaðist meistararétt- indi 1952. Ingvar stofnaði ásamt Gylfa Einarssyni Húsgagnavinnustofu Ingvars og Gylfa árið 1957, síð- ar byggðu þeir hús á Grensás- vegi 3 þar sem þeir ráku verk- stæði og verslun. En þeir sér- hæfðu sig í svefnherbergis- húsgögnum og smíðuðu inn- réttingar í fjölmörg hótel, s.s. Hótel Sögu, Hótel Esju, Hótel Ís- land og Holiday Inn. Einnig smíðuðu þeir innviði í Bústaða- kirkju og fjölmargar aðrar byggingar. Þegar þeir Gylfi hættu samstarfi stofnaði hann fyrirtækið Ingvar og synir ásamt börnum sínum. Árið 1996 stofnaði hann lítið trésmíða- verkstæði með áherslu á sér- smíði, þá 67 ára, sem hann rak til ársins 2013. Hann var því 84 ára er hann lét af störfum. Ingvar var prófdómari í hús- gagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík á annan áratug. Þá var hann formaður Félags hús- gagna- og innréttingaframleið- enda um skeið. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 15. febrúar 2019, klukkan 13. maki hennar er Einar Ágúst Krist- insson sýningar- stjóri. Börn þeirra eru Ingvar og Anna. Bergljót myndmenntakenn- ari, f. 8. febrúar 1954, dætur hennar eru Steinunn og Ásta Bjarndís. Ásta, fv. skrif- stofustjóri, f. 4. nóvember 1955, d. 13. mars 2008, maki hennar var Brynj- ólfur Eyvindsson lögmaður. Börn þeirra eru Auður, Inga Lillý og Bjarni. Þorsteinn, hús- gagnasmíðameistari og húsa- smiður, f. 19. mars 1960, kvænt- ur Rögnu Gústafsdóttur deildar- stjóra, börn þeirra eru Ingvar og Sigríður. Geir húsgagna- smiður, f. 9. apríl 1967, kvæntur Hallveigu Ragnarsdóttur verk- efnisstjóra, börn þeirra eru Gunnar og Steinunn. Langafa- börnin eru fimmtán og 1 langa- langafabarn. Ingvar var mikill fjölskyldu- maður, hann var jákvæður, dug- legur og vinmargur. Ég man hann ekki öðruvísi en í góðu skapi. Honum fannst gaman að slá upp veislum og fá gesti. Hann fékk meira að segja alltaf gott veður á afmælunum sínum. En svo var hann líka afi barnanna minna og það sem þau voru heppin að hann var afi þeirra og að Lillý var amma þeirra. Næstum því allan tím- ann sem ég hef verið í fjölskyld- unni bjuggum við Geiri nálægt þeim, annaðhvort í næsta húsi, uppi á næstu hæð eða í sömu götu. Og börnin heppin að geta hlaupið yfir til ömmu og afa, sem áttu alltaf eitthvað gott að borða, og dekruðu við þau. Svo átti hann það til að koma yfir til okkar og ræða málin, horfa á fréttirnar eða bara at- huga hvort það væri ekki allt í lagi. Ég áttaði mig á því seinna hve ég saknaði heimsóknanna þegar heilsu hans hrakaði og þær hættu. Hann var húsgagnasmíða- meistari og stofnaði fyrirtækið Ingvar og Gylfa með félaga sín- um Gylfa Einarssyni. Hann var prófdómari í mörg ár og var um tíma formaður félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Þau Lillý voru gift í 75 ár og voru heldur betur heppin með hvort annað. Þau voru samhent og miklir vinir. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra enn á lífi. Síðustu árin rak hann trésmíðavinnustofu, þar var nóg að gera, en ekki var hann stressaður maður. Öllum sem þangað komu var boðið upp á kaffi og að skoða albúmin hans, en hann var búinn að safna myndum af verkefnum sínum í mörg ár. Léttleiki og bjartsýni fylgdu honum fram á síðasta dag, þrátt fyrir erfið veikindi. Nú er hann farinn og við munum sakna hans mikið, en skemmtilegar minningar munu lifa áfram. Hallveig. Fyrstu samskipti okkar Ingv- ars voru þegar ég og dóttir hans vorum nýbyrjuð að slá okkur upp saman og ég var að laumast með hana heim snemma einn morguninn. Þar mætti ég auðvitað Ingvari sem var á leið í vinnu. Þrátt fyrir þessi heldur vandræðalegu fyrstu kynni þá tókst á milli okkar Ingvars afskaplega góð vinátta. Ég vann hjá honum í versluninni Ingvar & Gylfi í áratugi. Við Ingvar unnum vel saman og það var alltaf hvetj- andi að sjá Ingvar í starfi. Ingv- ar var vandvirkur smiður og góður og heiðarlegur sölumað- ur. Ég hef grínast með það hversu eftirtektarvert það var hvað Ingvar átti auðvelt með að koma fólki upp í rúm – enda sérhæfði verslunin sig í smíði og sölu á rúmum. Ingvar var mjög lausnarmið- aður, var fljótur að átta sig á hlutunum og hikaði ekki við að framkvæma þá. Hann byggði til að mynda stórt og stæðilegt hús í Kvistalandi á lóð sem enginn annar lagði í að byggja á vegna þess hversu djúpt var ofan á fast. Einnig hikaði hann ekki við að stækka verkstæðið sitt og taka tilboðum í stór verk. Ef maður fékk einhverja hugmynd hvatti hann mann áfram og sá aldrei nein vandamál í hlutun- um, t.d. þegar við Rebekka keyptum okkar fyrstu íbúð eða þegar upp komu ýmsar hug- myndir í fyrirtækinu. Þetta smitaði út frá sér til starfs- mannanna. Ég man sérstaklega eftir því þegar Ingvar og Gylfi fóru eitt sinn í frí til útlanda, en þá kom góðviðrisdagur hjá okkur einn daginn og starfsmennirnir ákváðu í kaffitímanum að það þyrfti nú að mála húsið á Grensásveginum. Það var drifið í því og þeir kláruðu verkið kl. fjögur sama dag. Þetta mikla traust til starfsmanna sinna gerði það að verkum að maður varð metnaðarfyllri og áhuga- samari en ella. Ingvar hafði mjög góðan húmor. Einu sinni var Rebekka nýkomin frá Texas úr vinnuferð og keypti þar stóran vindil sem hún gaf mér. Ég fór með vind- ilinn í vinnuna og ætlaði heldur betur að slá Ingvari við, sem reykti þá London Docks-vindla. Ingvar var fljótur að hugsa, límdi saman tvo London Docks og var þá kominn með stærri vindil en ég. Við vorum oft að stríða hvor öðrum og þá sér- staklega á sölumannstöktum hvor annars. Eitt sinn sagði hann mér að fara út í helli- dembu á stoppistöð sem var fyrir utan búðina til að bjóða fólki inn. Ég hlýddi tengda- pabba, bauð fólkinu inn og þau gengu út með heila skápasam- stæðu sem ég náði að selja þeim. Ingvar hafði mjög gaman af þessu en þetta dró heldur úr þessari sölutaktastríðni okkar. Ég hefði ekki geta fengið betri tengdaforeldra en Ingvar og Lillý. Ingvar var alltaf hvetj- andi, það er honum að þakka að ég lærði húsgagnasmíði og hann hvatti okkur Rebekku áfram í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég veit að dætur hans, Rebekka og Ásta, sem við misstum frá okkur fyrir 11 ár- um, taka vel á móti pabba sín- um og ég veit að hann skilar kærri kveðju okkar allra til þeirra. Hvíldu í friði, Ingvar. Ég votta Lillý, Bergljótu, Þorsteini, Geir og fjölskyldum þeirra samúð mína. Kveðja, Einar. Í dag kveðjum við í hinsta sinn elsta bróður okkar Ingvar Þorsteinsson, sem fékk hvíldina miklu 31. janúar síðastliðinn eft- ir löng og erfið veikindi. Ingvar var okkur bræðrunum og mörgum öðrum sterk og góð fyrirmynd, þrautseigja, framtak og æðruleysi, þegar á móti blés, voru sterk einkenni í persónu- leika hans. Hann var aldrei á því að gefast upp enda úrræða- góður, hörkuduglegur og vand- virkur. Æskuheimili okkar fram til ársins 1950 var „Litla-Skipholt“ 30 fm hús vestur á Bráðræðis- holti í Reykjavík. Ingvar var snemma stórhuga og hvatti pabba okkar til að sækja um lóð undir einbýlishús í Vogahverfi. Pabbi fékk lóð á Langholtsvegi 152 og þar voru innréttaðar þrjár íbúðir. Ingvar var drif- fjöðrin í byggingarframkvæmd- unum. Það kom sér líka vel að hann var þá lærður húsgagna- smiður og hann smíðaði allar innréttingar í húsið. Húsið á Langholtsveginum var eins kon- ar ættaróðal. Ingvar stofnaði ásamt Gylfa Einarssyni fyrirtækið Hús- gagnavinnustofu Ingvars og Gylfa á árinu 1957 og við það starfaði hann til ársins 1996, en þá kom upp sú staða að hús- gagnasmíði átti á brattann að sækja og fyrirtækið varð að hætta. Með mikilli samheldni, dugnaði og þrautseigju opnaði Ingvar þó verkstæði á ný á Dal- vegi í Kópavogi þar sem hann tók að sér alls konar innrétt- ingasmíði og starfrækti það til 84 ára aldurs. Hann var sér- staklega laginn við alla nýsmíði og hann tók líka að sér við- gerðir á gömlum húsgögnum. Ingvar var félagslyndur og hafði gaman af því að taka á móti viðskiptavinum, kynnast þeim og þjónusta þá vel. Ingvar var alla tíð mikill fjölskyldumaður og naut þeirrar gæfu að kynnast snemma á lífs- leiðinni, einstakri konu, eigin- konu sinni Steinunni Geirs- dóttur, sem jafnan er kölluð Lillý. Ingvar og Lillý gengu samhent í gegnum lífið, eign- uðust fimm glæsileg börn og var fjölskyldan afar samheldin. Þau hjón voru miklir gestgjafar og ófáar veislurnar voru haldn- ar á heimili þeirra enda töldu þau alltaf lítið mál að halda veislu, afmæli eða ættarmót. Einnig fóru þau hjón í marg- ar ferðir til útlanda með börn- um sínum og fjölskyldum þeirra. Lífskraftur og gleði Ingvars var mikil og hann lifði lífinu af heiðarleika og miklum krafti. Snemma á lífsleiðinni var hann með áhuga á viðskiptum og var alla tíð vakandi fyrir viðskipta- tækifærum. Ingvar var sterkur persónuleiki og naut þess að vera í fjölmenni. Þau hjón urðu hins vegar fyr- ir mikilli sorg á árinu 2008, en þá misstu þau tvær dætur sínar með mánaðarmillibili, þær Ástu og Rebekku, sem létust langt fyrir aldur fram eftir erfið veik- indi vegna krabbameins. Það var mikið áfall fyrir þau og alla fjölskylduna. En það reyndist þeim þá vel hvað fjölskyldan var samhent. Ingvar og Lillý voru sam- ferða í gegnum lífið í um 75 ár. Einstök hjón, sem hafa haldið afar vel utan um stórfjölskyld- una og ávallt sinnt sínu af mik- illi natni og góðmennsku. Við vottum Lillý og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð og þökkum fyrir allar góðar stund- ir ævinlega. Viðar, Kristinn Björgvin og Þorsteinn Helgi. Segja má með sanni að Ingv- ar og Lillý hafi verið höfðingjar heim að sækja, og stórafmælin eftirminnileg. Í fljótu bragði hef ég ekki tölu á hve margra af- mælisveislna við Þurý nutum á fallegu heimili þeirra hjóna, en ég þykist þess fullviss að þrátt fyrir að Ingvar hafi ekki gengið heill til skógar undir það síðasta hafi hann verið farinn að hug- leiða hvort honum auðnaðist að halda upp á níræðisafmælið sitt í vor. Þannig var hann, vildi hafa líf og fjör í kringum sig, hafði ákveðnar skoðanir og naut þess að ræða við fólk. Ingvari og Lillý kynntumst við á árunum upp úr 1970, þeg- ar við Garðar vorum að bjástra við að koma upp húsum okkar í Kvistalandinu, skrifstofumenn sem tiltölulega litla reynslu höfðum af flóknum húsbygging- um. En svo kom Ingvar eins og stormsveipur, hokinn af reynslu, fór allt aðrar leiðir en við í baráttunni við mýrlendið í Fossvoginum og farnaðist auð- vitað vel. Skemmst er frá að segja að þegar við vorum öll flutt inn í misjafnlega fullbúið húsnæði tókst með okkur öllum ágætis kunningsskapur, þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Frum- byggjar botnlangans, Árni Gísla og Guðrún, og svo Ingvar og Lillý voru okkur yngra fólkinu, Svanhvíti og Garðari og okkur Þurý afar vinsamleg á allan hátt og þarna myndaðist gott sam- félag. Ingvari var það held ég eðlislægt að taka upp hanskann fyrir „strákapör“ barnanna okk- ar og ég veit að þeim þótti öll- um vænt um þessi góðu hjón sem bjuggu beint á móti okkur – þeim fylgdi þægileg öryggis- tilfinning. Þá má minnast margra kaffibolla sem Þurý og Lillý neyttu saman og þar voru mál þess tíma krufin og yfir- farin. Mörg ár eru síðan allir þessir góðu frumbyggjar fluttust ann- að og við Þurý fyrir löngu orðin ein eftir, og nú með öðrum góð- um grönnum í Kvistalandinu. Við, og börnin okkar, sendum Lillý og fjölskyldu hennar allri hugheilar samhryggðarkveðjur – blessuð sé minning góðs, greiðvikins og heilsteypts drengs, Ingvars Þorsteinssonar. Óli H. Þórðarson. Ingvar Þorsteinsson ✝ Harpa LindPálmarsdóttir fæddist í Reykja- vík 22. ágúst 1979. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Foss- vogi 6. febrúar 2019. Hún er dóttir hjónanna Pálmars Björgvinssonar og Sigrúnar Guð- mundsdóttur. Fluttu þau til Þorlákshafnar árið 1981 og ólst hún þar upp. Harpa Lind var yngst í systkinahópnum en elst- ur er Jón Magnússon, fæddur 2. desember 1960, eiginkona hans er Kristín Anna Jónsdóttir og börn þeirra Anna, Hrefna Björk og Magnús. Ingvar Odd- geir Magnússon, f. 18. desem- ber 1963, börn hans eru Sunna, Pétur Ingi, Erna Ósk og Helga Rún. Pálmar Ægir Pálmarsson, 28. nóvember 1972, eiginkona hans er Ingibjörg Jónsdóttir, börn þeirra eru Jóhann Fannar, Freydís Ösp og Viktor Daði. Sigrún Huld Pálmarsdóttir, f. 25. janúar 1975, eiginmaður er Guðmundur Hjartarson og börn þeirra eru Eiður Smári, Auðunn Ari og Eyrún Saldís. Harpa Lind var í sambúð með Pétri Rúnari Guðmundssyni, f. 9. apríl 1980. Bjuggu þau saman í Njarðvík, átti hún þrjá fóstur- drengi með Pétri, þá Unnar Snæ, f. 11. apríl 1999, Guð- mund, f. 18. apríl 2007, og Garðar, f. 16. maí 2013 Harpa Lind gekk í Grunn- skóla Þorlákshafnar og kláraði sína skólagöngu þar. Leið Hörpu Lindar lá svo í nudd- skóla hjá Þórgunni þar sem hún lærði svæðanudd. Útför Hörpu Lindar fer fram frá Þorlákskirkju í dag, 15. febrúar 2019, klukkan 14. Elskan mín er farin. Hún kom inn í líf okkar feðga eins og storm- sveipur og gerði líf okkar svo mik- ið betra með nærveru sinni. En svo ertu tekin frá okkur í blóma lífsins og eftir situr maður með sprungið hjarta af ást og söknuði því það áttu að verða mikið fleiri ár og miklu fleiri minningar. En ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum saman og þær minningar sem við sköpuðum, þær verða vel geymdar í hjartanu mínu og hjörtum strákanna. Það síðasta sem þú gafst mér var gjöf á bóndadaginn, þá varst þú búin að elda flottan mat fyrir okkur og svo var smá pakki handa mér sem var hálsmen með sjó- ferðabæninni, þú þekktir mig svo vel, en hana mun ég ávallt hafa um hálsinn og nálægt hjarta mínu. Ég elska þig eins og stjörnurn- ar eru margar. Mig hryggir svo margt, sem í hug mínum felst og hvernig ég þreytist að lifa og mér finnst það, vina mín, hugga mig helst, að hugsa um þig eða skrifa, að minnast á armlög þín ástrík og góð og allt sem að þú hefur talað: því ligg ég hér aleinn og yrki nú ljóð það eitt gæti huganum svalað. Eins veit ég það, hvert sem mig hrekur og ber, og hverju sem annars ég gleymi, þá man ég þó allt sem ég unni með þér og elska það, faðma og geymi. Og þegar að dimmir við skammdegis- skeið og skuggarnir þéttast um fætur, þá vona ég stjörnur þær lýsi mér leið, sem leiftur á bláhveli nætur. Ég man það sem barn að ég margsinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn, og enn get ég verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggi yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn, við hlið þína margsinnis standa, og vel getur verið í síðasta sinn ég sofni við faðm þinn í anda. (Þorsteinn Erlingsson) Þinn Pétur Rúnar. Elsku Harpa okkar, nú ertu farin og skilur eftir stórt skarð í hjörtum okkar sem verður aldrei hægt að fylla upp í. Uppáhaldsminning okkar bræðra er þegar pabbi kynnti okkur fyrir þér, en þá vorum við að horfa á bíómynd. Svo voru aug- lýsingar en þá spurðir þú hvort við strákarnir vildum koma og hjálpa þér aðeins að ná í svolítið í bílinn þinn. Við fórum með þér og þá varst þú með páskaegg af stærstu gerð í bílnum og spurðir okkur hver vildi missa það. Garðar vildi ekki gera það þannig að ég tók páskaeggið og við löbbuðum aftur inn til pabba og svipurinn á pabba þegar ég missti eggið var svo fyndinn og við hlógum svo mikið og þú varst snögg að segja að þegar eggið væri brotnað mættum við borða það og hlóst með okkur. Þarna vann hún Harpa okkur alveg á sitt band, hún var svo æðisleg persóna. Við bræður elskum þig og söknum þín og verður þú alltaf í hjörtum okkar. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þínir stjúpsynir, Guðmundur Hlíðar, Garðar Hlíðar. Elsku dóttir okkar, megi minn- ing þín lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Lífið rennur sem lækur með lygnu og djúpan hyl, grefur sér farveg og fellur um flúðir og klettagil, við bakkana beggja megin, blandast hin tæra lind uns lækurinn orðinn er allur annarra spegilmynd. Lækurinn minnir á lífið, lindin er tær og hrein í fljótið ber hann öll fræin sem falla af næstu grein. En fljótið er lífsins ferja er flytur með þungum straum ljóðið um lindina tæru, lækjarins óskadraum. (Sigurður Hansen) Mamma og pabbi. Harpa Lind Pálmarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hörpu Lind Pálmars- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.