Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 21

Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Baldur Jó-hannsson fædd- ist á Þórshöfn á Langanesi 18. júlí 1934. Hann lést á blóðskilunardeild Landspítalans við Hringbraut 3. febr- úar 2019. Foreldrar hans voru Jóhann S. Snæbjörnsson húsa- smíðameistari, f. 2. september 1902, d. 2. september 1978, og Lára Lárusdóttir hús- freyja, f. 12. desember 1908, d. 8. apríl 1997. Systkini Baldurs voru Erla, f. 13. nóvember, 1930, d. 23. júní 2012, Bragi, f. 7. október 1931, d. 18. júní 2010, Arnþrúður, f. 15. desember 1932, d. 21. mars 1990, Hörður, f. 18. júlí 1934, d. 25. október 2012, Birna, f. 26. september 1938, d. 9. maí 2018, Hermann, f. 25. september 1941, Sigrún, f. 15. desember 1942, Snorri, f. 22. mars 1947, Lárus, f. 11. ágúst 1948, Trausti, f. 12. maí 1951. Eftirlifandi maki er Hanna Hannesdóttir skrifstofukona, f. 1. júní 1940. Börn þeirra 1) Bogi Baldursson, f. 23. mars 1960, d. 23. mars 1960. 2) Bogi Baldurs- son, f. 2. september 1961, sölu- maður, giftur Steinunni Jóns- dóttur, börn þeirra María Erla Bogadóttir, gift Hjalta Kolbeins- syni og börn þeirra eru Alex- ander Þór Hjaltason og Snædís Ída Hjaltadóttir, Jón Baldur Bogason og sambýlismaður hans er Haukur Heiðar Stein- grímsson, Ingi Björn Bogason og sambýliskona hans Magdalena V. Michelsen. 3) Arn- þrúður Baldurs- dóttir og börn hennar Hanna Lára Pálsdóttir og dóttir hennar Hel- ena Marý Óðins- dóttir, Sigurður Markús Harðarson og sambýliskona hans Halldóra Friðmey Guðmundsdóttir, Baldur Þór Harðarson og sam- býliskona Lilja Dögg Guð- mundsdóttir. Baldur fór 14 ára til sjós á Eldborginni sem hélt til síldar- leitar og veiða við Grænland 1949, var á hinum ýmsu skipum og undir það síðasta á gömlu Akraborginni sem hann meðal annars sótti til Skotlands. Á Akraborgartíma sínum kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni. 1960 hóf hann störf hjá Flugfélagi Íslands í hlaðdeild, síðar færðist hann yfir í við- haldsdeildina sem hann vann við til loka starfsferil síns 70 ára. Baldur kom að undirbúnings- vinnu við stofnun Snarfara, fé- lags sportbátaeigenda, 1975 og var einnig í undirbúningi við að koma á Sjóralli umhverfis Ís- land árin 1978 til 1980 og tók þátt í því fyrsta 1978 ásamt bróður sínum Hermanni Jó- hannssyni. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 15. febrúar 2019, klukkan 13. Á þessum tímamótum víkur hugurinn aftur og minningarnar streyma fram, einnig sækir á reiðin, að þú sért farinn án þess að við næðum að kveðja þig en efst stendur þó að þjáningum þín- um er lokið á þessum stað. Betri föður og -ímynd hef ég ekki getað óskað mér, flug- áhugann á ég þér að þakka sem myndaðist út frá þínu áhugaverða lífsstarfi hjá Flugfélagi Íslands með síðari breytingum, eins þeg- ar fyrsti tjaldvagninn var keyptur 1971 sem endaði með að ég seldi tjaldvagna og fellihýsi til fjölda ára svo ekki sé talað um þegar skemmtibáturinn var keyptur 1973 og hinn ódauðlegi bátaáhugi vaknaði og hefur ekki slokknað heldur aukist með hverju árinu sem líður. Þátttakan í undirbúningi að stofnun Snarfara, félagi sport- bátaeigenda, 1975 kemur hátt upp í hugann en þar var unnið með skemmtilegu fólki svo ekki sé talað um undirbúninginn að fyrsta sjórallinu umhverfis landið 1978, sem þú kepptir í með Her- manni bróður þínum á fyrsta bátnum sem ég flutti inn Dateline Hawaiian. Hvert ævintýrið af öðru fórum við í og svo þegar Steinunn kom til sögunnar og barnabörnin þrjú komu hvert af öðru varst þú tilbú- inn hvenær sem var svo ekki sé talað um barnabarnabörnin. Þeg- ar veikindi þín ágerðust kom það ekki í veg fyrir að þú varst boðinn og búinn að leiðbeina þeim og leika við þau fram á síðasta dag. Það er sárt að kveðja þig í dag en minning um góðan föður lifir að eilífu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Bogi Baldursson. Hæ afi. Hvað segirðu? Ég hef það bara ágætt, nóg að gera í vinnunni og veðrið bara gott á meðan það er ekki rigning, en það er nú gott fyrir gróðurinn. Mig langaði bara að þakka þér fyrir allt; að kenna mér á lífið, rúnta með okkur niður á bryggju til að skoða skipin sem eru inni, að hafa dregið mig í að teppa- leggja Fokker 50 þegar ég var 16, hjálpað mér að láta allar kjána- legu hugmyndirnar sem ég hef fengið verða að veruleika, óbeint reddað mér draumastarfinu mínu og yfir höfuð tekið mér eins og ég er. Eitt svona í endann sem ég var ekki viss hvort að ég ætti að segja þér eða ekki, það var sagt við mig í vinnunni að þú hefðir skilið eftir svo stórt fótspor í vinnunni þegar þú hættir að ég gæti aldrei fyllt upp í það og að ég yrði aldrei jafn góður og þú, en það skiptir ekki máli, því ég mun setja mitt fót- spor þarna við hliðina á þínu og einhver annar mun ekki geta fyllt upp í mín fótspor. En, þar til næst. Kveðja, Jón Baldur Bogason. Baldur Jóhannsson  Fleiri minningargreinar um Baldur Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Anna MargrétÞorláksdóttir fæddist í Eyjar- hólum í Mýrdal 3. maí 1938. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Fossheimum á Selfossi 3. febrúar 2019. Faðir Önnu Mar- grétar var Þorlák- ur Björnsson, f. 1899, d. 1987, bóndi í Eyjarhólum. Móðir Önnu Mar- grétar var Ingibjörg Emma Em- ilía Indriðadóttir, f. 1910, d. 1995, frá Blönduósi. Systkini Önnu Margrétar eru Gunnar Sævar Gunnarsson, f. 1934, d. 1970, Björn Einar Þorláksson, f. 1939, d. 1994, Indriði Haukur Þorláksson, f. 1940, Guðrún Steina Þorláksdóttir, f. 1942, d. búsett á Flúðum. Maki Þröstur Jónsson, f. 1958. Þeirra börn eru a) Anna Þóra, maki Sigurður Rúnar Pálsson, þau eiga tvær dætur. b) Elva Rut, unnusti Dav- íð Stefánsson. c) Páll Orri, unn- usta Sylvía Anna Davíðsdóttir. 3) Svala, f. 22. nóvember 1959, búsett á Akranesi. Maki Þór Reynisson, f. 1960. Þeirra börn eru a) Auður Freydís, hún á tvö börn. b) Alex Freyr. 4) Sandra, f. 7. ágúst 1964, búsett í Hafnar- firði. Maki Magnús Öfjörð Markússon, f. 1958. Þeirra börn eru a) Anna Margrét, maki Ást- þór Ingvi Ingvason, þau eiga tvö börn. b) Hafþór. 5) Auðunn Örv- ar, f. 25. júní 1971, búsettur á Selfossi. Anna Margrét stundaði ýmis störf utan heimilis. Helstu vinnu- staðir voru MBF, Sjúkrahús Suð- urlands, Selós ehf. og Verslun KÁ. Einnig var hún umboðs- maður Hildu hf. um árabil og forstöðumaður þvottahúss KÁ. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 15. febrúar 2019, klukkan 14. 2001, Þórólfur Þor- láksson, f. 1943, d. 1973, Ingólfur Helgi Þorláksson, f. 1947, Nanna Þor- láksdóttir, f. 1951, og Þórarinn Þor- láksson, f. 1953. Anna ólst upp í Eyjarhólum en hóf ung búskap á Sel- fossi og bjó þar alla tíð. Anna Margrét giftist 17. apríl 1960 Páli Auðunssyni, f. 12.10. 1934, frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru Auðunn Pálsson og Soffía Gísladóttir. Anna Margrét og Páll eignust fimm börn. Þau eru 1) Stúlka, f. 21. september 1956, d. 14. nóvember 1956. 2) Sigrún Hrafnhildur, f. 15. apríl 1958, Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Að leiðarlokum langar mig að minnast systur minnar í örfáum orðum. Anna Magga var næstelst í níu systkina hópi. Þar sem ald- ursmunur á okkur var töluverður man ég ekki eftir henni á barns- aldri. Við yngri systkinin heyrð- um þó stundum skemmtilegar sögur af þeim eldri. Anna Magga var dugnaðarforkur og hafði oft forgöngu fyrir þá bræður sem á eftir henni komu í aldri. Hún lærði ung að kveða að og svo að lesa. Því lá beinast við að hún væri kennarinn, sex ára gömul, og kenndi þeim yngri, Birni og Indriða Hauki að lesa. Í sveitinni var í nógu að snúast. Hestar og handafl var notað við heyskap á þeim tíma. Anna Magga mun hafa verið mjög ung þegar hún sótti hesta út í haga og brá sér á bak. Í hey- skapnum þegar fólk tók sér matarhlé var kjörið tækifæri til að kenna yngri bróður að sitja hest þótt sá stutti væri aðeins fjögurra ára. Bjössi sagði þannig frá að Magga hefði slegið í klár- inn og hann dottið af baki. Anna Magga var rösk og dugleg og hefur mömmu áreiðanlega mun- að um hennar hjálp með þennan barnafjölda. Ung hóf Anna búskap á Sel- fossi með öðlingspilti, Páli Auðunssyni. Þau urðu kornung fyrir þeim sára harmi að missa nokkurra vikna dóttur. Á þeim tíma þótti ekki við hæfi að bera sorg sína á torg – en kannski svíða þau sár enn sárar sem ekki er um rætt. Eins og gengur í líf- inu skiptast á skin og skúrir. Þau eignuðust fjögur börn til viðbótar og eiga myndarlegan hóp afkom- enda. Anna Magga var mjög verk- lagin og margar flíkurnar saum- aði hún og prjónaði á börnin. Man ég eftir mjög fallegum jóla- kjólum sem stelpurnar fengu og fermingarkjólinn saumaði hún á mig af miklum myndarskap. Ég dvaldi langdvölum á heimilinu bæði vegna barnapössunar og skólagöngu enda finnst mér eins og dæturnar hennar séu nokkurs konar systur mínar. Anna hafði gaman af kveðskap og átti til að setja saman vísur ef tilefni gafst. Á Kirkjuveginum var lítið sam- félag fólks á svipuðum aldri og barnaskarinn lék sér á götunni og í görðunum. Skotist var á milli húsa til að fá lánað eins og eitt egg og konurnar þáðu kaffisopa hver hjá annarri. Þetta var góður tími enda veröldin ekki komin á yfirsnúning þá. Anna og Palli ferðuðust mikið um landið og höfðu yndi af. Anna Magga átti við vanheilsu að stríða mörg seinustu ár. Síð- ustu árin dvaldi hún á Hjúkr- unarheimilinu Fossheimum þrot- in kröftum. Ég held að segja megi að lífslán hennar hafi verið góður og traustur lífsförunautur. Palli hefur staðið við hennar hlið gegnum súrt og sætt langa ævi og sinnt henni af einstakri natni og hlýju í veikindum hennar. Kveð ég systur mína með fyrirbæn um góða heimkomu í sumarlandið og þökk fyrir allt og allt. Nanna Þorláksdóttir. Ein fyrsta minning, sem geymst hefur með mér, er að Anna Magga, eins og við kölluð- um hana, sat sex eða sjö ára að aldri við borðstofuborðið með Bjössa bróður, henni ári yngri en ári eldri mér, og kenndi honum að lesa. Yfir öxl hans fylgdist ég með og lærði samtímis honum. Það var hlutverk hennar sem elstu systur í hópi níu systkina að verða sú sem sinnti okkur og við leituðum til þegar mamma var önnum kafin við störf á 10 til 12 manna heimili án rafmagns og rennandi vatns til matseldar, þvotta og hreingerninga. Að loknum fullum vinnudegi beið prjónaskapur og fatasaumur fyrir börnin og kvöldin urðu oft löng. Aðstoðin var henni dýr- mæt. Anna Magga bar þessa ábyrgð með sóma og var okkur stoð og stytta og fyrirmynd sem við lit- um upp til. Auk þess að sinna uppeldi yngri systkina og heim- ilisstörfum gekk hún að útiverk- um sem fullorðin væri hvort sem það voru gegningar að vetri, vor- verk, heyskapur eða smala- mennska að hausti. Skólahald til sveita var fá- breytt á þessum tíma. Við sóttum skóla frá níu ára aldri að Eystri- Sólheimum þar sem skóli sveit- arinnar stóð, um klukkutíma gang að heiman hvora leið. Hér- aðsskólinn í Skógum hóf starf- semi 1949 og lá leið Önnu Möggu og okkar eldri systkinanna þang- að eftir fullnaðarpróf. Að því námi loknu hófst skóli lífsins hjá henni. Árið 1955 kynntist hún Páli Auðunssyni, glæsilegum sómamanni, sem auk þess var skurðgröfustjóri og bíleigandi sem lyfti honum á stall í augum okkar unglinganna á tíma þegar bílamenningin var rétt að hefjast í sveitinni með Willy’s-jeppa á stöku bæ. Anna og Páll stofnuðu heimili á Selfossi þar sem Páll átti lang- an og farsælan starfsferil hjá MBF. Þar reistu þau í bókstaf- legri merkingu hús eða öllu held- ur tvö þar sem flest handtök við bygginguna voru unnin af hús- eigendum sjálfum og vinum í skiptivinnu. Þannig var hið félagslega hús- næðiskerfi þess tíma. Þaðan sinntu þau fjölskyldu sinni og áhugamálum, m.a. ferðalögum um landið í húsbílum. Afskiptum Önnu Möggu af okkur systkinunum var þó ekki lokið. Flest dvöldum við á Sel- fossi í lengri eða skemmri tíma við sumarstörf eða nám. Var jafnan auðsótt að fá húsaskjól og uppihald hjá þeim Páli. Ábyrgðin sem hún hafði tamið sér gagn- vart okkur í bernsku var enn til staðar og lögðu þau ætíð mikla rækt við okkur og síðar við maka okkar og börn. Sömu alúðar nutu foreldrar okkar og þau systkini, sem settust að á Selfossi. Dvölin hjá Önnu Möggu og Palla á þessum árum var góð. Lærðist í henni sitt hvað sem að gagni kom síðar á lífsleiðinni hvort sem það var í aðstoð við húsbyggingu eða uppeldi og um- hirðu barna svo sem bleyjuskipti en á þessum árum eignuðust þau og ólu upp börn sín. Í öllum samskiptum við börn sín og afkomendur, ættingja og tengdafólk sýndi Anna Magga umhyggju og alúð, eiginleika sem hún átti í ríkum mæli og hafði þroskað með sér allt frá barns- aldri í Eyjarhólum þar sem hún hélt verndarhendi yfir yngri systkinum sínum forðum daga. Að leiðarlokum eigum við henni þökk að gjalda og færi ég og fjölskylda mín manni hennar og börnum innilegar samúðar- kveðjur. Indriði H. Þorláksson. Anna mágkona mín er fallin frá áttræð að aldri. Hún og Páll bróðir minn kynntust um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Hún var þá 17 ára og hann 21. Og ári síðar fóru þau að búa saman. Þau settust að á Selfossi og hafa lifað þar og starfað alla tíð síðan. Fyrstu árin voru þau í leiguhús- næði en fljótlega hófust þau handa við að byggja þó að lítið væri milli handa. Unga fólkið á þeirri tíð var fullt af bjartsýni og kjarki og dreif í hlutunum, sá um byggingarvinnuna meira og minna sjálft. Það hjálpaðist að, margir í sömu sporum. Oft sáust hópar við einn húsgrunninn og síðan við annan uns fokheld hús spruttu upp eitt af öðru. Og þá var flutt inn. Fyrstu árin voru ekki áfallalaus, enda gleymir sorgin engum eins og skáldið sagði. Anna og Palli eignuðust fyrsta barnið, gullfallega stúlku, í september 1956 og tæpum tveim mánuðum síðar var hún látin. Og ekki annað í boði en halda áfram og bíta á jaxlinn. Þannig var lífið. Ég dáðist að því hvað þau tóku sorginni með miklu æðruleysi. Og lífið hélt áfram og skömmu síðar fæddust dæturnar Sigrún og Svala og síðan Sandra 1964 og loks Auðunn Örvar 1971. Anna var fyrst og fremst hús- móðir og hugsaði vel um heimilið og fjölskylduna. Hún var mikil hannyrðakona, prjónaði og saumaði öllum stundum. Ég held að hún hafi prjónað og saumaði flestar flíkur á börnin fram undir fermingu. Mín fjölskylda eins og margar aðrar nutu handverka hennar. Á tímabili prjónaði hún lopapeysur í stórum stíl til sölu þegar íslenska lopapeysan var mest í tísku á sjötta og sjöunda áratugnum. Hún prjónaði þá fyr- ir verslunina Hildu og einnig var hún ráðin til að meta peysur frá öðrum sem áttu að fara í sölu hjá Hildu. Anna greip oft í ýmis önnur störf, einkum á sumrin. Vann t.d. í Mjólkurbúinu, við verslunar- störf hjá Kaupfélagi Árnesinga og í nokkur ár var hún gang- astúlka á sjúkrahúsinu. Að síð- ustu vann hún í Þvottahúsi KÁ, þar sem hún var forstöðukona þar til það var selt. Anna átti við gigtarsjúkdóm að stríða þegar hér var komið sögu og hætti að starfa utan heimilis. Heilsuleysið jókst seinni hluta ævinnar, eitt sjúkdómsferl- ið tók við af öðru, þar á meðal krabbamein. Síðustu þrjú æviár- in dvaldi hún á hjúkrunardeild- inni Fossheimum á Selfossi. Í öll- um þessum veikindum annaðist Páll bróðir minn Önnu af mikilli natni og sat hjá henni daglega og stytti henni stundir eftir að hún vistaðist á Fossheimum. Anna var greind og glettin og iðulega hrókur alls fagnaðar á góðri stund á sínum yngri árum. Það var því alltaf tilhlökkunar- efni að heimsækja þau Palla enda lagði Anna sig fram um að taka vel á móti gestum. Hún var hag- mælt, en flíkaði því ekki. Þau Palli höfðu yndi af að ferðast um landið í góðra vina hópi, jafnt um troðnar sem ótroðnar slóðir. Einu sinni slóg- umst við Kata með í hópinn. Þá var m.a. farið á Grænafjall, afrétt forfeðranna. Ógleymanleg ferð. Seinna eignuðust þau húsbíl og fóru þá í langar útilegur með Félagi hús- bílaeigenda, enda var Palli for- maður ferðanefndar félagsins í nokkur ár. Ég er ekki frá því að þar hafi þau átt sínar bestu stundir. Að lokum þökkum við Kata fyrir langa samfylgd sem aldrei bar skugga á. Við sendum Palla og öllum börnum þeirra og öðr- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gísli G. Auðunsson. Anna Margrét Þorláksdóttir  Fleiri minningargreinar um Annu Margréti Þorláks- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.