Morgunblaðið - 15.02.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 15.02.2019, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 ✝ Karólína Lár-usdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. mars 1944. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 7. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Daisy Saga Jósefs- son, f. í Lodz í Pól- landi 25.10. 1912, d. 25.1. 1988, og Lár- us Guðjón Lúðvígsson, kaup- maður og iðnrekandi, f. í Reykjavík 30.3. 1914, d. 22.8. 2003. Þau skildu. Foreldrar Daisy voru Karólína Amalía Guðlaugsdóttir, f. 14.12. 1882, d. 11.8. 1969, og Jóhannes Jósefs- son, f. 28.7. 1883, d. 5.10. 1968, eigandi Hótel Borgar. Foreldrar Lárusar voru Lúðvíg Lárusson, f. 11.1. 1881, d. 30.6. 1940, skó- kaupmaður í Reykjavík, og Ingi- gerður Ágústa Eyjólfsdóttir, f. 18.8. 1892, d. 9.9. 1977. Systkini Karólínu: 1) Hildur Lárusdóttir Boyd Clive Aynscomb, f. 2003, b) Elis Frank, f. 2005, og Ida Karólína, f. 2005. 2) Samantha Iris, bókasafnsfræðingur í Cam- bridge, f. 21.6. 1970, maki Christophe Sohoueto Riera framkvæmdastjóri, f. 20.5. 1974. Börn: a) Abigail Yvette, f. 2006, b) Owen Larus, f. 2008. Seinni maður Karólínu var Fred Rob- erts sálfræðingur, f. 15.8. 1922, d. 2.6. 2002. Þau gengu í hjóna- band 1983 og bjuggu í Cam- bridge. Eftir að Karólína festi kaup á íbúð í Reykjavík bjó hún lengi jöfnum höndum í Cam- bridge og Reykjavík, einkum eftir lát seinni manns síns, og frá árinu 2007 bjó hún alfarið í Reykjavík. Karólína lauk stúdentsprófi frá MR 1964. Hún nam myndlist í Englandi, í Sir John Cass Coll- ege á árunum 1964 til 1965. Að því loknu stundaði hún nám við Ruskin School of Fine Art í Ox- ford. Þaðan útskrifaðist hún ár- ið 1967. Karólína bjó og starfaði í Bretlandi um árabil og var myndlist hennar mótuð af meginstraumum breskrar myndlistarhefðar, en mynd- heimur hennar var íslenskur. Myndefni sitt sótti hún ekki síst í æskuminningar sínar m.a. af mannlífinu á Hótel Borg og af farþegum og starfsfólki um borð í MS Gullfossi. Karólína varð félagi í Hinu konunglega félagi breskra vatnslitamálara, The Royal Watercolor Society, árið 1992. Hún var einnig félagi í The New Art Club og Royal Society of Painter Printmakers frá árinu 1986. Karólína vann til fjölda verð- launa og má þar nefna The Dicks and Greenbury 1989, The 4th Triennale Modiale D’Estames Petit Format í Frakklandi 1990 og bjartsýnis- verðlaun Bröstes 1997. Karólína hélt fjölda einkasýn- inga, m.a. í Bretlandi, Dan- mörku, Frakklandi, Íslandi, Ítal- íu, Namibíu, Spáni og Suður- Afríku. Auk þess tók hún þátt í samsýningum úti um allan heim. Æviminningar Karólínu, Karól- ína – Líf og list Karólínu Lárus- dóttur listmálara, skráð af Jón- ínu Michaelsdóttur, kom út hjá Forlaginu 1993 og bókin Karól- ína Lárusdóttir, eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing, kom út hjá JPV útgáfu 2013. Útför Karólínu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 15. febr- úar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. von Schilling, f. 1942, d. 2012. Maki Peter Ernst von Schilling, f. 1943. Barn: Henriette Carolina, f. 1977. 2) Lúðvíg Lárusson, f. 1947, maki Margrét Guðmundsdóttir, f. 1954. Börn: a) Edda Lára, f. 1984, maki Sverrir Ingi Ár- mannsson, f. 1981. Börn: Ármann, f. 2012, Jóhann- es, f. 2014, og Margrét Lára, f. 2018. b) Lárus Guðjón, f. 1986, maki Katrín Ýr Magnúsdóttir, f. 1986. Barn: Ylfa Margrét, f. 2019. Karólína giftist 1967 Clive William Percival, kaupsýslu- manni í Kent á Englandi, f. 17.4. 1942. Þau skildu. Börn Karólínu og Clive eru: 1) Stephen Lárus, myndlistarmaður í Reykjavík, f. 26.3. 1968, maki Louise Hazell Aynscomb Harris, kennari og listamaður, f. 2.6. 1967. Börn: a) Ég elskaði hana ömmu mína, hana Karólínu. Hún var amman eða afinn sem var langoftast til staðar. Sem sonur innflytjanda er það mjög gott að hafa og alls ekki sjálfsagt. Sem barn tók ég aðallega eftir því að hún var alltaf mjög skemmtileg og fyndin. Hún var alltaf aðalgesturinn í öllum veislum og matarboðum. Oft gerði hún eitthvað sem flest ykk- ar myndu lýsa sem óþekkt við matarborðið og reyndi að fá okk- ur krakkana til að vera með í þessu. Þetta gerði foreldra okkar frekar pirraða, en svona eru allar bestu minningarnar um afa og ömmur okkar. Hún fór líka oft með okkur í ferðir. Aðalstaðurinn sem við fór- um með henni á var Ikea. Þar tók hún að sér verkefnið að passa að við krakkarnir fengjum alltaf nóg af eftirréttum og gjafir úr dóta- búðinni í Ikea. Við fórum oft að heimsækja hana í íbúðina hennar á Vatnsstíg. Þar leyfði hún okkur að gera hvað sem við vildum. Við vorum alltaf mjög hrifin af stóra sjónvarpinu hennar og hún leyfði okkur alltaf að taka með okkur Andrésblað heim ef við vildum. Snemma á ævi minni, örugglega um 2006, kom hún meira að segja með okkur til Spánar til að hjálpa til. Þó að foreldrar mínir segi mér að sú ferð hafi ekki gengið svaka- lega vel, þá sýnir þetta vel hvað hún var tilbúin að ganga langt til að hjálpa fjölskyldunni okkar við að gera ferðina skemmtilega. Eftir að hún varð veik og fór á Sóltún fórum við oft að heim- sækja hana, þó að núna líði manni eins og maður hafi aldrei heimsótt hana nógu oft. Ólíkt mörgum öðrum varð hún aldrei reið eða vond eða gleymdi okkur á Sóltúni. Við fórum alltaf einu sinni á ári með hana á Hotel Hilton í jólamat þar sem hún passaði alltaf upp á að fá sér nóg af köku. Allt þetta skapaði svo góða minningu um ömmu mína að ég varð ótrúlega hræddur þegar ég heyrði að starfsfólkið á Sóltúni gæti ekki vakið hana og svakalega sorg- mæddur þegar mér var sagt frá andláti hennar. Næsta föstudag verður jarðar- för hennar. Hún verður haldin í Hallgrímskirkjunni og ég vona að sem flestir komist. Foreldrar mínir eru að vinna rosalega mik- ið við að undirbúa jarðarförina eins vel og hægt er. Jarðarför sem hún amma mín, hún Karól- ína Lárusdóttir, á skilið. Boyd. Við andlát Karólínu Lárus- dóttur systur minnar er eins og boðið hafi verið í völundarhús minninganna þar sem rifjast upp fyrir mér ótal samverustundir og upplifanir af Karólínu og því sem hún tók sér fyrir hendur. Karól- ína var í senn forkur dugleg að framkvæma og hugmyndaauðgi hennar var með ólíkindum sem kom látlaust fram á æskuárum og í ævistarfi hennar. Þannig var líf og fjör í kringum Karólínu alla tíð. Samhæfing sjónar og handa hennar var afar góð og minnist ég myndar sem hún teiknaði þriggja ára af sér í afmæli sínu sitjandi til borðs með vinstri hendi sem visna niður síðuna en þá hægri fimm sinnum lengri að teygja sig í kökurnar á borðinu. Karólína vissi alltaf hvað hún vildi og kom því til skila. Í átta ára bekk teiknaði hún „past- oral“-myndir úr sveitinni með snævi þakta fjallstinda og sólina stundum að setjast á milli með burstabæinn og bæjarlækinn sem liðaðist um túnin og lita- dýrðin ósvikin. Karólína var líka mjög hjálp- söm og gjafmild og naut hún góðs af tíðri samveru við ömmu okkar og nöfnu. Karólína eldri lifði sannarlega tímana tvenna á Íslandi og síðar í stórborgum Bandaríkjanna en ferðaðist líka um í Evrópu í ýmsum erinda- gjörðum. Hafði Karólína eldri því hafsjó af fróðleik og sögum að segja okkur barnabörnunum. Hefur þessi reynsla og víðsýni án efa skilað sér yfir kynslóð- irnar. Karólína varð líka leiðtogi í víð- um skilningi þar sem sköpunar- gáfa hennar var fáum takmörkum sett og þegar kom að leik okkar barnanna var hún eins og fæddur leikstjóri, dró að sér efnivið, svið- setti og þjálfaði okkur í hlutverka- leikjum. Karólína var líka óþreytandi í því mikilvæga hlutverki að reyna með okkur eins og sagt er enda er mun betra að þjálfa það heima fyrir en úti á skólalóðinni þar sem engir foreldrar eru. Kann ég Kar- ólínu mikla þökk fyrir það en bið hana jafnframt fyrirgefningar þegar, og ef, ég fór yfir strikið áð- ur en foreldrarnir gripu inn í. Karólína var oft ófeimin að hafa mig, unglinginn, með þegar hún var að setja upp myndirnar sínar í skólanum hérlendis á námsárunum. Eftir að Karólína fór til náms á Bretlandi fór ég nokkrum sinnum að heimsækja hana og var þar sama gestrisnin við höfð. Síðar heimsóttum við Margrét Karólínu frá Danmörku nokkrum sinnum og dvöldum hjá henni og fjölskyldu hennar m.a um jól og áramót. Karólína var oftast glöð í skapi og kom kímnigáfa hennar oft í ljós þegar minnst varði enda kom hún endalaust auga á skoplegu hlið- arnar á lífinu. Því ber að þakka það sem Karólína bauð upp á og lýsti upp og yljaði samveruna með áhugverðri sýn á tilveruna og samskiptin okkar þannig að lengi var hægt að læra af því. Kann ég Karólínu beztu þakkir fyrir samfylgdina og mun minn- ingin um hana lengi lifa og geri ég ráð fyrir einnig hjá mörgum öðr- um sem þekktu hana. Karólína var góð gjöf fyrir samfélagið með eljusemi sinni og hæfileikum. Ég votta börnum hennar og barna- börnum djúpa samúð á þessum erfiðu tímum. Lúðvíg Lárusson. Karólína Lárusdóttir ✝ SigurhelgaStefánsdóttir (Helga) var fædd 4. nóvember 1936 í Miðbæ, Ólafsfirði. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 31. jan- úar 2019. Foreldrar Helgu voru Stefán Hafliði Steingrímsson, f. 9. maí 1892, d. 19. febrúar 1972, og Kristín Jónína Gísladóttir, f. 24. ágúst 1895, d. 3. desember 1979. Helga var yngst tíu systkina, Sigþór Magnús er einn eftirlifandi en látin eru Gíslína Kristín, Kristinn Eirík- ur, Ólafur Steingrímur, Jón- mundur, Guðlaug Kristbjörg, Sigurjón Þór, Sigurveig Anna f. 1994, fyrir átti Kristján þau Örnu og Björn. Barnabörn þeirra eru orðin ellefu. 2) Sig- urbjörn, f. 1964, kvæntur Krist- rúnu Snjólfsdóttur. Þeirra börn eru Tinna Rut, f. 1988, Alex Már, f. 1992, og Bogi, f. 2004. Helga var fædd og uppalin í Miðbæ í Ólafsfirði, þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sínum. . Sem unglingur starfaði Helga sem sendill á pósthúsinu í Ólafsfirði og einnig vann hún við heimilishjálp með Þorfinnu systur sinni, hjá þeim sem áttu við veikindi að stríða. Síðar fór hún í síld á Raufarhöfn og á vertíð til Vestmannaeyja. Helga vann einnig á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki. Eftir að þau Bogi stofnuðu heimili sitt á Siglufirði helgaði hún sig húsmóðurstörfunum. Þegar börnin uxu úr grasi hóf hún störf í Sigló síld og síðar í þvottahúsi Sjúkrahúss Siglu- fjarðar. Útför Helgu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 15. febrúar 2019, klukkan 14. og Þorfinna. Þann 26. desember 1960 giftist Helga Boga Sigurbjörnssyni, f. 24. nóvember 1937 að Nefsstöðum í Fljótum, d. 9. des- ember 2013 á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. For- eldrar hans voru Sigurbjörn Boga- son, f. 3. sept- ember 1906, d. 8. nóvember 1983, og Jóhanna Antonsdóttir, f. 9. desember 1913, d. 1. nóv- ember 2004. Helga og Bogi eignuðust tvö börn: 1) Kristínu, f. 1959, eigin- maður hennar er Kristján Björnsson. Þeirra börn eru: Bogi Sigurbjörn, f. 1984, Helga Sigurveig, f. 1988, og Elfa Sif, Æskumyndir ótal leita oss í hug á sorgarstund þar sem mamma varstu að veita vernda og styðja, hrygga lund. Minningin um mildi þína megnar að þerra sorgartár hún mun oss í hjarta skína hrinda trega, græða sár Elsku mamma guð þig geymi geislabrautum himins á svo við aftur hans í heimi hittumst þegar lokast brá (Sighvatur F. Torfason) Elsku mamma, ég sendi þessa kveðju um leið og ég þakka þér allt það sem þú hef- ur gefið mér og fjölskyldu minni. Kristín. Mamma. Fimmtudagurinn 31. janúar rann upp, hér á Sauðárkróki var eins og það væru að koma jól, kyngdi niður jólasnjó og lognið var algert. En skjótt skipast veður í lofti. Um hádegi hringir Elfa hennar Stínu syst- ur í mig og biður mig að koma strax þar sem mamma sé mikið veik. Ég og fjölskyldan mín lögðum strax af stað út á Siglu- fjörð. Þegar við komum á sjúkrahúsið til mömmu var ljóst hvert stefndi og hún lést í faðmi fjölskyldunnar þá um kvöldið. Æskuheimili mitt var Há- vegur 34 á Sigló og þar var gott að alast upp. Á æsku- árunum var það alltaf tilhlökk- unarefni að fara til Ólafsfjarðar með mömmu en þangað fór hún með okkur Stínu í heimsókn til Sigurveigar frænku. Ferðalagið hófst fljótlega eftir að sumarfrí var komið í skólanum og var þá ýmist ferðast með Drangi eða þá að pabbi skutlaði okkur. Þetta voru ferðir sem aldrei gleymast og voru bæði henni og okkur afar mikilvægar. Ólafsfjörður var mömmu alla tíð mjög kær. Fátt sárnaði henni meira en illt tal um Ólafsfjörð. Mamma var mikil húsmóðir. Hún var útivinnandi hálfan daginn þ.e. fyrir hádegi en hinn hluti dagsins fór í það að sinna heimilinu. Á þessum árum í kringum 12 til 13 ára aldurinn byrjaði ég að vinna hjá bænum og vann þar í mörg sumur. Mættur til vinnu kl. 7, þegar ég kom heim í hádegis- mat var mamma komin heim og búin að taka til snarl, að vinnu- degi loknum kom ég heim og þá beið kaffihlaðborð eftir manni. Þegar ég var búinn að gera kaffiborðinu góð skil, hljóp ég út á fótboltaæfingu. Heim um kl. 18 og þá var búið að láta renna í bað og síðan var heitur kvöldmatur, Hótel mamma. Árin liðu og ég stofnaði mitt heimili á Sauðárkróki samt sem áður var ég alltaf að fara heim þegar ég fór á Sigló til mömmu og pabba. Þangað fórum við eins oft og aðstæður leyfðu en þess á milli var gripið í símann. Upp úr 1990 fór heilsan að gefa sig hjá mömmu og eftir að hafa veikst alvarlega í tvígang varð heilsan aldrei söm og áð- ur. Í framhaldinu hætti hún að vinna úti. Pabbi hugsaði vel um mömmu eftir að hún veiktist og gerð það alveg þar til hann veiktist árið 2011. Hún tók hann þá að sér og var hans stoð og stytta þar til hann lést í des- ember 2013. Þegar hann dó þá dó eitthvað innra með mömmu, varð aldrei söm á eftir. Hún ætlaði að reyna að búa ein en það gat hún ekki. Bæði ég og Stína buðum henni að búa hjá okkur en það vildi hún ekki, vildi ekki vera baggi á okkur sagði hún. Hún fór inn á hjúkr- unardeild á HSN á Siglufirði í janúar 2014 og bjó þar til ævi- loka við gott atlæti og góða umönnun og fyrir það vil ég þakka. En nú er þessi góða mamma komin við hlið pabba í blóma- brekkunni. Guð veri með þér. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Kveðja, Sigurbjörn (Bubbi). Verslunarmannahelgin 1985 er mér alltaf minnisstæð en þá hitti ég tengdaforeldra mína, Helgu og Boga, í fyrsta sinn. Við Bubbi vorum þá farin að slá okkur upp og hann bauð mér með sér og fjölskyldunni í sumarbústað á Laugarvatni. Ég man enn hnútinn í mag- anum þegar ég hitti þau en það var engin ástæða til þess því þau tóku mér opnum örmum og þessi helgi varð upphafið að mörgum ómetanlegum sam- verustundum. Það var spjallað, hlegið og auðvitað spilað. Helga settist ekki oft við spilaborðið en hún var alltaf á hliðarlínunni og fylgdist vel með því sem fram fór. Þegar verið var að spila spurningaspil var ósjaldan sem hún sagði svarið við mis- mikla hrifningu þeirra sem áttu að svara. Helga bar fram kök- ur, eldaði matinn og vaskaði upp, aldrei mátti nokkur að- stoða hana við þetta enda var það eiginlega þannig að þetta bara gerðist án þess að maður tæki eftir því. Samband okkar Helgu styrktist eftir því sem árin liðu og við lærðum hvor á aðra, báðar fæddar í sporð- drekamerkinu og því nokkuð ákveðnar og vildum hafa stjórn á hlutunum. Við áttum margar góðar stundir saman og meðal annars minnist ég þess þegar hún fór með mér suður, þegar ég var að fara með Tinnu Rut til eftirlits aðeins nokkurra mánaða gamla. Það var góður stuðningur að hafa hana með og hún lagði það á sig að fljúga með okkur suður þrátt fyrir sína miklu flughræðslu. Helga hafði gaman af að segja frá og fram á síðasta dag var minni hennar gott og ef eitthvað vafð- ist fyrir okkur var alltaf hægt að spyrja hana. Helga og Bogi voru samheld- in hjón og samband þeirra afar gott og alltaf notalegt að koma á heimili þeirra. Börnin okkar eiga góðar minningar um góða ömmu sem alltaf var gott að koma til. Elsku Helga, þakka þér fyrir allt, ég veit að Bogi hefur tekið vel á móti þér, minning þín lifir Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kristrún. Elsku amma, hugurinn reik- ar og minningarnar koma fram. Hvað er það sem upp kemur í hugann þegar við hugsum um þig? Góð húsmóðir af gamla skól- anum, sem varst alltaf með kökur og kleinur á borðinu þeg- ar mætt var í kaffi. Aldrei vant- aði hjá þér þrista, fíla- karamellur og græna frost- pinna. Þú sást um að aldrei færi nokkur frá borðinu nema hann væri troðfullur af mat. Þú varst ákveðin kona og góð, þú hugsaðir vel um alla í kringum sig. Þú horfðir á fótbolta með afa og þekktir alla United-leik- mennina með nafni. Þú horfðir líka mikið á Nágranna. Þetta eru minningarnar sem koma upp ásamt mörgum Sigurhelga Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Minning þína munum geyma og mynd í huga hverja stund aldrei elsku þinni gleyma en trúum öll á endurfund Elsku amma allir sakna engin faðmlög lengur fá huggun samt þig vita vakna vafða hlýju afa hjá (Gurra) Kveðja frá ömmu- og langömmubörnum, Bogi Sigurbörn, Helga Sigurveig, Tinna Rut, Alex Már, Elva Sif, Bogi og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.