Morgunblaðið - 15.02.2019, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Ármúla 24 • S. 585 2800
Alfreð Þorsteinsson, fyrrver-andi borgarfulltrúi, á 75ára afmæli í dag. Hannn
settist fyrst í borgarstjórn 1971 og
var stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur 1999-2006. Síðast var
hann formaður Lífeyrissjóðs starfs-
manna Reykjavíkurborgar, til
2010.
„Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast. Stofnun R-list-
ans var stórmál og átti eftir að ger-
breyta pólitísku landslagi í borgar-
málunum. Í því samstarfi var mér
falið að stjórna orkumálum Reykja-
víkur í 12 ár. Það var auðvitað stórt
verkefni að sameina veitufyrir-
tækin og stofna Orkuveitu Reykja-
víkur og byggja nýjar höfuð-
stöðvar. Stærstu einstöku
verkefnin, sem ráðist var í voru
bygging Hellisheiðarvirkjunar og innleiðing ljósleiðarakerfisins í
Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Hellisheiðarvirkjun sér höfuð-
borgarsvæðinu fyrir heitu vatni og framleiðir rafmagn, sem skapar
borgarbúum miklar tekjur. Sama má segja um Nesjavallavirkjun sem
hóf rafmagnsframleiðslu árið 1998.
Þessar virkjanir hafa skapað Reykvíkingum milljarða arð og munu
gera um langa framtíð. Jafnframt tryggði Orkuveitan sér með kaupum
á löndum og lendum á Hellisheiðinni framtíðarmöguleika til frekari
orkuöflunar. Í dag er Orkuveitan eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki
landsins og spannar starfsemi þess allt höfuðborgarsvæðið og stóran
hluta Vesturlands og Suðurlands. Tilkoma ljósleiðara Orkuveitunnar
ýtti Íslendingum í fremstu röð á heimsvísu hvað varðar aðgang að
gagnaflutningi.“
Alfreð er einn af heiðursfélögum Fram og ÍSÍ. „Ég hafði mikla
ánægju af að starfa fyrir íþróttahreyfinguna. Var tvívegis formaður
Fram og sat í 10 ár í stjórn ÍSÍ. Á þessum tíma kom ég að stofnun
Lottós, sem treyst hefur fjárhagslega stöðu íþróttahreyfingarinnar og
Öryrkjabandalagsins.
Eftir að ég settist í helgan stein, eins og það er kallað, hef ég haft
mesta ánægju af því að dvelja í sumarbústað fjölskyldunnar á bökkum
Brúarár í landi Syðri-Reykja. Silungsveiði í þeirri ágætu á er toppurinn
á tilverunni ásamt samveru með barnabörnunum.
Við konan mín, Guðný Kristjánsdóttir, eigum tvær dætur, Lilju Dögg
og Lindu Rós. Ég fylgist vel með störfum þeirra, Lilja er mennta- og
menningarmálaráðherra, en Linda Rós er sérfræðingur félagsmála-
ráðuneytisins við móttöku flóttafólks til Íslands. Barnabörnin eru þrjú.“
Í Elliðaánum Alfreð veiðir fyrsta
laxinn sinn árið 2000.
Hellisheiðarvirkjun
stærsta verkefnið
Alfreð Þorsteinsson er 75 ára í dag
H
ólmfríður Rósinkranz
Árnadóttir fæddist
15. febrúar 1939 í
Karlsskála við Kapla-
skjólsveg í Reykjavík
og var alin upp í Faxaskjóli 10 í
Vesturbæ Reykjavíkur.
Hólmfríður gekk í Melaskóla,
Hringbrautarskóla og Verzlunar-
skóla Íslands. Hún stundaði nám í St
Godric’s College í London og lauk
prófi sem loftskeytamaður frá Loft-
skeytaskóla Íslands. Hún tók stúd-
entspróf frá öldungadeild Mennta-
skólans við Hamrahlíð og stundaði
nám í jarðfræði og sagnfræði við
Háskóla Íslands.
Hólmfríður, eða Día eins og hún
er alltaf kölluð, vann við rannsókn-
arstörf í Svíþjóð, hjá Raunvísinda-
stofnun Háskóla Íslands og hjá efna-
Hólmfríður R. Árnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 80 ára
Hjónin Día og Oddur voru alla tíð mjög ástfangin og gríðarlegir sálufélagar. Þau héldu sambandi sínu gangandi
með sex börn með því að fara í göngutúr nánast daglega til að ræða daginn sinn og lífið.
Hugsjónamanneskja
fyrst og fremst
Ljósmynd/www.kvennalistinn.is
Kvennalistinn Framboðslistinn í Reykjavík 1983 en þetta var í fyrsta skipti
sem Kvennalistinn bauð fram til Alþingis. Día er þriðja frá vinstri í efstu röð.
Reykjanesbær Henry
Elfar Jóhannsson
fæddist 27. júní 2018 í
Reykjavík. Hann vó
3.560 og var 52 cm að
lengd. Foreldrar hans
eru Jóhann Sædal
Svavarsson og Sandra
Júlíana Karlsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is