Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 27
gerðinni Frigg. Hún var síðar
framkvæmdastjóri hjá meðal annars
Kvenskátaskálanum á Úlfljótsvatni,
Þroskahjálp, Póstmannafélagi Ís-
lands, Félagi háskólakennara og
Norræna skólasetrinu.
Día sinnti skátastarfi af miklum
móð í æsku og á unglingsárum sín-
um. Hún var stórtæk í félagsmálum
alla tíð og tók meðal annars virkan
þátt í ýmsum friðarsamtökum, nátt-
úruverndarsamtökum og jafnréttis-
samtökum. Hún var einn af stofn-
endum Kvennalistans og síðar
Kvennaframboðs og sinnti fjáröfl-
unar- og trúnaðarstörfum fyrir hvor
tveggja samtökin. Hún var jafn-
framt dreifingarstjóri Veru, tímarits
um kvennabaráttu.
Áhugamál Díu eru meðal annars
lestur, félagsstörf og útivist. Hún
var fyrst og fremst hugsjónamann-
eskja og hafði alla tíð minni áhuga á
hefðbundnum heimilisstörfum en
baráttu fyrir bættum heimi og að
vernd þeirra sem minna mega sín.
Fjölskylda
Eiginmaður Díu var Oddur Bene-
diktsson, f. 5. júní 1937, d. 17. ágúst
2010, prófessor í tölvunarfræði. For-
eldrar hans: Hjónin Stefán Már
Benediktsson, f. 24. júlí 1906, d. 12.
febrúar 1945, verslunarmaður, og
Sigríður Oddsdóttir Benediktsson, f.
18. september 1907, d. 29. ágúst
1988, húsfreyja. Fyrri eiginmaður
Díu: Páll Þórir Ásgeirsson, f. 22.
apríl 1931, læknir, búsettur í Kópa-
vogi.
Börn: 1) Árni Geir Pálsson, f. 3.
mars 1963, viðskiptafræðingur, bú-
settur í Reykjavík, maki: Soffía
Waag Árnadóttir, stjórnsýslufræð-
ingur; 2) Kári Pálsson, f. 25. desem-
ber 1964, forstjóri, búsettur í Kópa-
vogi, maki: Guðrún María Ólafs-
dóttir, kennari; 3) Guðrún Odds-
dóttir, f. 12. júlí 1971, barnasálfræð-
ingur, búsett í Reykjavík, maki: Árni
Maríasson, stjórnmálafræðingur; 4)
Katrín Oddsdóttir, f. 22. ágúst 1977,
lögfræðingur, búsett í Reykjavík,
maki: Kristín Eysteinsdóttir, leik-
hússtjóri. Stjúpbörn: Kolbrún Þóra
Oddsdóttir, f. 8. júní 1956, landslags-
arkitekt, búsett í Bergen í Noregi,
og Hákon Már Oddsson, f. 1. desem-
ber 1959, kvikmyndagerðarmaður
og kennari, búsettur í Reykjavík.
Barnabörnin eru fimmtán og barna-
barnabörnin fjögur.
Systkini: Jón R. Árnason, f. 19.
apríl 1926, d. 9. janúar 2006, heilsu-
gæslulæknir í Hafnarfirði, og Þór-
unn Árnadóttir, f. 19. júní 1929,
myndlistar- og smíðakennari, bús. í
Tjörn á Álftanesi. Uppeldissystir:
Svala Eyjólfsdóttir, f. 21. júní 1918,
d. 2. júní 2006, hárgreiðslukona og
húsfreyja í Reykjavík.
Foreldrar Díu voru hjónin Árni
Magnús Pétursson, f. 2. júní 1899 í
Ólafsvík, d. 31. júlí 1953, læknir í
Reykjavík, og Katrín Ólafsdóttir,
fædd 21. nóvember 1904 í Viðey, d.
18. apríl 1988, tónlistarkennari og
húsfreyja í Reykjavík.
Hólmfríður Rósinkranz
Árnadóttir
Þórður Þórðarson
bóndi, hreppstjóri,
dannebrogsmaður
og alþingismaður á
Rauðkollsstöðum
Ásdís Gísladóttir
húsfreyja á Rauðkollsstöðum
í Hnappadal
Pétur Þórðarson
verslunarmaður í Ólafsvík
og Reykjavík
Árni Magnús Pétursson
læknir í Reykjavík
Þóra Rannveig Þórarinsdóttir
húsfreyja í Ólafsvík og Reykjavík
Þórarinn Árnason
jarðyrkjumaður í Syðra-Langholti, síðar bóndi á Stóra-Hrauni við Eyrarbakka
Ingunn Magnúsdóttir
húsfreyja í Syðra-Langholti
í Hrunamannahr., á
Stórahrauni við Eyrarbakka
og síðast í Reykjavík
Árni Þórarinsson prófastur
órunn Árnadóttir
myndlistar- og
smíðakennari
Þ
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
sagnfræðingur
og fv. þingkona
Kvennalistans Ólafur Jónsson
útvegsbóndi í Fjósakoti, Miðneshr.
Ingibjörg Tómasdóttir
vinnukona í Hvalsnesi,
Miðneshr., Gull.
Ólafur Ólafsson
vélstjóri og
afgreiðslumaður í Reykjavík
Vilborg Jónsdóttir
húsfreyja á Brekku í Seyðisfirði
Jón Stefánsson
vinnumaður á Neðra-
Núpi í Miðfirði, V-Hún.
Vigdís Vigfúsdóttir
vinnukona í Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dal.
Úr frændgarði Hólmfríðar Rósinkranz Árnadóttur
Katrín Ólafsdóttir
tónlistarkennari og húsfreyja, var ættleidd
af frænkunum Þórunni Finnsdóttur
og Hólmfríði Rósinkranz og ólst upp á
Uppsölum í Aðalstræti 18 í Rvík
Hugsjónakona Hólmfríður, eða Día.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Bíldshöfði 9
Smáratorg 1
He 1 1lluhraun 6- 8
Fiskislóð 1
Við eru
í þínu
hverfi
m
95 ára
Oddný Gunnarsdóttir
90 ára
Óskar Waagfjörð Jónsson
85 ára
Garðar Svavar Hannesson
Guðmundur Úlfur Arason
Sigríður Zophoníasdóttir
80 ára
Bára Vilborg
Guðmannsdóttir
Grétar Þórðarson
Gunnlaugur Árnason
Hólmfríður R. Árnadóttir
Stefán Stephensen
75 ára
Alfreð Þór Þorsteinsson
Emil Þór Guðjónsson
Jakob Jóhannesson
Sigurður Ragnar
Blomsterberg
70 ára
Börkur Ólafsson
Georg Thomas White
Sigrún Halla Guðnadóttir
Steinþór Hafsteinsson
Sveinlaug O. Þórarinsdóttir
Þorbjörg S.
Aðalsteinsdóttir
60 ára
Bjarni Friðriksson
Guðmunda Jónsdóttir
Guðmundur G. Sigurðsson
Guðmundur Hárlaugsson
Halla Stefánsdóttir
Hörður Bragason
50 ára
Ásta Skæringsdóttir
Björn Sigurður Jónsson
Heiða Bergþóra Þórðard.
Indriði Waage
Kristín Kristjánsdóttir
Maciej Pawel Pyziol
Rósa Hjartardóttir
Sigurjóna Ósk Óskarsdóttir
Vignir Björnsson
Wojciech Piotr Cios
40 ára
Aðalheiður Ólafsdóttir
Aldís Elín Alfreðsdóttir
Alseny Sylla
Anna Ýr Böðvarsdóttir
Arnþór Ágústsson
Bergur Þorri Benjamínsson
Brynjar Á. S. Agnarsson
Chairat Youbanphot
Eygló Rós Nielsen
Friðgeir B. Valdimarsson
Hafdís Sigursveinsdóttir
Ineta Zvejniece
Ingvar Rafn Hjaltalín
Jana Janickova
Jónína M. Sigmundsdóttir
Pétur Hafsteinsson
Runólfur Viðar Guðmundss.
Sigurlaug Valdimarsdóttir
Snorri Árnason
30 ára
Andri Már Marteinsson
Anna Þorsteinsdóttir
Bergmann S. Guðjónsson
Darri Hilmarsson
Guðbjörg Anna Bragadóttir
Guðlaug Ósk Bragadóttir
Gunnar Ingi Valdimarsson
Hafsteinn Valdimarsson
Júlia Mituník
Kolbrún Ósk Eyþórsdóttir
Lilja Sif Þórisdóttir
Nuria Hernandez Gonzalez
Scott Fraser Drummond
Sigurður Ingi Grétarsson
Wojciech Jakub Buras
Þórunn Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Bergur ólst upp á
Ytri-Tjörnum í Eyjafirði en
býr í Hafnarfirði. Hann er
formaður Sjálfsbjargar.
Maki. Helga Magnúsdóttir,
f. 1976, menningarfulltr.
sendiráðs BNA.
Börn: Tvíburarnir Benjamín
Þorri og Birna Dísella, f.
2006. Stjúpbörn: tvíbur-
arnir Guðni Natan og Sig-
ríður Stella, f. 1998.
Foreldrar: Benjamín Bald-
ursson, f. 1949, og Hulda
Magnea Jónsdóttir, f. 1950.
Bergur Þorri
Benjamínsson
30 ára Sigurður Ingi er
lögreglumaður á Akranesi
og er fæddur þar og upp-
alinn.
Maki: Guðrún Drífa Hall-
dórsdóttir, f. 1990, sjúkra-
liði á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi.
Börn: Selma, f. 2011, og
Aldís Lilja, f. 2014.
Foreldrar: Grétar Már
Ómarsson, f. 1965, og
Selma Sigurðardóttir, f.
1970. Stjúpfaðir: Þorvald-
ur Sveinsson, f. 1970.
Sigurður Ingi
Grétarsson
40 ára Pétur er frá
Blönduósi en býr í Reykja-
vík. Hann er viðskipta-
fræðingur að mennt og er
framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs hjá Festi.
Börn: Hilmir, f. 2006, og
Emil, f. 2009.
Foreldrar: Hafsteinn Pét-
ursson, f. 1953, rafvirki,
og Sigríður Hrönn Bjarka-
dóttir, f. 1957, umsjónar-
maður félagsstarfs aldr-
aðra. Þau eru búsett á
Blönduósi.
Pétur
Hafsteinsson
William Konchak hefur varið doktors-
ritgerð sína í heimspeki við Háskóla Ís-
lands. Ritgerðin nefnist Developing a
Contemporary Approach to Philosophy
as a Way of Life, eða Samtímanálgun á
heimspeki sem lífsmáta. Andmælendur
verða Samantha Harvey, prófessor við
Boise State-háskóla í Bandaríkjunum,
og Jussi Backman, fræðimaður við Há-
skólann í Jyväskylä í Finnlandi.
Doktorsritgerðin var unnin undir
leiðsögn Björns Þorsteinssonar, pró-
fessors í heimspeki, og aðrir í doktors-
nefnd voru Svavar Hrafn Svavarsson
prófessor og David Greenham frá Uni-
versity of West of England í Bristol.
Í ritgerðinni er gengið út frá hug-
mynd Pierres Hadots um heimspeki
sem lífsmáta, þ.e. sjálfsþroskaferli sem
á sér stað með iðkun þess sem Hadot
kallar andlegar æfingar, ásamt kenn-
ingasmíð. Rannsóknin beinir sjónum að
því hvernig beita megi þessu grundvall-
arviðhorfi í samtímasamhengi og gerir í
því skyni túlkunarfræði Hans-Georgs
Gadamers og heimspeki Ralphs Waldos
Emersons að viðfangsefni sínu. Skoðað
er hvernig hugmyndir þessara hugsuða
geta leitt til iðkana sem fela í sér djúpa
umbreytingu, s.s. viðhorf Gadamers til
samræðu og túlkunar, djúptæk sýn
Emersons á náttúru, sjálfið og and-
legan þroska, og fagurfræði hugsuð-
anna beggja. Einnig er athugað hvernig
iðkanir og viðhorf úr heimspeki til forna
má taka upp og þróa í tengslum við
hugsun Gadamers og Emersons og
fella þær inn í heimspeki sem lífsmáta í
samtímanum.
William Konchak
William Konchak hefur lokið námi í heimspeki frá Háskóla Íslands, umhverfis-
stjórnun frá háskólanum í Cambridge og sálfræði frá Institute of Trans-
personal Psychology (nú Sofia University). William hefur verið stundakennari í
námskeiði um náttúrusiðfræði við Háskóla Íslands. Doktorsrannsóknin naut
styrks frá Rannís fyrir tilstuðlan Páls Skúlasonar, fyrrverandi rektors Háskóla
Íslands.
Doktor